Tíminn - 06.08.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þ&rarinn Þórárinsson
Fréttaritstjórii
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
----■-------------------------
Skrifstofur i Edduliúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda ,
34. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 6. ágúst 1950
170. blað
Minningarhátíö að Hól-
um á sunnudag n.k.
litskup lamfsins vigir miniitsmerki Jóus
Arasonar er Skagfirðing'ar liafa reist
Á sunnudaginn kemur verður haldinn að Ilólum í Hjalta
dal minningarhátíð, þar sem minnzt verður aftöku Jóns
biskups Arasonar og sona hans fyrir um það bil fjögur
hundruð árum og vígt minnismerki, er Skagfirðingar hafa
reist við Hólakirkju.
Minnismerkið.
Minnismerki það, sem vígt
verður er 27 metra hár klukku
turn, er reistur hefir verið
við dómkirkjuna. Er hann nú
fullger, og verður vígsla hans
meginatriði þessarar minning
arhátíðar.
Dagskráin.
Dagskrá hátíðarinnar var
ekki fullsamin, er tíðindamað
ur frá Tímánum átti í gær tal
við Kristján Karlsson, skóla-
stjóra á Hólum, þótt ýms at-
riði hennar væru fastákveð-
in. Biskup landsins, '-herra
Sigurgeir Sigurðsson, mun
flytja vígsluræðuna, og Magn
ús Jónsson, fyrrverandi pró-
fessor, flytur erindi um Jón
biskup Arason. Lúðrasveit
Akureyrar leikur undir stjórn
Jakobs Tryggvasonar, og
kirkjukór Sauðárkróks syngur
undir stjórn Eyþórs Stefáns-
sonar.
Veitingar.
Veitingar verða að Hólum
þennan dag. Geta samkomu-
gestir fengið þar skyr og
mjólk, smurt brauð og mjólk
og kaffi og kökur. Verður
reynt að gera framreiðslu
Langvarandi ó-
þurrkar í Skapta-
fellssýslu
í meira en heilan mánuð
hafa verið stöðugir óþurrkar
austur i Skaftafellssýslum.
Er nú svo komið, að horfur
eru orðnar mjög ískyggilegar
af völdum óþurrkanna eystra.
Er þegar orðið mikið tjón á
heyjum vegna þeirra og horf
ir til stórkostlegra vandræða
fyrir bændur ef rætist ekki
bráðlega úr.
Má heita að enginn þurrkur
að gagni hafi komið þar
eystra síðan 1. júlí. Að vísu
kom ein þurkflæsa, er lítil
not urðu að. Síðastliðinn sól-
arhring hefir verið stórfelld
rigning og stormur í Vík í
Mýrdal og nærsveitum.
Á sumum bæjum er á-
standið svo slæmt, að ekki er
búið að hirða einn einasta
bagga. Annars staðar, þar
sem fyrst var byrjaö að slá
náðist talsvert inn.
alla sem greiðasta, þótt bú-!
ast megi við miklu fjölmenni
á staðhum þennan dag.
Skagfirðingar í Reykja-
vík f jölmenna.
Skagfirðingafélagið í Reykja
vík mun efna til hópferðar1
norður, og verður lagt af stað
klukkan eitt á laugardag. Á;
að gista á Sauðárkróki, bæði
sunnudagsnóttina og mánu-
dagsnóttina, en á mánudag- j
inn verður aftur haldið vestur
um og suður, en komið við á'
ýmsum fögrum stöðum.
Skagfirðingafélagið mun
greiða fyrir því, að þátttak- 1
endur fái mat og gistingu i
ferðinni, en þess er vænzt,
að fólk tilkynni þátttöku sína
eða kaupi hið bráðasta far- j
seðla í söluturninum við |
Hverfisgötu eða hjá Flóru i,
Austurstræti , svo að þetta
geti gengið greiðlega.
Ker til Ólafs-
fjarðarhafnar
í Höfðakaupstað er aðstaða
til þess að steypa allstór ker,
sem notuð eru við hafnargerð
ir, og var þar í sumar lagður
botn að tveimur kérjum, sértí
á að steypa handa Ólafsfjarð
arhöfn, ef leyfi fjárféstingar-
ráðs fæst og tekst að útvega
efni. Mun efnisútvegun mikl
um erfiðleikum bundin, að
því er Emil Jónsson vitamála
stjóri tjáði Timanum í gær.
Ker þessi eiga að vera fimm
tán metrar á lengd og tíu
metrar á breidd, og var til
þess ætlast, að kerin verði
flutt til Ólafsfjarðar snemma
næsta vor, ef tekst að steypa
þau í sumar.
Með kerjum þessum á að
ljúka norðurgarði Ólafsfjarð
arhafnar, en á hann vantar
enn fjcrutíu metra. Verða ker
in sett niður með tíu metra
bili, sem fylla á í. Er þá eftir
uppmokstur hafnarinnar,
bryggjugerð og fleira.
Þrjú skip til
Húsavíkur
í fyrradag komu tveir bátar
með litils háttar af síld til
bræðslu til Húsavíkur, og í
gærmorgun kom inn með 150
tunnur til söltunar.
Sérstaklega góöar upp
skeruhorfur í göröum
Stætt við E. B. Malmquist, ræktunarráðu-
naut Reykjavíkurbæjar um garðyrkjuna
í bænum
Uppskeruhorfur í garðlöndum Reykjavíkurbæjar eru
sérstaldega góðar, sagði E. B. Malmquist, ræktunarráðu-
nautur bæjarins, í viðtali við tíðindamann Tímans í gær.
Meðalhiti mun hafa verið nokkru meiri en venjulega og
hæfilega rakt, svo að það eru ekki aðeins kartöflurnar, sem
I
hafa sprottið vel, heldur einnig rófur, kál og annað græn-
meti.
Hver veiður
skákraeistari |
Norðurlanda
Baldur Möller,
Vestöl eða Gnð*
jón M. Sig'urðs-
son?
Staðan í norræna sliak-
keppninni hefir breytzt
nokkuð, og eru úrslitin í
landsliðinu nú mjög í ó-
vissu, þar eð Baldur Möller,
skákmeistari Norðurlanda,
og Norðmaðurinn Vestöl
eru nú jafnir með fjóran
og hálfan vinning hvor.
Frá umferðinni sem telfd
var I fyrradag, á Baldur
Möller biðskák við Danann
Julius Nielsen, og er talið
fullvíst, að Nielsen vinni.
Guðjón M. Sigurðsson, sem
hlotið hefir þrjá og háifan
vinning, á einnig biðskák
við Julius Nielsen, og þyk-
ir líklegt, að Guðjón vinni
hana, svo þar hlýtur hann
vinning, og gerir það úr-
slitin enn óvissari. —
Þessar biðskákir áttu að
teflast í gærkveldi, nokkru
eftir að Tíminn fór í prent
un.
Það er því mjög tvísýnt,
hver verður skákmeistari
Norðurlanda, ekki sízt þar
sem Baldur Möller á eftir
að tefla við þá báða, Vest-
öl og Guðjón M. Sigurðs-
son, en gertær ráð fyrir að
mótinu ljúki á miðviku-
daginn kemur.
í meistaraflokki er efst-
ur Friðrik Ólafsson, 15 ára,
með 4% vinning og Áki
Pétursson með 4.
Nokkuð borið á sjúkdómum.
Aftur á móti hefir nokkuð
borið á sjúkdómum í garðjurt
um, sagði ræktunarráðunaut-
urinn ennfremur, sérstaklega
kartöflumyglu. Er ástæða til
þess að vera vel á verði, þar
sem tíð er með hlýjasta móti,
og veðrátta rök upp á sið-
kastið.
Nú þegar er lokið fyrri um-
ferð úðunar á garðlöndum
bæjarins, sem eru um eitt
hundrað hektarar, en sú úð-
un er framkvæmd vegna
myglunnar.
Hirðing síbatnandi,
en ekki nógu góð.
Hirðing manna á garðlönd-
unum fer síbatnandi, en er
þó langt frá því, að hún sé
nógu góð. Sem dæmi um það,
hve árangurinn er misjafn
má nefna, að hjá hinum
natnari garðyrkjumönnum er
kartöflurnar þegar orðnar af
útsæðisstærð, en hjá öðrum,
er undirvöxturinn ennþá lít-
ill sem enginn. Kemur þar að
sjálfsögðu fyrst og fremst til
greina góð umhirða og lagni
og natni við ræktun.
Farnir að taka til matar.
Mjcg margir, sem eiga bezt
ræktuðu garðlöndin, eru farn
ir að taka kartöflur til mat-
ar og þykjast góðir að fá vel
sprottnar kartöflur úr eigin
garði og losna við að
vera á snöpum eftir dýrum,
útlendum kartöflum.
».!i» M , • ,n- íll
Vantar ræktunarlönd.
Mjög miklum vandk^teðum
hefir verið bundið að útvega
nægjanlega mikið af löndum
til ræktunar, þar eð eftir-
(Framhald á 2. síðu.J
Maður drukknar
í Siglufirði
Vélstjóri af m. b.
Keili frá Akranesi
I
Það slys varð í Siglufirði í
fyrrinótt, að Kristleifur Frið-
riksson, vélstjóri á vélbátn-
um Keili frá Akranesi, féll
,út af bryggju og drukknaði.
Kristleifur náðist fljótt úr
sjónum og var þá enn með
| lifsmarki, en komst ekki til
ráðs og andaðist skömmu síð
ar. — Hann mun hafa verið
á leið til skips, er slysið bar
að.
Kristleifur var maður um
þrítugt, bróðir Ragnars skip-
stjóra á Aðalbjörgu.
Treg síldveiði
Fjwldi skipa á Gríms
iiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiimi
Gamalt skipsflak á kafi
í Höfðakaupstaðarhöfn
Dýpkunarskipið Grettir fann |tað í kafi í
sandi og leir, er það var að lireinsa höfnina
í sumar hefir verið unnið að uppmokstri í höfninni í
Höfðakaupstað, og var dýpkunarskipið Grettir þar í fjórar
til fimm vikur, en fór þaðan
Jafnframt er verið að lengja
Skipsflakið.
Þegar Grettir var að
vinna að uppmokstrinum,
var komið niður á gamalt
skip, er var á kafi í sandi
og leðju, 26 metra austur
af löndunarbryggju síldar
verksmiðjunnar. Fór skip-
ið með graftól sín hvað eft
ir annað yfir kjöl og síðu
þessa forna skipsskrokks,
og var dregið upp stýri,
keðjur og fleira úr því. En
um það bil fyrir tíu dögum.
hafnargarðinn.
kafari fór ekki niður til
þess að skoða flak þetta,
og vita menn ekki meira
um það. Gizkað hefir verið
á, að munir, er náðust, séu
úr um það bil 100 lesta
skipi.
Frá fyrri hluta nítjándu
aldar?
Enginn veit með vissu, frá
hvaða tíma þetta skip er. En
(Framhald á 2. síðu.)
eyjarsundf og við
Lang'anes
í gærmorgun var gott veiði
veður úti fyrir öllu Norður-
landi. Mörg skip voru við síld
veiðar á Grímseyjarsundi og
við Langanes. Síldveiði var
þó lítil sem engin. Um hádegi
í gær hafði ekki frézt um
neitt skip, sem veitt hafði
sild á Grímseyjarsundi í gær
morgun, og aðeins var vitað
um tvö skip sem urðu litiis-
háttar vör við Langanes.