Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 22 .september 1950. 208. blað. Heimsókn í háskólann í Cambridge Háskólinn í Cambridge er ein stærsta og virðulegasta menntastofnun heimsins. Frægð skólans er svo mikil og hefir borizt svo víða, að flest ir munu kannast við nafnið Cambridge, hvar sem þeir eiga heima á hnettinum. Byggingar skólans eru margar sannkölluð listaverk, og á milli þeirra og allt um- hverfis þær eru undra fagrir iystigarðar með margvísleg- um trjágróðri og blómaskrúði. Ég varð þvi ekki lítið undr- andi þegar ég sá þarna hesta, kýr og kindur á beit. Ég spurði förunaut minn hvern- ig á því stæði að gripir fengju að ganga þarna lausir. Hann sagði mér að Bretar litu svo á, að mesta prýði fagurs um- hverfis væri vel ræktað og stofnhreint búfé. Mér varð líka ljóst, þó að ég dveldi ekki nema vikutíma í Englandi, að Bretar hafa landbúnað og þó sérstaklega búfjárrækt i há- vegum. Hin langa saga þeirra hefir kennt þeim, að á erfið- um tímum, hefir það einmitt verið landbúnaðurinn, sem hefir forðað þeim frá hungri og klæðleysi, og uppeldis- áhrifa hans gætir alltaf til aukins heilbrigðis og hófsemi. Háskólinn í Cambridge hef ir ekki heldur gleymt land- búnaðinum. Við háskólann er einhver mérkasta vísinda- stofnun heimsins á sviði bú- fjárræktarinnar. Einn af for- stcðumönnum þeirra stofnun ar, dr. Hammond, er heims- frægur vísindamaður og bún aðarfrömuður. Ég var svo heppinn að hitta hann og hafa tal af honum, og varð ég þess var að hann bar góð skil á margt heima á íslandi. Hann hafði miklar mætur á isl. lambakjöti og dáðist mjög að hangikjötslæri sem hon- um hafði verið sent i jóla- gjöf frá íslandi. íslenzkir vísindamenn í Cambridge. Við þessa vísindastofnun hafa nokkrir íslendingar starf að. Halldór Pálsson vann hér fyrir nokkrum árum að dokt- orsritgerð sinni, og í vetur vann Ólafur Stefánsson héraðsráðunautur Búnaöar- sambands Kjalarnesþings hér við stofnunina um tveggja mánaða skeið. Þegar ég kom til Cambridge með sláttu- komu í sumar, starfaði þarna við stofnunina dr. Halldór Pálsson sauðfjárræktarráðu- nautur, og var égj svo lán- samur að njóta leiðsagnar hans meðan ég dvaldi á Eng- landi. Halldór bauð mér að koma og skoða vísindastofnun bú- fjárræktarinnar, eða réttara! sagt þá deild, sem hann starf | aði við. Halldór hefir unnið | þarna síðan um áramót og var nú langt kominn með að skrifa að því er mér virtist' geysimerkilega ritgerð um rannsóknir sínar. Rannsókn- | ir þessar miða að því, að fá úr því skorið, hvaða áhrif mis 1 munandi íóðrun og aðbúð hef 1 ir á beinvöxt, vöðvalag og fitusöfnun sauðkindarinnar á fyrsta aldursári hennar. Þó að þessar rannsóknir séu hávísindalegar, sá ég strax, að þær hafa einnig í hæsta máta hagnýtt gildi. Svo að eitthvað sé nefnt þá fáum við hér mjög athyglis- verðar upplýsingar um það hverskonar lömb borgar sig Efíir SSjalta Gostsson frá Ilæli bezt að setja á á haustin. Ennfremur höfum við meiri möguleika eftir þessar rann- sóknir en áður til þess að skyggnast inn í hið sanna erfðaeðli sauðkindarinnar og þá um leið meiri möguleika til þess að meta kynbótagildi hvers einstaklings. Annars er það ekki á mínu færi að gefa almenningi tæm andi upplýsingar um þessar rannsóknir, en vona að ýtar- legur útdráttur úr ritgerðinni birtist á islenzku áður en langt um líður. Vitringar frá Austurlöndum Við þessa vísindastofnun vinna vísindamenn frá fjöl- mörgum löndum. Þeir eru flestir að leitast við að fá svar við einhverju sem land- búnað heimalandsins varðar. Og hið gamla heimsveldi Bret anna lætur sér fátt óviðkom andi, og veitír því mönnum þessum hin beztu vinnuskil- yrði. Halldór Pálsson sýndi mér þarna nokkrar vinnustofur og sagði mér í stórum drátt- um frá nokkrum merkum viðfangsefnum sem verið var að leysa. Hann kynnti mig fyr ir egipzkum vísindamanni, og bað hann að segja mér frá rannsóknarefni sinu. Egipt- inn tók því vel og hélt yfir mér hálfrar klukkustundar fyrirlestur um rannsóknir sín ar, sem mér þóttu mjög svo merkilegar. í fáum orðum sagt gengu athuganir hans út á það að fá vitneskju um það hvernig háttað væri gangmáli ánna af hinum frábrugðnustu fjár stofnum og í sem flestum lönd um heims. Ennfremur að leiða rök að því hver væri or- sök þess að þetta er eins breytilegt og raun ber vitni eftir því hver fjárstofninn er, og eftir því hvar í heiminum hann er. Rannsóknir hans hafa leitt í ljós, að þvi nær heimskaut- inu sem fjárstofn er ræktað- ur, því færri skipti géngur ærin. í hitabeltinu getur þetta orðið svo oft að ærnar gangi allt árið. Hann hélt þvi fram að miðgangmál ánna væri þegar dagurinn er skemmstur að minnsta kosti í kaldtempruðu löndunum. Hann hafði ekki enn þá gert athuganir á ísl. fjárstofnin- um, en hafði mikinn áhuga á því að gera athugun á hon um að vetri. Það greip mig, hvað við- fangsefni þessara vísinda- manna við háskólann í Cambridge voru víðtæk, og hve leitast var við að láta rannsóknirnar hafa sem al- mennast gildi. Þarna unnu saman hvítir, gulir og svartir menn, sem höfðu fengið upp- eldi sitt hjá gjörólíkum þjóð- um. En hvort sem vísinda- maðurinn átti ætt sína að rekja til austrænna kalífa eða húnvetnskra stóð- og fjár- bænda, þá virtist þessum mönnum veitast mjög eðli- legt að starfa saman og ræða saman um rannsóknir sínar, því að það vakti það sama fyrir öllum, að auka þekkingu á sviði búíjárræktarinnar og þannig gera þjóðum heims- ins auðveldara að afla fæðis og klæð^. Ég yfirgaf þessa stofnun 1 með þeirri fullvissu, að innan þessara veggja væru vísindi | stunduð í þágu mannkynsins alls. Hugsað heim. Við iðnbyltinguna brezku skapaðist nýr grundvöllur fyr ir tæknilegar framkvæmdir og samfara aukinni tækni lögðu grandþjóðir vorar grundvöllinn að verklegri menningu sinni. Þar rísa upp fjölmargar vísindastofnanir í þágu landbúnaðarins og hæf ir vísindamenn við góð vinnu skilyrði urðu leiðsögumenn bændanna í viðleitni þeirra til þess að gera landbúnaðinn að afkastamiklum og arðskap andi atvinnuvegi. íslenzkur landbúnaður varð hér á eftir, af ástæðum sem eru okkur svo kunnar, að ó- þarfi er að rekja þær hér. Eftir að þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt var skapaður vísir að tilraunastarfsemi og verklegri menningu í land- inu. Þessi viðleitni mun hafa náð hámarki fyrir nokkrum árum. En þrátt fyrir það, að örugglega megi benda á, að sú tilraunastarfsemi, sem við höfum haft með höndum hafi átt mikinn þátt í því að stuðla að aukinni verklegri menningu landbúnaðarins, þá virðist skilningurinn á þýðingu tilraunastarfsemi landbúnaðarins fara heldur minnkandi. Þetta er þeim mun' óskiljanlegra, þar sem ■þjóðin hefir nú á að skipa ýmsum hæfum vísindamönn um, og hafa sumir þeirra sýnt hæfni sína til visindastarfa hjá erlendum vísindastofnun um. En það sem mest er um vert er það, að við höfum aldrei haft meiri þörf fyrir vísinda- lega leiðsögn en einmitt nú, þegar við erum að taka tækn ina í þágu landbúnaðarins. Sumir munu álíta, að við hcfum ekki efni á því að starfrækja tilraunastöðvar og aðra vísindastarfsemi i þágu atvinnuveganna, að minnsta kosti ekki á meðan þeir fjárhagslegu erfiðleikar sem nú steðja að, eru að sliga þjóðina. Þetta er háskaleg villa og því miður alltof út- breidd. Mér dettur í hug hvernig Bretar urðu við, þegar þeir stóðu einir uppi gegn Þjóð- verjum árið 1940. Fjöldi manna frá öllum starfsgrein um var kallaður til vopna, og víða urðu konur að gegna karlmannaverkum þar eð alls staðar skorti mannafla. Ætli Bretar hafi þá ekki lagt nið- ur tilraunastarfsemi sína fyr ir landbúnaðinn? Nei, öðru nær. Tilraunastarfsemin var stóraukin. og dæmi hef ég heyrt um það, að menn voru kallaðir úr herþjónustu til þess að gegna vísindastörfum í þágu landbúnaðarins, og það á þeim tímum, sem þjóð in var i mestri hættu stödd. Okkar þjóð er nú í hættu stödd. Atvinnuvegirnir riða, og á heimamarkaðinum geng ur illa að selja afurðir okkar á nægilega háu verði, til þess að við getum lifað áfram sem menningarþjóð. Okkur- ríður lífið á að gera landbúnaðinn fullkomnari. Fólkið í sveitun um þarf að bera meira úr bít um, bæjarbúar þurfa að fá (Framhaia & 6. síðu.) Smölun afrétta er nú víða hafin, en hefur þó verið frest- að um vikutíma á óþurrkasvæð inu a. m. k. sumstaðar, í von um, að tíð batni og eitthvað hirðist af heyjum á þeim tíma, ef lið er til staðar. Afréttar- smölun heitir mismunandi nöfn um eftir landshlutum. Er talað um göngur fyrir norðan, en leit ir fyrir sunnan, en ekki er mér nákvæmlega kunnugt nema um sum héruð, hvort orðið er notað. Þeir, sem fénu smala, eru ýmist nefndir gagnamenn, fjallmenn eða leitarmenn, en afréttarlöndin fjall eða heiði. Öll þessi orð eru góð og gild, en í riti er þó oftast talað um göngur og gangnamenn. Göngur og fjallskil eru senni lega hvergi til með sama sniði og á Islandi, a. m. k. nú orðið. Ekki vil ég þó fullyrða þetta. En Islendingar hafa lengst af verið bændaþjóð, og þá eink- um sauðfjárræktarþjóð, fyrst og fremst. Sauðfjárræktarbú- skapur á Islandi hefur frá önd- verðu byggst á því, að sauð- kindin sæi um sig sjálf meiri eða minni hluta ársins og nyti fulls frelsis til að njóta þess, sem gfóðurríki heimahaga og óbyggða á bezt að bjóða. Hún er víðförul og fær að reyna margt, og margar hættur verða á leið hennar. Það er því ekki undarlegt, þó að hún hafi orð- ið í ýmsu ólík ættsystrum sín- um erlendis, sem flestar eyða æfinni í girðingum eða vörzlu hjarðmanna á takmörkuðu svæði. Gamall fjármaður lét í ljós þá skoðun í baðstofuhjal- inu nýlega, að íslenzka kindin væri vitrari en kindur annars- staðar, og þykir mér ekki ólik- legt að svo sé. Sumir finna ís- lenzku kindinni ýmislegt til for áttu, en áreiðanlega hefir hún líka sína kosti. Mörgum þykir gaman að fara í göngur. Ég hefi þekkt menn, sem fóru i þrennar göngur á hverju hausti ár eftir ár á með- an þeir voru ungir og sumir langt fram eftir æfi. Þegar þeir þurftu ékki að fara fyrir sjálfa sig eða húsbændur sína eða feð ur, fóru þeir fyrir aðra, sem ekki áttu heimangengt, en áttu að leggja til mann í göngur. Förin til fjalla í glöðum hóp, með hest og hund og nesti í mal, þar sem til var tínt allt, sem bezt var til á bænum, hafði alltaf sama aðdráttaraflið fyrir þá, jafnvel eftir að hárin voru tek- in að grána. Það er fagurt á heiðunum í góðu veðri, og í kofa eða tjaldi að jafnaði gleði á ferðum a. m. k. framan af meðan gagnamenn eru óþreytt ir. Flestum, og þá sérstaklega góðum fjármönnum þykir gam an að sjá breiður af lagðprúðu og frjálslegu afréttarfé síga sam an og stækka smátt og smátt á útleið og mæta gömlum vinum í hópi málleysingjanna, sem þeir hafa ekki séð um nokkra mánaða skeið. Þar er margt, sem að gleður. En þegar illa gefur í göng- unum, fer gamanið að grána. Haustveðrin geta verið viðsjál inni á reginheiðum, jafnvel þótt dágott veður sé í byggðum niðri. Stundum verða menn að bíða í næturstað, af því að ekki er hægt að smala vegna þoku eða stórhríðar. Stundum getur ver- ið erfitt að koma fénu áfram vegna ófærðar, og menn geta þurft að skilja hestana eftir og smala fótgangandi, einkum í síðari göngum. Það getur ver- ið dapurlegt að koma hrakinn og uppgefinn að köldu hreysi í náttmyrkri og þurfa að eiga þar náttstað, og verður þó marg ur feginn að hafa haldið réttri leið og vera þangað kominn. En mörgum þykir sárast, þegar svo stendur á að þurfa að láta hest sinn þreyttan og sveitt- an standa úti um nóttina í vondu veðri og ef til vill hag- leysu. Skýli fyrir hesta þyrftu helzt að vera til, þar sem að gangnamenn hafa næturstað á heiðum upp. 1 kofum gangna- manna eru víða eldstæði nú orð ið, enda er það nauðsynlegt. Hreppsnefndir reyna að sjá um, að gangnakofarnir séu yfirleitt í sæmillegu lagi, en sumstaðar mun þar þó vera misbrestur á. Engum hreppi ætti þó að vera um megn að eiga viðun- andi skýli handa gangnamönn um sínum (og hestum), svo að heilsa þeirra og líf sé ekki í hættu, ef illa viðrar. Sauðfé er nú færra í landinu en verið hefur undanfarið. Ár- ið 1933 var sauðfjártalan rúm- iega 700 þúsundir, en nú rúm- lega 400 þúsundir. Er þá miðað við fé á fóðrum, en fé á fjalli er að sjálfsögðu mun fleira, þar sem lömbin bætast við. Fækkun sauðfjárins stafar aðal lega af fjárpestum og fjárskipt um, en þeim á að vera lokið innan tveggja til þriggja ára, ef ekki verður töf á umfram það, sem áætlað hefur verið. Hætt er við, að fé fækki eitt- hvað í haust á óþurrkasvæð- unum. En þeir, sem trú hafa á nytsemi sauðkindarinnar fyr- ir þjóðarbúskapinn, vonast eftir því, að ekki líði á löngu þang- að til sauðfjárstofninn verður orðinn .a. m. k. eins stór og hann var fyrir 17 árum, en þa,ð er mesti fjárfjöldi sem verið hefir hér á landi síðan skýrslur hófust um búfjáreign land§,- manna. Vera má, að fjárfjöld- inn hafi einhverntíma verið meiri, en af því fara engar sögur. Gestur. Þökkum hjartanlega öllum, er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jawðarför GUÐBJARTS KRISTJÁNSSONAR, Hjarðarfelli. Vandamenn. \Ú Ráðskonu vantar að Heimavistarskólanum að Jaðri, ennfremur stúlkur til annarra heimilisstarfa. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fræðslufull- trúans, Hafnarstræti 20. Fræðslufulltrúinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.