Tíminn - 06.08.1950, Qupperneq 3

Tíminn - 06.08.1950, Qupperneq 3
170. blað TÍMINX, sunnudaginn 6. ágúst 1950 3 örlagadagur í öryggisráðinu Lake Success, 1. ágúst 1950. Aldrei hefir nokkurs fund- ar i öryggisráðinu verið beð- ið með jafn mikilli eftirvænt ingu og fundarins í dag, enda voru í vændum merkileg þátta skipti í sögu öryggisráðsins. Fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna, Yakov Malik, var að koma aftur til þátttöku í störfum ráðsins eftir sex mánaða fjar veru, og að honum fjarstödd- um hefir ráðið tekið örlaga- ríkustu ákvörðun í sögu banda lagsins, samþykkt að fara með stríð á hendur Norður-Kóreu mönnum til að þvinga þá til hlýðni við Öryggisráðið, en þeir létu sig engu skipta til- mæli þess um að hætta ófriðn um í Suður-Kóreu og draga sig til baka norður fyrir 38. breiddarbauginn. Vitneskja um að fulltrúi Rússa kæmi aftur og yrði for seti öryggisráðsins í ágúst og hefði boðað til fundar í dag olli því óróa og slíkri eftir- væntingu, að engin dæmi eru til áður hér í aðalstöðvunum. í gærkvöldi höfðu 20 þúsund manns sótt um að fá aðgang að fundarsalnum, sem rúmar 500 í sæti, flest öllum varð að vísa frá, en þó voru 2200 við- staddir í byggingunni þegar i Ráðstjórnarfulltrúinn setti fundinn, 700 inni í fundar- sal öryggisráðsins, en hinir dreifðir um aðra fundarsali, þar sem sjónvarpstækjum hafði verið komið fyrir. Margir gestanna í öryggis- ráðinu voru konur fulltrú- anna og fulltrúar ríkja, sem ekki eru í öryggisráðinu. Þar var frú Pandit Nehru og margt annarra tiginna gesta. Konur voru í meirihluta og stakk tízkuklæðnaður frönsku hefðarfrúnna í stúf við lát- lausan þjóðbúning austur- lenzku kvennanna. Meðal áheyrenda voru þeir íslend- ingarnir Kristinn Helgason ■og Sigurður Ágústsson, lög- regluþjónar úr Reykjavík, sem gengið hafa í eins árs þjónustu í varðliði Samein- nðu þjóðanna. Ungur hávax- inn háskólastúdent að heim- an, Jón Magnússon, stóð utar i salnum; hann dvelur hér á známskeiði bandalagsins. Fundarsalur öryggisráðsins ækiptist í þrennt og hallar gólf inu niður eftir. Neðst í saln- um er fundarstaðurinn, og eru veggirnir í þeim .enda hlæddir fögrum viði; þykk ábreiða er á gólfinu. Fyrir miðj u er borð í hálfhring og rúmast fimmtán menn í sæti, þar sem sitja fulltrúar ellefu ríkja eftir stafrófsröð og for- seti fyrir miðju. Á hægri hönd honum situr framkvæmda- stjóri bandalagsins, en til vinstri sá aðstoðarmaður iramkvæmdastjórans, sem ábyrgð ber á störfum öryggis máladeildar bandalagsins. Út frá þeim til beggja handa sitja svo fulltrúarnir, fimm hvoru megin, en endasætin tvö eru höfð til taks fyrir þá, er kallaðir eru sem vitni eða eru aðilar að deilu. Bak við fulltrúana sitja aðrir sendi- nefndarfulltrúar og ráðgjafar hver aftur af öðrum eins og var í lögréttu hins forna al- þingis. Bekkirnir lengjast er utar dregur í hringnum og eru þrjátíu sæti í annarri röð og nokkru fleiri í þeirri þriðju. Utar frá við vegginn eru þrjár sætaraðir beggja vegna og þar geta setið sextíu manns. Venjulega eru þeir stólar hafð ir fyrir þau bandalagsríkin, sem ekki eru í ráðinu, og starfsmenn skrifstofunnar, sem eiga steyldum að gegna á fundum ráðsins. Aðalfulltrú- arnir, sem fremst sitja við fundarborðið, hvíslast sjaldan á, en oft má sjá aftasta mann í einhverri sendinefnd halla sér fram og fara síðan til fé- laga síns í annarri nefnd og bera ráð sín saman við hann. Þannig ganga boð milli full- trúanna, sem sitja fremst við skeifulagaða fundarborðið. Ihn í hálfhringnum er kom- ið fyrir stóru borði ferhyrndu, þar sitja þeir starfsmenn bandalagsins, sem eru stöðugt undrunarefni gestanna, túlk- arnir. Þeir hlusta á ræður á einhverju af tveim eða þrem- ur tungumálum, sem þeir skilja öll til hlítar, ræðuna leggja þeir á minnið og flytja hana óhikað orði til orðs á öðru tungumáli, þegar ræðu- maður sleppir síðasta orðinu. í miðhluta salarins er kom ið fyrir bólstruðum sætum, svipað og í .kvikmyndahús- um; heyrnartól eru við hvert sæti og má þar jafnan heyra það, sem fram fer á ensku eða frönsku, þó að ræðumað- urinn tali á öðru máli, það er þýtt jafnóðum. Aftast í saln- um og hæst er stúka blaða- manna og eru þar tjaldaðir steinveggir. Meðfram salnum á þrjá vegu er komið fyrir klefum með gluggum inn í salinn uppi undir lofti. Þarna er útvarpað, þýtt og hlustað og þar er komið fyrir kvik- myndavélum og sjónvarps- tækjum. Blaðastúkan var troðfull og fréttaritarar stóru fréttahringanna höfðu með sér loftskeytamenn, til þess að vera fyrstir með fréttirn- ar, Ijósmyndarar blaðanna hrúguðust hver yfir annan Daða Hjörvar Athygli manna um allan heim beinist nú mjög að fund- um Öryggisráðs S. Þ., síðan fulltrúi Rússa tók þar sæti aft- úr. Einkum ríkti ínikil forvitni um það, hver afstaða Rússa myndi verða eftir að þeir byrjuðu að starfa í ráðinu aftur. Það virðist nú komið fram, að fyrir þeim hafi fyrst og fremst vakað að hefja þátttöku í ráðinu aftur til þess að halda þar uppi málþófi og hindra frekari aðgerðir í Kóreu- málinu. Hér á eftir fer frásögn Daða Hjörvars af fyrsta fundin- um, sem fulltrúi Rússa mætti á eftir verkfallið. Fundir ráðsins síðan hafa verið mjög líkir þessum, endalaust mál- þóf en engar ákvarðanir. MALIK eins og fé i rétt, þegar Malik Ráðstjórnarfulltrúinn gekk tii sætis við fundarborðið kl. rúmlega þrjú. Malik var kald- ur á svip, klæddur í ljós sum- arföt og bar gljáandi skjala- möppu úr leðri. Hann heilsaði Tryggva Lie og tók sér sæti. Fráfarandi formaður ráðsins Norðmaðurinn Arne Sunde, reis úr sæti og tók í hönd Mal- ik. Malik tók í hönd hans, en breytti ekki svip, og þegar hann setti fundinn brá hann út af þeirri venju að þakka fráfarandi forseta störfin. Malik hafði útbýtt dagskrár- frumvarpi fyrir fundinn og var fyrsta verkefnið að sam- þykkja dagskrána, en annað málið var viðurkenning kín- verzku kommúnistastjórnar- innar, sem fulltrúa Kína í ráðinu. Þriðja málið á dag- skrárfrumvarpi Maliks var friðsamleg lausn Kóreumáls- ins. Það var fyrirfram vitað, að þessari skipan dagskrár- innar myndi verða mótmælt, enda var hún aldrei sam- þykkt, og þriggja stunda um- ræður snerust allar um fund- arsköp og fléttuðust inn í það athugasemdir og rökræður um Kóreumáiið og Kínadeil- una á báða bóga. Öll fundar- stjórn Maliks bar það með sér að hann kæmi þar að sem frá var horfið í janúar, og hann hóf fundinn með því að kveða upp þann úrskurð, að sendimaður Kuomintang- klíkunnar, er sæti við borðið, væri ekki fultlrúi Kina og gæti þess vegna ekki setið fundinn. Bandarikjafulltrúinn lýsti úr skurðinn ógildan þegar í stað og bað forseta að bera hann strax undir atkvæði samkv. fundarsköpum ráðsins. í þess j stað sagði forsetinn, að fyrst engir aðrir tækju til máls teldi hann úrskurð sinn gild- an. Malik tók þá til máls sem fulltrúi Ráðstjórnarrikjanna og sagði meðal annars, að heimsyfirráðstefna Banda- ríkjanan væri frábrugðin frið arstefnu Sovétríkjana, sem líti á bandalag Sameinuðu þjóðanna sem friðarstofnun, en ekki tæki til styrjaldar. Hann kvað Bandaríkin og stuðningsmenn þeirra vilja koma í veg fyrir eðlilega lausn deilunnar um fulltrúaumboð Kína og taldi úrskurð sinn ekki vera brot á fundarsköp- un ráðsins, vegna þess að hér væri ekki um fulltrúa í: bandalaginu að ræða, heldur valdaránsmann. Núverandi fulltrúar Kína væru hópur milljónamæringa, sem þægju laun árlega samkvæmt fjár- lögum Bandaríkjanna fyrir þjónslund sína. Fundarsköp heimiluðu forseta að kveða upp úrskurð, og hér væri ekki um gildan fulltrúa að ræða, heldur einstakling, sem af til viljun hefði sótt fundinn og þættist vera fulltrúi Kína. Nú var kominn skriður á umræðurnar og menn biðu óþolinmóðir meðan tvær þýð- ingar fylgdu á eftir ræðu for- setans. Þegar ensku þýðing- unni var lokið, þustu menn út, svo að Malik varð að hasta á ' fjöldann til að franska þýð ingin heyrðist. Indland hefir fengið nokkra sérstöðu í Kóreudeilunni, vegna viðleitni Nehru forsæt- isráðherra til að koma á sætt- um með því að veita fulltrúa kommúnistastjórnarinnar í Kína inngöngu i Öryggisráðið svo að þar skapist friður til að leysa Kóreumálið sem allra fyrst. Fulltrúi Indlands, Ben- egal Rau, talaði næstur og kvaðst mundi greiða atkvæði með úrskurði forsetans, hvort sem hann færi að fundar- sköpum eða ekki, því að fund- arsköp væri gott að hafa, en varast bæri að láta þrælkast af þeim. Fundarsköpum réðu fulltrúarnir sjálfir og gætu vikið frá þeim ef með þyrfti. Hann lagði áherzlu á, að leysa þyrfti deiluna um fulltrúa- umboð Kina sem allra fyrst, annars kynni bandalagið að leysast upp. Fulltrúi Egypta, Fawsi Bey, talaði næstur og sagðist greiða atkvæði á móti úrskurði forsetans því að hann teldi forsetann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. En egypska sendinefndin hefir líka sér- stöðu í Kóreumálinu, því að hún greiddi ekki atkvæði þeg- ar ráðið ákvað að farið yrði með her gegn Norður-Kóreu. Hann kvað árásir hafa átt sér stað áður í sögu ráðsins og þá ekki verið gripið til slíkra ráð- stafana. Fulltrúar Kúba og Ekvador mótmæltu úrskurði forsetans einnig, og sögðu, að honum bæri aðeins að stjórna fundi, en ekki að taka sér al- ræðisvald. Bebler, fulltr. Júgó- slafíu var úrskurði forsetans fylgjandi og kvað inngöngu kínverska lýðríkisins grund- vallaratriði fyrir heill banda- lagsins í framtíðinni. Nú bar forseti úrskurð sinn undir atkvæði, og höfðu um- ræður þá staðið í næstum tvær stundir. Úrslitin urðu þau, að Ráðstjórnin, Júgó- slafia og Indland greiddu at- kvæði með frávisun kínverska fulltrúans og forsetinn sagði, að sjö atkvæði væru á móti úrskurði forsetans; hann kvaðst ekki telja atkvæði full- trúa Kuomintangklíkunnar. Austin Bandaríkjafulltrúi mót mælti þessu þegar í stað og sagði mótatkvæði hafa verið átta. Sló nú í harða rimrnu milli Bandaríkjafulltrúans annars vegar og forsetans hins vegar. Forsetinn vildi ekki láta af ákvörðun sinni um talningu atkvæðanna, né bera hana undir atkvæði ráðs ins, þrátt fyrir ítrekaða kröfu um það af hálfu Bandarikj- anna. Ráðstjórnarfulltrúinn lýsti yfir því, að hann áliti samþykkt ráðsins ólögmæta, vegna þess að málið varðaði fulltrúaklíku, sem ekki kæmi fram í nokkurs manns um- boði. Malik þumbaðist lengi við og varð fulltrúi Banda- ríkjanna nokkuð heitur og sagðist að lokum krefjast þess af forsetanum eða ráðinu, að atkvæðatölur væru ekki fals- aðar. Malik hélt á málinu með kuldalegri ró og mótmælti orðavali Austins og áminnti hann um að gæta sín. Malik sagði, að átta atkvæði hefðu verið greidd á móti úrskurði sínum, ef atkvæði Kuomin- tang væri talið með, sjö og einn hafa ailtaf verið átta, og ef Bandaríkjaíulltrúinn kærir sig um, skal ég gjarnan bera það undir atkvæöi ráðs- ins, sagði Malik. Úr því að forsetinn hefir leiðrétt framburð sinn og tal- ið átta atkvæði geri ég ekkí frekari kröfur, sagði Austin að lokum, og þar með lauk harðasta kafla fundarins. Nú .var tekið fyrír íyrsta mál á dagskrá, samþykkt dag- skrárfrumvarpsins, er forseti haf'ði látið útbýta. Fulltrúi Bandaríkjanna bar nú fram mótmæli og' krafðist þess að tillagan, sem hann hafði lagt fyrir ráðið daginn áður yrði tekin fyrir fyrst á dagskrá. Þessi tillaga var um aö sak- fella Norður-Kóreumenn fyr- ir að hafa að engu skipanir bandalagsins og um þ< ð að; krefjast þess af öllum b' nda- lagsríkjunum, að þau reyndu að beita áhrifum sinum til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af árásinni. Enníremur var þess krafizt í tillögunni að ríki hvettu ekki Norður- Kóreumenn né hjálpuðu þeim. á nokkurn hátt og forðuðust að gera nokkuð þaö, er verða mætti til þess að Kóreutíeilan breiddist út til annarra svæða. Bandaríkjafulltrúinn vai andvígur þvi, sem íorsetinm lagði til að sett yrði a dag- skrána. Varöandi fyrra atrið- ið, viðurkenningu á fulltrúa umboði kínversku lýðstjörn ■ arinnar, sagði Austin, aó það’ væri óviðeigandi að ræöf um það á þessu stigi málsir s. Dró Austin skýrt fram þa stefnu, sem stjórn hans heiir í þessu (Framhalá á 6. sicu.) _

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.