Tíminn - 06.08.1950, Side 5
170. blað
TÍMINN. sunnudaginn 6. ágúst 1950
5
Sunnud. 6. tígúst
Sjónarmið
útvegsmanna
Geyngisbreytingin sem lög
fest var sl. vetur, er enn' um-
ræðuefni margra og það að
vonum. Stundum er talað um,
að hún hafi verið óréttlát
gagnvart þeim, sem taka káup
eða laun í peningum. Sumir
telja, að inneignamenn verði
hart úti og enn aðrir, að bænd
ur beri skarðan hlut frá borði
af hennar völdum.
í lok ársins, sem leið, voru
uppi aðrar raddir. Þá var
stundum um það kvartað, að
mikið ranglæti væri með því
framið að halda genginu
öbreyttu. Þessar raddir voru
úr hópi útvegsmanna. Þeirra
sjónarmið var það, sem hér
fer á eftir:
Sjávarútvegurinn framleið
ir um þessar mundir nál. 90%
af útflutningsvörum lands-
manna. Útgerðin á þessar
vörur, og þessvegna á hún
líka það, senv fyrir þær fæst,
þ. e. a. s. hin erlenda gjald-
eyri, sem inn kemur fyrir
sjávarafurðir. Ef útgerðin
þyrfti ekki að afhenda bönk-
unum gjaldeyrinn, gæti hún
selt hann til innflytjenda og
annara fyrir svo hátt verð í
íslenzkum peningum, að
útgerðin bæri sig, og væru
þá allar verðuppbætur óþarf-
ar. Þessvegna ber að skrá hinn
erlenda gjaldeyri svo hátt, að
útgerðarmenn geti við það
unað. Hið lága gengi erlenda
gjaldeyrisins. þ. e. a. s. hið
háa gengi krónunnar, er rang
læti gagnvart útgerðinni.
Þetta var sjónarmið útvegs
manna, eða a. m. k. margra í
þeirra hópi. Og í rauninni var
það vel skiljanlegt, að þetta
sjónarmið kæmi fram. Það
hefði sennilega komið fram
hjá fleiri stétttum en útvegs-
mönnum, ef likt hefði staðið
á. Hinsvegar er mjög erfitt
fyrir þjóðarheildina að viður
kenna, að meirihluti hins er-
lenda gjaldeyris sé eign einn
ar stéttar eða einnar atvinnu
greinar. Hér kemur margt til
greina. Þjóðfélagið veitir á
ýmsan hátt a. m. k. óbeina
aðstoð við útvegun gjaldeyr-
isins, t. d. með lánum og á-
byrgðum. Og ef útvegsmenn
eiga gjaldeyrinn, mætti með
nokkrum rökum segja, að all-
ir sem að útgerðinni vinna,
eigi sinn hlut af honum, og
færi þá málið að vandast.
Svo var þó komið, að í raun
inni var þegar viðurkennt af
öllum stjórnmálaflokkum, að
útvegsmenn hefðu mikið til
síns máls varðandi gjaldeyris-
skráninguna. Búið var að
framkvæma gengisbreytingu
að nokkru leyti með hinum
svokallaða frjálsa gjaídeyri,
og með sérstökum afreikningi
ítalskra peninga eftir að far-
ið var að selja til Ítalíu úr-
gangsfisk, þunnildi o. fl. Út-
vegsmenn fengu þá fyrir
hluta af gjaldeyrinum mun
hærra verð en það, sem skráð
var samkvæmt lögum. Hér
var um tvöfallt gengi að ræða.
Og það fyrirkomulag var ekki
til hollustu í viðskiptalífi
landsins.
1 Það er eftirtektarvert, að
þingmenn kommúnista, sem
ERLENT YFIRLÍT:
Svar norskra rithöfunda
Ilumlrað norskir rithöfundar svara iiréfi
Jijju FhrtMihui’ii varðandi S(okk!i«ilnisávar|i
koiiiim'iuisla
Fyrir nokkru síðan sendi rúss '
neski rithöfundurinn IIja Ehren
burg bréf til rithöfunda í Vest- ;
| ur-Evrópu, þar sem hann skor- J
j aði á þá að undirrita Stokk- '
! hólmsávarpið. Margir rithöfund
j ar hafa þegar orðið til þess að (
svara þessu bréfi Ehrenburgs
j og yfirleitt á þann veg, að Stokk \
' hólmsávarpið sé eingöngu áróð
I ursplagg, sem ekki f jalli um
■ frið, heldur feli í sér stríðsáróð j
■ ur, þar sem það fordæmir að- I
eins styrjöld, sem háð er með j
atomvopnum.
j Af þeim svörum, er komið'
hafa fram við bréfi Ehrenburgs,!
hefir svar norskra rithöfunda j
I vakið einna mesta athygli, en'
j þegar hafa meira en hundrað;
. þeirra undirritað það og búist
1 er við að fleiri bætist í þann
, hóp. Meðal þessara rithöfunda
| eru Ejlert Bjerke, Johan Bojer,
Francis Bull, Peter Egge, Johan
Falkberget, Sigurd Hoel, Helge
Krog, Inge Krokkann, Gabriel
Scott, Arne Scouen og Arnulf
Överland. Áður höfðu tveir norsk
ir rithöfundar þeir Hans Hei-
berg og Johan Borgen lýst því
yfir, að þeir myndu ekki undir-
rita ávarpið.
Bréf Ilja Ehrenburg.
Svar hinna 100 norsku rit-
höfunda er á þessa leið:
— Hinn rússneski rithöfund-
ur Ilja Ehrenburg, hefir birt
opið bréf til rithöfunda Vestur-
landa, þar sem hann skorar á
þá að undirrita ávarp um bann
gegn atómsprengjunni. Bréfi
þessu og ávarpinu hefir verið
dreift hér í Noregi af mönnum
sem kalla sig „norskar friðar-
hetjur“.
— Ilja Ehrenburg sendir bréf
þetta handan yfir járntjaldið í
nafni mannúðarinnar og biður
„alla heiðarlega rithöfunda í
Vesturlöndum" að setja nafn
sitt undir þetta ávarp.
— Við höfum ekki undirritað
það og munum ekki heldur gera
það vegna bréfs Ehrenburgs og
það enda þótt Ehrenburg skrifi
fagurlega um mannlífið, menn-
ingu þjóðanna og bræðralags-
frið, — þót hann segi, að hætta
sé á að útrýmt verði öllu, sem
okkur er kært.
— Við vitum þetta. Við vit-
um, að enn á ný er farið að spila
fjárhættuspil í sambandi við
yfirvofandi heimsstyrjöld. En
Ehrenburg minnist ekkert á
fjárhættuspilarana, og hann
nefnir ekki styrjöldina. Hann
krefst þess ekki, að vopnin séu
lögð niður. Hann fordæmir að-
eins eitt vopn, atómsprengjuna
og á sama hátt og í ávarpinu
fordæmir han aðeins þá sem
beita öðrum vopnum til að hefja
árásarstríð. Á fimm vélrituðum
síðum hefir Ehrenburg ekki feng
ið neitt rúm undir að afneita
öðrum vopnum en atómsprengj
unni.
Það, sem vantar í Stokk-
hólmsávarpið.
1 öllu ávarpinu er ekki ein
setning, sem beinist gegn stríði.
Það nefndir ekki einu orði
neinar orsakir styrjaldar. Það
fordæmir ekki þann þjóðernis-
gorgeir, sem leiðir til stríðs,
ekki heldur heimsveldisstefnu
eða landvinningastefnu, sem leið
ir til styrjaldar,
ekki einræði, sem leiðir til
styrjaldar,
ekki vígbúnaðarkapphlaup,
ekki uppreisnir og upptök
borgar asty r j alda,
ekki neitunarvald eða skemmd
arverk í samstarf þjóðanna,
ekki stjórnmálalegt, menn-
ingarlegt eða efnahagslegt of-
beldi gegn smáþjóðunum.
ekki íhlutun stórvelda í inn-
anlandsstjórn smáríkja, ekki
ofsóknir pólitískra andstæðinga,
ekki fangelsun of aftökur
þeirra, sem hafa aðrar skoðan-
ir en valdhafarnir,
ekki þrælkunarvinnu né
hermdarfangabúðir,
ekki þynþátta ofsóknir og trú
arofsóknir,
ekki það að valdhafar noti
sér skort og neyð þjóðar til að
kúga hana,
ekki höft á málfrelsi og ríkis-
kúgun á hugsunum þjóða,
ekki heldur þau öfl, sem reyna
að lama fólkið með ótta um yf-
irvofandi stríðshættu og atóm
stríð.
Ávarpið minnist ekki á neitt
af þessu og fordæmir því ekk-
ert af því.
Það er slík styrjaldarstefna,
sem við hefðum verið viljugir
til að fordæma. Það er hana,
sem við eigum að fordæma bæði
í austri og vestri.
Um það þegir plagg það, sem
IIja Ehrenburg kallar friðar-
ávarp, og um það þegir líka
bréf hans.
í stuttu máli sagt falsar ávarp
ið og bréf Ehrenburgs sannleik
ann um raunverulegar orsakir
að styrjöld og múgmorðum.
Rithöfundaþingið í
Vestur-Berlín.
Búizt er við því, að rithöfund-
ar hinna vestrænu landa muni
almennt svara á líkan hátt og
hinir norsku rithöfundar hafa
nú þykjast miklir andstæðing
ar gengisbreytingarinnar,
voru einhverjir áköfustu tals
menn þess, að tvöfallt gengi
væri haft, og vildi ganga
miklu lengra í þá átt en gert
hafði verið, eða svo var að
skilja á ræðum sumra þeirra
á Alþingi. Þeir sem til þekkja,
munu þó vart í vafa um að
það fyrirkomulag — ef langt
hefði verið gengið í þá átt —
hafi komið að minnsta kosti
eins þungt niður á almenn-
ingi og almenn gengisbreyt-
ing. En þarna var tilvalið
tækifæri til að skapa glund-
roða, og komast hjá að taka
hreinlega á málinu.
Sumir segja, að gengisbreyt
ingin hafi verið gerð eingöngu
í þágu útvegsmanna. Þetta
er ekki rétt. Sú gengisbreyt-
ing, sem gerð var, var ákveð-
in með hagsmuni þjóðarinnar
fyrir augum — og var þá við
það miðað, að ekki þyrfti að
greiða verðuppbætur á út-
fluttar sjávarafurðir úr rik-
issjóði. Ýmsir útvegsmenn
myndu hafa kosið, að gengis-
breytingin væri meiri en hún
varð — eða þá að gengið yrði
tvöfallt, að rekstrarvörur til
útgerðar yrðu keyptar inn fyr
ir ódýran gjaldeyri, en því
meira lagt á þann gjaldeyri,
sem fer til innkaupa á öðr-
um vörum. Þeir töldu sig hafa
mikinn rétt til að hafa upp
úr gjaldeyrinum það, sem
hægt væri. Og þó að menn
e. t. v. viðurkenni ekki það
sjónarmið, er öllum hollt að
gera sér grein fyrir þeim rök
um, sem það sjónarmið
styðja.
Arnulf Överland.
gert. Yíirleitt virðist skilningur
vestrænna rithöfunda og skálda
fara mjög vaxandi á því, að
þeir verði að láta meira til sín
taka í hinum andlegu átökum
milli austurs og vesturs, enda
eiga fáir meira í húfi en þeir.
Ritfrelsið er helgasti réttur
þeirra manna, sem iðka orðsins
list, og þessvegna er það skylda
þeirra að skipa sér til varnar,
þegar þessum dýrmæta rétti er
ógnað.
Þessi skilningur vestrænna
rithöfunda kom einna greini-
legast fram á vestrænu rithöf-
undaþingi, sem nýlega var hald
ið í Vestur-Berlín, en það var
sótt af þekktum rithöfundum
víðsvegar að úr heiminum. Sér
staklega gætti þar þó áhrifa
tveggja heimsþekktra rithöf-
unda eða Silone hins ítalska og
Köestler. Á þingi þessu mættu
(Framhald á 7. síðu.)
Raddir nábúanna
í forustugrein Mbl. í gær
er rætt um framfarir og segir
þar m. a.:
„Hefir okkur ekki hætt til
þess á undanförnum árum, að
ofmeta framfarirnar. Telja t. d.
að menntun og menning þjóð-
arinnar hafi aukizt og eflzt í
beinu hlutfalli við fjölgun
skólanna og lenging kennslu-
tímans? Eða skyldu afköst og
orka kynslóðarinnar hafa vaxið
að sama skapi, og metaafrek
íþróttamannanna hafa orðið
glæsilegri? Svo aðeins nokkur
atriði séu nefnd.
Fyrir skömmu var okkur á
það bent t. d. að mikið vantaði
á, að útfluttar sjávarafurðir
okkar fengju þá meðferð, sem
skyldi. En fátt er betri mæli-
kvarði á verklega menning
þjóða, en útflutningsvörur
þeirra. Séu þær vandaðar, eru
þær dagleg auglýsing um vand-
virkni og þrifnað þjóðanna. En
benda á það gagnstæða, ef út af
ber.
Væri ekki hollt, að færustu
menn þjóðarinnar tækju sig til
og skrifuðu yfirlit um fram-
farir þjóðarínnar en ekki út frá
því algenga sjónarmiði að bera
saman hvernig ástandið var,
áður en kyrrstaðan var rofin
og framfarir hófust, heldur
gerðu sanngjarnan og réttan
samanburð á því, hvar við erum
á vegi staddir, á miðri tuttug-
ustu öldinni, í hverri grein,
samanborið við aðrar þjóðir?
Slikt sjónarmið snýr fram á við,
vekur og hvetur til dáða. En
sífelldar endurtekningar á því,
hvað mikið hefir gerzt og hversu
erlendir menn eru hrifnir af
okkur, getur með tímanum orð-
ið einskonar svefnþorn á fram-
faraáhuga landsmanna."
Hér er vissulega vakin at-
hygli á máli, sem allt of litill
gaumur heíir gefinn verið.
En víst er það, að margt hefir
farið forgörðum hjá okkur
vegna þess, að við höfum ekki
verið menn til að hagnýta
nýjungar og framfarir á rétt-
an hátt.
Skæruhernaður
verkalýðssara-
takanna
Þegar þetta e rritað, hefir
kaupdeila þjóna og mat-
sveina við Skipaútgerð ríkis-
ins og Eimskipafélagið ekki
verið leyst. Vonir eru hins veg
ar taldar standa til þess, að
hún leysist fljótlega.
Deila þessi er um margt hin
furðulegasta. Það mun rétt
vera, að launakjör umræddra
starfsmanna munu mismun-
andi eftir því á hvaða skip-
um þeir eru. Hins vegar eru
kröfurnar ekki miðaðar við
það. Það eru gerðar jafn mikl
ar kaupkröfur fyrir þá hæst-
launuðu, en sýnt hefir verið
fram á, að laun sumra þeirra
eru nú 7—9 þús. kr. á mánuði.
Deila þessi er því að verulegu
leyti hafin vegna manna, sem
nú eru einna tekjuhæstir í
þjóðfélaginu.
Þá er ekki síður athyglis-
vert, hvenær deilan er hafin.
Einna venjulegast er að miða
samningsuppsögn við mán-
aðamót. Umrætt verkfall er
hins vegar látið hef jast tveim
ur dögum fyrir mánaðamót.
Ástæðan virðist sú, að strand
feröaskip rikisins var statt hér
með margt erlendra ferða-
manna og hefði reynst mjög
örðugt fyrir Skipaútgerðina
að búa við þjónaverkfallið
undir þeim kringumstæðum.
Það virðist því hafa átt að
neyða hana til að semja með
því að hefja verkfallið undir
þessum kringumstæðuin. Af
því varð þó ckki, því að skipið
var látið fara fyrir tilsettan
tíma, þótt ekki væri það á-
nægjulegt að láta útlendinga
hafa hér skemmri viðdvöl en
búið var að lofa þeim.
Það athyglisverðasta og al-
varlegasta við þetta verkfall
er þó enn ótalið. Yerkfall
þetta gefur nefnilega áþreif-
anlega til kynna, að einu fá-
mennu stéttarfélagi getur ver
ið mögulegt að stöðva þýð-
ingarmestu hjól atvinnulífs-
ins og valda ekki aðeins þjóð-
félaginu, heldur og öllum
verkalýð öðrum meiri og
minni skaða. Þjónar geta gert
verkfall i dag, loftskeytamenn
á morgun, vélstórar þar næst,
þá stýrimenn, svo skipstjórar
og loks hásetar. Þannig væri
hægt að halda verkföllum á
kaupskipaflotanum endalaust
áfram og skapa með því hvers
konar vandræði og atvinnu-
leysi í landinu.
Sama getur og átt við um
mörg önnur félög, þótt þessi
dæmi séu sérstaklega nefnd.
Þetta ástand verður að
breytast. Það verður að kom-
ast á sama skipan og komist
hefir á með frjálsum hætti
í Danmörku, að samið sé fyr-
ir öll verkalýðsfélögin sam-
tímis og til ákveðins tíma.
Til verkfalls ætti þá líka því
aðeins að geta komið, að
meirihluti félagsbundinna
manna í Alþýðusambandinu
hefði samþykkt það.
Það ætti að vera frumkvæði
Alþýðusambandsins að koma
þessari skipan á. Eins og hin-
um tíðu smáverkföllum er nú
háttað minna þau miklu
meira á skæruhernað gegn
þjóðfélaginu og verkalýðnum
sjálfum en á markvissa hags-
munabaráttu. Verði slíkt lát-
ið ganga lengi, getur það fyrr
(Framhald á 6. síBu.)