Tíminn - 19.04.1950, Side 7
85. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 19. apríl 1910
7
Ferð til Vest-
maiuiaeyja.
(Framhald af 5. síðu.)
gerist og haft áhrif á starf-
semina, ef þeim þykir ástæða
til. Yfir slíkum félagsskap
vofir því siður sú hætta, sem
jafnan er til staðar, þegar
almannareksturinn verður
mjcg stór og ópersónulegur,
að stjórnleysi og vinnusvik
éti upp það, sem á vinnst við
félagsreksturinn. |
Netagerðin.
Netagerð Vestmannaeyja
tel ég að ýmsu leyti athyglis
vert fyrirtæki. Eins og áður
er sagt er það rekið sameig-
inlega af ýmsum útgerðar-
mönnum í Eyjum. öeim varð
ijóst að hægt var að spara
mikinn erlendan gjaldeyri
með því að hnýta netin hér
heima. Þeir stofnuðu þetta
fyrirtæki árið 1936 og hefir
það starfað óslitið síðan.
Þrátt fyrir ranga gjaldeyris-
skráningu undanfarin ár, hef
ir fyrirtækinu jafnan tekist
að vera samkeppnisfært með
ver^ og á vafalaust auðveld-
ara með það í framtíðinni.
Nú getur það unnið úr um
60 tonnum af garni árlega,
veitir stöðuga atvinnu yfir
20 manns, og mun spara 5—8
hundruð þúsund krónur í
gjaldeyri árlega. Fyirtækið
hefir nýtízku vélar og er rek
ið meö verksmiðjusniði.
Tanginn.
í miðjum kaupstaðnum —
upp af Básaskersbryggju —
biasa við hin myndarlegu
fiskverkunarhús Gunnars Ól-
afssonar og Co. Þetta mugn
vera elst af hinum stærri út-
gerðarfyrirtækjum í Eyjum.'
Aðaleigandi þess er hinn ald-
urhnigni útvegsbændahöfð-
ingi Gunnar Ólafsson.
Hraðfrystistöðin.
Stærsta fiskverkunarstöð
Eyjanna er Hraðfrystistöðin. I
Hún er eign Einars Sigurðs-
sonar, sem byggði stöðina —;
en nú er hún rekin af þremur
dugmiklum ungum mönnum.1
Mér þótt mjög gaman að fá
tækifæri til að sjá þetta mikla
fyrirtæki í fulu starfi. Þarna
vinna yfir 200 manns við fisk
verkun, aðgerð, flökun, pökk
un, frystingu og scltun. Sýnd
ist mér vera unnið þar af
miklum dugnaði. Verðmæti
framleiðslunnar skiptir mörg
um milljónum. í þessari stöð
varð mikill eldsvoði í vetur —
eins og menn muna. Mikið af
geymslum stöðvarinnar brann
tli kaldra kola. Einnig mikið
af nýjum tækjum, sem eig-
endurnir voru nýbúnir að afla
sér og átti að nota í fyrsta
sinn á þessari vertíð. Er þetta
því tilfinnanlegra vegna þess
að hætt er við að erfiðlega
gangi að fá þessi tæki inn-
flutt á ný.
Allir eru með.
Eins og áður er sagt hefir
síðan fyrir páska staðið yfir
mesta aflahrota þessarar ver
tíðar. Þegar svo stendur á,
má segja að allir, sem vetlingi
valda, taki sig til og vinni
með að framleiðslunni. Þá
fara í vinnu margar konur,
sem annars vinna ekki að
jafnaði utan heimilis. Einnig
margt af verzlunarfólki og
skólafólki — og þarna er svo
heilbrigð afstaðan til atvinnu
lífsins — að sjálfsagt þykir
að gefa frí að meira og minna |
W
Í
Skemmtibækur Vasaútgáfunnar
eru óclýrar í hentiigii forini, emla njóta þær vaxandi viusælda meðal
skeniiiitilicikalescncla. Eftirtaldar bækur fást enn lijá flcstum bóksölum:
i
1 herbúðum Napeleons. Skemmtileg njósnarsaga frá
dögum Napeleons mikla. — Verð kr. 14,00..
Ofurhuginn Kúbert Hentzau. Rómantísk ástarsaga
eftir A. Hope, liöfund bókarinnar Fanginn í Zenda.
Tvö bindi. — Verð kr. 24,00.
Vínardansmærin. Ævisaga heimsfrægrar dansmeyjar,
full af ástarævintýrum og fjölbreytni. — Verð kr. 8,00.
Kauða drekamerkið. Sérkennileg og dularfull leyni-
lögreglusaga. — Verð kr. 12,00.
í vopnagný 1. Fyrsta bókin af hinum bráðskemmti-
legu indiánasögum um kempuna Waverly gamla og
vin hans Fritz og veru þeirra meðal hinna herskáu
Indíána. — Verð kr. 12,00.
Órabelgur. Sprenghlægileg gamansaga um Pétur prakk-
ara, sem ailtaf var að reyna að vera góðm- drengur.
— Verð kr. 16,00.
Nafnlausi samsærisforinginn. Saga um hættulegt og
vel skipulagt samsæri og njósnir. — Verð kr. 16,00.
í vopnagný 2. Önnur bók um Waverly gamla og við-
ureign hans við Indíánahöfðingjann Leiftrandi eld-
ing. — Verð kr. 13,00.
Eineygði óvætturinn. Spennandi saga, sem gerist í ólík-
ustu löndum heims, full af kingi og dularfullum við-
•burðum, og austurlenzkum undrum. Tvö bindi. —
Verð kr. 24,00.
Spellvirkjar. Harðneskjuleg saga sem gerist meðal gull-
grafara, þar sem háefarnir og byssurnar eru látnar
skera úr málunum. — Verð kr. 15,00.
Carlos vísundabani. Saga um óréttlæti og verðskuld-
aða hefnd. Verð kr. 10,00.
Hetjan á Rangá. Falleg og spennandi saga frá vik-
ingaöldinni. — Verð kr. 7,00.
Gimsteinaránið. Gimsteinaþjófarnir eru oft slungnir,
en svo eru til snjallir leynilögreglumenn. — Verð
kr. 10,00.
I vopnagný 3. Þriðja bókin um Waverly gamla og vini
hans og óvini. — Verð kr. 12,00.
I'ercy hinn ósigrandi 1. bók. Þetta er upphafið á óvenju-
legum söguflokki um Percy lávarð, sem á að leysa
197 erfiðar þrautir, til þess að verða meðlimur Sér-
vitringaklúbbsins. — Verð kr. 12,00.
Dularfulli riddarinn. Rómantísk ástarsaga, sem gerist
meðal hinna blóðheitu kúreka. — Verð kr. 12.00.
Einvígið á hafinu. Viðburðarík saga um óvenjulegt
einvígi úti á opnu hafi og örlagaríka atburði, sem
af því leiða. — Verð kr. 12,00.
Svarta liljan. Ævintýraleg skáldsaga eftir Rider Hag-
gard, höfund bókanna Námar Salomons og Allan
Quatermain. — Verð kr. 17,50.
Námar Salomons konungs. Þessari víðfrægu skáldsögu
þarf ekki að lýsa. — Verð kr. 16,00.
Allan Quatermain. Spyrjið gamla fólkið um þennan
vinsæla kunningja. — Verð kr. 20,00.
l’ercy hinn ósigrandi 4. bók. í þessari bók leysir Percy
lávarður 10 erfiðar þrautir. — Verð kr. 20,00.
Blóð og ást. Blóði drifin ástarsaga frá sléttum villta
vestursins. — Verð kr. 15,00.
Hjá sjóræningjum. Sjóræningja- og leynilögreglusaga,
sem gerist að mestu við strendur Kína. — Verð kr.
15,00.
Fangi nr. 1066. Bráðsniðug glæpamálasaga um heiðar-
legan borgara, sem hefir gaman af að leika á lög-
regluna. — VercT“kr. 7,50.
Maðurinn í kuflinum. Stutt en sniðug saga, sem heldur
lesapdanum spenntum frá upphafi til enda. — Verð
kr. 7,00.
Percy hinn ósigrandi 5. bók. — Verð kr. 10,00.
Percy hinn ósigrandi 6. bók. — Verð kr. 10,00.
Útlagaerjur. Afburða spennandi saga úr villta vestrinu
eftir Zane Grey, höfund bókanna Blóð og ást og Dul-
arfulli riddarinn. — Verð kr. 19,00.
Bófarnir frá Texas. í þessari sögu eru það byssurnar
og hnefarnir, sem tala. — Verð kr. 16,00.
MiIIjónaævintýrið. Þessi bók er ein allra skemmtileg-
asta bókin, sem Vasaútgáfan hefir gefið út til þessa.
— Verð kr. 18,00. /
Hart gegn hörðu. Hröð og spennandi frásögn um viður-
eign bófaflokka og lögreglunnar í einni af stórborg-
um heimsins. — Verð kr. 9,00.
Percy hinn ósigrandi 7. bók. Fylgist með öllum bók-
unum um Percy lávarð. — Verð kr. 12,50.
í undirheimum. Stutt en þeim mun meira spennandi
saga frá undirheimum stórborgarinnar. — Verð kr.
7,00.
ÞESSAR BÆKUR FÁST ENN HJÁ FLESTUM BÓK-
SÖLUM Á LANDINU.
Allar ofantaldar bækur má panta beint frá útgáfunni.
Einnig eru til nokkur eintök af eftirtöldum bókum á
lager:
Sj óræning j adrottningin Verð kr. 12,00
íslenzkir hnefar — — 9.00
Gegnum hundrað hættur — — 8,00
Ást prinsessunnar — — 16,00
Kappar í kúlnahríð — — 9,00
í vesturvíking — — 9,00
Percy hinn ósigrandi 2. bók — — 10,00
Percy hinn ósigrandi 3. bók — — 10,00
mi pöntun kr. 100,00 eða meiru, gefum við 20% af-
slátt. — Sendið pantanir sem fyrst.
VASAUTGAFAN
Hafnarstræti 19. — Reykjavík.
leyti í gagnfræðaskólanum
meðan mesta aflahrotan
stendur yfir. Og vinnutíminn
er langur. Yfirleitt býst ég
við að óvíða á landi hér sé
meira unnið en í Vestmanna
eyjum að tiltölu við fólks-
fjölda. Og óviða held ég að
vinna og framleiðsla sé í
meiri heiðri höfð en þar.
Því enda ég þessar línur
með því að óska heilla Eyjun-
um og hinu starfsama fólki,
sem byggir þær.
Anglýsingasími
Tímans
er 81300.
Magnetur
fyrir 1 og 2 cvlendra
eigum við fyrirliggjandi.
Bílabúðin
Vesturgötu 16.
f.
tftinilil TítnaHH
♦
X
X
J
X
<*
AÐALFUNDUR
Fiskiræktar- og veiðifélagsins BLANDA
verður haldinn að Bólstaðarhlíð sunnudaginn 30. apríl
n. k. og hefst kl. 3 eftir hádegi.
Dagskrá:
1. Skýrsla og reikningar
2. Tillögur stjórnarinnar
3. Önnur mál
4. Kosningar.
» Stjórnin.
GERIST ASKRIFEADTR AÐ
TÍMANUM. - ASKRIFTASIMI 2323.