Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 2
 TIMINN, laugardaginn 29. júlí 1950 163. blað Orá kafi til heiia j 40*' ronu—rr-j-i r í nótt. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apóteki, sími 1330. Útvarpið Útvarpiff í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega Kl. 20,30 Leikrit: „Eftir þriðju heimstyrjöldina“ eftir Leslie Tabi. — Leikstjóri: Brynjólfur Jóhannesson. 20,45 Tónleikar (plötur). 21,00 Upplestur: Smá- saga (Edda Kvaran leikkona). 21,25 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla er í Reykjavík. Esja er' í Reykjavík. Herðubreið fer frá J Reykjavík.í dag til Snæfells- nes- og Breiðafjarðarhafna. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr- ' ill fór frá Raufarhöfn í gær á leið vestur um land til Reykja- j víkur. Armann fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Vestmanna- eyja. Eimskip. Brúarfoss er í Kiel. Detti- foss fór í gærkvöld frá Hafnar- firði til írlands og Rotterdam. Fjallfoss fer frá Reykjavík á morgun vestur og norður. Goða foss er á Akureyri. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 12 í dag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Sel- foss fór frá Leith 27. júlí tii Lysekil í Svíþjóð. Tröllafoss er á ieið til New York. Skipadeild S. 1. S. Arnarfell er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Hvassafell er í Stykkishólmi. Árnað heilla Hjónaband. Á laugardag 29, júlí verða gefin saman af prófessor Sig- urbirni Einarssyni ungfrú Sig- ríður Ársælsdóttir frá Eystri- Tungu, Landeyjum og Marteinn Davíðsson, múrarameistari. Heimili ungu hjónanna verður á Hólsveg 17. 15. júlí s.l. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Málfríður Benediktsdóttir frá Nefsholti í Rangárvallasýslu og Jóhann Hannesson Stóru-Sandvík, Ár- nessýslu. Úr ýmsum áttum Happdrætti Stíganda. Dregið hefir verið í happ- drætti Hestamannafélagsins Stígandi og komu þessi númer upp: Nr. 206 brúnn hestur, 3 brúnn hestur, 5 grár hestur, 138 skjótt hryssa og 147 skjótt hryssa. Vinninganna sé vitjað hið fyrsta til Sigúrðar Óskars- sonar, Krossanesi. Áheit til Jóhanns Kristmundsson- ar frá Goðdal kr. 100,00. Áheit á Strandakirkju. Frá V.J. kr. 20, Guðbjörgu 100, G. G. 150, z 104 100, T.M. 25 og H. P. 10. Gott hjartalag og kristileg skylda. Út af bréfi séra Jakobs Jóns- sonar, sem birt er á öðrum stað í blaðinu vill viðkomandi frétta ritari blaðsins, að tekið sé fram eftirfarandi, í fullri vinsemd: Ekki voru tök á því vegna rúm- leysis, að birta umrædda ræðu alla í blaðinu þó góð væri. Varð því að grípa til styttrar endur- sagnar, þar sem þau atriði, er settu mestan svip á ræðuna voru tekin með, en öðrum sleppt. Slíkur útdráttur verður sjaldan gerður svo að tveimur líki og aldrei svo að öllum líki, því að sitt sýnist jafnan hverj- um. Séra Jakob segist ekki hafa talað um það í ræðu sinni að starf slysavarnafólksins byggð- ist á hjartagæzku. En í upp- rifjun hans af ræðunni stendur orðrétt þannig á einum stað: „Þá myndi það koma í ljós, að enginn teldi sig hafa gert meira en kristileg skylda hans bauð og fyrir það bæri þeim engin sérstök laun“. Ef kristileg skylda og gott hjartalag eru orðin al- gjörlega óskyld hugtök, þá hefir útdráttur blaðamanns Tímans af ræðu séra Jakobs verið í veru legur atriðum rangur, annars er ekki um neinn eðlismun að ræða. gþ. Menntamálaráff fslands hefir nýlega veitt eftirtöldum stúdentum námsstyrk til fjög- urra ára (fjárlög 14. gr. B. II. a): Bjarna Bjarnasyni til náms í heimspeki í Svíþjóð, Eyjólfi Kolbeins Halldórssyni til náms í grísku í Danmörku, GunnaTi Hermannssyni til náms í húsa- gerðarlist í Danmörku, Gunn- laugi Elíassyni til náms í efna- fræði í Danmörku, Stefáni Aðal steinssyni til náms í búnaðar- vísindum í Noregi, Sverri Júlíus syni til náms í hagfræði í Nor- egi. Þóreyju Sigurjónsdóttur til náms í þýzku í Noregi og Þor- steini Þorsteinssyni til náms í náttúrufræði í Danmörku. Áheit á Hallgrímskirkju. Frá S.V. Holtum kr. 40, H.P. 10 og H.S. 40. Kona breytist í karlmann — En varð aftur kona Norræna læknablaðið skýr- ir nýlega frá einkennilegu fyr irbæri. Kona, 44 ára gömul, er lengi hafði verið gift, varð skyndilega taugaveikluð, og þar kom, að henni lá við sturlun. Jafnframt breyttist útlit hennar og sköpulag, unz hún líktist meira karlmanni en konu. Hún fékk skegg, rödd in varð dimm og djúp, vaxt- arlagið breyttist og kven- skapnaður hennar hvarf. Læknar töldu orsökina skemmd í móðurlífinu. Var hún skorin upp og skemmdin numin brott. Við það breytt- ist hún aftur og fékk fulla, andlega heilsu. Læknarnir dr. J. Fabricius- Möller og dr. V. Oram skýra frá þessu. — Konan mín er nú aftur orðin eins og hún var, áður en hún veiktist, sagði eigin- maður hennar nýlega við blaðamenn í Danmörku. Illlll'II1111111111111IIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIlll■llllllllllllllllllllllll■fIIIIIllllllllllllllllllllllllll■llllllllllll■llll■lll■ Tilkynning um I atvinnuleysisskráningu | Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dag- ana 1., 2. og 3. ágúst þ. á., og eiga hlutaðeigendur, sem óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig fram á afgreiðslutímanum kl. 11—12 árdegis og 1—5 síðd., hina tilteknu daga. Reykjavík, 28 júlí 1950 Borgarstjórinn í Reykjavík lllll■llllllllll■llllnllnlllllllllllllllllllllllll■lmlllll■■llllM Fyrirliggjandi: örnum vecj,i KóloradóbjaBlan Tilkynningarnar um framrás Kóloradóbjöllunnar verða æ tíð- , ari í Evrópu. Frásagnir af út- I breiðslu hennar og skemmdar- verkum sjást vikulega í blöð- um álfunnar. Þessi kynsæli skemmdarvarg ur, sem gereyðileggur kartöflu- ekrurnar. sækir fram og leggur undir sig löndin, er miskunnar- i lausari en nokkurt herveldi. Það er erfitt að heyja styrjöld- ina við hana. Enda þótt einni kynslóð sé útrýmt, blundar sú næsta í jarðveginum og rís upp eins og Fönix úr ösku sinni,. gráðugri en nokkru sinni. Sleppi eitt kvendýr óskaddað í eyðingar- herferðunum, er innan skamms kominn á fót nýr her, er end- urreisir bjölluveldið á ekrum bændanna. Það á nær 1000 egg, sem að þremur vikum liðnum eru orðin að jafn mörgum gráð- ugum lifrum. Það var árið 1847, að Kóloradó bjallan lagði af stað í hina tor tímandi herför sína úr eyði- lendum þeim í Vesturheimi, þar sem hún hafði átt óðöl frá upp- hafi vega. Síðan hafa fleiri ráð- stefnur verið haldnar um hana en nokkurn sjúkdóm, er hrjáir mannkynið. Það hefir verið unnið af kappi í prentsmiðjum landanna við að setja og prenta skýrslur og greinargerðir og vís- indarit um Kóloradóbjölluna, og gegnum póststofurnar hafa streymt miljónir bréfa. Á síð- ustu og verstu tímum hefir hún komizt inn í heimspólitíkina, því að Rússar hafa sakað Bandaríkjamenn um það að hafa stráð bjöllunni yfir kar- töflulendurnar í rússneska her- námshlutanum í Austur-Þýzka- landi. Kóloradóbjallan hafði meira að segja á sínum tíma áhrif á tízkuna, því að þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í bygðu landi, hugkvæmdist ein- um tízkuteiknaranum að gera kjól í líkingu við búnað hennar. Og sennilega hvílir sú teikning álíka þungt á honum í öðrum heimi og bjallan sjálf er nú mik- ill skaðvaldur í kartöflum, sem fátækir menn og hrjáðir eru að reyna að rækta til þess að seðja sig og sína. Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Folaldakjöt. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678. ♦ <► G i ► i ► <► <► <► <► <► <► <► <► <► < ► <► <► <► <► <► < ► ininintnninKitffltinffimtthssHgmnmntfflmunimmmnwiiitnnmfrni Manntalsþing Hið árlega manntalsþing Reykjavíkur verður haldið í tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5, mánudaginn 31. þ. m., kl. 4 eftir hádegi. — Falla þá í gjalddaga skattar og önnur þinggjöld fyrir árið 1950. — Tollstjórinn í Reykjavík 28. júlí 1950. Torfi Hjartarson. Feröir frá Feröaskrif- stofunni á sunnudaginn 1. Hringferð um Borgarfjörð. — Ekið norð- ur Kaldadal um Hvalfjörð til baka. — 2. Ferð í Þjórsárdal. 3. Hringferð um Krísuvík og Hellisheiði. — 4. Ferð á Álfaskeið. FERÐASKRIFSTOFAN Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.