Tíminn - 06.08.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 6. ágúst 1950 170. blað Breyttir útgerðar- hættir við Grænland Er fariS var að stunda fisk- veiðar við Grænland eftir 1924, var venjulegt, að fiski- skipin kæmu þangað ekki fyr en snemma í júlí eða seint í júní, eða um það bil tveim mánuðum seinna en þau gera nú. Reynslan hefir sem sé sýnt, að fiskurinn er við Grænland allt árið, en á mis- munancti dýpi eítir árstíð- um. Og ég er ekki í efa um, að mestu aflauppgripin við Grænland gætu verið að vetrinum, þegar sjávarkuld- inn er búinn að smala öllum fiskinum niður á djúpmiðin og þjappa honum saman þar. Sumarið 1937 var Matthías Þórðarson fyrrv. ráðunautur Fiskifélags íslands, við Grænland að athuga fiskið þar, og sagði ffá mörgu það- an. Það sumar höfðu Frakk- ar 50 stór skip við Grænland, en Færeyingar 89, en um 300 nú. Frakkar, Portúgalar og Færeyingar fiskuðu þá með handfærum, en einstöku Færeyingar voru þó með línu. f byrjun ágústmánaðar voru flestir færeysku hand- færakútterarnir búnir að fá 40—50.000 af þorski, nokkur stærri skipin höfðu 60—65.000 og eitt 85.000. Færeyingar sögðu að þeir hefðu fengið góðan afla strax og þeir komu til Grænlands, og það hefði verið sama, hvar rennt hefði verið í sjó, alls staðar var nægur fiskur fyrir. Einn færeyskan skipstjóra hitti Matthías, sem farið hafði er vetrarvertíðinnl lauk í maí, norður að Svalbarði, því þar hafði hann fengið gógðan afla sumarið áður. Nú var fiskur þar, því brá hann sér þaðan vestur fyrir grænlands 2700 mílna leið, og var nú á þeim 14 dögum, síðan hann, kom þangað búinn að fá 100 tonn af söltuðum þorski. Skyldi honum þessum hafa sýnst það ófært, að sækja sjó frá Vestfjörðum eða Akranesi suður fyrir Reykjanes? í Færeyingahöfn rakst Matthías á gamla kunningja, kútterana „Haffara“ og „Josephine", er eitt sinn prýddu flota Reykjavíkur. Eg minnist þess, segir Matthías, að árið 1912, sem var dágott aflaár, fiskað „Josephine“ yf ir vetrarvertíðina 17,500 af af fiski, en „Haffarl" 28,000, og vorafli þessara skipa var rúmlega 12,000. — Nú lágu þessi sömu skip — 35 árum síðar — við Grænland, með færeyskar skipshafnir, annað j með 65,000 en hitt með 75,000 af þorski yfir rúmlega 7 vikna tíma. Þann 27. ágúst hitt Matt- hias skipstjórann á „Sun- beam“, Þorvald Jóhans í Vog, er var að búa sig til heimferð ar. Sagði hann, að veðráttan hefði verið vindasöm og stirð allt sumarið, en þrátt fyrir það hefði fiskur verið svo mik ill, að tæplega hefði verið hægt að komast yfir meira. Venjulegast var yfir meira. Venjulegast var fiskað á 20—30 föðmum á grynningum nokkuð langt frá landi, en síðari hluta sum ars upp við land, en fiskur var jafnmikill við yfirborðið „uppi í sjó“ eins og við botn- inn. Oft var það svo dag og dag, að það var hægt að fiska eins mikið og maður hafði f iþróttakeppni milli Austfirð- J inga og Suður-Þingeyinga Keppninni lauk me ðjafntefli Sunnudaginn 23. júlí s.l. fór fram á Eiðum héraðskeppni í frjálsíþróttum og glímu milli Héraðssambands Suður-Þing- eyinga og Ungmenna- og í- þróttasambands Austurlands. Úrslit urðu sem hér segir: 100 metra hlaup: 1. Guttormur Þormar A. 12 2. Þorgrímur Jónsson Þ. 12,1 3. Sigurður Haraldsson A. 12,2 4. Gunnsteinn Karlss. Þ. 12,3 80 m hlaup kvenna: 1. Björg Aradóttir Þ. 11,2 sek. 2. Ingibjörg Helgad. Þ. 11,3 3. Björg Jónasdóttir A. 11,4 4. Stefanía Halldórsd. Þ.11,4 400 m hlaup: 1. Guðjón Jónsson A. 55,2 sek 2. Jónas Jónsson Þ. 58,8 3. Matthías Kristinss. Þ. 1,007 4. Finnbogi Stefánss. Þ. 1,02 1500 m hlaup: 1. Bergur Hallgrímss. A. 4,32,5 2. Árm. Guðmundss. Þ. 4,38,7 3. Jónas Jónsson Þ. 4,39,00 4. Eiríkur Sigfússon A. 4,47,00 3000 m hlaup: 1: Eiríkur Sígfússon A. 10,10 2. Árm. Guðmundss. Þ. 10.39 3. Finnbogi Stefánss. Þ. 10,42 Boðhlaup kvenna 4x80 m: 1. Sveit H. S. Þ. 47,9 sek. 2.,Sveit U. í. A. 52,2 sek. Boðhlaup karla 4x100 m: 1. Sveit U. í. A. 47,4 sek. 2. Sveit H. S. Þ. 49,9 sek. Hástökk: 1. Jón Ólafsson A. 1,82 m. Austurlandsmet 2. Sigurður Haraldss. ÓA. 1,70 3. Björn Magnússon A. 1,59 4. Vilhjálmur Pálsson Þ. 1,59 Langstökk kvenna: 1. Ingibjörg Helgad. Þ. 4,58 2. Margrét Ingvarsd. A. 4,35 3. Björg Aradóttir Þ. 4,23 4. Ásta Sigurðardóttir A. 3,92 Langstökk: ‘ 1. Guttorinur Þormar A. 6,51 2. Vilhjálmur Pálsson Þ. 6,24 3. Guðjón Jónsson A. 6,04 4. Ólafur Ólafsson A. 5,99 Þrístökk: 1. Hjálmar Torfason Þ. 13,77 2. Guttormur Þormar A. 13,51 3. Vilhjálmur Pálsson Þ. 12,83 4. Jón Ólafsson A. 12,61 Spjótkast: 1. Hjálmar Torfason Þ. 59,08 2. Jón Bjarnason A. 52,70 3. Vilhjálmur Pálsson Þ. 50,39 4. Þorvaldur Jónsson A. 47,08 Það óhapp vildi til að eina spjótið, sem fyrir hendi var brotnaði, áður en képpni var lokið. Kúluvarp kvenna: 1. Gerða Halldórsdóttir A. 8,77 2. Ásta Sigurðardóttir A. 8,70 4. Jóna Jónsdóttir A. 7,37 3. Hildur Jónsdóttir Þ. 7,63 Kúluvarp: 1. Halígrimur Jónsson Þ. 13,50 2. Hjálmar Torfason Þ. 13,07 3. Jón Ólafsson A. 12,65 4. Þorvaldur Jónsson A. 12,39 Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson Þ. 41,26 2. Jón Ólafsson A. 39,46 3. Björn Magnússon A. 37,80 4. Hjálmar Torfason Þ. 36,96 Stigahæstur af einstakling- um varð Hjálmar Torfason með 14 stig. Annar varð Gutt- ormur Þormar með 13 stig. Frjálsíþróttakeppninni lauk með jafntefli. Hlutu héraðs- samböndin 79 y2 stig hvort. Glímuna unnu Þingeyingar með 3 viningum móti engum. Flesta vinninga hlaut Hall- grímur Jónasson. Mótið var hið ánægjuleg- asta, veður hlýtt og lygnt, upp rof í langvinnri rigningatíð þennan dag. Þátttakendur í keppninni voru um 40, en á- horfendur fremur fáir, enda var veðurútlit slæmt daginn áður. — Leikstjóri var Bóas Emilsson. þrek til að draga, hreinsa og koma undan að hirða, þegar sjóveður var gott. í dimm- viðri og þoku, er ekki sást til miða, var misjafn afli. En svo varð fiskur allt í einu nægur, er straumur bar skipið á mið- in. Einn dag um hádegisbilið hafði hann aðeins 100 fiska „á dekki“, en kl. 7 síðdegis hafði hann hálft fjórða þús- und af ríggildum þorski. Þeg- ar bjart var veður, var eng- inn vandi að finna fiskinn sagði hann. Þá athugar skip- stjórinn, hvar fuglinn heldur sig, og þar sem hann er, þar er loðna í vöðum. Þangað er farið, og þá fiskast venjulega eins og hver maður getur tek ið á móti. Erfiðið á skipunum er mik- ið. Fyrst að draga fiskinn stanslaust, eins mikið og hægt er að taka á móti, venjulega milli 2—3000 „á dekk“ á dag, og svo að hreinsa aflann og salta. Það kemur ekki ósjald an fyrir, að það fiskast 5000 fiskar á sólarhring, og dæmi eru til, að einstöku skip hafa fengið meira, eða 7,000 af þorski. Þorvaldur sagðist eitt sumar hafa fiskað 38,000 af stórum þorski á einni viku, frá 27. júlí til 3. ágúst, allt á handfæri, og fiskurinn „ uppi í sjó“ og upp undir borði. Sum arið 1937 fiskaði portúgölsk skonnorta 48,000 af þorski á 6 dögum á Lilta lúðugrunni, allt á handfæri, en á henni voru 60—70 manns. Þann 28. ágúst kom „Gratia" frá Vaag inn í Fær- yingahöfn með fullt dekkið af fiski, ekkert rúm í lestinni. Hún var að fara heim, og þetta var í annað skiptið, sem hún fyllti sig frá þvi, að hún kom í júlí. „Solaris" kom inn sama dag og hafði aflað 20.000, og ætlað sér að halda áfram til mtðs septembers, því hann hafði losað helming aflans í flutningaskip og gat því tekið 30—40.000 1 viðbót. Þótt allir Færeyiiigar hafi nú orðið línu og noti hana fram til miðs júlí eða svo, gefst Færeyingum enn hand- færið bezt um miðsumarsleyt ið, er fiskurinn veður uppi 1 yfirborði sjávarins. J. D. Lambadauðinn á vorin er mörgum áhyggjuefni. Stundum valda harðindi eða áfelli, stund um hættur eðá sjúkdómar. Bar- áttan fyrir lámbslífinu er oft fyrirhafnarsöm. r . Magnús Finnbogason bóndi í Reynisdal skrifar á þessa leið: „Það hefir legið í landi hjá mér að lömb fæddust við og við með skjögri, og hefir mér aldrei tekist að lækna þau og þótt tek ist hafi að halda í þeim lífinu fram á vorið haf þau oftast ekki komið af fjalli, eða þá orðið framfaralausar kreistur. Nokkur áraskipti hafa verið á þessu án þess að ég. hafi getað neinu um það kennt, þó hefir þetta aldrei orðið í stórum stíl, en oftast undan sömu ánum, en þó með undantekningum. Ýmsir aðr- ir hafa orðið fyrir miklu stór- felldari vandhöldum af þessum kvilla. Dýrálæknar og aðrir kunnáttumenn á þessu sviði munu yfirleitt hafa hallast að þeirri skoðun, að hér væri um arfgengan sjúkdóm að ræða og ólæknandi. Að þessari skoðun hallaðist ég og fannst ýmislegt benda til, að svo væri. En í vetur kom nýtt innlegg í málið, sem ég tel svo merki- legt, að fullrar athygli sé vert. Guðmundur Gíslason, læknir skrifaði greinarkorn í Frey, og sagði þar frá tilraun, er hann gerði síðastliðið vor á skjögur- lambi, er var í því fólgin, að hann dældi í það fljótandi E- vítamíni með þeim árangri að lambið varð albata á stuttum tíma. Nú bar svo til hjá mér, að ær fæddi 2 lömb, en þegar að var komið, reyndist annað lamb ið svo illa komið, að þ&ð gat enga björg sér veitt, teygði frá sér allar fætur, staurstífar og reigði höfuðið aftur á bak. Datt mér nú i hug að nota aðferð Guðmundar læknis og hringdi til héraðslæknis míns og bað hann um E-vitamín. En hann kvaðst ekki eiga það nema í töflum. Eg kvaðst ekki láta það fyrir kaupum standa og bað hann að senda mér töflumar. Þegar þær komu var lambið búið að liggja á annað dægur og" hafði til muna dregið af því frá því að ég fann það. Eg gaf lambinu 6 töflur að kvöldlagi og nærði það á mjólk um leið og lét það svo eiga sig yfir nótttina. Um niorguninn var það svipað, en þó fannst mér það heldúr styrkara. Gaf ég því þá aftúr 5 töflur. Næsta kvöldið var það til muna styrk- ara og líflegra, þótt ekki gæti það neitt hreyft sig. En á öðr- um morgni var það staðið upp og farið að rölta um hlöðugólf- ið. Ekki virtist það þá hafa neitt skinbragð á að elta ána eða leitast við að sjúga én bar höfuðið svo hátt að næstum var lárétt. Gaf ég því nú enn 5 töflur og fór því nú dagbatn- andi. Á þriðja degi fór það að sjúga hjálparlaust og á fjórða degi var það albata. Það má segja, að ekki sé neinn stórviðburður, þótt einu veiku lambi batni. En hér er nú um meira að ræða. Hér virðist fundið ráð við mjög illræmdum sjúkdómi, sem oft hefir gert stórtjón. Til dæmis missti einn bóndi í mínu nágrenni milll 30 og 40 lömb síðastliðið vor. Mér kæmi ekki á óvart þótt sjúkdómur eins og riða í full- orðnu fé (Hvanneyrarveikin) væri af líkum toga spunnin, og væri æskilegt, að gerðar yrðu til raunir í líka áttt, þar sem sú veiki gerir vart við sig. Eg hefi ekki viljað hjá líða að skýra frá þessu opinberlega, ef vera kynni, að fleiri, sem eiga við þennan illræmda sjúkdóm að stríða, vildu reyna það einfalda ráð, sem hér er um að ræða------“ Þetta segir Magnús í Reynis- dal. Hann er einn af elztu og reyndustu bændum á landinu og mörgum kunnur. Gestur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför frænku okkar LILJU TÓMASDÓTTUR Kristín Ingimarsdóttir, Rósa Ingimarsdóttir Sólveig Jónsdóttir Fryst lambalifur Kaupið þessa kostafæðu, meðan hún fæst. — Birgðir senn á þrotum. — Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.