Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 7
206. blað.
TÍiVIINN, miðvikudaginn 20. september 1950.
7.
Lögþing Færeyja frá-
baö sér heimavarnir
Samþ.ykkti að athuga skyldi, hvað kostaði
að koma upp lijálparsveitum
Færeyska lögþingið hefir nú fjallað um uppástungur
um heimavarnir og borgaralegar hjálparsveitir, ef ófrið ber
að höndum. Færeyska landstjórnin hafði skrifað þinginu um
tilboð, sem Danir höfðu gert, um að senda herfróða menn og
hergögn til Færeyja, ef lögþingið féllist á það.
Óskuðu ekki heimavarna.
Lögþingið samþykkti með
atkvæðum allra þingmanna,
nema eins, að vísa þessu máli
frá, þar sem „lögþingið óskT
ar ekki, að ríkislög um heima
varnir verði látin gilda i Fær
eyjum,“ eins og sagt er í sam-
þykkt logþingsins.
Borgaraleg hjálparsveit.
í öðru lagi var fjallað um
borgaralegar hjálparsveitir
án vopnabúnaðar, og heimild
til þess að kveðja menn til
starfa í sveitum, er starfi sem
brunalið og hjúkrunarlið og
vinni að því að koma skipu-
lagi á það, sem dregið get-
ur úr hættu og tjóni, ef ó-
vinaárás ber að höndum.
Þessi tillaga sætti einnig and
róðri, og greiddu 9 þingmenn
atkvæði með frávísunartil-
lögu. Að lokum var samþykkt
með 11 atkvæðum. að athuga,
hvað stofnun slíkra hjálpar-
sveita myndi kosta.
„Óvænt heimsókn”
frumsýnd á föstnd.
Fyrsta frumsýningin í þjóð- ^
leikhúsinu á þessu hausti verð ,
ur á föstudagskvcldið. Þá verð •
ur leikurinn „Óvænt heim-1
sókn‘“ eftir J. B. Priestley
sýndur í fyrsta skipti.
Styðja upptöku kín-
verskrakommúnista
Fulltrúi Indlands hefir bor
ið fram þá tillögu á allsherj - |
arþinginu, að stjórn komm-
únista í Kína verði veittur
fulltrúaréttur Kína í S.Þ. Bú-
izt er við að tillaga þessi verði
felld en umræður um hana
verði hins vegar miklar og
harðar. I
Þríveldin leyfa Þýzkalandi
stofnun vopnaðrar lögreglu
Upphefja styrjaldarástand milli Þýzka-
lands og þessara ríkja og mumi telja árás
á Vestnr-Þýzkaland árás á sig
Utanríkisráðherrar Breta, Bandaríkjanna og Frakklands
gáfu út sameiginlega opinbera tilkynningu í gær varðandi
Þýzkalandsmálin. Er þar lýst yfir, að þríveldin muni upp
frá þessu telja styrjaldarástand það, sem ríkt hefir á milli
þeirra og Vestur-Þýzkalands upphafið.
Stofna her og lögreglu.
Samkvæmt þessu verður
vestur-þýzku stjórninni í
Bonn leyft að stofna vopn-
aða herlögreglu jafnfjöl-
menna þeirri, sem er i Aust-
ur-Þýzkalandi og einnig
verði undirbúin stofnun vest-
ur-þýzks hers.
Þá lýsa þríveldin því yfir,
að þau muni framvegis líta
á árás á Berlín og Vestur-
Þýzkaland sem árás á sig og
snúast til varnar á sama hátt
og svo væri. Vesturþýzka
stjórnin fær nú enn víðtæk-
ara sjálfræði yfir utanríkis-
málum og tekur upp stjórn-
málasamband við önnur ríki
að vild.
í lok tilkynningarinnar seg
ir, að hervæðing Austur-
Þýzkalands sé orsök þess, að
þríveldin hafi stigið þetta
spor.
Köld horð ojí holt-
*ir matur
sendum öt um allan bæ
SlLD & FISKUK
'Útbfeiiil Tíffitrnh
Eignizt DVÖL
Hjá forlagi DVALAR er nú
til lítið eitt af eldri árgöng-
um og einstökum heftum, en
því miður er DVÖL ekki til
samstæð. Það sem til er, er
um 150 arkir eða 2400 síður
lesmáls. Er hér um að ræða
eitthvert stærsta og bezta
safn erlendra smásagna, sem
til er á íslenzku.
Þetta býður DVÖL yður fyr
ir kr. 50,00, auk burðargjalds,
sent gegn póstkröfu hvert á
land sem er.
Sendið pantanir i pósthólf
561, Reykjavík.
L Ö G U Ð
flnpúsning
send gegn póstkröfu um allt
land.
Fínpúsningsgerðin
Reykjavík — Sími 6909
AughfAit í Tmaitum
Áliöfn Goysis
(Framhalcl af 1. slSu.)
ekki stöðva hreyflana held-
ur leggja þegar til flugs á
ný. —
Lendingin tekst ágætlega.
Skíðavélin sveif stútta
stund yfir Geysi en renndi
sér síðan niður á hina
merktu braut. Tókst lend-
ingin vel og án allra skakka
falla. Flugvélin lenti klukk-
an 18,08.
Skjótið ekki hundana.
Nokkur stund leið án þess
að vélin hæfi sig til flugs á
ný en þó var búizt við að það
mundi takast. Ætlaði hún að
fljúga með áhöfnina til
Keflavíkur en þangað átti
Vestfirðingur, sem fann
Geysi, að sækja hana.
Áhöfninni var nú sent
skeyti um að skjóta umfram
allt ekki hundana, sem í vél-
inni eru, þegar hún yfirgæfi
hana, því að þeir væru mjög
dýrmætir. Skyldu þeir skildir
eftir inni í flakinu og settur
hjá þeim matur og vatn. Síð-
ar yrði gerður út leiðangur til
að sækja þá.
Skíðavélin situr föst í
snjónum.
Þegar farið var að reyna að
koma skíðavélinni í flugtaks-
stöðu á ný, þurfti að snúa
henni og færa hana eitthvað
til, og sukku skíðin þá svo í
snjóinn, að hún sat föst. Var
reynt að moka frá henni og
þjappa snjónum nokkra
metra framan við hana, en
svo stuttur tími var 1^1 myrk-
urs, að ekki tókst að ljúka
því fyrir þann tíma. Flugvél
þessi er búin þrýstiloftsrak-
ettum auk venjulegra hreyfla,
til þess að auka hraðann við
flugtak, og var rakettunum
eytt. Situr flugvélin því enn
á jöklinum og verður áhöfn
hennar að gista í henni í nótt.
Er hún sögð vel búin til næt-
urvistar þar.
Snjókoma mesta hættan.
í fyrramálið mun vélin
reyna að hefja sig til flugs!
og er búist við að það takist
sæmilega, ef veður helzt ó-
breytt. Mesta hættan er sú,
i að snjói á jöklinum og hvessi.
| Vonir standa þó til sæmilegs
veðurs í dag.
' Akureyrarleiðangrinum
■ send talstöð
| Búizt var við, að Akureyrar
leiðangurinn gæti snúið við
norður aftur, ef flugför skíða
flugvélarinnar tækist, en þeg
ar svo fór, að hún tepptist á
jöklinum, var Akureyringum
gert aðvart í útvarpi eins og
fyrr segir, að halda urnfram
allt áfram upp á jökulinn.
Yrði síðan reynt að varpa nið
ur til þeirra talstöð í dag.
Ekki var vitað, hve langt leið
angurinn var kominn i gær-
kvöldi, og jafnvel búizt við
að hann hefði ekki lagt á jök
ulinn í gærkvöldi en biði birt
unnar við jökulröndina. Á
það er hins vegar treyst, að
hann komist að Geysi og
bjargi áhöfninni til byggða,
ef svo illa skyldi takast, að
skíðavélin gæti ekki hafið sig
til flugs á morgun.
Takist hins vegar að bjarga
áhöfninni flugleiðina, hefir
þess verið óskað að leiðang-
ur Akureyringa vinni á björg
! un á hinum dýrmæta farmi
vélarinnar.
Síld við Eyjjar
Framhald af 8. slöu.
í Keflavík var Keflvíking
ur hæstur með um 130 tunn-
ur úr Grindavíkursjó, en þar
lögðu Keflavíkurbátar í fyrra
kvöld. Afli var annars mis-
jafn og ekki nema þessi eini
bátur, sem fékk yfir 100 tunn
ur. Mest var saltað hjá sölt-
unarstöð Margeirs Jónssonar
og Björns Péturssonar, um
200 tunnur. Allur síldarafl-
inn er saltaður í Keflavík.
Akranes.
Fjórir Akranesbátar létu
reka i Jökuldjúpi í fyrrinótt,
og fengu lítinn afla, eða mest
um 40 tunnur. Afli var þar
öllu betri nóttiná áður og
kenndu sjómenn slæmu veðri
um hversu aflinn var lítill
hjá þeim þar í gær.
Bátar hafa mælt síld víðs-
vegar vestur um Faxaflóa.
Ekki virðist þó um eins mikla
síld vera að ræða innar i fló-
anum, eins og við Reykjanes-
ið utanvert.
Á Akranesi var aflahæsti
báturinn, sem kom heim í gær
með 136 tunnur. Var það Ás-
björn, og hafði sá afli veiðst
í Grindavíkursjó. Alls komu
sex bátar heim til Akraness
í gær með samtals um 400
tunnur.
Forðizt eldinn og
eigoatjón
Framleiðum og seljum
flestar tegundir handslökkvl
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækj um. Leitið upp-
lýsinga.
Kolsýruhleðslan s.f. Síml 3381
Tryggvagötu 10
Reykjavík
Islenzk frímerki
Notuð íslenzk frímerkl kaupl
ég ávalt hæzta verðl.
JÖN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavik
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstími kl. 11—12 og 2—5
virka daga nema laugardaga
kl. 11—12.
AUGLÝSING
frá Kaupfélagi Hafnfirðinga um vöruúthlutun til
félagsmanna.
Vörujöfnun til félagsmanna hefst i dag. Úthlutað
verður vefnaðarvöru, gúmmískófatnaði o. fl. Út á
hverja einingu fást framangreindar vörur að verðmæti
30 krónur. Vörujöfnuninni lýkur miðvikudaginn 26.
september. Afgreiðsla hefst kl. 9 f. h. alla dagana.
Ekkert afgreitt frá klukkan 12 til kl. 2.
Afgreiðslunúmer vörujöfnunarseðlanna ráða af-
greiðsluröð. Byrjað verður á nr. 1 og afgreitt 20 númer
á klukkustund, þ. e. 140 númer á dag nema á laugar-
daginn, þá 60 númer. — Nánar auglýst í búðum fé-
lagsins. —
Kaupfélag Hufnfirifinga
V<nimmiiBiimiii;umiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiaiimniiiiiiiiiiii:niiii»iiimim«m
SÖNGKENNSLA
Upplýsingar i síma 4097 kl. 10—12 f. h. næstu daga.
Guðimuidur Jónsson
Auglýsingasími
Tímans cr 81 300
cr 81300.
Sölukrakkar óskast
til að selja merki Heilsuhælissjóðs og rit N.L.F.Í. í
dag. — Góð sölulaun. Afgreiðsla í skrifstofu N.L.F.Í.,
Laugavegi 22, (gengið inn frá Klapparstíg), simi 6371.
Stjórn Náttúrulækningafélags íslands.
iattmmmtimmmmniiiimmmmmmmmimiiiiiiiiiiiiiiiiiuinmimji
Sonur minn
ÓLAFUR GUÐBJÖRN ÓLAFSSON
bóndi, Lækjarkoti, Borgarhreppi
andaðist á Landakotsspítala 18. þessa mánaðar.
Guðbjörg Benjamínsdóttir
og vandamenn.