Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 5
208. blaff. TÍMINN, föstudaginn 22 .september 1950. 5, ímtm Föstutt. 22. sept. * Ohagstæð verðlags- þróun í dönskum blöðum er nú mjög rætt um hina örðugu viðskiptaþróun, sem panir eiga við að búa um þessar mundir, þar sem verðlag hækkar nú á flestum inn- flutningsvörum þeirra, en verðlag útflutningsvaranna næstum stendur í stað. Verð- ur viðskiptajöfnuður Dan- merkur stöðugt óhagstæðari af þessum ástæðum. Þannig sýna útreikningar, sem birtir hafa verið um verð lagsbreytingar í ágústmán- uði, að verðlag á innflutnings vörum Dana hefir hækkað um 10 stig í mánuðinum en verðlag útflutningsvaranna hefir ekki hækkað nema um 2 stig. Meginástæðan til þessarar óhagstæðu verðlagsþróunar hjá Dönum er sú, að síðan Koreustyrjödin hófst hafa orð'ið miklar verðhækkanir á ýmsum hráefnum, iðnaðar- vörum ýmiskonar (m. a. vefn aðarvöru, því að ull og bóm- ull hafa stórhækkað í verði), fóðurvörum og kornvörum. Hinsvegar hafa orðið táltölu legar litlar hækkanir á ýms-' um þeim landbúnaðarafurð- um, sem Danir flytja út, nema helst svínakjöti. Svipaðir útreikningar eru ekki fyrir hendi um áhrif verðlágsþróunarinnar á utan ríkisverzlun íslendinga, en búast má við því, að þau séu í stórum dráttum hin sömu og hjá Dönum. Innflutnings- vörur íslendinga hafa yfir- leitt stórhækkað í verði, en litlar hækkanir oröið á verði ýmsra helstu útflutningsvar- anna. Til viðbótar hefir svo brugðist framleiðsla þeirra út flutningsvara, sem helst hafa hækkað í verði. Þegar stjórnarandstæðing- ar ræða um þessi mál, færa þeir undantekningarlaust all ar verðhækkanir erlendra vara á reikning gengislækkun arinnar. Þeir sleppa alveg að taka nokkurt tillit til þeirra almennu verðhækkana er- lendis, sem orðið hafa undan farið. Ekki síst gera kommún istar þetta, þótt þeir viti vel, að verðhækkanir þessar rekja að mestu rætur til Koreu- styrjaldarinnar, sem komið hefir nýju verðhækkunar- kapphlaupi af stað. Það er á- líka rökrétt og heiðarlegt að kenna gengislækkuninni um' þessar verðhækkanir og að, telja Kóreustyrjöldina afleiðj ingu gengislækkunarinnar. | Það er ekki síður mikið vandamál fyrir íslendinga en Dani, að bregðast þannig við, að hin óhagstæða verðlags- þróun valdi ekki stórfelldustu erfiðleikum. Fyrir íslendinga er þetta þó enn örðugra vanda mál, þar sem þeir bjuggu viðj óhagstæðan gjaldeyrisbúskap áður en þessar nýju verð- breytingar komu til sögunnar, eins og sést á því, að stórfelld ur halli var á viðskiptajöfn- uði síðastliðins árs. Aðalhættan í sambandi við þetta er sú, að það ástand skapist í gjaldeyrismálunum að draga verði svo stórkost- lega úr innflutningi, að veru legt atvinnuleysi skapist í ERLENT YFIRLIT: Þýzki iierinn endurreistur? liætt iim þátttöku Þjúðverja I vörnum Vestur-Evrópu Um seinustu helgi lauk í New York tveimur merkilegum fund um um alþjóðamál. Annar var fundur utanríkisráðherra stór- veldanna þriggja, Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands,' en hinn var fundur aðalráðs Atlantshafsbandalagsins, en hann sitja utanríkisráðherrar allra þátttökuríkjanna. . i Á báðum þessum fundum mun fyrst og fremst hafa verið rætt um varnir Vestur-Evrópu og svo um væntanlega þátttöku Vestur-Þýskalands í þeim. Sam komulag mun hafa orðið um það að auka mjög varnir land- anna og Bandaríkin munu hafa gefið loforð um að auka setu- lið sitt í Evrópu. Varnirnar munu verða samræmdar veru- lega frá því, sem nú er, vopna- framleiðslunni skipt skipulega milli landanna og bráðlega kom ið upp traustri miðstjórn til að tryggja þessar framkvæmdir. Um öll þessi mál virðist hafa ríkt bezta samkomulag. i Hinsvegar munu enn ekki hafa náðst fullt samkomulag um þátttöku Vestur-Þýskalands í þessum vörnum. En því máli vírðist þó hafa þokað verulega áleiðis við fundarhöld þessi. ( j Yfirlýsing þríveldafundarins. i Yfirlýsing sú, sem birt var frá þríveldafundinum, gefur t. d. glögga vísbendingu um, að rj-o sé. Þar er því lýst yfir, að þrí- veldin telji, að aflétt sé styrj- aldarástandi milli Þýzkalands og þessara rikja, en slíku er venjulega ekki yfirlýst fyrr en við undirritun friöarsamninga. Það er tekið fram í yfirlýsingunni, að friðarsamningur verði hins- vegar ekki gerður við Þýska- land að svo stöddu, því að ekki sé rétt að gera hann fyrr en Þýskaland sé allt komið undir eina stjórn. Yfirlýsingin bend- ir eigi að síður til þess, að þrí- veldin mu:iCi bráðlega viður- kenna Vestur-Þýskaland sem sjálfstætt ríki, þar sem þar seg ir, að það muni fá að taka utanríkismál sín að mestu í eigin hendur. Af mörgum er það þó talinn þýðingarmesta ábendingin um þetta, að sagt er í yfirlýsing- unni að Vestur-Þýskalandi verði leyft að koma sér upp vopnaðri öryggislögreglu. Fyrst um sinn mun öryggislögregla þessi þó starfa á vegum íylkjanna, er mynda vestur-þýska ríkjasam- bandið, en þó verður Bonn- stjórninni heimilt að taka að sér yfirstjórn hennar, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. I yfirlýsingunni segir ekkert um það, hvort Þjóðverjum verði leyft að koma sér upp her. Hins vegar er því lýst yfir, aö þau muni telja árás á Veetur-Berlín eða Vestur- Þýskaland sama og árás á sig. Rætt um þýskan her. Þótt ekki sé sérstaklega minnst á þýzkan her í yfirlýs- ; ingunni, er það vist að það' mál hefur verið rætt bæði á fundi þríveldanna og fundi At- lantshafsráðsins. Það mun hafa verið Acheson utanríkisráð- herra, sem aðallega hreyfði því máli. Þó mun hann ekki hafa gert það í tillöguformi, heldur aðeins rætt um málið á þeim grundvelli, að það yrði tekið til nánari athugunar. Á fundi Atlantshafsráðsins mun niður- staðan hafa orðið sú, að leitað yrði um það frekari umsagnar hlutaðeigandi ríkisstjórna. Talið er, að það hafi yfirleitt komið fram á fundinum, að menn væru hlyntir þátttöku Þjóðverja í vörnum Vestur- Evr ópu, en hinsvegar hafi ekki enn verið gengið neitt frá þvi, hvaða form ætti að vera á þátttök- unni. Helst var það Schumann utanríkisráðherra Frakka, er virtist nokkuð tortrygginn í sam bandi við þátttöku Þjóðverja og varaði við því að hraða mál- inu um of. Persónulega er Schu mann þó talinn því fylgjandi, en mun telja rétt vegna al- menningsálitsins heima fyrir að fara gætilega. Það mun ekki sízt vera Banda ríkjaþing, sem rekur á eftir því að þessu máli sé hraðað. Rök þess eru þau, að Bandarík- in geti ekki lagt fram fjármuni og menn til landvarna í Vest- ur-Evrópu, ef ein stærsta þjóð- in, sem varnirnar ná til, leggur ekki neitt af mörkum. Auk þess munu margir Bandaríkjamenn hafa mikla trú á þýzkum her. Mest rekur þó stofnun hinnar austur-þýzku öryggislögreglu eftir þessu, því að nauðsynlegt þykir, að Vestur-Þýzkaland hafi bolmagn til að verja sig gegn innrás hennar, ef Rússar reyndu að leika sama leikinn í Þýzkalandi og í Kóreu. Fjögur skilyrði. Af hálfu annarra fulltrúa en Achesons í Atlandshafsráðinu, mun sérstaklega hafa verið bent á fernt í sambandi við ráðagerðirnar um þýzkan her. í fyrsta lagi verði að tryggja það, að Þjóðverjar komi ekki fótum undir her, sem þeir geti beitt í landvinningaskyni. I öðru lagi verði ekki farið að vígbúa þýzkan her meðan þjóðir þær, sem nú eru í Atl- antshafsbandalaginu, vanti stórlega hergögn. landinu. Það væri sú versta og ranglátasta kjaraskerðing, sem orðiö gæti, eða a. m. a. fyrir þá, sem við atvinnuleys ið þyrftu að búa. Helsta ráðið til að mæta þeirri hættu er að reyna að efla og auka útflutningsfram leiðsluna, jafnframt því, sem aðrir undirstöðuatvinnu- vegir, eins og landbún- aður, eru styrktir. Til þess að ná þessu marki verð- ur að forðast það að leggja steina í götu útflutningsfram Jeiðslunnar með óbilgjörnum kröfum eða öörum hætti. Með því er verið að kalla aukin vandræði yfir þjóðin og sér í lagi hinar vinnandi stéttir. Af þessu mætti verkalýðs- samtökunum líka vera það ljóst, að nú er ekki tími til að gera miklar kaupkröfur, þótt færa megi rök að því, að ýmsir hefðu þeirra þörf. Með kauphækkunarbaráttu nú gætu engar raunhæfar kjara bætur fengist fram, heldur myndu þær aðeins lama út- flutningsframleiðsluna; draga þannig enn úr innflutning- inum og leiða neyð atvinnu- leysisins yfir hundruð og jafn vel þúsundir verkamanna- heimila. Frá sjónarmiði verka lýðssamtakanna ætti slíkt vissulega ekki að þykja eftir- sóknarvert. Þó má telja víst, að komm únistar stefni að þessu. Þeir telja atvinnuleysi og neyð bezta jarðveginn fyrir stefnu sína. Allir sannir verkalýös- sinnar munu hinsvegar líta svo á, að nú skipti mestu máli að efla og styrkja fram leiösluna, því að það er grund völlur þess, að mikflli kjara skerðingu verði afstýrt að sinni og kjörin bætt í fram- tíðinni. Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands í þriðja lagi verði vígbúnaði Þjóðverja þannig hagað, að Rússar þurfi ekkl að telja hana ögrun við sig. f fjórða lagi yrði að tryggja það, að Þjóðverjar gætu ekki sett nein óeðlileg skilyrði, ef þeir stofnuðu her, en búast mætti við, að þeir reyndu það. Það er talið, að Acheson hafi viðurkennt öll þessi sjónarmið, enda hafi hann talið það meira tilgang sinn að fá málið tekið til umræðu.og undirbúnings en að teknar yrðu nokkrar endan legar ákvarðanir að sinni. Mál þetta þyrfti vafalaust mikla í- hugun, svo að hægt væri að finna það form, er allir gætu sætt sig við. Afstaða Þjóðverja. Meðan fulltrúar Atlantshafs- bandalagsins hafa þannig rætt um endurvígbúnað Þýzkalands og þátttöku þess í vörnum Vest- ur-Evrópu, hafa Þjóðverjar sjálfir rætt þetta mál af miklu kappi. Ef dæma ætti af skrif- (Framhald á 6. síöu.) Raddir nábúanna Alþýðublaðið ræðir um af- stöðu Henry Wallace, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, í grein í fyrradag. Það segir m. a.: „Wallace var mjög mótfall- inn því, að Bandaríkin skyldu eiga kjarnorkusprengjuna ein allra ríkja, og hann var mót- fallinn Atlandshafsbandalag- inu og öllum slíkum ráðstöf- unum lýðræðisríkjanna til að trtyggja varnir sinar og ör- yggi. Taldi Wallace þetta vera á misskilningi byggt og aðeins til þess gert, að auka á styrjaldarhættuna. Nokkru eftir að kommúnistar gerðu innrásina í Suður-Kóreu sáust fyrst merki þess, að Wallace hefði skipt um skoð- un. Hann lýsti fylgi sínu við stefnu Bandaríkjastjórnar í Kóreu og sagði sig úr Fram- sóknarflokknum, sem hann hafði sjálfur stofnað. Nú hefir Wallace gengið enn lengra. Hann hefur í blaða\,ið tali lýst þeirri skoðun sinni, að það séu Rússar, sem vilji halda kalda stríðinu áfrarri, og því teldi hann það Banda- ríkjastjórn nauðsynlegt að vera við öllu búin og meðal annars að hafa kjarnorku- sprengjur til reiðu til að verja landið, ef þörf gerðist. Hann segir ennfremur, að rétt hafi verið að stofna Atlandshafs- bandalagið, sem hann áður var svo mótfallinn." ‘ Wallace hefir aldrei brostið hreinskilni til að játa yfir- sjónir sínar og það hefur hann sýnt einu sinni enn. Allir þeir, sem farið hafa sömu slóð og Wallace, eiga fyrir sér sömu vonbrigðin, én hitt er eftir að sjá, hvort þeir hafa einurð og hugrekki til að játa þá yfirsjón sína að hafa misséð sig á komm- únistum og því um lengri eða skemmri tíma blekkst af á- róðri þeirra. fiíkisskuldirnar í seinustu Hagtíðindum birtist yfirlit um skuldir ríkis ins seinustu 10 árin. Sam- kvæmt því hafa heildarskuld ir ríkisins í árslok numið sem hér segir á þessu tímabili: 1940 55.330 þús. kr. 1941 66.219 — — 1942 80.408 — — 1943 65.922 — — 1944 68.207 — —. 1945 55.029 — — 1946 65.722 — — 1947 130.074 — — 1948 1981380 — — 1949 271.665 — — Eins og tölur þessar bera með sér haldast ríkisskuld- irnar nokkurn veginn óbreytt ar frá árslokum 1940 til árs- loka 1946. Var þetta tímabil þó svo hagstætt, að auðvelt hefði átt að vera að greiða allar skuldirnar þá. Þó er þetta lítilfjörlegt hjá því, sem við tekur, þegar stjórn Stefáns Jóhanns Stefánsson ar kemur til valda og Jóhann Þ. Jósefsson verður fjármála ráðherra. í tíð þeirrar stjórn ar eða á þremur árum vaxa skuldirnar úr 65 millj. í 271 millj. kr. Tvö seinustu stjórn arárin aukast þær um 75 millj. kr. á ári. Því verður ekki neitað, að þessi mikla skuldasöfnun í stjórnartíð Stefáns Jóhanns verður að teljast til fyllstu fjárglæfra. Þrátt fyrir sí- hækkandi skattaálögur á þessum tíma og sívaxandi tekjur ríkissjóðs, er safnað jafn stórkostlegum skuldum, þótt fyrirsjáanlegt sé, að erf iðara verður að greiða þær síðar, þar sem allt benti til að viðskiptaárferði færi versn andi. Orsök þessarar miklu skuldasöfnunar er fyrst og fremst að finna í hinum miklu útgjöldum til dýrtíðar- ráðstafana (niðurgreiðslna, fiskuppbóta o. fl), sem þá átti sér stað. Atvinnurekstrinum var haldið á floti með hinni gífurlegu skuldasöfnun og því þannig leynt um stundar- sakir, að ráðstöfun eins og gengislækkun eða önnur sam bærileg, var óhjákvæmileg. Hin mikla skuldasöfnun var notuð til þess að láta líta þannig út í bili, að allt væri í Iagi. Um hitt var ekki hirt, þótt síðar kæmi að skuldadögunum. Raunverulega eru þó ríkis- skuldirnar í árslok 1949 mun meiri en þær 270 millj. kr., sem Hagtíðindin greina frá. Á „nýsköpunarárunum“ tók ríkissjóður á sig allskonar á- byrgðir, sem nú mun lenda á honum gð greiða. Allt bcndir til, að ríkisskuldirnar kunni að aukast um tugi milljóna kr. af þessum ástæðum. Hin gífurlega skuldasöfnun rikisins seinustu þrjú \ árin, sýnir það ótvírætt, að sú fjár málastefna, sem stjórn Stcf- áns Jóhann fylgdi, var með öllu ábyrgðarlaus og gat ekki leitt til annars en hruns eins. Ef henni hefði verið fylgt áfram (fiskábyrgðin o. fl.), myndi skuldasöfnun ríkisins á þessu ári vart hafa orðið innan við 200 millj kr., ef ekki hefði verið bætt við þeim mun stórfeldari skött- um og tollum. Það var því óhjákvæmanlegt að brcyta um stefnu. Gengislækkunin var ill nauðsyn, en óhjá- kvæmileg, ef reyna átti að komast hjá algeru gjaldþroti ríkisins og fullri uppgjöf at- vinnuveganna. : x+y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.