Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, miðvikudaginn 6. september 1950. 194. bl&ð. Þing Vinnumálastofnunarinnar Að þessu sinni var þing Ai- Rsett var um jjafnrétti kvenna, kaupdrilur, þj óðavinnumálastof nunar- landbiiitaðarviiiiiu, starfsþjjálfun o. fl. Grein sú, er hér fylgir, er greinargerð, sem Félags- málaráðuneytið heíur sent blöðunum. Eins og hún ber með sér, eru ýms athyglisverð mál rædd á vegum Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar, en vafalaust er þó hægt að fá að fylgjast með slíkum athugunum, án beinnar þátttöku í stofnuninni. Þessi þátttaka er orðin alldýr eftir gengislækkunina og virðist mega sþara þessi útgjöld að mestu eða öllu án þess að missa af nauðsynlegum fróðleik. innar haldið í Genf í Sviss. Þingið hófst 7. júní og var slitið 1. júlí. Þingstaðurinn var þjóðabandalagshöllin í Genf. Hverju því ríki, sem aðili er að Alþjóðavinnumálastofn uninni, ber að senda fjóra fulltrúa á hið árlega þing stofnunarinnar og skulu tveir þeirra vera fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, en hinir full- trúar atvinnurekendasam- taka og verkalýðssamtaka landsins. Alls eru nú 62 ríki aðilar að Alþjóðavinnumálastofn- uninni (I. L. O.) en að þessu sinni sendu aðeins 42 ríki fullskipaðar sendinefndir á þingið. 10 ríki sendu engan fulltrúa og 10 ríki sendu að- eins stjórnarfulltrúa og var ísland i þeirra hópi. Fulltrúi íslands á þinginu var Jónas Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. í upphafi þingsins gerðist það, að fulltrúi Póllands mót mælti setu fulltrúa Kuoming- tangstjórnarinnar kínversku á þinginu. Þegar þessum mót mælum þeirra var ekki full- nægt, lýstu fulltrúar Pól- lands, Tékkóslovakiu og Ung verjalands yfir því, að þeir væru farnir af þinginu fyrir fullt og allt. Dagsskráin. Þau mál, sem tekin voru fyrir á þinginu voru: 1. Skýrsla forstjórans. 2. Fjárhagsmál stofnunar- innar. 3. Upplýsingar og skýrslur um framkvæmd á samþykkt um og álitsgerðum. 4. Samband vinnuveitenda og verkamanna þ. á. m. heild arsamningar um kaup og kjör, sættir og gerðir í vinnu deilum og samvinna milli op- inberra stjórnarvalda annars vegar og félaga vinnuveit- enda og verkamanna hins vegar (fyrri umræða). 5. Sömu laun fyrir karla og konur fyrir samskonar störf. (fyrri umræða). 6. Landbúnaðarstörf (Al- menn skýrsla). 7. Ákvörðun lágmarkslauna við landbúnaðarstörf. (Fyrri umræða). 8. Starfsþjálfun fullorð- inna. Ákveðið hafði verið að taka til umræðu á þessu þingi or- lof landbúnaðarverkafólks en því var frestað til næsta þings. Jafnrétti kvenna í launa- málunum. Það mál þingsins sem áreið anlega vakti mesta athygli var frumvarp að alþjóðasam þykkt um, að sömu laun skuli greidd konum og körlum fyr- ir sömu vinnu. Allt frá upp- hafi hefur Alþjóðavinnumála stofnunin haft þetta mál á stefnuskrá sinni og talið það sjálfsagt réttlætismál, enda þótt ekki hafi þar til nú þótt tímabært að gera um það alþjóðasamþykkt. í síðustu styrjöld sýndu konur það, að í mörgum starfsgreinum standa þær körlum fyllilega á sporði og hefur mönnum af þeim sckum orðið ennþá ljósara að óréttlátt sé að greiða þeim ekki sömu laun og körlum, þegar þær inna af hendi jafnverðmæt stcrf. Á þessu þingi fór fram fyrri umræða um þetta mál og var ákveðið að ljúka afgreiðslu þess á þingi stofnunarinnar næsta ár. Gengið var frá ýmsum at- riðum í væntanlegri sam- þykkt, m. a. um hvernig haga beri framkvæmd ákvæða hennar og um eftirlit með þvi að ákvæðunum sé beitt. Til léttis við framkvæmd á- kvæðanna var samþykkt að þeim skyldi beitt smátt og smátt. Auk þessa samþykkti þing- ið að í endanlegum reglum um þetta mál skyldi kveða á um það að konur skuli hafa jafngreiðan aðgang að starfs þjálfun og karlmenn. Frumvarpt þetta verður nú þýtt á mál allra þeirra þjóða, sem aðilar eru að I. L. O. og sent til umsagnar samtök- um kvenna og alþýðusamtök um og atvinnurekendasam- tökum, svo þeim gefist kost- ur á að gera við það breyting artillögur áður en það verður lagt fyrir næsta þing I. L. O. til fullrar afgreiðslu. Kaupsamningar og vinnu- deilur. Það mál, sem þó var mest umdeilt og áhugi manna á þinginu beindist mest að var frumvarp að alþjóðaályktun um heildarsamninga milli verkalýðssambanda og at- vinnurekendasambanda og sættir og gerðir í vinnudeil- um. Hin miklu og tíðu verk- föll, sem orðið hafa í ýmsum löndum á undanförnum ár- um og sem mörg hver eru ólögleg og hefur orðið að að bjóða út her til að vinna störfin, hafa mjög ýtt undir þá skoðun, að nauðsynlegt sé brjóta á bak aftur með því að heildarsamningum sé yfir leitt komið á, og sætt ir og gerðir í vinnudeilum fari fram samkvæmt lögum, til þess að fyrirbyggja að smáhópar geti stöðvað allt atvinnulíf á stærri eða minni svæðum. Það ýtir einnig und ir þá skoðun, að löggjöf um þessi efni sé nauðsynleg, að vitað er að verkföll þessi eru oft pólitísks eðlis og gera launþegum oft vafasamt gagn. En mál þetta er við- kvæmt mjög, bæði fyrir verka lýðs og atvinnurekendasam- tökin og það er fyrst nú, eftir að málið hefir verið í þrjú ár á dagsskrá, að útlit er fyrir að það takist að finna lausn, sem flest allir sætta sig við. Starfsþjálfun. Gengið var að fullu frá álitsgerð um starfsþjálfun, sem alllengi hefur verið á döfinni, og lýtur hún að þjálf un í ýmsum sérgreinum, þjálfun fatlaðra manna og samvinnu milli ríkja um að skiptast á þjálfuðu starfsliði og upplýsingum í þeim efnum. Launagreiðslur við landbúnaðarstörf. Ákveðið var að lagt skyldi fyrir næsta þing frumvarp, að samþykkt um grundvallar, reglur við ákvörðun lágmarks launa við landbúnaðarstörf. Launakjör við slík störf eru mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og sumstaðar er afstaðan til kynþátta einn erfiðasti þáttur í lausn þessa mikla vandamáls. Fjármál stofnunarinnar. Fjárhagsmál stofnunarinn- ar tóku að þessu sinni miklu meiri tíma en oftast áður. Þjóðirnar eru yfirleitt ófús- ar á að hækka tillög sín frá ári til árs, ekki síst þar sem sífellt bætast við ný og ný alþjóðasamtök, sem einnig kosta mikið fé. Nokkur ríki hafa átt erfitt með að standa í skilum og munar þar mestu um vanskil Kína, sem vegna borgarastyrjaldarinnar og breyttrar aðstöðu hafa átt erfitt um greiðslur. Nú þykir og tvisýnt um Austur-Evrópu ríkin, sem hurfu af þinginu eins og áður getur. Bandarík in, Bretland og Frakkland bera aðalfjárhagsbyrðar stofnunarinnar, en fjárhag- ur tveggja þeirra síðarnefud er erfiður eins og alkunnugt er. Útgjöld stofnunarinnar 1951 voru áætluð þau sömu og árið áður, eða um 6 millj- ónir Bandaríkjadollara, og borga Bandaríkin fjórða hluta þeirrar upphæðar. Til- lag íslands er fyrir árið 1950 rúmir 6000 dollarar, en verð- ur 1951 rúmlega 7000 dollarar eða um 110 þús. ísl. krónur. Ýms mál. Þess er og rétt að geta, að á þessu þingi var samþykkt þingsályktun um alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn at- vinnuleysi, og í þeirri álykt- un bent á ýmsar leiðir í því efni. Tvö ný ríki gerðust aðilar stofnunarinnar á þessu þingi, Sambandsríki Indó- nesíu og Viet-Nam. Áheyrn- arfulltrúar voru og frá Vest- ur-Þýzkalandi og Japan. Verkamannafulltrúanum frá Venesuela var neitað um fulltrúaréttindi á þinginu, vegna þess ástands, sem talið var að ríkti þar í landi í verka lýösmálum, en eins og kunn- ugt er hafa miklar innan- landsdeilur átt sér stað þar að undanförnu. Aðalforstjóri I. L. O.., David (Framhald á 6. siðu.J Dalakarl, sem oft hefir sent pistla úr Rangárþingi, hefir ný- lega sent þann, sem hér fer á eftir: 1 dag er 26. á»gúst og ennþá er rigning, en nú er þó búið að vera þurrt veður í nokkra daga. Satt að segja er þessi sláttur búinn að vera erfiður og hey víða hrakin og sumstaðar farin út í veður og vind, og allt erfiði fólksins til einskis orðið. Þegar svona gengur, er ekki undarlegt, þótt fólk verði þreytt og óánægt við svona störf, vinna alla daga eins og mögulegt er og svo þerri- dagana takmarkalaust, og marg oft langt fram á nætur og verða síðan að sjá erfiði sitt og á- hyggjur ekki koma að hálfum notum. Mér finnst satt að segja ekki undarlegt, þótt fjöldinn hverfi í burt frá framleiðslunni bæði til sjós og sveita, þegar athugað er og borið saman strit þeirra, sem framleiða, og aftur hins vegar ótal friðindi, sem aðrar stéttir þjóðfélagsins njóta, samanber búðarfólk, skrifstofufólk og fólk við margskonar iðnað o. • fl. o. fl. Það er munur að hætta vinnu kl. 18 alla daga vikunnar nema föstudaga kl. 19, og svo kemur líka frí um hádegi á laugar- dögum. Mér finnst ekki undar- legt þó allir heilvita menn og konur sjái þetta, og síst lái ég æskunni þó hún sé hrifnæm fyrir þessu, já og svo öllu skemmtanalífinu, sem er básún- að og blásið i horn, ef svo mætti að orði komast og fólkið eggjað lögeggjan, að muna nú eftir að koma á þessa eða hina skemmt- un, því að nóg virðist vera af þeim um allt og úr mörgu að velja. Mig minnir, að stundum séu auglýstar í útvarpinu fjölmarg- ar skemmtanir sama kvöldið, jafnvel svo tugum skiptir. Jú, fólkið heyrir þetta og fer jafn- vel þreytt á þær eftir vel unnið dagsverk, kemur svo heim þreyttara en það fór og búið að vaka hátt upp í það nótt, og er, sem von er til, nokkurn tíma að ná fullu jafnvægi. Þetta á nú við um þá, sem hvorki reykja eða drekka, en ílestir þeirra, sem eru seldir áfengis- og eit- urnautnaböli, eru ennþá ver á vegi staddir, oft andlega og lík- amlega sjúkir. Svona gengur þetta til um hábjargræðistímann. Er það hollt eða heppilegt? Ég held það sé heldur þvert á móti. Og hvað kostar þetta fjárhagslega? Hver getur svarað því? Oft heyrir maður barlóms- bumbuna barða út af allskonar vöntun, en það er ekki að sjá, að mikill skortur sé á innlend- um peningum eða erlendum gjaldeyri. Alltaf er nóg til 'nanda allskonar ferðafólki, sem fer til útlanda, og má nærri geta hvort öll þau ferðalög eru nauðsynleg. Hitt er eðlilegt, að fólk, sem hefir ástæðu til að leika sér, noti sér þann gjald- eyri, sem fáanlegur er. Okkur, sem ekki getum fengið í nauð- synlegustu flíkur, vegna þess, að það er ekki flutt inn nóg vefnaðarvara, þykir hins vegar hart, að allskonar flakk — oft að þarflausu — til útlanda, sé metið meira en klæðnaður handa þeim, sem vinna. Satt að segja eru margir, og ég er einn af þeim, sem trúi alls ekki að gjaldeyri vanti. Það sé eitt- hvað annað, sem veldur því, að ýmislegt fæst ekki. En hvernig væri nú að breyta til svoleiðis, að láta eitthvað af þessum far- andlýð framleiða handa sjálf- im sér svo sem kartöflur, því að oft vantar þær. Við það sparað- ist gjaldeyrir á tvennan hátt. Hvað er annars framundan, ef flestir hætta að vinna bezta bjargræðistímann? Vitanlega skortur. Fátt held ég bendi í þá átt, að nokkrir kæri sig um að laga það ófremdar ástand, sem nú er á margan hátt. Jú, blöð og útvarp hvetja til að framleiða meira, en það er alveg sama og skipa þeim, sem mest vinna, að vinna ennþá meira. Þeir menn, sem þessu stjórna, ættu sjálfir að fara og framleiða eitthvað þarfara en blaðadeilur. Það er síst til bóta, skammir og alls- konar svívirðingar, sem blöðin eru venjulega óspör á, spilla mörgu, en bæta ekkert. Ég held það sé réttasta leiðin og það ættu framleiðendur að athuga og hafa hugfast, að framleiða aðeins handa sér og sínum, lofa hinum svo að lifa á ferðalögum, íþróttum, sjón- leikjum, bíóum og böllum, reykja sigarettur og drekka á- íengi og biðja svo stórveldin að gefa sér að éta. Það væri ekki svo fráleit af- koma eftir allt montið og mikil- lætið yfir auði og allsnægtum islenzku þjóðarinnar. Flestir eru óánægðir með þá ráðstöfun, hverjum sem hún er að kenna, að svo lengi sem kaffi fæst handa þjóðinni, þá skuli ekki vera hægt að fá annað en brennt og malað kaffi. Þó víð- ast, — að minnsta kosti þar sem fólk hugsar um annað en hafa sem minnst fyrir lífinu, — að hægt sé að brenna og mala kaff- ið heima. Satt að segja er mikiö að láta uppundir einn tug króna fyrir hvert kg. af brennda kaff- inu, sem það kostar meira en kaffibaunir. Þar að auki er pakka-kaffið verra. Væri nú ekki hægt að laga þetta? Þess væri full þörf, og ekki nema sanngirniskrafa, að það sé gert án tafar. Margt fleira væri þörf að minnast á, sem betur þyrfti að fara og er vel framkvæmanlegt og það strax, bara ef vilji er til hjá þeim, sem ráða öllu sleifar- Iaginu.“ Hér lýkur spjalli Dalakarls. Ég læt það fara athugasemdalaust, því ég deili yfirleitt ekki við gesti mína, þótt ekki sé ég alltaf á sama máli og þeir. Starkaður. Faðir okkar KRISTINN GUÐLAUGSSON Núpi, Dýrafirði andaðist í Landsspítalanum 4. september. Börnin Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.