Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn jtn m m^^^^^^^^^^^^^^^^ 7 Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda -7 <KM^>i»g^tptW^a^fOJ 34. ÓLTg. Reykjavík, miðvikudaginn 6. september 1950. 194. blað. Dönsku flugvélarnar: Menn af Skaga fundu þær á Aravatni í gærmorgun Flugvéiarnar *r« í góðu vari, og' er mí beðið flugveðurs anstur til Akureyrar Dönsku flugvélarnar frá Ellaey lentu á Aravatni á Skaga, e.n ekki á Langavatni, eins og flugmennirnir hugðu sjálfir. Fundu leitarmenn af Skaga þá á tínnda tímanum í gær- morgun. Sex menn voru í flugvélunum, eins og Tíminn skýrði frá í gær, og leið þeim öllum vel. Voru þeir enn á Ara- \afni í gærkvöldi og biðu flugveðurs til Akureyrar eða á Miklavatn í Fljótum. f. I.^ntu um níuleytið. Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við Ólaf Lárusson simstöðvarstjóra á Höfðakaupstað og Ólaf Páls- son, bónda í Króksseli, Skaga. Þótt vélaaflið sé nú víða um lönd mjög notað við landbúnaðarstörf er hesturinn cnn al- Ólafur Lárusson sagði svo gengasta dráttaraflið í flestum Evrópulöndum. Danir kunna manna bezt að notfæra sér frá: hestaflið til landbúnaðarstarfa og finnst það taka vélum fram um margt. Jafnvel þótt munu hafa not-iðar séu vélsláttuvélar eru oftast hestar fyrir heyvögnunum við hirðinguna. — Hólssandurógnar jörðum í Öxarfirði Víðlend gréðurlönd þegar koniin í auðn <»j> vikuveðitr eyðir ©ft stórum spildum Sandfok og sandágangur hefir síðustu ár ógnað mörgum jörðum í Öxarfirði. Hafa þegar farið i auðn mjög víðlend beitilönd, og er nú svo komið, að byggðin er í yfirvofandi hættu. Eigendur bjóða fram lönd sín. Það er Hólssandur, sem teygir hramma sína niður í Öxarfjörðinn, og hefir ágang ur sandsins sífellt færzt í aukana síðasta áratug. Fyrir 4—5 árum var þegar sýnt að hverju stefndi. Eigendur þeirra jarða, sem stendur voði af sandinum, hafa boðið fram það af lönd um sinum, sem nauðsynlegt er að friða, ef hefta á sand- fokið og forða mörgum bæj- um frá auðn. Þarf um fimm- tíu kílómetra langa girðingu, en fé til slíkrar friðunar og varnarráðstafana hefir ekki fengizt enn. Tjónið á Seyðis firði 623 þús. Skipuð matsnefnd hefir nú metið tjónið af völdum skriðufallanna á Seyðisfirði um daginn. Er talið, að það nemi alls um 623 þús. kr. og eru þó ekki taldar þar með skemmdir á saltfiski. Mestar urðu skemmdirnar á eignum bæjarins og síldarverksmiðj- unnar auk þeirra einstakl- inga, er urðu fyrir tjóni. Margir kílómetrar sum árin. Sandfokið er svo heiftar- legt, að i sunnanveðrum er oft mökkur yfir öllu byggð- arlagiilu, svo að ekki sést bæja á milli. í slíkum veðr- um veltur sandurinn svo fram á einni viku, að stór- miklu munar, og sum ár hefir sandurinn færzt fram svo að kílómetrum skiptir. Segir bændunum í sveit- inni þungt hugur um sívax- andi nálægð sandsins. Pálmi Hannesson lætur vel yfir dvölinni vestra Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans í Reykjavík sagði í blaðaviðtali í Bandarikjunum, að sér fynd- ist ameriskar kvikmynd- ir ekki gefa rétta hugmynd um Bandaríkjamenn. „Frá evrópisku sjónarmiði", bætti hann við til skýringar, „finnst mér íclk hér langt um eðli- legra og mannlegra en kvik- myndirna* gefa til kynna. Sagði Pálmi, að fólkið væri bæði glaðlegt og h^jálpsamt. (Framhalú á 2. síðu.) Kristinn á Núpi látinn Kristinn Guðlaugsson, fyrr um bóndi á Núpi í Dýrafirði, andaðist 4. september, tæpra 82 ára. Hann fæddist í Eyja- firði, stundaði búfræðinám á Hólum, en fluttist til Vest- fjarða og hóf búskap að Núpi 1892. Hann var um langt skeið formaður Búnaðarsam- bands Vestfjarða og ötull for göngumaður á sviði marg- háttaðra félagsmála þar vestra og hinn bezti drengur í hvivetna. lent á Aravatni um niuleytið á mánudagskvöldið, og þá var stormur á Skaga, tekið að skyggja, en ekki mjög dimmt yfir. Við í Höfðakaupstað viss- um ekki, að flugvélar hefðu lent á Skaga, fyrr en laust fyrir tvö á þriðjudagsnótt, að hingað kom bifreið frá Blönduósi. Var þá þegar sím að út á Skaga og fólk vakið upp á bæjum þar, og um þrjú leytið lögðu af stað tveir leit- arflokkar, annar frá bæjum á Nesjum, og þar inn frá, en hinn héðan úr Höfðakaup- stað. Fyrst haldið að Langavatni. í leitarflokknum héðan úr Höfðakaupstað voru meðal annarra Ernst Berndsen, Þor björn Jónsson og Bogi Björns son, en alls voru átta menn í þessum flokki. Fóru þeir á bifreiðum að Hofi á Skaga- strönd, en þaðan á hestum til Langavatns, því að þá var ekki betur vitað, en flugvél- arnar hefðu lent þar. Þangað (Framhald á 7. síðu.) Slysavarnarfél. sýnir kvikmynd í Austurb.bíó S> ningin verður kl. 7 n. k. fiuuntudag, **ti kostar aðg'angur eina krónu í Austurbæjarbíó n. k. fimmtudag sýnir Slysavarnafélag íslands slysavarnamyndir. Sýningin tekur hálfa aðra klukku stund og verða sýndar fimm myndir: Lífgun úr dauðadái, umferðareglur, slysahætta í verksmiðjum o. fl. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að sjá þessar myndir og læra af þeim hvernig beri að forðast slysahættu, í heimahúsum, vinnu- stöðvum og á götum úti. Mjólkin hækk- ar um 42 aura Bændur fái 2,15 fyr- ir lítrann Verð á neyzlumjólk hækk- ar nú um 42 aura hver lítri, og verður verð á mjólk í lausu máli 2,57, en flöskumjólk 2,70 litrinn. Við útreikning á verðlags- grundvellinum kom í ljós, að reksturskostnaður búa hefir hækkað um 19,3%, en auk þess hefir orðið hækkun á rekstrarkostnaði mjólkursam laga, flutningskostnaði og dreifingarkostnaði. Nemur verðhækkun mjólkurinnar 17, 14% miðað við óniðurgreitt mjólkurverð. Aðrar mjólkurafurðir hækka um 17,14%. Mjólkurverðið er miðað við það, að bændur beri úr být- um fyrir störf að búi sínu samsvarandi kaup og greitt er samkvæmt samningum verkamannafélagsins Dags- brúnar i Reykjavík. Er til þess ætlast, að bændur fái 2,15 fyrir lítrann. Jón Oddgeir Jónsson sýndi blaðamönnum tvær þessara mynda, sem Slysavarnafélag- ið hefir nýlega fengið frá Sviþjóð og Danmörku. Sænska myndin sýnir afleið- ingar og áhrif drykkju áfeng- is við akstur, en danska mynd in er af slysförum í verksmiðj um. Verksmiðjufólk ætti að sjá þessa mynd, þar sem sams konar slys ber að varast i verksmiðjum hér á landií All ir atburðir í myndinni eru sannir og eru þeir teknir úr skýrslum nokkurra verk- smiðja. Myndir þessar verða sýnd- ar aðeins einu sinni fyrir al- menning, en verða svo sýndar í skólum og i verksmiðjum i vetur. Fræðslukvikmyndir. Eins og undanfarna vetur gengst Slysavarnafélagið fyr ir námskeiðum í slysavörn- um. Kvikmyndir verða þó (Framhald á 7. síðu.) Þak fýkur af húsi í SiglufirðS í fyrradag geisaði hvass- viðri mikið á Siglufirði og i nærsveitum. Veðrið stóð þó aðeins nokkrar klukkustund- ir. — Allmikið tjón varð af völdum veðursins, þak fauk af húsi og skemmdi önnur hús.. Einnig fauk töluvert af áhöldum við söltunarstöðvar og tómar síldartunnur fuku. Vélskipið Sjöfn var statt út af Siglunesi og missti nót og nótabát.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.