Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 27. apríl 1950 91. blað TJARNARBÍÚ NÝJABÍÓ GAMLA Bí□ Maiinlognr broysklpikt Mjög óvenjuleg ný amerísk mynd frá Columbia, er fjallar um baráttuna við mannlegu eig ingirni og mannlegan breysk- leika. Aðalhlutverk: Rosalind Russell Melvyn Douglas Sýnd kl. 5,7 og 9. AUKAMYND Vígsla Þjóðlcikhússins Þetta er einstæð ísl. fréttamynd er sýnir m. a. boðsgestina við vígslu þjóðleikhússins, þátt úr Fjalla-Eyvindi, ræður og ávörp o. m. fl. Episodc Hin fræga þýzka stórmynd er gerist í Vínarborg. Aðalhlutverk: Paula Wessely Otto Tressler Karl Ludwig Dielil Danskir skýiShgartextar Sýnd kl. 9 Alexander Ragtime Band Irving Berlin’s besta músik- mynd, með stjörnunum stóru: Tyrone Power, Alice Fay. Don Ameche, Etel Herman. , Sýnd kl. 5 og 7. Diok Traoy og „Klóin“ Afa rspennandl ný amerísk sakamálamynd um hinn slungna leynilögreglumann. Aðalhlutverk: Ralph Byrd lan Keith Kay Christopher Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Örlög fjár- hættuspilarans Spennandi og vel leiikn ný amerísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Dane Clark, Aukamynd: Artie Shaw og hljómsveit Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9 Æviritýriff af Astara kon- ungssyni og fiskimanns- dætrunum tveim Frönsk kvikmynd, gerð eftir ævintýrinu „Biondine". Sýnd kl. 5. ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtud. 27. apríl. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Sýning í kvöld kl. 8. ★ Föstudaginn 28. apríl. íslandskluhkan ★ Laugardaginn 29. apríl íslandsklukkan Hátíðarsýning fyrir Lista- mannaþing, þau sæti sem listamannaþingið notar ekki verða seld í dag frá kl. 13,15—20. Sími 80000. — Maður hverfur (Framhald af 5. síOu.) Gylfi Þ. Gíslason hefir lagt fram á prenti sönnunargögn með sínu máli til að hnekkja dóigslegum dvlgjum og ósvífn um ásökunum Þórbergs. Ekki hefir heldur orðið vart við svip þesila siðameistara af því tilefni. Engra skýringa ætla ég að le.ra á þessu hvarfi Þórbergs Þórðarsonar. Það er stað- reynd, sem hver og einn verð v.r að skýra og skílja eftir sinni andagift líkt og önnur dularfull fyrirbrigði. En illa finnst mér kominn og aumlega málstaður sá er missir svo í miðjum klíðum Auðlcgð og ástir íburðarmikil frönsk kvik- mynd byggð á skáldsögu eftir hinn heimskunna franska rit- höfund Balzac. Aðalhlutverk: Pierre Renoir Claude Genia Pierre Larkuey Sýnd kl. 5, 7 og 9. < i Biml (1938. Hitler og Eva Braun Stórmerk amerísk frásagnar- mynd um nazistana þýzku og stríðsundirbúning, þættir frá Berchtesgaden, úr ástarævin- týri Hitlers og Evu Braun. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. markvarðar síns, eítir að hann hefir vaðið fram á völl- inn og farið mikinn sem I'enrisúlfur, er hafði annan kjöpt við himin en hinn við jörðu, — og gapa myndi hann meira, ef rúm væri til. Farnir eru nú meira en fullir tveir mánuðir síðan ég bsð Þórberg að benda mér á sögulegar villur mínar, þótt ég væri tæpur í trúnní og treysti honum lítt til að vera sá maður að sanna sakar- giftirnar. Bráðum fara skor- dýr að skríða úr hýði. Mæíti þá vænta þess að Þórbergur rísi af þungum höfga og reyni að færa rök að ein- hverjum ásakana sínum, þó að honum hafi þrútnað svo metnaður, að hann vilji helzt ekki við mig tala. Verði nú engin viðleitni af hans hálfu til að sanna sakargiftirnar hygg ég að verði hætt við .því, að ýmsir sjái framvegis BÆJARBÍC HAFNARFIRÐI Milli tvcgg’ja clda Afar spennandi og viðburða- rík ný amerísk mynd. í Aðalhlutverk: Dennis O’Keefe Marguerite Champman . Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9184 ,____ < > TRIPDLI-BÍÖ Étlaginn (PANHANDLE) Afar spennandi, ný, amerísk mynd, gerð eftir sögu eftir Blake Edwards. Aðalhlutverk: ROD CAMERON CATHY DOWNS Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182. svip þessa spekings og siða- meistara læstan í gapastökk gálausra mannskemmda hjúp aðan að framan helgislepju og hræsnisfroðu en bræddan svörtu biki óvöndunar og angurgapaháttar aftan fyrir. Við skulum þó vona að enn megi úr þessu rætast með hækkandi sól og betri birtu. Halldór Kristjánsson. Tökum að okkur allskonar raflagnir önnumst einnig hverskonar viðhald og við- gerðir. Raftækjaversl. LJÓS & HITI Siml 5184. Laugaveg 79, Reykjavík W/UY CORSARY: 89. dagur Gestur í heimahúsum baráttu sína einn, hversu erfið sem hún yrði. En hann varð feð hugsa um ínu. Hún mátti ekki missa það, sem hann hafði veitt henni. Það var hans æðsta skylda að halda öllu í horf- inu — hennar vegna. Trén meðfram götunni voru dumbrauð, og á gangstétt- unum voru hrúgur af föllnu laufi. ína hafði látið í ljós þá ósk, að dvelja enn fáeina daga á Heiðabæ, og hann afréð að fara þangað með hana í næstu viku. Hann hafði lengi ætlað að fara þangað, en alltaf hafði eitthvað verið til traf- ala. Ef til vill átti hann sjálfur einhverja sök á því. Samt langaði hann sjálfan til þess að vera fáeina daga í ró og næði á Heiðabæ. En það var einmitt þessi löngun sjálfs síns, sem hann vildi þagga niður. Honum gramdist þaö, að slíkar tilfinningar skyldu herja á hann — nú á þessum timum. Um kvöldið sátu þau ína inni i stofu hans. Hann sat í djúpum hægindastól, en hún á púða við fætur hans, og hall- aði höfðinu að hnjám hans. Hann fitlaði við hrokkið hárið á henni. Hvorugt mælti orð frá vörum. Það var eins og bæði væru hrædd við að rjúfa þögnina. Það hafði hvað eftir ann- að komið fyrir, að kyrrlátt og unaðsríkt kvöld hafði endað með sundurþykkju og árekstrum, oftast af nauðalitlu til- efni. Þau furðuðu sig bæði á þessu og höfðu beyg af því. Loks mælti hún: Eigum við ekki að fara út að Heiðabæ á laugardaginn? Hann hrökk við, og sjálfum sér til undrunar svaraði hann: — Jæja — ég býð þá Bernadins-feðgunum með okkur. Hún leit snöggt á hann. — En ætluðum við ekki að vera tvö ein? Hann hafði sjálfur sagt annað, en hann í rauninni ætlaði. — Ég þarf margt við þá að tala, sagði hann, fremur stutt- ur I spuna. Og það er gott næði á Heiðabæ. Hún rétti úr sér. — Þú ætlar þá að láta þessari mannleysu í té forstjóra- starf í verksmiðjunum? Hann furðaði sig á þessari spurningu. Hann hafði einu sinni sagt henni lauslega, að hann væri kominn í fjárþröng, en síðan hafði hann ávallt vikið sér undan því að svara spurningum, sem hún bar fram um slíkt. Í-Iann hafði aðeins sagt henni, að hún gæti verið áhyggju- laus.. Hann fann, að nú myndi hún ekki láta sér nægja svar af því tagi. Hana renndi grun í, hvers vegna de Lorme hafði boðið gamla vini sínum, Bernadin hinum belgíska, og syni hans að búa hjá sér, og hvers vegna Allard hafði boðið de Lorme og gestum hans til iburðarmikillar veizlu. Honum gramdist það, að hún skyldi uppgötva fyrirætlanir lians. En mest gramdist honum, að hún skyldi hafa svipaðar skoðanir á Julien Bernadin og hann sjálfur. — Ég á ékki annars úrkostar, sagði hann kuldalega. Ég verð að afla mér nýrra stórlána á næstu vikum. — En þú sagðir mér, að kannske myndir þú draga rekst- urinn saman. — Þú vildir það kannske? Hún leit á hann með hægð. — Já, sagði hún lágt. — Jæja, sagði hann gremjulega. Þú gætir fellt þig við að selja Heiðabæ, og hestana, sem við eigum þar, og ger- breyta um lifnaðarhætti? — Já, svaraði hún. Hann horfði á hana drykklanga stund, og allt í einu sýnd- ist honum hún unglegri nú en hún hafði verið. Það var yfir henni þessi ylur og bjarmi, sem hafði heillað hann í gamla daga. — Þér er sennilega ekki ljóst, hvað þú ert að segja, sagði liann. * Hún yppti öxlum og hló. — Talaðu ekki við mig eins og munaðardrós. Ég þekki peningaleysi betur en þú. — Þá varst þú ung stúlka. Væri ég tíu árum yngri, myndi ég láta Bernadin sigla sinn sjó og heyja mina baráttu einn. En ég er orðinn fimmtugur. Það þarf mörg ár til þess að reisa allt frá grunni, ef það er þá unnt.... Tímarnir eru breyttir, og það getur þá og þegar hafizt styrjöld.... Hún sneri sér undan, og það varð þögn. Þegar hún svar- aði, var rödd hennar mjög blíðleg. — Ég hefi hugsað mikið um þetta, sagði hún. Ég veit vel, við hve mikla fjárhagsörðugleika þú átt að stríða. Fyrst vorkenndi ég þér það, ef ævistarf þitt ætti nú að verða að engu og fyrirtækið að hrynja í rústir. En þegar ég hugsaði mig betur um, fór ég að líta öðrum augum á þetta. Er ekki verið að bjarga þér úr eins konar fangelsi? Ég óttast það stundum, að við verðum gömul — án þess að öðlast annað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.