Tíminn - 19.08.1950, Side 4

Tíminn - 19.08.1950, Side 4
4. TÍMINN, laugardaginn 19. ágúst 1950. 180. blað., Skógræktin og skólarnir Niðurl. Uppeldisstöðvar fyrir trjá- plöntur þurfa að koma sem víðast undir eftirlit kunnáttu manna. En svarar þá kostnaði að ala upp skóga á íslandi? mun eflaust einhver spyrja. Gefur það tekjur í aðra hönd, sem meta má til verðs í krón- um eða erlendum gjaldeyri. Því ekki það — ekki í dag, 'en síðar. Það er nú talið full- víst af mörgum, sem þekk- ingu hafa á skógrækt, að ís- lenzkir skógar geti, er tímar líða, veitt efni til bygginga og ýmiss konar iðnaðar, senni lega þó fyrst og fremst með tilliti til aðfluttra trjáteg- unda, sem hæfa íslenzku tíð- arfari og jarðvegi. Það mun og álit hinna fróðustu marma að skóga megi rækta víðast hvar á íslandi, ef valdar eru réttar tegundir. Á síðasta aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands mætti góður gestur, herra Reidar Bathen, skógræktarstjóri í Tromsfylki í Noregi. Sagði hann frá skógræktarskilyrð- um í Tromsfylki og leit svo á, að þau væru engu betri en hér á landi. Taldi hann að hér á landi gæti þroskast furu skógur og rauðagreni sömu tegundar og þar. Lét hann í Ijós þá vissu, að grenið yrði aðaltegund islenzkra nytja- skóga í framtíðinni, ef rétt yrði að unnið. Er það skoðun hans, að þeir tímar komi; að íslenzkir timburskógar full- nægi viðarþörf landsmanna. — Þetta álit reynds kunnáttu manns hlýtur að auka trú okkar á gagnsemi skógrækt- arinnar. Öllum er ljóst, að skógurinn veitir skjól öðrum og smærri gróðri. Skógrækt er einn veigamesti þátturinn í því að verja landið fyrir frekari upp blæstri og varðveita nytjar þess og auka í þágu lands- manna. Ræktun skógana, fyrst þeir milda veðráttuna og vernda annan gróður. Alltof stór hluti þjóðarinn- ar lætur sig skógræktarmál- in litlu skipta og hefir tak- markaða trú á framgangi þeirra mála og gagnsemi. Margir eru skammsýnir hér sem víðar. En þetta má ekki svo til ganga. Landið verður aldrei klætt skógi, nema þjóðin öll sé að verki með hönd og huga. Það verða þeir að muna, sem forustu hafa í skógrækt- armálum. Skólaæska landsins er fjölmenn og á dugandi hendur og hæfileika. Ef þeim er beint í rétta átt, þá er sig- urinn vís. Að sjálfsögðu þarf hún að njóta leiðsögu manna, sem kunna til verks. Þess vegna þurfa kennarar landsins að njótai* fræðslu og æfingar í skóggræðslu, þá geta þeir veitt tilsögn og handleiðslu í samráði við sérfræðinga í skógræktarmálum. Ef æskan gengur sjálf til verks við skóggræðslu og gróðurstörfum, þá fær hún af eigin reynslu sönnun fyrir því, að í íslenzkri mold eru faldir möguleikar, sem ekki eru nýttir sem skyldi. — Sú æska, sem vex með þeim trjám, sem hún hefir gróður- sett og hlúð að, finnur, að hún á hlut í lífi þeirra og þau eru brot af henni sjálfri. Sú kynslóð mun ekki skera við Eftir Skúla Þorstcinsson, skólastjóra nögl framlög til skóggræðslu og ræktunarstarfa, þegar hennar tími kemur. Ein bezta leiðin til þess að skapa með allri þjóðinni trausta ást og virðingu fyrir landinu, er sú, að æskan komist í snertingu og náið samband við landið sjálft, mold og gróður. Að hún fái skilið og séð þá töfrandi fegurð, sem fylgir hverju blómi og sprota, sem vex í sólar-átt. í blöðum og tímaritum er stundum kvartað yfir því, að umgengni i óbyggðum, við sæluhús og víðar, sé ekki alltaf vegfaranda til sóma. Yrði ekki sú æska, sem unn- ið hefði sjálf að græðslu og fegrun landsins öruggasta trygging framtiðarinnar fyr- ir fagurri og virðulegri um- gengni um landið í byggð og til fjalla. Æskan getur átt merkan þátt í því að klæða landið, ef þjóðin vill. Mér virðist, að það sé ljóst, að ef skógrækt verður gerð að föstum lið í starfsemi skól anna, þá verður það mikill vinningur fyrir skógræktina og gróður landsins, og auk þess hlýtur það að verða mjög merkilegt uppeldisat- riði. Hin nýju fræðslulög gera ráð fyrir sérstökum verknáms deildum, en auk þess er ætl- azt til að nokkurt verklegt nám fari fram í bóknáms- deildum gagnfræðastigsins og barnaskólunum. Skógrækt in er tilvalinn þáttur verk- legs náms fyrir alla nemend- ur, bæði í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Tillögur uppeldismálaþings ins gefa hugmynd um, á hvern hátt það væri fram- kvæmanlegt. Starfsemi þessi yrði tvímælalaust merkilegur þáttur í félagslífi skólanna og líklegur til hollra áhrifa og andlegs þroska. Börnin og unglingarnir kæmust í snert- ingu við hið gróandi líf. Fátt er betur fallið til sið- rænna áhrifa, til þess að móta göfugt hugarþel en per- sónulegt tengsl við það lif, er vakir í skauti jarðar. Störf þessi yrðu áreiðan- lega unnin með gleði, án þvingunar og tregðu frá hálfu kennara — og nemenda. Margur nemandi, sem með daufu yfirbragði reynir að verða við ósanngjörnum kröfum skólanna um bóklegt nám, réttist allur og augun leiftra, þegar hann fær að taka til hendinni og ganga að verklegu námi. Og gleðin verður ekki síður djúpstæð og sönn, þegar námið fer fram úti í náttúrunni sjálfri, heilnæmu lofti við ilm jarðar. Hvers vegna ekki að taka skólana í þjónustu skógrækt- arinnar og skógræktina í þjónustu skólanna. Mætti þá svo fara, að innan fárra ára- tuga yrði landið fegurra og byggilegra, og skólarnir — margir hverjir — nytu þá skjóls í fögrum skógarlund- um. En hvers vegna er þetta ekki hægt án sérstakra laga- fyrirmæla? Verður þessu ekki bezt komið á með frjálsum samtökum áhugamanna? Fjarri sé það mér að gera lítið úr fórnfúsum störfum á- hugamanna. En hér þarf skýr ingar við. Dæmi mun þess að vísu, að skólabörn setji niður trjáplöntur síðasta skólaárið, oftast án frekari umönnunar, en það eru aðeins undantekn ingar og nær ekki þeim til- gangi, sem hér er ætlazt til. Sums staðar mun ganga all erfitt fyrir skólana að fá land til ræktunar, þótt vilji kenn- ara og einstakra áhugamanna sé fyrir hendi. Veit ég dæmi þess, að skólanefnd hefir þrátt fyrir góðan vilja, ekki tekizt að útvega heppilegt landsvæði til skógræktar, þótt land væri til staðar. Þá þarf einnig fjárframlög vegna lands og girðingar, sem fást verður frá hendi hreppsfé- laga eða ríkis. Land það, sem skólarnir fengju til umráða, gæti verið gamlar skógarleif- ar, sem verndaðar væru og þéttar með aðfluttum plönt- um eða fræi og einnig land- svæði heppileg fyrir trjágarða til fegrunar í grennd við þétt- býli eða umhverfis skóla. Til skógræktar þyrfti að taka til- lit, þegar samin væri stund- arskrá skólanna. Heppileg- ast væri að verja nokkrum siðustu dögum skólastarfsins á hverju vori til útivinnu og ræktunarstarfa. Væri þá bezt að hafa lokið ársprófum áð- ur. Að sjálfsögðu væri engin ástæða að lengja starfstíma skólanna vegna þessa starfs. Hitt væri rétt, að draga nokk- uð úr ríflegu námsefni á öðr um sviðum. Einmitt í sambandi við þessi störf væri tilvalið að ferðast um nágrennið með staf í hönd og mal um öxl til þess að læra að þekkja landið og náttúru þess. Lagasetning um skógrækt- arstörf í skólum landins yrði að sjálfsögðu ekki þannig í framkvæmdinni, að heimtuð yrði skilyrðislaus framkvæmd af öllum skólum þegar í stað, t. d. á meðan vöntun væri á hæfum leiðbeinendum og trjá plöntum. Slík lagafyrirmæli þyrftu auðvitað ákveðinn tíma til þess að ná fullri fram kvæmd alveg á sama hátt og fræðslulögin nýju í heild, en að skóggræðslu landsins yrði þá unnið á úppeldislegan og markvissan hátt. Nýlega heyrði ég þeirri firru haldið fram, að lagafyrir- mæli sem þessi væru yfirleitt til trafala og spilltu fyrir á- huga og árangri. Hvers vegna að hafa nokkur fræðslulög? Þess er krafizt af nemend- um skólanna, að þeir kunni langar þulur af tölum og staðanöfnum annarra landa. Er nokkru minni ástæða til þess að krefjast lágmarks kunnáttu af þeim til skóg- græðslu í okkar nakta landi? Það er raunar merkilegt, að ræktunarstörf í skólum lands ins skulu ekki hafa verið lög- boðin fyrir löngu. Þjóðin hef- ir um langan aldur lifað á rányrkju sér til skaða og einskis sóma. Það er siðferði- leg skylda þeirrar kynslóðar, sem nú lifir og betur þykist sjá og vita, að vinna djarf- lega að græðslu og fegrun landsins. Menningarþjóð get- ur ekki lifað til lengdar í (Framhald á 6. slöu.) Ég kom í Hveragerði um síð- ustu helgi. Fyrir 20 árum var þar engin byggð nema mjólkur- búið, sem bændur í Ölfusi voru þá nýbúnir að reisa Nú er búið að leggja niður mjólkurbúið, en þarna er nú þorp með nál. 500 manns, lítill nýtízkubær, sem að miklu leyti lifir á nýrri teg- und landbúnaðar, þ. e. ræktun í gróðurhúsum. Hveragerði er nú hreppur út af fyrir sig. Þar er stór barna- og unglingaskóli, prestur, héraðslæknir, hús- mæðraskóli, sem nýlega var minnst á hér í baðstofuni, garð- yrkjuráðunautur Búnaðarfé- lagsins, myndarlegt útibú frá Kaupfélagi Árnesinga og einar tvær aðrar verzlanir. Þar búa skáld og listamenn, og þar er „græna matstofan“ og gigtar- böðin, sem margir tala um í sumar. Kaupstaðir og kauptún Islands hafa lengst af eingöngu verið við sjó fram. En nýju þorpin á Suðurlandi eru langt frá sjó. Hvolsvöllur og Hella í Rangár- vallasýslu, Selfoss og Hveragerði í Árnessýslu. Austanlands er að rísa samskonar þorp á Egils- stöðum við Lagarfljót. Það er ekki lengur hægt að segja, að allir kaupstaðabúar séu við „sjávarsíðuna." Milli Hveragerðis og Reykja- víkur eru 45 kílómetrar eftir þjóðveginum. Hellisheiði er fjölfarnasti fjallvegur landsins. Þar eru margir á ferð sér til skemmtunar í sumarblíðunni. Og aðrir, sem eru að sinna skyldustörfum, menn, sem þurfa að flýta sér og hafa ekki tíma til að njóta útsýnisins yfir Suð- urland af Kambabrún eða hinna fögru lita mosans í Svína hrauni. Á Kolviðarhóli er víst enginn búskapur nú orðið. Iþróttamenn í Reykjavík eiga bæjarhúsin og þykir vist ekki taka þvi að nytja túnið. Um hásumarið, þegar vegur- inn er sléttur eins og fjöl, er fljótlegt að skreppa „austur yfir fjall" úr Reykjavík. En á veturna, þegar snjórinn kemur til sögunnar, fer gamanið að grána, þá eiga bílstjórarnir ekki alltaf sjö dagana sæla. í fyrravor voru 2—3 mannhæða háar hrannir af snjó meðfram j veginum á háfjallinu eftir að komið var fram í maímánuð. Þar höfðu snjóýturnar verið að ' verki um veturinn og fram á vor. Þá hefðu mjólkurflutning- | ar að austan til Reykjavíkur teppst vikum saman, ef Krísu- víkurvegurin hefði ekki verið. I Ilveradölum bjuggu fyrir 20 árum útlend hjón í litlum bæ. Ýmsir muna eftir þeim. Maður- in var danskur, en konan rúss- nesk. Sumir sögðu raunar, að að það væri vitleysa, að hún væri frá Rússlandi. En einu sinni var ég þar á ferð i bíl með útlendingi, sem kunni rúss- nesku. Hann fór og talaði við konuna, og það reyndist rétt, hún skildi rússnesku. Það kom líka í Ijós síðar, að sagan um uppruna hennar var sönn. Þetta er ég að segja únga fólkinu, sem ekki man neitt annað en það, sem gerst hefir síðasta ára- tuginn. Tíminn líður, og sumt af því, sem eldra fólkinu finnst eins og það hefði gerst í gær, er allt í einu orðin saga, og byrjað að gleymast. Svo förum við að sjá eftir því, að hafa ekki sett ým- islegt betur á okkur eða skrifað það niður meðan það var enn í fersku minni. Sumir gömlu mennirnir höfðu þann sið að skrifa dagbók, létu aldrei nokk- urn dag niður falla. Margur myndi óska þess nú að hafa gert það. Síðustti áratugimir hafa verið svo auðugir að við- burðum, innan lands og utan. Dagblöðin geyma margt. Sagn- fræðilegt gildi þeirra verður mjög mikið, er stundir líða, þótt ekki sé allt rétt hermt. Ætli fræðimönnum okkar þætti það ekki matur, ef gefið hefði verið út dagblað á 14. eða 15. öld, já, og þó ekki væri nema vikublað eða ársrit skrifað samtímis við- burðum. Þá þyrftu þeir Bene- dikt í Hofteigi og Einar Arnórs- son ekki að deila um það, hvort Smiður Andrésson hafi verið Norðmaður eða Oddaverji. — En samt er það margt, sem aldrei kemst í dagblöðin. Og hver ein- stakur sér venjulega eitthvað, sem enginn annar sér. En nú er botninn dottinn úr því, sem ég ætlaði að segja um Hveragerði. Vil aðeins bæta því við, að Hvergerðingar ættu ekki að láta sína landnámssögu gleymast. Það er bezt fyrir þá að byrja að skrifa hana strax. Ef hveraleðjan þar verður ein- hverntíma heimsfrægur lækn- isdómur, verður ágrip af þeirri sögu gefið út með litmyndum og selt á ferðaskrifstofum stór- borganna. En vel á minnst! Um daginn kom ég inn á ferðaskrifstofu í Reykjavík og sá þar dálitla myndabók um ísland. Það var' ekki nógu vel vandað til þess- ara mynda. Ekki veit ég, hvern- ig hægt er að taka eins ljóta mynd af Herðubreið og þar var. Herðubreið er áreiðanlega eitt fegursta fjall í heimi. Ég hefi sjaldan orðið eins hrifinn og þegar ég kom upp á Námaskarð úr Mývatnssveit og sá hana í fyrsta sinn. Þess vegna gramd- ist mér þessi leiðinlega mynd. Gestur. ^&aale X 'aaie^a nýtt cliíliciLjöt Samband íslenzkra samvinnufélaga Sími 2678 AUGLÝSINGASÍMI TÍMAAS ER 81300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.