Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 5
194. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 6. september 1950. 5. Miðvikud. 6. sept. Kosn ingalof or ðin. í Alþýðublaðinu var ný- lega svo að orði komist, að Framsóknarflokkurinn hefði lofað kjósendum sínum gulli og grænum skógum fyrir seinustu þingkosningar, en það, sem nú blasti framund- an, væri talsvert á aðra leið. Hér er rangt frá skýrt, eins og oft vill verða hjá Alþýðu- blaðinu, þegar það minnist á Framsóknarflokkinn í seinni tíð. Framsóknarflokkurinn er einmitt eini flokkurinn, sem alla tíð hefir varað við afleiðingum verðbólgustefn- unnar og sýnt fram á, að hún gæti ekki haft nema illt eitt 1 för með sér. Þessum aðvör- unum hans var ekki sinnt, heldur voru þær kallaðar aft urhaldsstefna og barlómsvæl. Því er nú komið, sem komið er. Fyrir seinustu þingkosning ar var Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn, sem sýndi fram á, að þjóðin ætti ekki neins góðs að vænta vegna afleiðinga verðbólgunnar. Hann var eini flokkurinn, sem sagði það hiklaust fyrir kosningarnar, að gengislækk un eða önnur hliðstæð ráð- stöfun væri óhjákvæmileg, ef útflutningurinn ætti ekki að stöðvast. Með því var síður en svo verið að bjóða fólki upp á gull og græna skóga, því að allir vissu, að gengis- lækkun var kjaraskerðing þótt hún væri betra en ann- að enn verra, sem var stöðv- un útflutningsatvinnuveg- anna og atvinnuleysi. Enginn hinna flokkanna þorði hins- vegar að ympra á þessu fyrir kosningarnar, held- ur létu þeir sem svo, að ekkert væri að, og gullöld in, sem var hér meðan verið var að eyða stríðsgróðanum og afurðasalan bjó við hag- stæðustu aðstæður, myndi haldast áfram. Svo langt var t. d. gengið í því að blekkja fólkið og telja því trú um, að allt væri í lagi, að bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur inn kepptust við að lofa stór auknum neyzluvöruinnflutn- ingi. Forvígismönnum þess- ara flokka var þó vel ljóst, að ekki var hægt að standa við þetta loforð, þar sem fyr- irsjáanlegt var að mikill verzlunarhalli yrði á síðast- liðnu ári og þó myndu út- flutningstekjurnar verða meiri þá en vænta mætti síð ar, þar sem verðlag útflutn- ingsvaranna fór lækkandi. Hér í blaðinu var líka forðast að taka undir þessi falslof- orð, heldur sýnt fram á, að búast mætti við samdrætti innflutningsins. Framsóknarflokkinn er því síst um það að saka, að hann hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir seinustu kosn- ingar. Það var einmitt hann, sem einn flokkanna hafði á- ræði og heilindi til að benda á þær óvinsælu ráðstafanir, sem gera þyrfti vegna afleið inga verðbólgunnar á undan förnum árum. Hitt er' svo rétt, að Fram- sóknarflokkurinn sýndi fram á það að gera mætti aðgerðir eins og gengislækkun léttbær ari fyrir almenning, ef jafn- hliða væru gerðar ýmsar ráð ERLENT YFIRLIT: Walter Bedell Smith Ci IIaun hcfir nýlega verið skipaður yfirmað- ur hamlarískn lcyniþjómisiuiinar Síðan Kóreustyrjöldin hófst hefir sú gagnrýni iðulega kom- ið fram í amerískum blöðum, að leyniþjónustan stæði sig ekki vel í starfi sínu, þar sem inn- rásin í Suður-Kóreu hefði komið valdamönnum Bandaríkjanna á óvart. Nauðsynlegt væri því að vinna að endurskipulagningu hennar og fullkomna starf hennar eins og bezt væri auðið. Af hálfu stjórnarvaldanna hefir því verið yfirlýst, að það stafaði ekki neitt af þessari gagnrýni, að nýlega varð ákveð- in breyting á yfirmanni leyni- þjónustunnar. Hillenkoeter flotaforingi lætur af því starfi um næstu mánaðamót, en sá, sem tekur við af honum, er Walter Bedell Smith hershöfð- ingi. Ti’kynningin um þessi manna- skipti hefir yfirleitt vakið mikla ánægju í Bandaríkjunum og blöðin keppast við að lýsa yfir því, að sé nokkur maður líkleg- ur til að koma góðri skipan á störf leyniþjónustunnar, sé það Bedell Smith. Örðugt starf. Starf leyniþjónustu þeirrar, sem hér um ræðir, Central In- telligence, er fyrst og fremst í því fólgið að safna upplýsingum utan Bandaríkjanna um öli þau mál, sem talin eru skipta hags- muni þeirra. Leyniþjónustan hefir ekki aðeins sjálf menn í þjónustu sinni, er starfa að þessari fréttaöflun, heldur ber einnig sendiráðum og erindrek- um hersins skylda til að senda allar upplýsingar sínar til henn- ar. Hún moðar síðan úr öllum upplýsingunum, dregur af þeim ályktanir og sendir síðan skýrsl- ur sínar til hlutaðeigandi stjórnarvalda. Það mun nú vera -ráðgert að auka mjög starfsemi þessarar stofnunar. Það verður mikið og vandasamt skipulagsverk að koma þeirri skipan á starísemi hennar, að örugg geti talizt. Ekki sízt þarf að afla upplýs- inga í þeim löndum, er reyna nú að loka að sér á allan hátt. Bedell Smith þykir einmitt lík- legri til að valda þessu verk- efni vegna þess, að hann er allvel kunnur aðstæðum í þess- um löndum síðan hann var sendiherra í Sovétríkjunum á árunum 1946—49. En auk þess er hann viðurkenndur sem einn allra snjallasti eða snjallasti skipuleggjari ameríska hersins. Samstarfsmaður Eisenhowers. Það hefir stundum verið sagt, að seinasta heimsstyrjöld hafi leitt fjóra mikla ameríska hers- höfðingja íram á sjónarsviðið. Þessir hei'shöfðingjar eru þeir Marshall, MacArthur, Dwight Eisenhower og Bedell Smith. Mestur ijóminn féll þó á þrjá þá fyrstnefndu og þó sennilega einkum á þá MacArthur og Eis- enhower, því að þeir voru æðstu stjórnendur á aðalvígstöðvun- um. Bedell Smith hvarf hins vegar í skuggann, því að hann vann aðallega að tjaldabaki og kom lítið fram opinberlega. Hann var formaður í herfor- ingjaráði Eisenhowers bæði á Miðjarðarhafsvígstöðvunum og vígstöðvunum í Vestur-Ev- rópu. Margir telja, að það megi þakka honum það meira en nokkrum manni öðrum, hve vel allt skipulagsstarf tókst í sam- bandi við báðar þessar höfuð- sóknir Bandamanna. Byrjaði sem óbreyttur hermaður. Áður en Bedell Smith varð formaður herforingjaráðsins hjá Eisenhower, hafði hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum hjá hernum. Hershöfð- ingjatitil hlaut hann þó ekki fyrr en nokkru eftir að síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Á- stæðan var m. a., að hann hóf göngu sína í hernum, án hern- aðarlegrar menntunar, en fáir verða herforingjar vestra nema þeir hafi í upphafi lokið námi við herforingjaskóla. Bedell Smith byrjaði göngu sína sem óbreyttur hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni, en hafði unnið sér liðsforingjatign er henni lauk. Hann hélt áfram að starfa í hernum eftir styrjöld- ina, því að yfirmenn hans höfðu veitt athygli hinni góðu skipu- lagsgáfu hans og lögðu kapp á að halda honum áfram í hern- um. Sendiherra í Moskvu. Það féll í hlut Bedells Smith sem fulltrúa Eisenhowers, að undirrita fyrir hönd Banda- manna vopnahléssamninga bæði við ítali og Þjóðverja. Eftir styrjöldina vildi Bedell Smith gjarnan draga sig í hlé, en Truman forseti hafði þá fengið á honum sérstakt dálæti. Kynn- ing þeirra leiddi til þess, að Truman forseti gerði hann að sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu árið 1946 og gegndi hann þeirri stöðu um þriggja ára skeið. Eftir heimkomuna frá Moskvu reit Bedell Smith bók um veru sína þar, „My tree Years in Móscow“, sem mikla athygli hefir vakið og þykir með stafanir í húsnæðismálum, verzlunarmálum o. s. frv. Þessar ráðstafanir höfðu ekki fengist fram í stjórn Stefáns Jóhanns Stefánsson ar og m. a. vegna þess rauf Framsóknarflokkurinn stjórn arsamvinnuna i trausti þess að eftir kosningarnar kynnu frekar að skapast stjórnmála samtök, er vildu vinna að slíkum endurbótum. í sam- ræmi við það þrautreyndi hann eftir kosningarnar að ná samvinnu við Alþýðuflokk inn. Alþýðuflokkurinn reynd ist hinsvegar ófáanlegur til slíkrar samvinnu eins og oft hefir verið rakið. Um komm únista var ekki að ræða í þessu sambandi, því að þeir höfðu dæmt sig úr leik með Moskvupólitík sinni. Það var ekki fyrr en þetta ljóst, sem Framsóknarflokk- urinn gekk til samstarfs við Sjálfstæöisílokkinn, þar sem þá var ekki um annað að ræða en slíkt samstarf eða stjórnleysi. Af tveimur erfið- um kostum, töldu Framsókn armenn þann fyrri líklegri til þess, að meiru yrði bjargað. Eins og sést á framansögðu er það ekki Framsóknarflokks ins sök, þótt hann hafi ekki komið fram nema takmörk- uðu af þeim ráðstöfunum, sem hann taldi að þyrfti að gera gengislækkunni sam- fara. Til þess að koma þeim fram fékk hann ekki nægi- legt bolmagn í kosningunum og honum brást sá sam- starfsaðili, sem vegna aðstöðu sinnar og kjcrfylgis hefði þó átt að vilja styðja slíkar ráðstafanir. Það situr því síst á honum að ákæra Framsókn arflokkinn. Og víst er það, að margt myndi nú verr fara, ef Framsóknarflokkurinn hefði fylgt fordæmi hans og dreg- ið sig i hlé, þegar erfileikarn ir tóku að vaxa. Til þess hefði hann þó haft réttlætanlegri ástæðu, þar sem hann á minni þátt í því, hvernig kom ið er. • r Bcdell Smith beztu bókum, er skráðar hafa verið um Rússlandsmálin á seinni árum. Margir ritdómend- ur telja, að Bedell Smith skilji og skýri flestum betur viðhorf Rússa, enda hefir hann ekki látið sér nægja að kynna sér afstöðu þeirra nú, heldur einn- ig fyrr á tímum og það sam- hengi, sem þar er á milli. Skoð- un Bedell Smith er m. a. sú, að Rússar muni ekki hefja styrjöld, ef þeim sé gert ljóst, að styrkleikur lýðræðisríkjanna sé svo mikill, að hún borgi sig ekki, og lýðræðisríkin hyggi ekki heldur á styrjöld. Bedell Smith verður 55 ára í haust. Hann er enn í fullu fjöri. Um skeið var talið, að Truman hefði hug á að gera hann að æðsta yfirmanni í varnarsamtökum Atlantshafs- þjóðanna. Nú hefir hann fal- ið honum annað verkefni, sem ef til vill er ekki þýðingarminna. Bedell Smith hefir sig yfirleitt lítið í frammi og stundum hefir hann verið nefndur þögli hers- höfðinginn. Hann á þó til að bregða fyrir sig spaugi. Nokkru eftir að hann var skipaður í starf það, sem hann tekur við um mánaðamótin, lét hann svo ummælt, að það myndi ætlazt til þess, að hann vissi fyrir all- ar fyrirætlanir Guðs og Stalins og þó einkum þess síðarnefnda. Raddir nábúarma í forustugrein Alþýðublaðs ins í gær er rætt um hina á- kveðnu yfirlýsingu, er Tru- man forseti gaf í útvarps- ræðu sinni á föstudagskvöld ið, en þar lýsti hann yfir þeim ásetningi Bandarikjamanna, að berjast gegn sérhverjum árásaröflum. Alþýðublaðið segir: „Það er margra manna mál, að með sömu einurð og Banda- ríkin sýna nú, hefði mátt koma í veg fyrir heimsstyrjöld Hitl- ers. En þegar hann var að und irbúa hana með svipuðum vél- ráðum og árásum og þeim, sem nú eru höfð í frammi af Stalin og mönnum hans, var einangr unarstefnan enn ráðandi í Bandaríkjunum, og Bretland og Frakkland treystust ekki til þess að sýna ágengni Hitlers þá mótspyrnu, sem nauðsyn- leg var og ef til vill hefði nægt til þess að svipta hann löng- uninni til að halda áfram á árásarbraut sinni. Þvert á móti létu þau árum saman undan yfirgangi hans, og það er ekkert líklegra en að Hitler hafi þess vegna trúað því haustið 1939, eftir vináttu- samning sinn við Stalin, að Vestur-Evrópuríkin myndu ekki hreyfa sig, þótt hann sendi herskara sína inn í Pólland.“ Vonirnar um frið i heim- inum eru nú ekki sízt bundn ar við sigur lýðræðisaflanna i Kóreu. Reyni yfirgangsöfl- in þar, að árás borgar sig ekki, munu þau fara hægar í sakirnar eftirleiðis, einkum ef viðbúnaður lýðræðisþjóð- anna heldur áfram að styrkj ast. Óhagstæð verð- Iagsþróun Eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu, áttu dönsku þingkosningarnar, er fram fóru í gær, meðal annars rót sína að rekja til ósamkomu- lags milli flokkanna um fram kvæmd gjaldeyrishaftanna. Forsagan er sú, að allmargar vörur hafa verið settar á frilista, og innflutningur þeirra því aukizt verulega. Við þetta hefur svo bæzt, að verðlagsþróuninn í heimin- um hefir verið Dönum óhag- sl(æð. Afleiðingarnar hafa orðiö þær, að halli er orðinn mikill á utanrikisviðskiptun- um og voru allr flokkar sam- mála um, að hann yrði að minnka. Ilinsvegar greinir þá um leiðir. Jafnaðarmenn vildu fækka frílistavörum og herða innflutningshöftin, en hinir flokkarnir töldu það ekki einhlýtt. í sambandi við umræður um þessi mál hefur það verið reiknað út, hve mikið Danir hafa tapað vegna þess, að verðlagsþróunin . . erlendis hefur verið þeim óhagstæð. Þetta hefur verið gert með þeim hætti, að magn inn- flutnings og útflutnings fyrstu sex mánuðði ársins hef ur verið reiknað út með því verðlagi, er var á sama tíma 1949. Samkvæmt þessum út- reikningi hafa innflutnings- vörurnar orðið 330 millj. kr. dýrari en þær hefðu orðið, ef verðið hefði haldist óbreytt, en útflutningstekjurnar hafa rýrnað um 120 milj kr. frá því, sem þær hefðu orðið að óbreyttu verðlagi. Danir búa þannig við þá aðstöðu, að verðlag á útflutn ingsvörum þeirra hefur lækk að, en verð innflutningsvar- anna hækkað. Ástæðan er sú að þeir flytja aðallega út mat vörur (landbúnaðarafurðir), en verð þeirra á heimsmark- aðinum hefur farið heldur lækkandi, en flytja inn hrá- efni og iðnaðarvörur, sem hafa hækkað í verði á heims- markaðinum. íslendingar búa að ýmsu leyti við svipaða aðstöðu og Danir í þessum efnum og sennilega óhagstæðari, því að verðhíæhanir hafa verið meiri á ýmsum sjávarafurðum en Iandbúnaðarafurðum. Þessi óhagstæða verðlagsþróun á sinn drjúga þátt í því, hvern- ig nú er ástatt í gjaldeyris- málunum. Fyrir íslendinga skiptir það miklu máli að draga réttar ályktanir af þessu. Það er ekki heppilegt að byggja af- komu þjóðarinnar á matvæla framleiðslu einni saman. Hér þarf að koma upp ýms- um stóriðnaöi sem ýmist spar ar gjaldeyri eða aflar hans. Þar má í fyrsta lagi nefna fyrirtæki eins og áburðarverk smiðju og sementsverk- smiðju. En undirstaða þess, að slíkum iðnaði sé komið upp, er aukin hagnýting vatnsaflsins. Af slíkum verkefnum verð ur þjóðin að beita sér á kom- andi árum. Með því tryggir hún framtíðarafkomu sína. Slíku verður hinsvegar vart komið fram, nema með að- stoð erlends fjármagns. Það verður því mikilvægt verk- efni að afla þess á sem heppi legastan hátt og án þess að þjóðin lineppi sig í nokkra óeðlilega f jötra. X+Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.