Tíminn - 19.08.1950, Blaðsíða 5
180. blað.
TÍMINN, laugardaginn 19. ágúst 1950.
5.
Laugard. 19. ágiíst
117 milljónir
Samkvæmt verzlunarskýrsl
um hagstofunnar heflr við-
skiptajöfnuðurinn milli ís-
lands og annara landa verið
óhagstæður sem nemur 117
millj. króna fyrstu sjö mánuði
ársins. Við þetta bætast svo
hinar „duldu“ greiðslur, sem1
áður hefir verið vikið að hér
í blaðinu
Reynt hefir verði að draga
úr innflutningi erlendra vara, I
enda verður þess vart á ýms-
um sviðum. Sú viðleitni
hrekkur þó skammt eins og
nú er ástatt, bankarnir hafa
þegar orðið að taka nokkuð
fé að láni erlendis. Ef Mars-
hall-hjálpin og hið væntan-
lega greiðslubandalag Vest-
urlanda hefði ekki verið til
staðar, væri innflutningur nú
sennilega að mestu stöðvaður
um tíma, og ógerlegt hefði
þvi verið að ráðast 1 hinar
miklu virkjunar framkvæmd-
ir, sem nú standa fyrir dyr-
um. En þótt hér sé um mikils-
verða utan að komandi aðstoð
að ræða, verðúr að telja útlit-
ið mjög ískyggilegt eins og
sakir standa, enda er það
mála sannast.að ekki geti hald
ist til frambúðar sú fjár-
hagslega hjálp, sem nú er
veitt ýmsum þjóðum. Er og
Marshallsamvinnan að
minnsta kosti, meir við það
miðuð, að létta undir við fram
kvæmdir í landinu en venju-
leg viðskipti.
Um orsakir hins óhagstæða
viðskiptajafnaðar þarf ekki
að fjölyrða. Þær eru almenn-
ingi að miklu leyti kunnar.
Aðalútflutningsvörur sjávar-
útvegsins, svo sem freðfiskur
og þorskalýsi, hafa stórfallið
í verði síðan i fyrra, og i
landinu eru allmiklar birgðir
af freðfiski, sem mjög erfitt
er að selja, jafnvel fyrir lágt
verð. Útflutningur saltfisks
hefst ekki að ráði fyrr en síð-
ara hluta ársins, og sama er
að segja um fleiri útflutnings
vörur. Við þetta bætist svo
það, að mikill hluti togara-
flotans hefir stöðvast sakir
verkfalls, og enn er ekki út-
lit fyrir, að síldveiði verði
meiri nú en undanfarin sum-
ur. Það er því ekki líklegt, að
unnt verði á síðara hluta
ársins að jafna þann mikla
mun, sem þegar er orðinn á
gjaldeyristekjum og gjaldeyr-
isútgjöldum landsins á þessu
ári.
Reynt hefir verið eftir
megni að koma þeim vörum í
verð erlendis, sem erfiðlegast
gengur að selja. íslenzkar
sjávarafurðir eru nú seldar
til margra landa, og til þess
að slík viðskipti megi takast
sem víðast, er sú leið mjög
oft farin, að taka greiðslu i
vörum frá þeim löndum, sem
kaupa íslenzkar afurðir, enda
þótt innkaupin séu óhagstæð
ari en annars staðar. Vöru-
skiptaverzlunin fer því sívax-
andi, og hefir það sennilega
í för með sér síðara hluta árs-
ins, að eitthvað komi inn í
landið af vörum, sem æskilegt
hefði verið að fresta kaupum
á eða kaupa annars Staðar á
hagstæðara verði. Þetta er ó-
ERLENT YFIRLIT:
Hefja Rússar styrjöld?
Þeir standa miklu vcr að víg'i en vestnr-
veldin á sViði stál- og' oliiiframleiðsluiinar
Mannkynið bíður nú eftir því
milli vonar og ótta, hvort ný
heimsstyrjöld muni hefjast í
náinni framtíð eða ekki. Svarið
við spurningunni um þetta vita
aðeins örfáir valdamenn í
Moskvu, er hafa það í hendi
sinni að koma í veg fyrir þær
hörmungar, sem af nýrri styrj-
öld munu hljótast. Vilji þeir
ekki styrjöld og hefja hana því
ekki, verður engin styrjöld. Það
fer eftir valdafíkn þeirra og
mati þeirra á eigin styrk og
væntanlegra andstæðinga,
hvernig fram úr þessum málum
ræðst.
Hinn kunni blaðamaður, John
Gordon, ræðir það nýlega í Sun-
day Express, hvort Rússar álíti
sig nógu öfluga til að hefja1
styrjöld. Aðalatriðin í þessari'
grein hans verða rakin hér á
eftir:
Kjarnorkan.
Churchill hefir sagt, að við
eigum 'enn tækifæri til að búa
okkur undir að mæta allsherj-
arárás kommúnista. Þetta álit
sitt byggir hann á því, að Banda
ríkín hafi enn mikla yfirburði
á kjarnorkusviðinu og meðan
svo sé, veigri kommúnistar sér
við að hefja meginsókn sína.
Þetta er vissulega staðreynd,
sem við megum aldrei gleyma.
En Rússar standa líka höllum
fæti á fleirum sviðum og verða
ekki í neinni framtíð jafnokar
vesturveldanna þar, jafnvel
þótt þeir kæmust eins langt í
kjarnorkumálunum og þau.
Valdhafarnir í Kreml verða
að taka þetta með í reikninginn
engu síður en kjarnorkusprengj-
una, þegar þeir eru að meta
möguleika sína til að geta hafi
styrjöld.
Stálframleiðslan.
Rétt eftir að þýzk-rússneska
striðið hófst, sagði Stalin mar-
skálkur við Beaverbrook lávarð:
Það er mótorinn, sem ræður úr-
slitum styrjaldarinnar. Sá, sem
framleiðir flesta mótora, sigrar.
Þetta reyndist lika þannig.
Þetta er óbreytt enn.
Til þess að hafa yfirburði á
þessu sviði, þarf einkum tvennt:
Stál og olíu.
Stálframleiðsla Bandaríkj-
anna er nú 100 millj. tonna á
ári. Stálframleiðsla Bretlands
er 15.5 millj. og hinna samveld-
islandanna 6 millj. tonna. Þar
frá má kannske draga stál-
framleiðslu Hindustan, sem
kann að reyna að halda sér
hlutlausu í styrjöld, en hún er
1.4 millj. tonna á ári. Fram-
leiðsla Bretlands og samveldis-
landanna, að Híndustan frá-
dregnu, er þannig um 20 millj.
tonna á ári.
Árleg stálframleiðsla Frakka
er um 9 millj. tonna á ári.
Fyrir styrjöldina var stál-
framleiðsla Rússa talin 18 millj.
tonna á ári. 1 stríðslokin var
hún komin niður í 9 milljónir
tonna. Síðan hefir hún verið
aukin eftir megni og mun nú
vera um 21 millj. tonn. Það er
mikil aukning, en samt er stál-
framleiðsla Rússa enn fimm
sinnum minni en framleiðsla
Bandaríkjanna einna. Engin
leppríki Rússa hafa verulega
stálframleiðslu, nema Tékkósló- 1
vakía, er framleiðir um 2.6
millj. tonna á ári.
Olían.
Þá er komið að olíunni. Sér-
fræðingar hafa gert eftir-
greinda áætlun um olíufram-
leiðsluna í heiminum á árinu
1950. Samkvæmt henni er olíu-
framleiðslan á dag áætluð sem
hér segir (talið í tunnum):
Bandaríkin 5.000.000
Kanda 60.000
Mexico 166.000
Mið- og Suður-Ame-
ríka 1.600.000
Vestur-Evrópa 50.000
Iran, Irak og Saudi-
Arabía 1.500.000
Austur-Asía 205.000
Samtals 8.581.000
Hér er ótalin olíuframleiðsl-
an í Sovétríkjunum og lepp-
ríkjum þeirra, en hún er ekki
talin vera nema ein milljón
tunna á dag eða aðeins J/s af
því, sem olíuframleiðslan er ut-
an umráðasvæðis Rússa.
Vel má vera, að olíufram-
leiðsla Rússa sé meiri en hún
er áætluð. En þótt þessi áætlun
væri tvöfölduð, er bilið samt
svo mikið milli olíuframleiðslu
STALIN
Sovétríkjanna og væntanlegra
andstæðinga þeirra, að Rússar
munu hugsa sig um tvisvar áð-
ur en þeir hefja styrjöld, sem
er líkleg til að geta orðið lang-
vinn.
Þá ber þess að gæta, að aðal-
olíulindasvæði Rússa, Baku-
svæðið, liggur mjög vel við loft-
árásum, og gætu Bandamenn í
styrjöld fljótlega unnið mikið
tjón á því.
Rússar telja sig hafa fundið
nýtt olíulindasvæði austan Úr-
alfjalla, er sé jafnoki Baku-
svæðisins og jafnvel vel það.
En vafasamt er að íramleiðslan
aukist þar meira en svo, að það
nægi til að fullnægja vaxandi
þörfum rússneska iðnaðarins á
venjulegum tímum.
1 Rúmeníu og Ungverjalandi
er olíuframleiðslan nú minni en
fyrir styrjöldina og hefir þó
verið reynt að auka hana eftir
megni.
Það er kunnugt, að Rússar
telja olíuframleiðsluna eitt
mesta vandamál sitt. Það er líka
vitað, að fyrsta ársfjórðung
þessa árs var hún 6% minni en
þeir höfðu áætlað.
(Framhald á 6. síðu.)
hjákvæmilegt eins og sakir
standa til að koma afurðun-
um í verð, en um sumar
þeirra er svo háttað, að var-
hugavert er að geyma þær,
enda má framleiðslan illa við
því, að biða lengi /ftir greiðsl
um, eins og högum hennar er
nú háttað. Sölur af þessu tagi
hafa það hins vegar í för með
sér, að áætlanir um innflutn-
ing fara úr skorðum og enn
erfiðara er en ella að halda
innkaupunum í skefjum.
íslendingar hafa nú meiri og
minni viðskipti við flestar
þjóðir á Norðurlöndum og í
Vestur- og Mið-Evrópu, þar
á meðal Pólland, Tékkóslóvak
íu, Austurríki og Ungverjal,,
en auk þess bæði i Noröur-
og Suður-Ameríku, svo og hin
gömlu fiskkaupalönd við Miðj
haf. Spánn virðist nú vera í
þann veginn að opnast á ný
fyrir saltfiski, en allmiklir
örðugleikar eru á greiðslum
þaðan m. a. vegna þess, að
Spánverjar eru enn ekki þátt
takendur í efnahagssamvinnu
vesturlandaþjóða, og hafa
ekki átt þess kost hingað til.
En þó aö útlitið sé slæmt
eins og sakir standa, er ekki
ástæða til að ætla; að ókleift
reynist að leysa þann vanda,
sem borið hefir að höndum.
Að því er nú unnið með at-
orku að auka og tryggja salt-
fisksverkunina. Á þessu ári
hefir verið unnið að því að
koma upp 30—40 fiskþurrk-
unarhúsum víðsvegar um
land og varið til þess miklu
fé. Þar sem unnt er, eru not-
uð gömul hús til þurrkunar-
innar, en ný byggð sums stað-
ar. Jafnframt þarf að vinna
að því af alefli að halda mörk
uðum fyrir freðfisk þar sem
þess er kostur og vinna nýja,
og veltur þar á miklu, að vönd
un vörunnar takist sem bezt.
Óhjákvæmilegt er þó, að horf
ast í augu við þá staðreynd,
að innkaupunum verður einn
ig að stilla i hóf meir en áð-
ur tíðkaðist. Hér er þörf mynd
arlegra átaka og þolinmæði,
meðan verið er að gera þær
breytingar á þj óðarbúskapn-
um, sem nauðsynlegar eru, en
til svartsýni er engin ástæða,
ef þjóðin kann sér hóf og
leggur sig fram eins og vera
ber til að leysa vandann.
Raddir nábúarma
Mbl. svarar Alþýðublaðinu
nokkru í forustugrein sinni í
gær. Það segir m. a.:
„Fáum ferst það verr en
málgagni Alþýðuflokksins að
ráðast á þær ráðstafanir, sem
núverandi ríkisstjórn lét
verða sitt fyrsta verk að
framkvæma. Alþýðuflokkur-
inn hafði í nær þrjú ár haft
stjórnarforystu. Á þeim tíma
hafði dýrtíðin í landinu stöð-
ugt verið að aukast, hagur
atvinnuveganna að þrengjast
og fjárhag ríkisins að hraka.
Þegar „fyrsta stjórn Alþýðu-
flokksins“, eins og Alþýðu-
blaðið nefndi stjórn Stefáns
Jóhanns Stefánssonar, fór frá,
blasti við stórfellt atvinun-
leysi og stöðvun allrar út-
flutningsframleiðslu í landinu.
Þannig var viðskilnaður
„fyrstu stjórnar Alþýðuflokks-
ins.“ Þannig tryggði hún lífs-
kjör almennings!!!
Kjarni málsins er sá að nú-
verandi ríkisstjórn var mynd-
uð til þess að ráða fram úr
miklum vanda, sem steðjaði
að afkomu þjóðarinnar. Þeir
flokkar, sem að henni standa,
skoruðust ekki undan að
takast á hendur erfitt og
vanþakklátt verk og gegna
með því skyldu sinni við þjóð
sína. Alþýðuflokkurinn, sem
átt hafði sinn þátt í sköpun
vandræðanna, flúði hinsveg-
ar af hólmi, lýst sig „stikk-
frían“ og skrjáir nú um hið
ytra. Þess vegna velkist nú
blað hans eins og pólitískur
rekadrumbur á fjörum kom-
múnista.“
Öllu ömurlegra hlutskipti
en það, sem foringjar Alþýðu-
1 flokksins hafa valið flokkn-
| um, er trauðla hugsanlegt.
Misréttið
Eftir Þ. Þ. V.
Við erum stödd hjá kunn-
ingjakonu okkar úti á landi.
Hún er einsetukona. Fáa á
hún að. Hún er ra.unar ein-
stæðingur. Heilsan hefir jafn-
an verið tæp. Hún vinnur við
fiskframleiðsluna, þegar heils
an leyfir og ber ýr býtum 5—6
þúsund krónur árlega.
Vistarvera hennar er kjall-
araherbergi. Eftir langa
mæðu, húsnæðisleysi og
hrakninga, fékk hún loksins
þetta herbergi leigt.
Það er í alla staði óvistlegt.
Gamalt veggfóður á veggjum,
steingólfið dúklaust og inn
um norðurvegg seytlar jarð-
vatn inn á gólfið. Raki er í
veggjum og fúkkalykt i lofti.
í ganginum framan við her-
bergið eru steinveggirnir ó-
húðaðir. Öll vistarveran er
auðsjáanlega ekki íbúðarhæf.
„Hvað greiðirðu um mán-
uðinn fyrir slíka íbúð?“ spyrj-
um við. „Eitt hundrað og
fimmtiu krónur“, segir hún.
Við undrumst.
Hver gætir réttar slíkra ein-
stæðinga í okkar þjóðfélagi?
Ég er staddur í íbúð eins af
meiri háttar embættismönn-
um ríkisins. Sjálfur forsetinn
veitir embættið. Embættis-
maðurinn er ómagalaus. Árs-
laun hans m%ð öllum bitling-
um nema 80 þúsundum króna.
Hann býr á tveim hæðum í
stóru húsi, sem ríkið á og
hefir 7 herbergi til íbúðar.
Hversu mikla húsaleigu greið
ir svo embættismaðurinn rik-
inu fyrir alla þessa stóru í-
búð? Hún er ekkert smáræði!
Eitt hundrað og sextíu krón-
ur á mánuði eða kr. 10.00
meir en einsetukonan í hinni
óheilsusamlegu og óíbúðar-
hæfu kjallaraholu.
Á sjómannadaginn og oft
endranær gumum við mikið
af sjómönnunum okkar og
skjöllum þá óspart. Þeir eru
framherjar þjóðarinnar, vík-
ingarinr, sem færa björgina i
bú og öll afkoma þjóðarinnar
byggist á. Þetta segjum við
og þó hafa foringjar þjóðar-
innar ennþá hærra um þessa
hluti á sjómannadaginn i út-
varpi og blöðum. Hver neitar
hinu mikilvæga gildi sjó-
mannsstarfsins fyrir okkar
þjóð? Ekki ég. Það gerir þú
heldur ekki, lesari góður. Líf
slíkra manna hlýtur því að
vera mikils virði, vera hátt
metið. Ójá, nokkuð svo. Ekkja
sjómannsins fær 9—10 þús-
undir fyrir líf mansins síns, ef
hann ferst við störf sín á
sjónum. Það er allt og sumt.
Það er óhugsanlegt, að
menn úr yfirstéttum þjóðfé-
lagsins falli frá við sjómanns-
störf. Mun það ekki vera á-
stæðan fyrir því, að hvert
mannslíf þjóðfélagsins er
metið á 30 þúsundir króna
farist það i flugvél. í þeim
geta farizt bæði „yfirmenn“-
og „undirgefnir" og þess
vegna hefir þótt vissara að
meta líf flugvélarfarþegans
þrefalt við það, sem líf sjó-
mannsins er metið.
Hvenær lærum við að finna
til og blygðast okkar svo, að
til framkvæmda komi og
hjálpar þeim, sem líða hér
mest við skeytingarleysið og
misréttið í þjóðfélaginu?
Verkalýðsforustuni ber að fá
bætt úr þeim órétti, sem sjó-
mannaheimilin búa við í þess
um efnum. (Eyjablaðið)