Tíminn - 05.05.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 05.05.1950, Qupperneq 6
6 TÍMINN, föstudaginn 5. maí 1950 97. blað TJARNARBID í A Yæugjum | Vindannn (Blaze of Noon) Ný amerísk mynd, er fjallar um hetjudúðir amerískra flug- manna um það bil er flugferð- ir voru að hefjast. Aðalhlutverk: Anne Baxter William Holden Sonny Tufts Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Y J A B I □ | Amhátt Araba- jj höfðlngjans íburðamikil og skemmtileg ný amerísk mynd í eðlilegum lit- um. Aðalhlutverk: Yvonne de Carlo George Brent Andy Devine Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPDLI-BID jGissur og Rasmína fyrir rétti Ný, sprenghlægileg amerisk grínmynd um Gissur Gullrass og Rasmínu konu hans. Aðalhlutverk: Joe Yule Renie Riano Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sími 1182 Sigurför jazzins (NEW ORLEANS) Hin skemmtilega og vinsæla ameríska söngva- og músik- mynd, er lýsir fyrstu árum jazz- ins í Ameríku. Sýnd aðeins í kvöld kl. 7 og 9. Ævintýrahetjan frá Texas (The Pabulous Texa*0 John Carroll Catherine McLeod William Elliott Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5. Siðasta sinn. í ag ÞJÓDLEIKHÚSID í dag kl. 8: Listamannaþing 1950. A. KamrAermúsik, Einsöngur, kórsöngur (Fóstbræður). B. Listdans. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3—8 í dag. Verð: kr. 15.00 og 10.00. ★ Á morgun kl. 4. A*)fírsnóttin eftir Indríða Ez'narsson. Leikstjóri: i Indrzðz Waage. Up p s e 11. Vegna hátíðahalda Lista- mannaþings, hefst sýning á Nýársnóttinni kl. 4 í stað kl. 8 ★ Sunnudag kl. 8. Fjalla-Eyvindur (5. sýning) eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 13,15—20 Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrsta söludag hverr- ar sýningar. lliekkunin i (Framhald af 5. slöu.) Þess er að vænta, að þing og stjórn athugi vel rekstrar kostnað umræddra stofnana áður en leyfð er næsta hækk un á síma- og póstgjöldum. Almenningur kann því ekki vel, að allt hækki hjá ríkinu, en hvergi örli á sparn aði. X+Y SKULAfiOTU Ástin sigraði (Innri maður) Spennandi, ensk stórmynd i eðli legum litiun, byggð á sam- nefndrl skáldsögu, sem nýlega hefir komið út á íslenzku. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Fjórir kátir karlar Hin bráðskemmtilega sænska gamanmynd. — Sýnd kl. 5. BÆJARBID HAFNARFIRÐI Laun syndarinnar Mjög áhrifamikil og athyglis- verð finnsk-sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Kirstin Nylander . Leif Wager Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Blml 81038. Stormur yfir f jölliinum (Mynd úr lífi íbúa Alpafjalla) Fjallar um ástríður ungra elskenda, vonbrigði þeirra og drauma. — Danskur texti. Aðalhlutverk: Geny Spielmann Mataline Koebel Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) gera auglýsendur Times hlægilega í blaði sínu. Slíkum strákapörum er nú löngu hætt og Tide er orð- ið hið æruverðuga rit Fortune. EFTIR DAUÐA Haddens náði Time eignarhaldi á gömlu tíma- riti, sem hét Life og gerði það að stærsta, vandaðasta og frægasta fréttamyndablaði heimsins. Nú er Time félagið voldugt fyrirtæki, sem hefir árlega umsetningu, sem nem ur 130 milljónum dollara. Á styrjaldarárunum kom fram nýtt viðhorf, þar sem hersveitir Bandaríkjanna voru dreifðar víða um heim. Hermennirnir þurftu að fá greiðlega fréttayfirlit í aðgengi- iegu formi. Time var eins og skap- að til að leysa þennan vanda, enda leið ekki á löngu þangaö til hermannaútgáfur þess breiddust lit um allar vígstöðvar heimsins. Eft- ir striðslokin breyttust þessar her- mannaútgáfur svo í útlendingaút- gáfur, sem alltaf eru að aukast. GAMLA B I□ Nóttin langa (THE LONG NIGHT) Hrikaleg og spennandi, ný, am- erísk kvikmynd, byggð á sann- sögulegum viðburði. Aðalhlut-1 verkin eru framúrskarandi vel leikin af: Henry Fonda Vincent Price Barbara Bel Geddes Ann Dvorak Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. ENDA ÞÓTT Time sé íhalds- samt blað, hefir það þó aldrei lagzt á sveif með hörðustu aftur- haldsöflunum. í negramálum hefir það til dæmis alltaf tekið ákveðna afstöðu gegn, kynþáttahatri. Og enda þótt Time reyni að lauma ýmsu dálítið lituðu í lesendur sína með liðlegum og þokkalegum hætti i málflutningi er það þó ómetan- leg heimild hverjum þeim, sem les það með athygli og gagnrýni og hefir áhuga á þeim málum, sem • eru á dagskrá í Bandarikjunum. Þegar lengra er litið má þó ef til vill segja, að helzta þýðing alaðs- ins sé sú, að það hefir flutt efni og fræðslu um stjórnmál, fjár- hagsmál og fleiri þjóðfélagsmál á þann hátt, að lesendur skemmti- ritanna hafa tileinkað sér það. Á þeim grundvelli hefir svo Time fengið dægurskemmtiritin til að breyta efnisvall sínu verulega. JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM -------------- 3. DAGUR ---------------------- sjaldan nokkrífm manni um hjálp. Hann var örlátur við fá- tæka menn, og hann opnaði hús sitt fyrir svöngum göngu- mönnum, sem báðu um vinnu og fyrirgreiðslu. án þess að hrella þá með spurningum um það, sem á daga þeirra hafði drifið. Það voru margar hurðir á hjörum á Gammsstöðum, en þar voru hvorki skrár né lyklar. Á þeim bæ var aðeins lokað með slagbröndum innan frá. Þessir slagbrandar þóttu honum þó nauðsynlegir. Það getur verið óþægilegt að láta ókunnugt fólk ryðjast inn á sig, hvenær sem er, sagði hann. Þar að auki var það óhjá- kvæmilegt, að hinar mörgu stúlkur, sem hjá honum unnu, nytu einhverrar verndar gegn áleitni karlmannanna. Anton Jakob Möller hafði fastmótaðar og óhagganlegar skoðanir á flestum hlutum, og kannske var dauðinn eina gátan, sem olli honum dálitlum heilabrotum. Á fimmtugs- afmæli sínu viðurkenndi hann hreinskilnislega, að þeim mun meir sem „hinn óboðni gestur“ virtist nálgast, því erfiðara ætti hann með að trúa öllu þvi, sem prestarnir og annað fólk hefði frá honum að segja. Það voru á sveimi hundruð sögusagna um Anton Möller. Sumar þeirra voru varla til þess að segjast á prenti. En allar voru þessar sögur vitnisburður um hina sérkennilegu og stórbrotnu skaphöfn hans. í honum bjó undarlegt sam- bland af ofsa, heilbrigðu mannviti og góðvilja. Allir vissu, að Anton Möller var ríkur. Akrar hans voru uppspretta auðs, og gullið streymdi að honum. Samt var hann maður mjög sparsamur, og sérstaklega var honum mjög á móti skapi að láta neitt fara til ónýtis. Hann var áreiðanlegur, samhaldssamur og réttlátur, og hann fyrir- leit óhóf og eyðslu. Eyðslusömum manni getur ekki þótt vænt úm samborgara sína, sagði hann oft, og breytti sjálfur samkvæmt kenningum sinum. Þó var hann oft og iðu- lega manna gjafmildastur og örlátastur, en hann bar mikla virðingu fyrir helgi eignarréttarins. Þess vegna fannst hon- um það hinn svívirðilegasti tdæpur, ef einhver stal frá hon- um. Hann varð viti sínu fjær, ef hann heyrði minnzt á þjófnað. En hann hafði aldrei framselt þjóf í hendur rétt- vísinnar. Það var þó ekki af því, að hann virti réttvísina lítils — síður en svo. En honum var illa við löggæzlumenn, og kærði hann einhvern, varð hann auðvitað að láta lög- regluna taka við honum. Hann gat ekki fellt yfir honum eigin dóm á eigin jörð. Þetta" nægði til þess, að hann kærði aldrei þjóf. Á hinn bóginn vílaði hann ekki fyrir sér að taka sér vænan staf í hönd, þramma út i fjós eða kjaga upp á heyloft og útdeila sjálfur brotlegum manni verð- skuldaðri refsingu. En þó að hann refsaði syndugri vinnu- kind harðlega méð eigin hendi, rak hann hana aldrei á dyr. Það kom ekki til mála að reka neinn úr vistinni. Ég þekki þig orðið, sagði Anton Möller, og þú getur svo sem verið kyrr. Vertu ærlegur þjófur, og næst þegar þú finnur, að freistingin er að sigra þig, þá komdu til min og segðu mér allt af létta, áður en þú stígur óheillaspor! Það voru margir þjófar á Gammsstöðum. Joggi, Kosimó, Lénharður, ída, Matthías — öll höfðu þau hnuplað, og öll höfðu þau orðið að láta sér lynda, að hann flengdi þau. En undarlegast af öllu var, að hver sá, sem hefði leyft sér að nefna þau þjófa, hefði hlotið miklu harðari hegningu. Hann hefði nefnilega verið rekinn frá Gammsstöðum. Anton Möller taldi það dyggð að ljósta upp um þjóf, og það var ill nauðsyn að refsa þjófi. En að kalla þjóf þjóf var auvirðileg hunzka. Fólk hafði aðeins heyrt hann segja, að væri sá á Gammsstöðum, er aldrei hefði látið neitt hverfa, þá myndi hann taka á sig langan krók til þess að þurfa ekki að koma nærri honum. Það var þess vegna ekki undrunarefni, þótt heimilis- fólkið á Gammsstöðum bæri ósvikna lotningu fyrir bónd- anum — lotningu, sem var hæfilegt sambland af ótta og trausti — og bæði elskaði hann og hataði hann til skiptis og jafnvel samtímis. Teresa Etienne hafði fyrst þennan morgun heyrt þess getið, hve ríkur og göfugur hann var. Og henni hafði alls ekki dottið í hug, að hún ætti þegar að kvöldi að komast oð raun um örlæti hans. Hún rölti á eftir Röthlisberger að byggingu, sem stóð spölkorn frá öðrum húsum, og var að hálfu leyti hlaða og að hálfu íbúðarhús. Þar vatt Röthlis- berger sér að ungri konu:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.