Tíminn - 06.08.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 6. ágúst 1950 170. blað TRIPDLI-BID Á flóíta (The Hunted) Afar spennandi, ný amer- ísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Belita Preston Foster Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára, _ N Ý J A B í □ f 'ii Kona hljómsveitar stjórans (You were meant for me) Hrífandi og skemmtileg ný amerísk músíkmynd. Aðalhlutverk: Jeanne Crain Dan Daiiey Oskar Levant Aukamynd: Flugfreyjukeppnin í London. Sýnd í dag, á morgun og mánudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Sendihoðl himnaríkis Mjög spennandi og sér- kennileg ný amerísk kvik- mynd er fjallar um engil í mannsmynd, sem sendur er frá Himnaríki til jarðarinn- ar og lendir þar í mörgum ævintýrum. Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. ---.---------------- A spönskum slóðnm Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. ní^rí Wm) «irat t ræningjahöndum Afar taugaæsandi saka- mynd. Aðeins fyrir sterkar taugar. Aðalhlutverk: Jack La Rue Hugh Mac Dermott Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. KALLI PRAKKARI (Madame Andersson Kalle) Srenghlægileg sænsk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Thor Modeen Nils Hallberg Sýnd kl. 3 og 5. TJARNARBÍD Ég tríii þér fyrir konunni minni (Ich vertraue dir meine Frau an) Bráðskemmtileg og ein- stæð þýzk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur fræg- asti gamanleikari Þjóðverja; Heinz Ruhmann, sem lék aðalhlutverkið í Grænu lyftunni. Hláturinn lengir lífið. Sýnd kl 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. ----------------- . HAFNARBÍD Furia Hin umtalsverða ítalska stórmynd. j Sýnd kl. 7 og 9. | Bönnuð börnum innan 16 ára Hálfvitinn . (Les Acrobates) i Bráðfyndin og fjörug jfrönsk gamanmynd. | Aðalhlutverk: Fernandel. | Sýnd kl. 3 og 5. Örlagadagur í Öryggisráðinu (Framhald af 3. síðu.) máli, að fulltrúaumboð Kína kæmi innrásinni í Kóreu ekk- ert við. Hann kvaðst vinna á móti öllu, er gefið gæti þá hugmynd, að úrslit árásar- innar á Kóreu væri bundin því, hvernig málinu um full- trúaumboð Klna reiddi af í Öryggisráðinu. Um friðsam- lega lausn Kóreumálsins sagði Austin að svona væri að orði komizt af Malik eingöngu í áróðursskyni fyrir ráðstjórn- ina, og slíkt mætti ráðið ekki láta viðgangast. Fundurinn tók nú á sig gamalkunnan svip, sem ekki hafði sést í rúmlega hálft ár, þvl að Malik svaraði Austin með langri ræðu. Hann kvaðst vilja hafa mál Bandarikjanna á dagskránni á eftir sínum, af augljósri ástæðu hafi sér ekki verið kunnugt um, hvað hafi verið til umræðu í ráð- inu daginn áður, því að hann sótti ekki fundinn. Hins vegar sagði hann, að friðsamlegrar lausnar Kóremálsins skyldi leitað tafarlaust af Öryggis- ráðinu. Malik sagði, að raun- verulega ástæðan fyrir því, hve ófús Bandaríkin væru til að ræða um tillögur ráðstjóm arinnar væri sú, að þau ótt- uðust eðlilega starfsemi ráðs- ins, þau væru hrædd um að Ráðstjómarríkin beittu sér gegn því, að Öryggisráðið yrði haft sem tæki til árása af hálfu Bandarikjanna. Malik sakaði Bandaríkin um að hafa efnt til landamæraárása, til að réttlæta árás sína á Kóreu menn, og Bandaríkin ætluðu líka að ráðast gegn Indó-Kína GAMLA BÍÚ Þekkurðu Snsie (If you knew Susie) Bráðskemmtileg ný am- erísk söngva og gamanmynd. Aðalhlutverkin leika hinir frægu skopleikarar, Eddie Cantor og Joan Davis Sýnd kl 3, 5, 7 og 9. • ■ Vietnam og Filipseyjum. Um tengsl milli Kóreumálsins og Kínadeilunnar sagði Malik, að Truman Bandaríkjaforseti hefði sjálfur hnýtt þessi mál hvort við annað með skipun sinni til flotans um það, sem Malik kallaði hernám For- mósu, af hálfu Bandaríkj- anna. Er Malik hafði lokið ræðu sinni, sleit hann fundi og var samþykkt að boða aft- ur til fundar í ráðinu næsta dag. Öllum er nú ljóst, að fram- tíð bandalagsins veltur á lausn Kínadeilunnar, hvort bandalagið verður samband vestrænna ríkja eða alþjóða- vettvangur, þar sem andstæð öfl geta ræðst friðsamlega við. En það er undir því komið, hvort eitthvað greiðist úr ó- göngum þeim, sem Öryggis- ráðið er komið 1 vegna hins ólíka viðhorfs austurs o'g vesturs. Málalok eru í raun og veru undir því komin, hvort BÆJARBÍÚ HAFNARFIRÐI Fróttinn frá svaría ■narkaðinum Hrikaleg og spennandi viðburðarík sakamálamynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára Baráttan um vatnsbólið Spennandi og viðburðrík Cowboy-mynd.____ Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. Indlandi eða öðrum smærri rfkjum tekst að koma á jafn- vægi og sáttum milli stórveld- anna um þessi mál, því að Sameinuðu þjóðirnar grund- vallast á samvinnu stórveld- anna og starfsemi bandalags- ins missir marks, ef þau geta ekki unnið friðsamlega sam- an. Daði Hjörvar. Skæruhernaður (Framhald af S. síðu.) en varir leitt til skaðlegrar andúðar gegn verkalýðshreyf ingunni og neytt löggjafar- valdið til að grípa í taumana. Bezt er vissulega, að hjá því verði komist og verka- lýðshreyfingin sjáif geri því hreint í sínu húsi með því að binda enda á þann skæru- hernað, sem hér á sér stað og oft og tíðum lendir mest á ýmsum þeim stéttum, sem hún er fulltrúi fyrir. x+y. JOHN KUITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM -------------- 72. DAGUR ----------------------- Hún hélt, að hann væri að hæðast að sér. — Mér er full alvara, bættí hann við. Ég hefi tekið ákvörðun, Teresa. Líf initt tekur nýja stefnu upp frá þessari stundu. Fyrst af öllu hætti ég við lögfræðinámið. — Ætlarðu að hætta við lögfræðinámið’ — Já. Og ég skal segja þér hvers vegna. — Gott, svaraði hún, stóð upp og gekk út. XIX. Anton Möller var ekki auðveldur viðfangs, þegar hann var sjúkur. Allt varð að lúta duttlungum hans. Rupp pró- fessor frá Bern, er síðast var kvaddur til hans, rannsakaði hann gaumgæfilega og kvað að lokum upp úr um það, að hann yrði að leggjast hið bráðasta á skurðarborðið. Gamms- staðabóndinn ylgdi skorpið andlitið, er orðið var likast gömlu leðri, og rumdi: — Þá veit maður það! Uppskurður! Skerið þið fjandann upp í minn stað. í kvalaköstunum formælti Anton Möller hverjum dropa víns, sem komið hafði inn fyrir hans varir á lífsleiðinni. Og ævinlega var hann bituryrtur og viðskotaillur. Hann vildi með engu móti láta skera sig upp. En þegar snjóa leysti úr hlíðum og hvömmum háfjallanna, var eins og lund hans meyrnaði. Hann varð skyndilega mildur og sveigjanlegur. Rödd hans varð þýð og jafnvel biðjandi, og oft sárbændi hann konu sína uíh það, að hún léti hlífa honum við meiri kvölum. — Fjandinn sækir mig, sagði hann einn daginn og benti titrandi fingri upp í loftið. Ég hefi aldrei trúað á þennan drottinn, sem presturinn gumar mest af, en hvernig í skratt- anum víkur því við, að ég skuli ekki eiga það skilið, að hljóta góða vist eftir dauðann? Mér finnst, að himnavörður ætti ekki að leggja fyrir mig erfiðar spurningar né krefjast tor- fenginna skilríkja, þó að öndin skryppi úr líkamanum ein- hverja nóttina. Ég hefi þjáðzt svo mikið. Og skömmu síðar þyngdi honum mjög. Hann var látinn á sjúkrabörur og flúttur til Bernar, þar sem Rupp prófessor tók við honum. Þá var hann loks skorinn upp, og uppskurð- urinn heppnaðist Vel. í byrjun junimánaðar var hann fluttur aftur heim að Gammsstöðum, magur og aflvana. Hárið var orðið úlfgrátt, og það sást varla í andlitið fyrir þéttu, hrokknu skeggi. Upp frá þessari stimdu rakaði hann sig aldrei. Hann virtist hafa breytzt mjög við sjúkrahúsvistina. Hann var orðinn þögull og afskiptalítill. Það bólaði ekki framar á hýrunni, sem syo oft hafði birzt í gráum augum hans, en í staðinn var komin önuglyndi og ströng umvöndun, er oft snerist upp í gremjuþrungið háð. Allt hafði gengið sinn gang á Gammsstöðum, þótt forsjár hans nyti ekki við. Og það gat hann ekki sætt sig við. En hann þurfti ekki annað en líta út um gluggann og horfa á greinar linditrésins til þess að sjá það. Og búskapurinn! Hafði ekki allt gengið jafn- vel eða betur en áður, þótt vilji hans drottnaði ekki yfir öllu? Það var íurðulegt. En allt virtist blómgast og dafna, þótt hann gæti varla lyft hönd af sæng. — Já, sagði hann við sjálfan sig. Ég er eins og hani, sem kominn er að niðuriotum í vægðarlausum bardaga, en sigrar þó. Ég skal komast á fætur aftur. Og þá skal ég gala uppi á haugnum! En það drógst lindarlega á langinn, að hann gæti galað uppi á haugnum. Hann var lengi að ná sér, og þótt hann gæti loks skreiðzt úr rúminu, orkaði hann ekki að ganga nema fáein skref fyrst í stað. Seinna gat hann rölt í kring- um húsið, ef hánn studdi sig við staf eða lét Teresu leiða sig. Þegar hann hökti þannig í fyrsta skipti í gegnum Gamms- þorpið, kom fólkið út úr húsunum til þess að heilsa honum, og jafnvel börnin flykktust að honum. Það var mikil stund. Jóhann veitinganááður kom út úr „Vínþrúgunni“ með þre- falda hökuna óg vagaði eins og akfeitt svín. Hann strauk af lúkunum á blóðugri svuntunni, því að hann hafði verið að slátra kálfi. - — Þá sjáum við Anton Möller aftur, sagði hann. Eigum við ekki að slá átútinn af einni flösku? En Gammsstaðaþóndinn hafnaði góðu boði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.