Tíminn - 15.08.1950, Page 8
1 — -■ y
9 -ÍC5
34. árg.
Reykjavík
15.ágúst 1950
176. blað
i MLrmLrLgarháttb Jóns biskups Arasonar að Hólum:
Kirkjuturninn á að minna Islend-
inga á skyldurnar við ættjörðina
I lóla? afíar kúsíaSnr kirkjuiesíra irik»
— PisÉtaskipíi á scigss staðarins á ný.
Baðaður í sólskini breiddi Skagaf jörður faðminn móti
gestum sínnm og heimamönnum síðastliðinn sunnudag, er
haldið var „hehn til II6!a“ eins og Skagfirðingar orða það.
Minningarhátíð Jóns biskups Arasonar fór fram að Ilólum
þann dag með miklum glæsibrag, enda var í hvivetna vandað
hið bezía til samkomunnar.
Það er jaínan vel þegið
þegar upp styttir eftir lang-
varandi rigningu á miðjum
slætti. Siíkir dagar eru heilla
dagar í islenzkri sveit. Þann-
ig var það í Skagafirði síðast
liðinn sunnudag, daginn sem
minningarhátíö Jóns biskups
Arasonar fór fram að Hólum.
Hafi góðir vættir einhvern
tíma vakað yfir hinu fagra
héraði hafa þteer gert það
þennan dag og mörgum af
þeim hundruðum Skagfirð-
inga, sem riðu heim til Hóla
í sólskininu um hið fagra lrér
að, fannst eins og guðleg for
sjá, hefði séð þeim fyrir þessu
veðri á hátiðlegri stund.
Sumum finnst það kannske
hjátrú, en mörgum fannst
andi hins stórbrotna mikils-
mennis svifi yfir Héraðsvötn
unum og hinum fögru byggð
um þennan dag. Og engin hjá
trú er það að ætla, að fyrir
bænarstað hins bænheita
biskups hafi Skagafjörður
tjaldað sínu fegursta skarti
á þessum tyllidegi.
Riðið heim til Hóla.
Frá því snemma morguns
lá straumurinn til Hóla, úr öll
um greiðfærum áttum. Heim
til Hóla héldu Skagfirðingar
hundruðum saman hvaðan-
æfa af landinu, og margir
gestir gistu héraðið þennan
dag. Óvenjulegur fjöldi hesta
var á ferð á öllum götum
heim til Hóla, og svo til stanz
laus straumur hinna nýju
vélfláka brunuðu yfir brýr
stórfljótanna, sem þróttmikl-
ir gæðingar hafa brúað í þús
und ár. En Skagafjörður er
þrátt fyrir bílaöldina enn í
dag hesta- og hestamanna-
hérað. Það ber honum lika að
vera.
| Hólar í viðhafnar-
búningi.
Heima á Hólum stendur
mikið til. Þetta glæsilega
höfuðból, sem ber vott um ó-
venjulega snyrtimennsku og
reglusemi, er þó jafnvel
venj ulega snyrtimennsku og
reglusemi, er þó jafnvel venju
fremur viðhafnarbúið í dag.
Heim að Hólum liggur lang
ur og beinn vegur. Síðasti á-
fangi leiðarinnar verður mönn
um eftirminnilegur, því á
heimreiðinni með Hóla fyrir
framan sig hafa menn tíma
til að komast í snertingu við
söguna, sem lifir í hugum
fólksins í landinu og verður
bráðlifandi á heimreiöinni til
fíóla.
Við veginn heim að staðn-
um, eru tvö viðhafnarhlið
með nokkuð lcngu millibili.
Þau eru óvenjuleg og
smekkleg. Yfir hliðið við
brúna er strengdur dúkur,
þar sem á er letrað! 400 ára
minningarhátíð Jóns biskups
Arasonar. En á það, sem nær
er staðnum, er letrað Velkom
in heim til Hóla. Hlýleg
kveðja til þeirra, sem gista
Hólastað þennan viðhafnar-
dag.
Vegvísirinn upp úr
fánaborginni.
Heima á staðnum, er mikil
fánaborg. En ofar öllu gnæf-
ir þó minningarturninn, sem
á ókomnum öldum á að bera
kynslóðum vitni um afrek
Jóns biskups Arasonar og
soná hans. Hann er tákn þess
fórnarvilja og þeirrar
trúmennsku sem islenzka
þjóðin þarf nú mest á að
halda. Hann vísar þjóðinni
heim að Hólum og leiöina til
að vera góður íslendingur.
Klukkur fornar.
kirkju hringja.
Þegar klukkur frægustu
kirkjunnar á íslandi dóm-
kirkjunnar á Hólum, hringdu
inn hátíðina, nákvæmlega
klukkan hálftvö, var orðið
mannmargt undir kirkjuveggj
unum. Klukknahljómurinn
bergmálaði vel um staðinn,
og meðan á honum stóð
fannst mönnum, að Hólar
væri aftur orðnir miðstöð
kristninnar og kirkjunnar í
Norðurlandi. Ef til vill hefir
það verið fyrirboði þeirrar ó-
væntu frétta, er forsætisráð-
herrann færði mönnum síðar
um daginn.
Þegar tónar kirkj uklukk-
unnar dóu út var samkomu-
gestum tilkynnt, að allir ættu
að ganga í skrúðgöngu til
kirkju, frá gamla bænum.
Söfnuðust samkomugestir því
þar saman. Síðan var lagt af
stað í kirkjugönguna þaðan.
Fór hún vel og skipulega
fram og var hin hátíðlegasta.
Fremstir gengu biskup
landsins, Sigurgeir Sigurðs-
son, og forsætisráðherra
Steingrimur Steinþórsson,
sem jafnframt er þingmaður
Skagfirðinga, eins og kunn-
ugt er. Næstir gengu vígslu-
biskuparnir tveir séra Bjarni
Jónsson, að sunnan og séra
Jónas Rrafnar að norðan. Þar
næst komu í göngunni þrjá-
tíu hempuklæddir prestar, þá
Bjarni Benediktsson, utan-
ríkisráðherra, og sendiherra
Norðmanna á íslandi, Thor-
sten Andersson-Rysst. Var
mönnum mikið fagnaðar-
efni að sjá hann heima að Hól
um við þetta tækifæri. Á-
nægjulegt að fulltrúar þeirr-
ar þjóðar, sem íslendingar
elska mest og virða og eru
enda skyldastir, skyldi taka
þátt í hátíð þjóðarinnar þenn
an dag.
Þá komu svo Hólamenn og
loks almennir hátíöargestir,
skiptu þúsundum.
Minnismerkið 27 metra
hár turn.
Guðþjónusta í Hólakirkju
(Framhald á 2. síöu.)
Þessi mynd er tekin, þegar skrúðganga samkomugesta að Hólum hélt til kirkjunnar heiman
frá bænum. Efsta myndin til vinstri er af hliðskreytingu á leiðinni heim til Hóla. — Næsta
mynd neðan við er séð heim a ð staðnum úr gróðrarstöðinni. Þriðja myndin ofanfrá er af
biskupunum á tröppum turnsins við vígslu hans. Fjórða myndi í er af Steingrími Steinþórssyni
forsætisráðhcrra, er hann flytu r ræðu sína að Hólum, og neðst a myndin er tekin yfir sam-
komusvæðið við kirkjuna og turninn, meðan vígsla hans fór fram. Sér út Hjaltadal á mynd-
inni, en Tindastóll blasir við mynr.i dalsins. (Ljósm. Guðni Þórðarson)