Tíminn - 19.08.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1950, Blaðsíða 2
2, 180. blao. TÍMINN, laugardaginn 19, ágúst 1950. Útvarpið í dag: Fastirllðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpstríóið leikur. 20.45 Upplestur og tónleikar: Úr Karla-magnússögu (Finnbogi Guðmundsson cand. mag. og Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.) 21.45 Danslög (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrár lok. Hvar eru skipin? 'Ríkisskip. Hekla fer frá Glasgow annað kvöld áleiðis til Reykjavíkur. Esja kom til Reykjavíkur í gær- kvöld að austan og norðan. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag að austan og norðan. Skjaldbreið er væntan- leg til Reykjavíkur í dag frá Breiðafjarðarhöfnum. Þyrill er í Reykjavík. hafi tii Óháði Fríkirkjusöfnuðurinn. Fyrirhuguð messa á morgun fellur niður vegna hópferðar, sem safnaðarfólkið efnir til út á land þann dag, en messað verð- ur um næstu helgi að öllu for- fallalausu. . Séra Emil Björnsson. Ur ýmsum áttum Skotfélagið fær athafnasvæði. Bæjarstjórn hefir nú sam- þykkt að veita Skotfélagi Reykja víkur athafnasvæði í Grafar-, holtslandi og skal lögreglan líta eftir öllum öryggisútbúnaði þar. Iþróttasamband Islands hefir viðurkennt íþrótt félagsins. Vatnsveituskuldabréf Hafnfirðinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir ákveðið að bjóða út skulda bréfalán að upphæð 1 millj. kr. til 5 ára. með 6% vöxtum til þess að koma upp fullkominni vatns- veitu í kaupstaðnum. Gerald Warner Brace. Sagan er um þrjá ættliði fjölskyldu nokk- urrar í Nýja Englandi. Leaves of Grass, safn af kvæð um Walt Whitman’s. Song of the Pines, eftir Walter og Marion Havighurst. Saga af norskum skógarhöggsmönnum í Bandaríkjunum. Current affair‘s and Modern Education, yfirlit um skólamál í Bandarík j unum. Sea for Sam um sjávarlíf, strauma, bókin er prýdd mörg- um myndum. Fundamentals of Soil Mecha- nics um jarðvegsfræði. Þariun (Framhald af 1. siSu.) við matargerð. Efni þetta er nokkuð dýrt, mun kosta um þrjátíu krónur kílógrammið,, og af því er um 4% í blautum þara. Eimskip. Brúarfoss fór frá Álaborg 17. ág. til Reykjavíkur. Dettifoss er 1 Hull, fer þaðan til Rotterdam í dag. Fjallfoss kom til Gauta- j borgar 17. ág. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss kom til j Kaupmannahafnar 17. ág., fer þaðan í dag til Leith og Reykja- víkur. Lagarfoss er í Reykjavík fer um hádegi í dag til New York. Selfoss er á Siglufirði. Tröllafoss er í Reykjavík. Fiugferðir Loftleiðir. Innanlandsflug: 1 dag er á- ætlað að fljúga til Vestmanna- eyja kl. 13.30. Til Akureyrar kl. 15.30. Til Isafjarðar, Patreks- fjarðar og Hólmavíkur. Þá verða flognar tvær ferðir milli Akur- eyrar og Siglufjarðar. Á morgun er átælað að fljúga til Vestmannaeyja. Millilandaflug: „Geysir“ fór héðan til New York í gær kl. 17.00 með 30 farþega. Ráðgert hafði verið að vélin færi til Kaupmannahafnar áður og tæki þar 20 farþega, en af því varð ekki. Flugstjóri á „Geysi“ vestur er Magnús Guðmundsson. Meðal farþega með „Geysi“ vestur er Baldur Bjarnason flugvélavirki, starfsmaður hjá Loftleiðum h.f. Fer Baldur tjl Californíu, en þar er verið að gera miklar breyt- ingar á „Heklu“ skymastervél Loftleiða. Mun Baldur fylgjast með verkinu og kynna sér ný- ungar í starfi sínu. Gert er ráð fyrir að viðgerðinni á „Heklu“ verði lokið innan 6 vikna. Messur á morgun Hallgrímskirkja. Messa klukkan 11 fyrir hádegi á morgun, séra Jakob Jónsson: Syndatilfinning nútímamanns- ins. Nesprestakall. Messað í kapellu háskólans kl. 2 á morgun, séra Jón Thoraren- sen. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f. h. á morgun. Séra Garðar Svavarsson. Nýtt hefti af Dagrenningu. Hefti af tímaritinu Dagrenn- ing er nýkomið út, meðal griena þess má nefna: Upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar, Athyglis- verð ártöl í sögu íslendinga og ^thugun við prédikun og dans á eftir. Allar þessar greinar eru eftir Jónas Guðmundsson, rit- stjóra tímaritsins. Einnig eru í heftinu greinarnar Alb. Hiarth eftir Skúla Tómasson, Kristin- dómur gegn kommúnisma og Sál og,andi og fleiri greinar. Eftirfarandi bækur hafa Bókasafni Bandaríkjanna á Laugaveg 24, borizt nýlega og má fá þær lánaðar til viku í senn. The Garretson Chronicle eftir 1 góðu berjaári vaknar sú spurning, hvort þeir, sem berja- löndin eiga, gætu ekki hagnýtt þau meira og betur en verið hef ir. Að vísu munu sum heimili, er eiga land, þar sem berjavöxt- ur er góður og nokkuð öruggur, hafa lagt á undanförnum árum tglsverða stund á berjatínslu, ekki sízt þar sem margt er ungl- inga heima fyrir. Munu sum sveitaheimili jafnvel hafa haft verulegar tekjur af berjasölu til verzlana og stofnana, er þeirra þurfa með. En sú spurning vaknar, hvort ekki sé hægt að koma skipulagi á nýtingh berjanna, þannig að fleiri heimili gætu fengið tekjur sinar með berjalestri, án þess að hætta væri á því, að aukið fram boð felldi svo verðið, að tínslan gæfi ekki lengur neitt í aðra hönd. í efnagerðum hér er framleitt mikið af saft, sem i rauninni er ekki annað en litað sykurvatn með einhverjum smávægilegum íbæti. Þessi saft er léleg, hvern- ig sem á hana er litið, bragðdauf og bætiefnasnauð, það er í raun Skilyrði til vinnslu. Þar sem þari er skorinn í stórum stíl, eru notaðar eins konar sláttuvélar, sem dregn- ar eru eftir sjávarbotni, en þarinn síðan tekinn í vörpu. Grær þarinn aftur á þremur til fimm árum, þótt hann sé sleginn eða skorinn. Við vinnslu þarans þarf heitt vatn, sem er fyrir hendi á Reykjanesi, og að sjálf- sögðu einnig rafmagn, en raf- virkjun er þar engin. Hins vegar er mjög kostnaðarsamt að flytja þarann langar leiðir óunninn. tftbretíil T/ntanh inni ekki annað í henni en syk- urinn, sem gefur henni minnsta gildi. Berin, sem spretta á víða- vangi, eru þrungin sólskini og gróðurmagni. Þau eru hin á- kjósanlegustu til saftgerðar og fleiri nota. Úr þeim má búa til úrvalsvöru, sem tæki sykur- vatni og mauki ýmsu, sem selt er dýrum dómum, langt fram. Hvers vegna taka samtök bænda ekki til athugunar nýt- ingu berjanna? Hvers vegna eru ekki til berjasamlög, sem kaupa berin af bændum landsins á því verði, sem fært er, vinna úr þeim og láta á markaðinn góða vöru, sem verður eftirsótt, í stað hins litaða sykurvatns? Ekki mundu skömmtunaryfirvöld landsins væntanlega síður láta slíkum berjasamlögum í té syk- ur til iðju sinnar en sykurvatns- gerðunum, sem nú fá sykur afí þörfum. Og ekki veitti bændum landsins af því, að á þennan hátt væri hægt að skapa nokk- urn veginn árvissar smá-auka- tekjur handa þeim með nýtingu gæða hinna óræktuðu holta og skriðuhlíða. J. H. jhrnum i/eai - Hagnýting berjanna Ferðafélag Akureyrar gerir göngubrú á Kreppu Þesst brúargerð auðveldar mjög ferðir í Ifvannalindir þegar Kverká er lítil Fyrstu daga þessa mánaðar fór Ferðafélag Akureyar skemmtiferð í Hvannalindir og var Kreppa brúuð göngu- brú við það tækifæri. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Þorstein Þorsteinsson, formann Ferðafélags Akureyr- ar, er var fararstjóri í þessari för. Ekið var á samtals níu bif- reiðum, þar á meðal einni 27 manna langferðabifreið að Möðrudal og þaðan fram með Kreppu. 59 manns tóku þátt í förinni. Nam ferðafólk ið staðar við Kverká á móts við Grágæsahnj úk. Ekki reyndist fært að aka yfir Kverká vegna sandbleytu en áin fellur þarna á eyrum í mörgum kvíslum. Mun því oft vera fært yfir hana á bifreið um, þegar lítið er í henni, því að botn er sléttur. Brúin borin að Kreppu. Ferðafólkið óð yfir Kverká og gekk síðan yfir Kverkár- nes, sem er um þriggja km. breitt þarna. Á móts við Grá gæsahnjúk hefir Kreppa skor ið sér þrönga leið gegnum móbergsklappir og er farveg- ur hennar þarna aðeins 3,80 metrar þar sem mjóst er. Brú artrén voru þó höfð 17 fet, því að bakkarnir flá og eru eyddir og afsleppir. Voru lagðir þunnir plankar yfir ána og trén síðan dregin yfir á þeim. Gekk það að óskum. mmzs^ezji^fír-- - - Síðan var negldur göngupall ur og slegið upp handriði. Gekk ferðafólkið síðan yfir 1 Hvannalindir, en þaðan er að eins tveggja km. leið frá ánni. Fagurt veður í Lind- unum. Ferðafólkið fékk ágætt veð ur í Lindunum, bjart útsýni og sólskini. Skoðaði það Lind- irnar lengi dags en hélt síðan heimleiðis. Gróðurinn þarna er heldur seinsprottinn í sum ar, því snjór lá þar fram eftir öllu sumri. Hvannastóðið var enn lágvaxið. Brúin dregin af. Þegar ferðafólkið var kom ið aftur austur yfir Kreppu, dró það brúna af og bíður hún þar næsta ferðahóps. Er hægt að draga hana yfir aft- ur með auðveldum hætti. Eft ir þessa brúargerð eru ferðir í Hvannalindir um hásumar- ið mjög auðveldar. Frumkvæð ið að brúargerð þessari áttl Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði í Mývatnssveit, nú lög- regluþjónn á Akureyri. Sáu þeir Þorsteinn Þorsteinsson og aðallega um brúargerðina. HANGIKJÖT IVægar birg’ðir fvrirliggjandi. Ný framleiðsla kemur í hverri viku. REYKHÚS S.Í.S. Sími 4241. 4 tKfflttttmn»:nn»tnnmttfflffi::::»:t«n:nnn:»imtn»mn:nt»nnnww» Nýtt alikálfakjöt kemur' daglega þessa viku Sími 2678 Frystihúsinu Herðubreið | Skemmtiferð til Akraness I M. s Esja fer skemmtiferð til Akranes n. k. sunnudag • kl. 1 e. h. Dansleikur verður í Báruhúsinu, og í Ölver. I Farseðlar með skipinu verða seldir við suðurdyr Hótel : Borg, laugardaginn 19. ágúst milli kl. 5—7 e. h., og við f skipshlið frá kl. 10 f. h. verði eitthvað eftir. Ágóðinn : i rennur til dvalarhejmils aldraðra sjómanna. | FULLTRÚARÁÐ SJÓMANNADAGSINS i mnnnimrmnnnnnTnmmmmnnKmnnnnnnnTnmTnmmnnnnni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.