Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 29. júlí 1950 163. blað TRIPDLI-BÍD Slóttng kona ! Fjörug og bráðskemmtileg | frönsk gamanmynd. Aðalhlutverk: Vivian Romance Frank Villard Henry Guisol. Sýnd kl. 9 MAÐURINN MEÐ STALHNEFAIVA Sýnd kl. 5 og 7. N Ý J A B í □ Voika kynið Ensk mynd, ein af hinum frægu Paul Soskin myndum. Aðalhlutverk: Ursula Jeans Cecile Parker Joan Hopkins. Sýnd kl. 7 og 9. — Skrítna fjölskyldan Ein af vinsælustu og allra skemmtilegustu grínmyndum sem hér hafa sést. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. a. Seinna koma snmir dagar Spennandi ný amerísk saka- j málamynd. , Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9.___ Sæflugnasvcitin Óvenju spennandi amerísk stríðsmynd. Bönnuð yngri en 16 ára. ______Sýnd kl. 5.____! Iíátir flakkarar Sýnd kL 3. Sala hefst kl. 11 f. a. eum iini 1 ræningjahöndum Kalli prakkari Afar taugaæsandi saka- mynd. Aðeins fyrir sterkar taugar. Aðalhlutverk: Jack La Rue Hugh Mac Dermott Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. (Madam Andersson Kalle) Sprenghlægileg sænsk gamanmynd Aðalhlutverk: Thor Modeen Nils Hallberg. ,, Sýnd kl. 3 og 5. TJARNARBÍÓ Örlagaf jailið (The Glass Mountain) Skemmtileg og vel leikin nú ensk mynd. í myndinni syngur m. a. hinn frægi ítalski söngvari Tító Gobbi. Aðalhlutverk: Michael Denison Dulcie Gray Tito Gobbi. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 15.—29. júlí. <—» Lokasvar (Framhald af 4. siðu.) sömu sporum, en félagið vant ar dáðríka menn, hugsjóna- menn, með hendurnar langt fram úr ermunum, sem láta verkin tala. Veðurfræðingurinn segir i grein sinni í Tímanum 12. júlí s. 1. að hann sé hættur ritdeilum við mig. Gott, að vindgangurinn fari að minnka í honum, því þar er slæmur þefur af síðustu grein hans. Hann má ekki saka mig um, þó málsstaður hans sé eins og hann er, ekki saka mig um þó hann hafi litið vald á móð urmálinu, ekki saka mig um hve lítið ljós er í höfðinu á honum, ekki saka mig um þó hann vanti nauðsynlega geð stillingu til að gæta sín, og tali ekki af sér Það mun hafa álitist mikil dirfska hjá mér, að leggja út á ritvöllinn gegn veðurfræðingnum um heilsufræði. Já, ég skal viður kenna þetta. Þetta sýnist fyr ir mannasjónum vera eins og hunangsfluga halsaði ljóninu völl. Björn veðurfræðingur, sem hefir haldið fyrirlestur í Reykjavik, fyrir fullu húsi, um ristilbólgu og afleidd veik indi, hefir skrifað mikinn greinaflokk um krabbamein og orsakir þess, gengur álf- reka fjórum sinnum á dag og fær mikla innsýn í heilsu fræðina á þeim ferðalögum, hefir sjálfsagt andlega yfir- burði yfir mig. Mér skilst að veðurfræðingurinn sé ekkert barnaleikfang. Hjörtur heild sali lætur ekkert á sér kræla. Ef til vill er hann að kynna sér nýjungar í bamasjúkdóm um. Veðurfræðingur segist hafa rekið ofan í mig allt, sem ég GAMLA BÍD Morðinginn Spennandi hrollvekjandi ný amerísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Lawrence Tierney Claire Trevor Walter Siezak. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára hefi skrifað í Tímann um mál efni Náttúrulækningafylags- ins. Sannleikurinn er, eins og háttvirtir lesendur blaðsins munu minnast, að hann hefir ekki rekið neitt ofan í mig, enda ekki hægt, þvi ég held sannleikanum fram. Sjálfur hefir hann skotið sér undan að svara fyrirspurnum mín- um um mikilsverð atriði. Nátt úrulækningafélagið er opin- bert félag, sem á að starfa fyrir opnum tjöldum í öllum atriðum, sem máli skifta. Kveð ég svo Björn veðurfræð ing og segi: Vertu blessaður og sæll. Hittumst heilir I haust, því þá mun ég sækja um upptöku í Náttúrulækn- ingafélag Reykjavíkur. Pétur Jakobsson Gerist áskrifendur að 7 ^simanum 3ÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Lng ást (To young to know) Skemmtileg amerísk kvik- mynd um ástir og barnaskap ungra hjóna. Joan Leslie Robert Hutton. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ---------------r»r„* Erlent yfirlit (Framhald af 5. siðu.) urgöngu bandamanna inn í París. Sagan segir, að við slíka viðhöfn hafi enginn hershöfð- ingi fengið eins marga kossa á vangann og Walker við þetta tækifæri. Þennan sama dag bárust hon- um líka heiðursmerki úr öllum áttum, því að sigurinn við Metz var rómaður um allt. Meðal annars barst honum frá Moskvu „heiðursmerki styrjaldarinnar í þágu föðurlandsins." Það skal látið ósagt, hvort hann skreytir brjóst sitt með þeirri orðu í Kóreustyr j öldinni. Eftir heimkomu sína til Banda ríkjanna 1946 hefur Walker verið yfirmaður 5. hersins með aðsetri í Chicago. Á síðari árum hefur hann oft verið kvaddur til Washington á þýðingarmikl ar hernaðarráðstefnur þar. Amerísku skriðdrekarnir eiga aðeins eina leið, sagði Walker í orrustunum í Normandi: Áfram, áfram. Reynzlan sýnir, hvort honum tekst að framfylgja þessu kjör- orði sínu í Kóreu. JOHH KBITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM I-------------- 66. DAGUR ----------------------- hans var slokknaður. Lífið var honum leitt. Ástin, sem hann hafði lagt á Teresu stjúpmóður sína, hafði tært hann og bugað. Þegar Gottfreð Sixtus fékk þetta bréf, spurði hann Teódór vin sinn ráða. Teódór lagði að honum að fara heim. Hann mætti líka vera þakklátur, því að námið væri orðið honum kvalræði. Kannske yrði hann betri bóndi en lögfræðingur, og þar að auki væri það skylda hans að verða við óskum föður síns. Gottfreð lét sér þennan úrskurð Teódórs vel líka. Hann bjó um föggur sínar og hélt til Gammsþorps meö næstu lest. Endurfundir þeirra Gottfreðs og Teresu voru næsta kulda- legir. Það gat varla heitað, að þau heilsuðust með handa- bandi. En það var undarleg glóð í flöktandi augum Gott- íreðs. Teresa vísaði honum þegar inn til Antons Möllers og lét þá talast við í einrúmi. Gottfreð hafði gert sér í hugarlund, að móttökurnar yrðu á annan veg. Hann hafði ímyndað sér, að Teresa heilsaði honum fagnandi. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún stóðst ekki samanburð við þá Teresu, sem hafði tekið sér bólfestu í huga hans. Þetta var ekki sú Teresa, er hann hafði skrifað öll bréf sín. Teresa reyndi á allan hátt að láta fara sem bezt um Gott- freð. Hann skyldi ekki geta kvartað yfir neinu á Gammsstöð- um. En af mikilli lagni forðaöist hún að vera nokkra stund ein í návist hans. — Teresa, sagði hann allt i einu einn daginn. Ertu hætt að lesa? Hún varð vör við ásökunarhreiminn í rödd hans. Það var eðlilegt, að hann spyrði hana þessarar spurningar. Það hafði farið færra þeim á milli síðan hann kom til Gamms- staða en meðan hann var fjarverandi. — Nei, svaraði hún. Ég les, þegar tómstundir gefast. En ég er mjög áhyggjufull vegna heilsufars föður þíns. Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja, ef hann gæti fengið heilsuna aftur. En mér skilst, að aðeins uppskurður geti bjargað honum. En hann vill ekki leggjast á skurðarborð. Ég verð að sitja hjá honurh frá morgni til kvölds og hlynna að hon- um. Hvenær gæti ég lesið, meðan hann er svor/a þungt haldinn? Hún þagnaði skyndilega. Hvers vegna sagði hún allt þetta? Eins og hann vissi þetta ekki eins vel og hún. Hann hló einkennilega og hvessti á hana augun. Hún gat ekki áttað sig á því, hvort heldur þau voru blá eða græn. En þau voru djúp, ósegjanlega djúp. Hann virti fyrir sér augnabrúnir hennar og hinn mjúka ávala kinnanna. Hvað var faðurt við þessa drætti? Hvers vegna þykir mér hún svo yndisleg? Hvað hefir rænt mig ró og réttu ráði? Þannig hugsaði hann. — Það var gottvað vera kominn heim aftur, sagði hann, og um leið setti að honum undarlega velgju. En ég sé samt ekki, hvað ég á að gera hér. Ég hefi þegar gert það, sem gera þarf. Reikningar Röthlisbergers eru réttir. — Ég er viss ufri, að faðir þinn er þér þakklátur, sagði Teresa. Hún fór út úr þerberginu, hljóp niður stigann og inn í eldhúsið. En hann stóð kyrr og horfði á eftir henni. Ósjálf- irátt strauk hann-hendinni um ennið. Var þetta Teresa? spurði hann sjálfan sig. Eða einhver önnur kona? Er þetta allt, sem hún heífr lært af bókunum frá mér? Með frábærri lipurð tókst Teresu að lægja eldinn, sem brann í brjósti hins unga aðdáanda hennar. Hún bjó yfir eigínleikum, sem hún vissi varla af sjálf. Hún hafði verið orðin kvíðin. Kannske hafði það verið rangt að láta Gott- freð koma heim. Kannske tefldi hún sjálfri sér í hættu. Litlu seinna varð Teresa þess vör, að hann var tekinn að breyta hátterni sínu. Hann stóð ekki lengur í stigum og krókum og beið hennar. Henni létti stórum, er hún upp- igötvaði þetta, en samt var hún ósegjanlega hrygg. Hún forðaðist herbergin uppi, og dvaldi allar stundir i sjúkrastofunni eða i sínu eigin herbergi, er var við hliðina á henni. Þar mataðist hún. Þetta lagðist samt þungt á hana. Var henni nú bönnuð öll gleði um aldur og ævi? Hann hafði ekki sagt eitt einasta orð henni til hróss og hugg- unar, og þess hafði hún þó vænzt. En hún mátti ekki hætta á neitt. Hún mátti ekki seiða fögur orö af vörum hans. Henni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.