Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN’, laugardaginn 29, júli 1950 163. blað Lokasvar til veðurfræðingsins Það gengur stundum mikið á fyrir honum Birni L. Jóns syni, veðurfræðingi, þegar hann leysir vind. Þessu hefi ég marg tekið eftir. Eftir hann birtist talsverður apla burður í dagblaðinu Tíminn þ. 12. júlí s. 1. Það gefur mér efni til nokkurra hugleiðinga og raunar líka drit hans í fyrri blöðum, enda þótt ég hafði svarað því að nokkru. Einhversstaðar segir hann að ég hafi hrapað úr virðing arstöðu hjá Náttúrulækninga félaginu og orðið styggur við. Mér er ekki kunnugt um, að Náttúruiækningafélagið hafi verið þess megnugt, að veita mönnum virðingarstöður. Segir veðurfræðingurinn, að meðan ég hafi verið lögfræði legur ráðunautur félagsins hafi ég verið góður og glaður, en eftir það önugur og stríð- máll. Mikið má ég vera lítil- látur um mannvirðingu hafi mér þótt heiður að því að hafa hann sífellt á hælunum biðjandi um ókeypis leiðbein ingar í verzlunar- og kröfu- rétti. Veðurfræðingurinn var þá að undirbúa matsölu og bókaútgáfu Náttúrulækninga félagsins. Var hann áleitinn að fletta upp i mér, þegar hann þraut skilning, en í of- angreindum fræðum var hann þá innantómur. Þegar frá leið, og veldissól hans hafði hækkað í félaginu, og hann var farin að vera í mála ferlum vegna félagsins við bæjarvöldin og fleiri, farin að láta bera út, með fógeta- valdi, starfstúlkur félagsins, úr húsi þess, að enduðum vistartíma, o. fl. því um líkt, þá gat ég ekki orðið honum að liði, þar sem ég hefi ekki málaflutningsmanns rétt- indi í Reykjavík. Missti ég þau við gildistöku laga nr. 85/1936. Það er og var fjarri mér, að mislíka þó ég fengi frið fyrir áleitni Björns í þess um efnum. Einnig er ég sátt ur við hann og félagið, þó ég fengi ekkert fyrir ráðlegging- ar og tímatöf vegna þessa. Björn veðurfræginður segir að ég hafi vitnað um bata ó- gleði minnar fyrir tilverknað hr. læknis Jónasar Kristjáns- sonar. Fer nú að verða nokk- uð Frelsisherslegt innan fé- iagsins. Fús er ég að þakka Jónasi lækni holl ráð. Einn- ig fús til að tala vel og virðu lega um hann, svo sem sæmd arrétti hans ber, meðan ég má tala um hann sem dauð- legan mann, en, ef ég á að vitna, eins og veðurfræðingur inn virðist vilja vera láta, um Jónas lækni og mikilleik hans sambærilega og samtækt við það, sem Hjálpræðishersfólk ið vitnar um höfund tilver- unnar, þá drep ég við fæti og athuga minn gang. Ég er orð inn löngu leiður á heilbrigðis fræðslu innan Náttúrulækn- ingafélagsins. Mér finnst varla ómaksins vert að koma á fundi þess til að sjá mynd- ir af Ara Wearland, þar sem hann er að éta matinn sinn eða liggur á meltunni eftir að hafa kýlt vömb sína. Þetta hefir okkur stundum verið boðið. Ég hefi oft séð tarf á bás éta heyið, sem honum hefir verið gefið, og ég hefi oft séð tarf liggja á sínum bás og jórtra, er hann hefir Eftir Pétur Jakobsson lærdómsríkara að sjá þann fer fætta þjóna sínum frumstæð ustu hvötum, en að sjá mynd af honum Ara í sömu þjón- ustugerð. Ég er orðinn leiður á Wearlands dýrkuninni inn- an Náttúrulækningafélags- ins. Mér er lítið um dýrkun dauðlegra manna. Ég vil hafa æðri guði. Veðurfræðingurinn linnir aldrei á að mikla og prísa Ara síðan hann gaf hon um gallhnappinn. Ég er leið- ur á hráætistali innan félags ins. Háaðall Náttúrulækninga félagsins hælir sér af því að vera yfir það hafinn að nota eldinn. Vegna hvers? Vegna, þess að hann, mitt í sinni miklu meðfæddu vizku, og mitt í sinni miklu þekkingu á lögmáli tilverunnar í mann eldi, éti allt hrátt eins og fá- vis skepnan í haganum. Ég er leiður á nöldri um læknastétt landsins. sem er haldið uppi innan félagsins, um, að þeir hafi atvinnu af veikindum manna. Þetta verð ur víst að vera svo meðan við höfum þann djöful að draga, að vera veikir. Læknar verða sifellt, með ráðum og dáð, að berjast við veikindi. Þetta er hlutverk þeirra allra. Hr. lækn ir, Jónas Kristjánsson, hefir sífellt barist við veikindi fólks og gerir það enn og það af mikill einlækni. Rekur hann baðstofu í borginni. Er hann önnum kafinn alla daga að baða fólk. Ekki baðar hann þá heilbrigðu, heldur þá sjúku. Er aðsókn mikil að honum, enda er maðurinn viðkynningagóður og ljúfur heim að sækja. Án efa er mikill lækningamáttur í böð- um hans. Fjölda margir telja sig, og það án efa réttilega, hafa fengið bót meina sirma hjá honum fyrir kraft bað- anna. Annars eru vatnslækn- íngar þekktar hér á öllum öldum. Guðmundur Arason hinn góði, Hólabiskup var mikill læknir sinnar tíðar. Ferðaðist hann hér mikið. Á þessum yfirreiðum sínum vígði hann uppsprettulindir víðsvegar um landið, það er að segja, hann las bænir sln- ar yfir þeim og blessaði þær. Sagði hann svo sjúku fólki að drekka af lindum þessum. Fólkið drakk og það fékk bót meina sinna. í grein sinni, í Tímanum 12 júlí s. 1. segir veðurfræðing- urinn, að ég hafi verið settur af og fyrirgert trausti, sem stjórnin hafi borið til mín, Þar sem þetta eru dylgjur um ósæmilegt framferði og gætu verið til þess fallnar að veikja virðingu mína og traust, meðal samborgara minna, þá skora ég alvarlega á hann, að koma með vottorð frá félagsmönnum um ósæmi lega hegðun mína innan fé- lagsins, ef hann getur. Geri hann þetta ekki lít ég svo á að hann með þögninni viður kenni að dylgjurnar séu ó- sannar og bið háttvirta les- endur blaðsins að athuga þetta. Það er ekkert ljótt við það, að ég hafi sagt stjórn félagsins mína meiningu. þótti staðarval undir væntan legt náttúrulækningahæli ekki gott. Mér þótti Gröf í Hrunamannahreppi keypt kýlt vömb sína. Mér hefir þóttfyrir of mikið verð. Hún er jörð, að fasteignamati kr. 14,700,00, en keypt fyrir kr. 100,000,00. Þá var húsakost- ur hennar svo aumur fyrir menn, að bóndinn þar hafði með höndum vottorð héraðs- læknis um, að húsin væru ekki hæf fyrir mannbústað. Varð félagið því að ieggja mikið fé fram strax til að ditta að húsunum. Þá lág jörðin undir ágangi Litlu-Lax ár, sem braut túnið árlega. Félagið varð að leggja fram mikið fé til að veita ánni í annan farveg. Mun jörð þessi kosta félagið nú kr. 150,000,00 eða fyllilega tífallt fasteigna matið. Auk þess hefir jörðin sameiginleg hitavatnsrétt- indi við nágranna jarðir. Kalla ég þessi kaup ógætilega fjármálastjórn. Mér mislíkaði við stjórn Náttúrulækningafél., þegar hún, án vitundar fjársöfnun- arnefndar Heilsuhælissj óðs- ins, eyddi stórfé til þess að láta gera teikningu af fyrir- huguðu heilsuhæli, sem eng- inn hafði samþykkt og eng- inn félagsmanna var spurður ráða um. Samkvæmt teikning unni á þetta að vera slik höll að rúmi hundruð vistmanna, og mun kosta, ef byggð verð- ur, 12—15 milljónir króna. Mér finnst það bera vott um djúpsetta mannlega ein- feldni, toppmælt yfirlæti og botnlaust vanmat á varfærni þjóðarinnar I fjármálum, að ætlast til þess að hún leggi fé í þetta risafyrirtæki, að ó- rannsökuðu máli. Mér finnst að fyrst þurfi að sanna þörf þessa hælis, að það þurfi að vera slíkt höll, sem hæfa mundi milljóna þjóð og stjórnendur Náttúrulækninga félagsins þurfi að sanna hæfni sína til að reka fyrir- tækið. Mér finnst, og hefir á- vallt fundist að Náttúrulækn ingafélagið ætti að byrja þennann hælisrekstur í smá- um stíl, taka hús á leigu um lengri eða skemmri tíma, þreyfa fyrir sér um þátttöku og aðsókn, gefa nákvæmar og fræðilega sannaðar upplýs ingar um árangurinn á heilsubót vistmanna, kostnað þann, sem verða mundi á vist mann hvern um mánuðinn, hvaða veikindi manna lækn- uðust bezt með þeim náttúr- legu hjálparmeðulum. sem þar væru viðhöfð og margt fleira, sem verulegu máli skifti. Á sumrin er hægt að fá skóla á leigu til þessara starfrækslu, einnig er hægt að fá hús til ársreksturs þessa fyrirtækis. Kæmi í ljós, að að sóknin yrði svo mikil að félag ið sprengdi utan af sér leigu bústaðina og kæmi í Ijós mik ill heilsubótarárangur, fram yfir það, sem annarsstaðar fæst, þá er ég viss um að þjóð in myndi styðja Náttúru- lækningafélagið til að hrinda heilsuhælismálinu í fulla framkvæmd. Þá ætti félagið nokkurn siðferðilegan rétt til að biðja þjóðina hjálpar og þá mundi þjóðin ekki láta á sér standa um hjálp. Náttúru lækningafélagið vantar ekki menn, sem geti þanið túlann um allt og ekki neitt, menn með siloppnar hendur langt upp í ermar, sem standa í (Framhald á 6. síðu.) Á Skólavörðustígnum í Rvík mætti ég manni með töðu í hjólbörum. Þetta man ég ekki eftir að hafa séð fyrr. í Reykjavík eru margir græn ir blettir í húsaskjóli, víðast mót sól, og spretta snemma á vorin. Líklega skiptæ þeir þús- undum, og eru sumir margslegn ir á hverju sumri, en húseig- endurnir hafa ekkert með töð- una að gera. Þeir verða fegnir, I ef einhver fæst til að hirða , hana, því annars verður hún ónýt og lendir í öskutunnunum. Þarna er hægt að fá engi ó- keypis, ef menn vilja vinna til að slá það, og jafnvel sláttinn með. Og til eru menn, sem taka sér fyrir hendur að safna sam- an töðu af svona smáblettum. Sumir þeirra eiga hesta eða ef | til vill nokkrar kindur, því að sauðfjárrækt er ekki með öllu útdauð í höfuðstaðnum. En taf samt er þetta, ef menn hefðu ekki annað betra flutningatæki en hjólbörur. Ekki veit ég hversu mikið töðu magn væri hægt að fá af öllum grasblettunum í Reykjavík sam tals. Vera má, að það séu engin ósköp, en það er þó of mikið- til að láta það verða ónýtt og flytja inn erlent kjarnfóður í staðinn. M. S. skrifar: „Það er tilfinn- anlegt, hve víða vantar góðar eldavélar í sveitum landsins. Esse-eldavélarnar, sem Samb- bandið flytur inn, eru ágætar. Þær eru svipaðar „Aga“ vélun- um sænsku, sem talsvert var keypt af fyrir nokkrum árum sumstaðar á landinu. Þessar eldavélar eru mjög sparneytnar og þrifalegar, og húsfreyjurnar eru mjög ánægðar með þær, ekki sízt af því, að afgangshiti frá suðunni, er notaður til að hita vatn, sem nota má til upp- þvotta og margs annars á heim ilinu. En þetta eru ekki mið- stöðvarvélar. Mörgum þykir hentugt að sameina suðu og upphitun i sama eldstæði. Þá þarf ekki að kynda sérstaklega til upphitun ar, og það hefir ýmsa kosti. í- búðir, sem hafa miðsstöðvar- hitun frá eldavél, eru aldrei mjög kaldar, því að alltaf er ein hver hlýja á ofninum, þótt ekki sé kynnt sérstaklega með það fyrir augum. Jóhann Kristj- ánsson húsameistari, sem marg ir bændur þekkja, framleiðir miðstöðvareldavélar á verkstæði sínu, en hingað til hefir hann ekki nándar nærri getað full- nægt eftirspurninni. Nýju húsin í sveitunum verða ekki vistleg, nema menn hafi einhver ráð með að hita þau upp. Og ekkert hús hitar sig sjálft, hversu vandað sem það er. — En hvað, sem þessu líður, er eldavélamálið eitt stærsta framfaramál sveitaheimilanna, hvort sem menn kjósa að sjá fyrir suðu og hitun sameigin- lega eða hvort í sínu lagi. Gera má ráð fyrir að ekki hafi allir sömu óskir í því efni, en nauð- synlegt er, að hvert heimili geri sér sem gleggsta grein fyrir þeim möguleikum, sem hugsan legir eru. Og einhvernveginn verður að sjá fyrir því, að hægt sé að fá eldavélar, utan lands eða innan---------“ Fjölgun villirefa veldur bænd um áhyggjum víða um land. Ý-msir velta vöngum yfir því, hvernig á því standi, að tóf- unni hefir fjölgað, en vera má, að það stafi að einhverju leyti af hinni mildu veðráttu, sem oft hefir verið nú í seinni tíð. Líka getur verið, að minna sé nú um duglegar grenjaskyttur en fyrrum, en hitt hefir líka nokkra þýðingu, hverja stund menn leggja á tófnaveiðar á vetrum, en það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir skinnaverði á hverjum tíma. Rætt hefur verið um nýjar aðferðir til að vinna greni og vinna þau. Sumir rafa nefnt gas, aðrir innflutning erlendra veiðihunda o. s. frv. Baráttan við „Skolla“ hefir oft verið hörð og óvægin hér á landi, enda eru aðfarir hans ljótar, og tjón stundum ekkert smáræði af hans völdum. Það er oft hörmulegt að sjá lamb- lausar ær bitnar og blóðugar, eftir að þær hafa árangurslaust reynt að verja veikburða af- kvæmi sitt fyrir varginum. Sjaldgæfara er, að tófur ráðist beinlínis á fullorðið fé. Heyrt hefi ég þó sögu um það, að einu sinni hafi fundist forustusauð- ur í tveim reyfum með tvær dauðar tófur hangandi í ull- inni. Þær áttu að hafa ráðist á hann og klórað sig fastar, en sauðurinn stokkið út í á og drekkt þeim á sundi. Tófan á sér fáa formælendur meðal manna. Hún er óvinsælt dýr. „Aldrei verður tófan trygg“ segir máltækið. Menn hafa reynt að eyða henni með skot- um, eitra fyrir hana og veiða hana í boga. Það var gamall siður að festa tófuhvolp á streng og láta hann ýlfra þar til að ginna móðurina að gren- inu. Þá gekk hún oft beint í dauðann. Talið er, að tófur hafi stundum nagað af sér skott eða fót í boga — til að sleppa. Ekki vantar hörkuna. Á vetrum, einkum þegar harð- viðri eru, leita tófur til sjávar eftir æti, einkum um nætur. Stundum er þá legið fyrir henni í f jöru. Þá er betra að láta ekki mikið á sér bæra, því að skolli heyrir vel. I lausamjöll má rekja slóð tófunnar, og tekst þá stundum að komast í færi við hana, en bezt hentar, að tveir séu um slika veiði, og ekki hentar sú veiði öðrum en þeim, sem þolnir eru og ólatir og fráir á fæti. Tófan á erfitt með" að hlaupa undan brekku, hættir til að steypast fram yfir sig, en hleypur greiðlega upp í móti. Mæðin er hún ekki, en þreytist í ófærð, þegar til lengd ar lætur. (Framhald á 7. síðu.) Þakka innilega mér auðsýnda samuð og hluttekn- ingu við fráfall mannsins míns SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR frá Urriðaá Guðríður Gunnlaugsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.