Tíminn - 22.09.1950, Side 2

Tíminn - 22.09.1950, Side 2
2. TÍMINN, fðstudaginn 22 .september 1950. 208. blað. Frá hafi til heiða Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. KÍ. 20,30 Útvarpssagan: „Ketill inn“ eftir William Heinesen; XXXII. (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson rithöfundur). 21,00 Tónleikar: Trió úr „Tónafórn“ eftir Bach (plötur). 21,15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri ). 21,30 Tónleikar: Ungir söngvarar syngja: Denis Harbour, Jean Gibbons, Anto Marco, Gertrude Ribla og Mari- lyn Cotlow. (plötur). 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,10 Vinsæl. lög (plötur). 22,30 Dagskrálok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er í Napólí. M.s. Hvassafell er á Húsavík. Ítíkisskip: Hekla var á Bakkafirði í gær á suðurleið. Esja fer frá Reykja- vík á hádegi i dag austur um land til Slglufjarðar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var á Bolungavík í gær á leið til Skagafjarðar- og Eyjafjarðir- hafna. Þyrill er á suðurieið. Ár- mann er i Reykjavik og fer það an í kvöld til Vestmannaeyja. Ur ýmsum áttnm Haustfermingarbörn séra Jakobs Jónssonar eru vinsamlega beðin að koma til viðtals í Hallgrímskirkju n. k. mánudag kl. 11 f. h. Haustfermingarbörn séra Sigurjóns Árnasonar eru vinsamlega beðin að koma til viðtals í Hallgrímskirkju n. k. mánudag kl. 5 e. h. Haustfermingarbörn í Nesprestakalli eru beðin að koma til viðtals í Melaskóla n. k. þriðjudag kl. 5. Séra Jón Thorarensen. Hlóttökurnar (Framhald af 1. slOu.) arinnar streymdu út á voll og einnig margt fleira fólk. Voru þar m. a. viðstaddir yfirmenn flugmálanna og fréttamenn útvarps og blaða. Fagnað með kyrrlátum inniieik. Anson-fftigvélin renndi .sér fyrst niður á flugvöllinn rétt fyrir klukkan 11 og ók heim að flugafgreiðslunni. Grumm an-báturinn kom rétt á eft- ir. Út úr flugvélinni kom fyrst ur af áhöfn „Geysis“ Magnús Guðmundsson, flugstjóri. en síöan Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja, en síðan hver af öðrum. Úti fyrir stóðu^nán- ustu vandamenn og fögnuðu þeim innilega, en fólkið í kring tók gestunum með kyrr Játum innileik. Lítið tóm gafst til að ræða við áhöfn- ina þarna, því að hver hvarf brátt heim til sin í fylgd sinna. En seinna i gær gafst færí á að ræða við áhöfnina og eru viðtöl við hana birt hér á eftir. Þótt ekki væru fleiri við- staddir komu Geysismanna. vegna þess, hve brátt hana bar að í gær, mun óhætt að fullyrða, að öll íslenzka þjóð- 3n fagnaði af heilum hug. Hún fagnaði og þakkaði þá mildi, sem lífgjöf þeirra olli og sigurinn sem vannst við fund þeirra og björgun af jöklinum og áhöfninni sjáifri fyrir þrautseigjuna pg dugn- aðinn. JÖKULFÖR AKUREYRIIVGA (Framhald af 1. slðu.) næsta hóp voru einn af Geys- ismönnum, Sigurður Jónsson flugeftirlitsmaður og tveir Akureyringar, annar þeirra Edvard Sigurgeirsson ljós- myndari. í þriðja hópnum var flugþernan, Ingigerður Karlsdóttir, og fjórir Akur- eyringar. Síðast fóru banda- rísku flugmennirnir þrír og tveir íslenzkir hjálparmenn| þeirra, Þórarinn Björnsson úr Reykjavík og Þorsteinn Svanlaugsson á Akureyri. Flugvélin úr Keflavík varp aði niður matvælum. en að þeim urðu lítil not, því að það var allt kalt. Þó voru í þessu brjóstsykurskaramellur með vítamíni, sem hresstu talsvert. Lopahnyklar og njólastönglar. Ferðin sóttist að vonum nokkuð seint, enda þótt ís- lendingarnir í tveim fyrstu hópunum hefðu allir fengið skíði og skíðaskó, enda dimmdi fljótt. En Akureyr- ingarnir höfðu merkt leiðina vandlega, svo að síður var hætta á_ því að villast, ef að- gætni var höfð. Var leiðin hæst á jöklinum merkt með lopahnyklum, sem fólk- inu sýndust býsna fyrirferð- armiklir, er þeir komu út úr þokunni. Er lengra dró norð- ur á jökulinn, höfðu Akureyr- ingarnir stungið niður njóla- stönglum, en nyrzt voru mæli stikur. Merkjabyssur. Merkjabyssur höfðu leið- angursmenn einnig meðferð- is og talsvert af skotum. Var blysum skotið á loft, og sást þá alllangt framundan að næsta leiðarvísi. Einnig voru næsta leiðarvísi. Einnig var komið með vasaljós i móti fólkinu af jöklinum. Ótrúleg ratvísi. Farið var niður af jökl- inum hjá Kistufelli, og þar beið fyrsti hópurinn eftir öðrum hópnum. Höfðu Ak- ureyringarnir í honum þrætt nákvæmlega slóðina, og þótti ratvísi þeirra aðdáanleg, þrátt fyrir leiðarmerkin. Raflýst tjaldborg við jökulröndina. Fast við jökulröndina var tjaldborg Akureyringanna, Var hún öll uppljómuð um miðnætti, er fyrsta fólkið kom af jöklinum. Þarna voru níu jeppar, sjö frá Akur- eyri og tveir frá Reykjavík. Einn jeppinn var notaður sem rafstöð, og höfðu Akureyring arnir haft með sér rafþræði og perur og komið upp skyndi rafveitu í tjöldin þarna undir jaðri Dyngjujökuls. Sumir jeppanna voru. með fullum ijósum, sem beint var upp í hlíðina, svo að fólkið. sem af jöklinum kom sæi betur til. Ógleymanlegar móttökur. Móttökur þær, sem fólkið fékk, er það kom af jöklin- um, voru ógleymanlegar. Þor- steinn Þorsteinsson, formað- ur Ferðafélags Akureyrar, for ingi bj örgunarleiðangursins, tók á móti hinum langþráðu gestum af jöklinum. Var þar til“ reiðu bezti beini. Meðal annars höfðu Akureyringarn ir haft með sér sextíu lítra af mjólk. Ilafði mjólk verið hit- uð handa fólkinu. Kvenhetjan. Klukkan rösklega fjögur um nóttina kom þriðji hóp- urinn, flugþerjian, Ingigerður Karlsdóttir, og fylgdar- menn hennar. Flugþerpan hafði lagt gangandi af stað og gekk fyrsta klukkutimann, en skórnir, sem hún hafði, fóru illa á fæti, svo að Akur- eyringum þótti vissara, að þeir drægi.hana á sleða, með- al annars vegna hættu á kali. En auk þess hafði hún hlotið meiðsli, er flugvélin rakst á jökulinn. Þó gekk hún oft á annan klukkutíma í senn, á milli þess sem hún sat á sleð- anum, og er það í sérstákar frásögur, hvílíka stillingu, æðruleysi og hetjuskap hún hafði sýnt. Ofan við Kistufell varð, að taka sleðann handa Banda- ríkjamönnum, og gekk Ingi- gerður þaðan niður að tjaid- búðunum. Síðasta hópnum sóttist seint. Seinasti hópurinn, banda- rísku flugmennirnir þrir og hjálparmenn þeirra. komu ekki niður að tjaldbúðinni fyrr en um morguninn. ís- lendingarnir höfðu upphaf- lega skilist við þá á jöklin- um hjá skíðaflugvélinni og flakinu af Geysi, því að þeir treystu á björgun frá Kefla- víkurflugvelli. En er íslendingarnir höfðu gengiö í um það bil klukku- tíma, kom flugvél frá Kefla- vík á eftir þeim, og kastaði niður skilaboðum, þar sem þess var farið á leit, að ís- lendingar yrðu sendir þeim til hjálpar og leiðsögu. Buðust þá tveir menn þegar tii að snúa við, Þorsteinn Svan- laugsson af Akureyri og Þór- arinn Björnsson úr Reykjá- vík. Komu Bandaríkjamennirn- ir og hjálparmenn þeirrá'ekki niður af jöklinum fyfr en undir morgun. Haldið á áfangastað. Snemma í gærmorgup. var tekið að búast til brottferðár, og höfðu þá flestir lítið sof- ið og sumir ekki neitt. Klukk an rúmlega átta var haldið úr áfangastað á jeppiírium austur með jaðri Dyngj.ujök- uls um hinn mesta tröllaveg. Urðu þó sumir að ganga. Hafði flugvél komið um morg- unin og kastað niður þeim skilaboðum, að fólkið yrði sótt í flugvél. , 7 Austan við Urðarháls,_nokk uð austan við tjaldstaðirin, beið stór vöruflutningabifreið, sem heyrði til Akureyrarleið- angrinum, og þaðan skarúmt frá var flugvöllurinn, þar sem flugvélarnar, sem fluttu fólk ið til Reykjavíkur, lentu. Var lendingarstaðurinn urri þáð bil átta kílómetra frá tjald- staðnum. Akureyringar kvaddir. Þarna norðan undir jaðri jökulsins kvöddu jökulbúar björgunarleiðangurinn frá Ak ureyri og hina reykvísku að- stoðarmenn þeirra, og stigu upp í flugvélarnar, sem fluttu þá til Reykjavíkur,. á lund vina og vandamanna. Voru það innilegar kveðjur, óg segja þeir, sem þar voru, áð sú stund muni seint úr minni líða. Óvíst um orsakir. Enn þá mun engu hafa ver ið slegið föstu um hina raun- verulegu orsök þess, að Géys- 1 ir rakst á Dyngjujökul. vitað er þó, að flugveður var rrijög illt, er slysið varð, og radíó- skilyrði svo slæm, að ekki náðist til stefnuvita heh á landi. J O RÐ helzt i nærsveitum Reykjavikur, óskast til kaups þarf ekki að vera stór en sæmilega byggð. Til greina getur komið skipti á húsi í útjaðri Reykjavíkur. Með grasnit, görðum og gripahúsum. Tilboð sendist blaðinu helzt fyrir 1. okt n. k. með nafni jarðarinnar og upplýsingum. Merkt: „Eigenda- skipti“. Stórar birgða- skemmur 1 eða fleiri, óskast til kaups. Tilboð sendist til Raf- magnsveitna Ríkisins, Reykjavík, fyrir 30. sept. n. k. mtsinnnnnnnntKfflmmnnnnnnnmnntKnmntnnttnnnnnnwumttn TILKYNNING Nr. 42/1950 Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möl- uðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: Heildsöluverð án söluskatts .... kr. 28.40 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti .... — 29.28 — — Smásöluverð án söluskatts. — 31.75 — — Smásöluverð með söluskatti .... — 32.40 — — Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. * Reykjavík, 21. sept. 1950, Verðlagsstjórinn Slátursala okkar á Skúlagötu 12 hefir á boð- stólum í sláturtíðinni: I Dilkaslátur, Ærslátur, Dilkahausa, Ærhausa, Lifur, hjörtu, nýru, Vambir, blóð og mör Samband ísl. samvinnufélaga Sími 7030. _____ll Ttfflnfflnnnmnfflfflmnffltnnmwfflmnfflmmtmmmmmfflfflfflnnna Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. Slmi 1518. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða og verðbréfa. Við- talstími kl. 11—12 og 2—5 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavik. BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Heima: Vitastlg 14. Laugaveg 65, sími 5833 Köld borð og heit- ur matur sendum út um allan bæ. SlLD & FISKUR.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.