Tíminn - 05.05.1950, Page 1

Tíminn - 05.05.1950, Page 1
frj# Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttastman 11302 og »1301 AfgretOslusiml 2323 Auglýsingasími S130» Prentsmiójan Edda 34. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. maí 1950 97. blað Heildarvörusala K. E. A. varð um 75 miljónir króna á síðasta ári Aðalfundur fólagsins liófst í ga*r. Rokstr- arhagur félagsins varð lakari cn árið 1948. Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var settur kl. 10 í gær- morgun í Nýja bíó á Akureyri. Fundinn sækja 175 fulltrúar af 178, sem eiga þar sæti frá 24 félagsdeildum. Þórarinn Eldjárn, formaður félagsins setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. — Félagsmenn í K. E. A. eru nú 5023. Fundarstjórar voru kjörn- ir þeir Hólmgeir Þorsteins- son og Sigtryggur Þorsteins- son. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri félagsíns fluttil skýrslu um reksturinn s. 1. ár. Gat hann þess, að lítið hefði verið um framkvæmdir og ráðizt I fáar stórfram- kvæmdir á árinu vegna skorts^ á fjárfestingarleyfum eða miklu minna en þörf hefði verið og félagið hefði viljað. Heildarvörusala s. 1. ár varð i rúmar 75 millj. kr. og er þá meðtalin öll afurðasala inn- j lend og erlend og sala allra vtrksmiðja og fyrirtækja fé- lagsins. Sjóðir aukast, hagur félagsmanna batnar. í sameignarsjóði og vara- sjóði félagsins eru lagðar 600 þús. kr. af arði ársins sam- kvæmt félagslögum. Stofn- sjóður félagsmanna jókst á árinu um hálfa millj. kr. og hagur félagsmanna við félag ið batnaði um 1,3 millj. kr. Vaxtabyrðin þung. Þótt heildarvörusala hafi nokkurn veginn haldizt frá því sem var árið 1948 er við- skiptahagur félagsins á síð- asta ári lakari en þá vegna breyttra verzlunarhátta, sem orðið hafa rekstri félags- ins óhagstæðari. Til dæmis hefir félagið orðið að auka mjög vaxtagreiðslur og námu þær, s. 1. ár um 200 þús. kr. Halli á hótelrekstri. Eins og kunnugt er, rekur K. E. A. eitthvert myndarleg- asta gistihús á landi hér, og er rekstur þess lífsnauðsyn fyrir Akureyri og Norður- land allt svo og þá ferða- menn, er sækja þangað. Hefir félagið ekkert til sparað i þessum rekstri. Gat fram- kvæmdastjóri þess, að nokk- ur halli eða um 25 þús. kr. hefði orðið á rekstri þess á síðasta ári. Það ár hefði hó- telið þó orðið að greiða sam tals 161 þús. kr. í veltuskatt og veitingaskatt. Er nú svo komið, að bráðnauðsynleg gistihús út um land geta ekki staðið undir hinum þungu álögum ríkisins á reksturinn, sem lagður er jafnt á, hvort sem halli er á rekstrinum eða ekki. Hafa nauðsynleg gisti- hús orðið að loka og hætta starfi af þessum sökum. Félagsmönnum fjölgar. í árslok 1949 voru 5023 fé- lagsmenn i K. E. A. Höfðu 334 gengið i félagið á árinu en 220 horfið af félagsskrá, og eru það dánir menn, brott- fluttir og þeir, sem sagt hafa sig úr félaginu. Félagsmönn- um fjölgaði því um 164 á ár- inu. Enginn arður grelddur. Stjórn félagsins flytur á fundinum ýmsar tillögur um rekstur félagsins, úthlutun arðs og fleíra, og verður sam þykkta fundarins nánar getið hér að honum loknum. Sam- kvæmt tillögu stjórnarinnar verður engum arði úthlutað til félagsmanna af viðskipt- um síðasta árs, nema hinum lögboðnu framlögum í sjóði. Stafar þetta af því, hve rekstrarhagur félagsins var lalcari á síðasta ári en áður eins og fyrr segir. Á síðasta ári var úthlutað 334 þús. kr. til félagsmanna af ársvið= skiptum, þar af 302 þús. af Sæmilegur afli er enn á Höfn All sæmilegur afli er nú á Höfn í Hornafirðí, en samt misjafn. Fengizt hafa allt upp í 20 skippund á bát. Loðna var lengst af notuð í beitu en þegar komið er fram á þennan tíma árs, veiðist betur á síld- Hæsti bátur þar er nú búinn að fá um 800 skippund. Lítið er orðið um salt en von er á salti með Hvassa- felli, skipi S.Í.S., sem nú af- fermir salt á höfnum Norð- anlands. Flutningaskipið Sigrid frá Svendborg kom með 650 lestir af kolum til Hornafjarðar og lagðist það við bryggju. Er Sigrid um 700 lestir og er því stærsta skpi, sem lagst hefir að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þær umbætur, sem gerðar voru á höfninni þar fyrir nokkrum árum bæta stórlega alla aðstöðu um afgreiðslu skipa á staðnum. Afgreiðsla fjáriaganna hefði orðið ókleif, án gengis- lækkunarinnar ír ræðú fjjárniálaráðhorra við aðra um* ræðu fjárlagafrKinvarpsins. Síftari umræfta fjárlaganna hófst f fyrradag og hélt henni áfram í gær. Búist er vift, aft henni geti lokift fyrir helgi og þriftja umræða fari fram í næstu viku. Verftur eld- húsdagurinn í sambandi við hana. talsverðan undirbúning, t. d. Van Zeelands reyndist þraut seigastur allra þerira stjórn- málamanna, sem reyndu aft mynda stjórn í Belgíu eftir aö stjórnarkreppa varft út af konungsdeilunnl. Reyndi hann ótrauður fullar þrjár vikur en varft aft lokum aft gefast upp. Hér sést hann. ágóðaskyldri, vöruúttekt, 14 þús. af lyfjum og 18 þúsund- um af brauðum. Að þessu sinni verður greiddur ágóði af lyfjaverzlun 10% af við- skiptum félagsmanna við lyfjabúðina. Útibú í Ólafsfirfti verður sjálfstætt kaupfélag. Á árinu sem leið varð sú breyting á, að útibú félags- ins í Ólafsfirði varð sjálf- stætt kaupfélag — Kaupfélag Ólafsfjarðar — eftir óskum deildarmanna þar. K. E. A. rekur þó enn útibú á Dalvík, Grenivík, Hrísey og víðar. 1 t Fundinum lýkur í kvöld. Aðalfundinum mun að lík- indum ljúka í kvöld. í gær- kvöldi sátu fulltrúar skemfnt un • í boði félagsins í Nýja bíó. Þar var m.a. til skemmt- unar söngur karlakórsins Geysis. Fraser flotaforingi heimsækir Osló Fraser lávarður, einn af flotaforingjum Breta kom til Osló í fyrradag. Heimsækir hann Atlanzhafsríkin, Nor- eg, Danmörk, Holland og Belgíu. Er hann aðallega með ferð þessari.að endurgjalda heimsóknir flotaforingja þess ara landa til Bretlands fyrir skömmu. Mun hann einnig koma við i brezkum flota- stöðvum á hernámssvæði Breta í Þýzkalandi. í fyrradag flutti fjármála- ráðherra stutta ræðu, en hann mun gera nánari grein fyrir fjárlagaafgreiðslunní við þriðju umræðu. í ræðu þessari sýndi ráð- herrann fram á, að hækk- unartillögur fjárveitinga- nefndar að þessu sinni staf aði af þremur meginástæð- um. í fyrsta lagi væri um leíðréttingar að ræða, þar sem vantað hefði ýmsa lög- boðna útgjaldaliði í frv., eða aðrir hefðu verið of lágt á- ætlaðir. í öóru lagi værí um hækkun að ræða af völd- um gengislækkunarinnar. í þriðja lagi væri um nýja út- gjaldaliði að ræða, en hækk- un af völdum þeirra væri hverfandi lítil. Þá gat ráðherrann þess, að von væri nokkurra frekari tillagna við 3. umræðu, m.a. vegna launauppbótar til op- inberra starfsmanna. Jafn- framt mætti þá vænta hækk- ana á tekjubálki fjárlag- anna, svo að greiðsluhallinn, sem nú er, myndi jafnast. Fjárlagaafgreiðslan og gengislækkunin. Ráðherrann kvaðst vilja geta þess að gefnu tilefni, að án gengislækkunarinnar hefði verið ógerningur að ganga frá afgreiðslu fjárlag- anna. Án hennar hefði orð- • ið að greiða stórfelldar út- flutningsuppbætur og ríkið þá alltaf þurft að afla allt að 200 millj. kr. nýrra tekna, ef fjárlögin hefðu átt að vera tekjuhallalaus. Ráðherrann kvaðst ekki geta séð, hvern- ig slík tekjuöflun hefði ver- \ ið möguleg. Þá sýndi ráðherrann fram á, að þótt nokkrar hækkan- ir yrðu á fjárlögunum vegna gengislækkunarinnar, yrði þó tekjuapkningin meiri, sem af henni leiddi. Nauftsyn sparnaðar í ríkisrekstrinum. Ráðherrann sagði, að mik- il nauðsyn væri til að draga úr rekstrarkostnaði ríkisins. Hinsvegar yrði ekki slikum sparnaði komið við á fjár lcgum þessa árs, þar sem langt væri komið fram á árið og slíkur sparnaður þyrfti þyrfti talsverðan uppsagnar- frest, ef ráðist væri í starfs- mannafækkun. Áhrifa af slík um ráðstöfunum gæti því ekki gætt á fjárlögum þessa árs, svo neinu næmi. Hannibal Valdimarsson á- taldi stjórnina fyrir að hafa ekki komið með sparnaðar- tillögur. Fjármálaráðherra innti hann þá eftir, hvers- vegna fjárveitinganefnd hefði ekki komið með slíkar tillögur, en Hannibal á sæti í henni. Hannibal kvað nefnd ina ekki hafa haft nægan undirbúningstíma. Fjármála ráðherra sýndi þá fram á, að undirbúningstími núv. stjórnar hefði verið miklu styttri. Hinsvegar bæri henni að vinna að þessu verkefni við undirbúning næstu fjár- laga. Matthías Sigfússon opnar málverka- sýningu Matthías Sigfússon opnaði í gær sýningu á 60 málverk- um og vatnslitamyndum í Listamannaskálanum. Eru myndir þessar flestar mál- aðar síðustu fimm árin. Mál verkin eru nær allt lands- lagsmyndir frá öllum lands- íjórðungum, en þó ber mest á myndum frá Þingvöllum og úr Borgarfirði. Nýmæli er það á þessari sýningu, að málarinn sýnir eínar sex eftirlikingar (kóp- íur) frægra málverka m. a. eftir Raphael, Rubens, Titi-* an og Rembrandt en íslenzk- ir málarar hafa nær ekkert gert að því til þessa að gera slíkar eftirlíkingar. Þess er þó brýn nauðsyn, að málar- ar geri slikt, þar sem við get- um ekki gert okkur vonir um að eignast frummyndir slikra málverka, en þyrftum þó að geta gefið fólki innsýn í þann heim, ef við skyldum einhvern tímann eignast mál verkasafn. — Sýning Matthi- asar verður opin til 14. maí.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.