Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 ' Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 34. árg. Reykjavík, Iaugardaginn 29. júlí 1950 163. blaff Skákmót Norður- landa hófst í gær 40 menii frá öllum Níoröurlömlimum taka þátt í fnótiiui Skákmót Norðurlanda var sett í Reykjavík klukkan sjö i gærkvöldi. Hálfri klukku- stundu síðar hófst keppnin og fer hún fram í hinni nýju þj óð'minj asafnsbyggingu. Mættir eru á mótinu kepp- endur frá öllum Norðurlönd- unum, nema Færeyjum og er skákmót þetta mikill viðburff ur í heimi skákíþróttarinnar. Árni Snævarr setti mótið og bauð hina erlendu gesti velkomna. í keppni, sem hófst hálfri klukkustund eftir að mótið var sett, taka þátt 2 keppend ur frá Noregi, 1 frá Finn- landi, 6 Svíar, 6 Danir og 25 íslendingar, eða samtals 40 menn. Meðal þeirra eru flest- ir kunnustu skákmenn á Norð urlöndum. í þjóðminjasafnsbygging- unni, þar sem skákkeppnin fer fram er ágætt áhorfenda- svæði, þar sem fólk getur fylgzt nákvæmlega með skák unum um leið og þær eru tefldar, enda er komið fyrir stórum skákreitum, þar sem leikirnir eru færðir jafn óð- um út. Þrýstiloftsflugvélar í Keflavík Keflvíkingar vonast eftir a?S tekilS verði fyrir kvölilheim- sóknir á völlinn Keflvíkingar hafa síðustu dagana fylgzt með ferðum þrýstilofsflugvélanna um Keflavíkurflugvöll og fljúga þær oft lágt yfir kaupstaðinn áður en þær lenda. Daginn, sem þær voru flestar á ferð- inni, var allri óþarfa umferö lokað að og frá, en hvin- ur mikill var í lofti allan dag- inn í Keflavík, að heita mátti stöðugt. Vélarnar flugu þrjár og fjórar saman í hóp og nokkuð langt á milli hóp- anna. í gær munu fjórar þrýsti- loftsflugvélar hafa verið á ferð í Keflavík. Að undanförnu hafa verka menn á Keflavíkurflugvelli orðið að bera á sér skírteini, er sýndu, að þeir störfuðu á vellinum. Qengur einnig sá orðrómur i Keflavík, aö fram Vegis eigi að taka upp þá reglu, að banna alla óþarfa umferð um vallarhliðin eftir klukkan átta á kvöldin, og yrði þeirri ráðstöíun fagnað af flestum Keflvikingum og sjálfsagt mörgum fleirum. Hér sjást amerískir skriðdrekar af nýjustu gerð özla sjóinn út að flutningaskipinu, er á aff fara með þá til Kóreu. Þeir skríða jafnt yfir láð og lög. Versti júlímánuður í mannaminn- um á gervöllu Norðausturlandi Látlaus vætutið um allau ai!sli*rholiniii» landsins I 3 vikur, en nú víða flæsa. Tíðindamenn Tímans spurðist í gær fyrir um tíffarfar og beyskap á fimmtán stöðum víðs vegar um landið. Má í stórum dráttum segja, að heyskapartíð í júlímánuði hafi verið hin versta allt frá Mýrdalssandi austur og norður um land og vestur um Eyjafjörð. Kalt og þurrt vor nyrðra. Á Norður- og Norðaustur- landi var vorið mjög kalt og þurrt óg spretta þar sein. Stimsstaöar norðan lands var kal í túnum Voru lengst af sífelldir kuldanæðingar. í júlí mánuði brá til rigninga norð- an lands og austan, og náði grasvöxtur sér þá fljótt á strik, svo að spretta er nú víð ast hvar orðin sæmileg. Sunnan lands voraði aftur á móti vel, og var spretta þar fljótt góð. Margir bændur hafa engu náð þurru. Vegna tregrar sprettu gat sláttur ekki hafizt snemma norðan lands og norðaustan, nema þá helzt sums staöar í Eyjafirði, og hefir fjöldi bænda ekki enn náð inn neinni tuggu þurri, og sums staöar hefir allt, sem búið var að losa, legið ílatt fram að þessu. Er heyið orðið stór- verið óhagstæðast, er mis- brestur á því, að bændur hafi votheyshlöður. Flæsa í tvo daga. Á þriðjudag og miðviku- dag var úrhellisrigning víða norðan lands og norðaustan, en á fimmtudaginn og föstu- daginn var þurrkflæsa víðast á þessum slóðum. Þó var víða þoka í fyrrinótt. Suðaustan lands var hins vegar enn rigning. Ástand í einstökuin héruðum. í Suður-Þingeyjarsýslu hafa verið óþurrkar frá að- alsláttarbyrjun, og mjög lít- ið búið að hirða í þurrheys- hlöður. Flæsur hefir þó gert, og hafa menn náð talsverðu upp í drýli. Var búizt við. að þar næðist eitthvað af heyi inn i gær. í Noröur-Þingeyjarsýslu hefir tíðarfar verið óskap- lega erfitt, og hafa nánast Tregur affli á Húsavík Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. Nokkrir bátar hafa róið héðan með línu, en aflað lít- ið. Sjór hefir einnig löngum verið órólegur og stormur úti fyrir. Aðeins einu sinni á þessu sumri hefir síld verið söltuð í Húsavík. í gær og í fyrradag var gott veður á landi, en strekking- ur og alda á sjó. Emstakt fiskileysi í Steingrímsfirði Alger aflabrestur er nú hjá Hólmavíkurbátum. Venjulega er á miðum þeirra talsverður afli um þetta leyti árs, en nú bregður svo við, að bátarnir hafa bók- staflega ekkert fengið, þótt þeir hafi róið hvað eftir annað. Virðist beinlínis vera dauður sjór. Hefir slíkur aflabrestur ekki verið á ann an tug ára. Veður hefir einnig verið licldur leiðinlegt í sumar, oftast norðangjóstur, þokur tíðar og stundum allhvasst. Engin síldarbranda hefir komið á land á Hólmavík í sumar. Knattleikanámskeið í Stykkishólmi Axel Andrésson sendikenn- ari ÍSÍ hefir lokið námskeiði í Stykkishólmi. Þátttakendur voru úr U.M.F. Snæfell, alls 98. 62 piltar og 36 stúlkur. Sunnudaginn 23. júlí sýndu 40 drengir og 14 telpur „Ax- elskerfin“ fyrir fullu húsi á- horfenda. 24. þ. m. lauk nám- skeiðinu með kappleikjum á íþróttavellinum. A- og B-lið pilta kepptu í knattspyrnu og A- og B-lið stúlkna kepptu i handknattleik. Lúðrasveit Stykkishólms lék á meðan leikirnir fóru fram. Margir á- horfendur voru, enda var dá- samlegt veður. Námskeiðið stóð yfir í 25 daga og tókst prýðilega vel. Axel fór frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur til að halda þar námskeið. skemmt, þótt, oftast hafi ver- sagt aðeins náðzt inn þurrir ið kalt i veðri, og há ekki náð að spretta. Víða er minna búíð að slá en ætla mætti um þetta levti sumars, því að bændur hafa tekið þann kost á óþurrka- svæðunum að fara sér hægt við sláttinn, fremur en losa mikið í óvissu. Þeir, sem hafa nægar vot- heyshlöður og geta verkað vothey, eru auðvitað óháðari tíðarfarinu, en viða á því svæði, þar sem tíðarfar hefir örfáir heyhestar i öllu hér aðinu. Þar var í gær frekar þurrklegt útlit, en þó hætt við þoku í nótt. Hey eru orðin mjög hrakin viða, en góður þurrkdagur til viðbótar myndi miklu bjarga. Austan Melrakkasléttu og allt suður um Vopnafjörð er ástandið enn verra. Á því svæði sá víðast rétt til sólar í gær. Hey eru orðin stór- skemmd, flestir hafa engu (Framhald á 7. síðu.) 30 skip til Raufarhafnar: Mörg skip fengu afla í gær, og hið veiöilegasta á aust- ursvæðinu í gærkvöldi Þrjátíu skip komu til Raufarhafnar í gær meff síld, og höfðu þr.iú þeirra aðeins verið úti frá því í gær. Voru það Vörður Th., er kom með 400 mál, er hann fékk í einu kasti, Reynir Ve. með 350 mál og Garðar Ea. meff 600 mál. Alls eru nú komin til Rauf- arhafnarverksmiðjunnar 65 þúsund mál, og átti að ljúka við að bræða hið síðasta af þessari síld í nótt. Vitað var um allmcrg skip, sem fengið hcfðu síld í gær, en voru ekki komin inn, sum þeirra höfðu fengið góð köst. Veður var batnandi í gær og talið fremur góðviðrislegt við Sléttu seint í gærkvöldi. Voru menn þar nyrðra bjart- sýnir um það, að nú myndi verða talsverð veiðihrota. Til Hjalteyrarverksmiðjunn ar komu siðasta sólarhring allmörg skip með á þriðja þúsund mál síldar, og hefir Hjalteyrarverksmiðjan tekið á móti nokkuð á ellpfta þús- und mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.