Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 22 .september 1950. 208. blað. Ástartöfrar 3 5 | Norsk mynd alveg ný, með I | óvenjulega bersöglum ástar- I | æfintýrum. Byggð á skáld- I | sögu Alve Mogens og hefir § | vakið geysimikla athygli og | í er enn sýnd við metaðsókn | |s á Norðurlöndum. \ Sýnd kl. 5, 7 og 9 1 jTRIPOLI-BÍÓ; Óom* Síbería (Rapsodie Siberienne) I Hin gullfallega rússneska lit j | mynd, verður sýnd af tur I | vegna fjölda áskorana. Ör- ! | fáar sýningar. Sýnd kl. 5, 7 og 9 NÝJA BÍÓ Franskar nætur , („stujaj") Ástar og sakamálamynd,! prýðilega vel leikin. Aðalhlutverk: Fernandel og Simone Simon. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓj HAFNARFIRÐI j Viðureign á Norð-f nr- \tlantshafi Action of the North-Atlantic | Mjög spennandi amerísk I stríðsmynd um viðureign | kaupskipaflotans við þýzku I kafbátana í Norður-Atlants | hafi í síðustu heimstyrjöld. I Danskur texti. Aðalhlutverk: § Humphere Bogart, Raymond Massey, Julie Bishop, Dane Clarks. Bönnuð börnum innan | 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9,15. Sími 9184. | ELDURINN 1 | gerir ekki boð á undan sér. I § Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá I Samvinnutryggingum | Vinsamlegast greiðill blaðgjaldið til innlieinttn- manna vorra. IIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIII I Austurbæjarbfó ] i Þetta allt o« Iiímna 1 ríki líka Aðalhlutverk: Bette Davis, Charles Boyer. Sýnd kl. 9. ÓIi uppfynd- ingamaðnr Sprenghlægileg dönsk gam- | anmynd með hinum afar vin | sælu grínleikurum I Litla og Stóra. f Sýnd kl. 5 og 7. I TJARNARBÍÓ í heimi Jazzins (Glamour Girl) Nýý amerísk söngva- og = músíkmynd. Aðalhlutverk: Virginia Gray, Susan Reed. Gene Krupa og hljómsveit | hans leika. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aukarnynd: Brusselmótið GAMLA BIOj FLÓTTABÖRN (The Search) Víðfræg og athyglisverð sviss | nesk-amerísk kvikmynd, sem 1 hvarvetna hefir hlotið ein-1 róma lof. . Sýnd kl. 9._______ | Ræningjabælið (Undir the Tontors Rim) ) | Spennandi ný cowboymynd. I | Aðalhlutverk: 1 Tim Holt. = Nan Leslie. \ Sýnd kl. 5 og 7. i i Bönnuð innan 12 ára :: HAFNARBÍÓ Dóttir vitavarðarins | Hin áhrifamikla finsk- _ | sænska stórmynd. Aðalhlutverk: Regina Simzenkénse, Oscar Tengstroui. i Verður sýnd vegna mikillar | 1 eftirspurnar kl. 5, 7 og 9. | Vatnsþéttir lampar og raf- j - lagnir. Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184 Gerizt I áskrifendur. 5 Askriftarsími: I i 2323 s : TIMINN I I •mnimtnuiHiiiiiiiimiiniiiiiiifiiiimfinfmuiiiimnfiii Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) um þýzku blaðanna, eru nú eng ir ófúsari til þess að taka upp vopnaburð en Þjóðverjar. Þó kemur það fram, að Þjóðver.iac geta hugsað sér að koma upp her aftur, en þeir ætli sér að hagnast nokkuð í leiðinni. Allt bendir til, að samvinna sé að myndast um það milli helstu stjórnmálaflokkanna í Vestur- Þýzkalandi, að Þjóðverjar setji það skilyrði fyrir þátttöku í vörnum Vestur-Evrópu, aS sjálfstæði þeirra verði fullkom- lega viðurkennt. Schumacher, foringi jafnaðarmanna, sem lengi vel hefur lýst sig and- vígan vopnaburði Þjóðverja á nýjan leik, hefur nýlega lýst yfir því í ræðu, að hann geti nú hugsað sér slíkt, ef Þjóðverj um sé tryggt jafnrétti og varn- arlínan sé ákveðin við Elbu- fljót. Af hálfu hans og vinstri manna yfirleitt, mun það talið heppilegra, að hinn væntanlegi þýzki her starfi beint undit stjórn Atlantshafsbandalags- ins, því að ella gætu afturhalds menn í Þýzkalandi misnotaö hann í valdabrölti sínu, ei stjórn hans væri eingöngu þýzk. Mál þetta virðist nú standa þannig, að þróunin stefni í þá átt að vestur-þýzkur her komist bráðlega á laggirnar. Enn verð ur hinsvegar ekki séð; hvaða form endurreisn hins þýzka hers hlýtur. Fyrst í stað mun sennilega stofnun hinnar vopnuðu öryggfelögreglu látin nægja, en það er talið óhjá- kvæmilegt svar við stofnun slíkrar lögreglú, er þegar hefir átt sér stað á hernámssvæði Rússa og ýmsir óttast, að ætl- að hafi verið svipað hlutverk og her Noröur-Kóreumanna í Kóreu. 4000 ha. þrýsfiioffs- skot, sem stoðuðu ekki Ríekjur (FramhaM af 3. siðu.) um, stórum og fínum, miklu betri en völ er á í Bandarikj- unum. Er mjög athugandi, hvort Vestfirðingar eða aðrir landsmenn gætu ekki hag- nýtt sér þessi verðmæti og þá fryst rækjurnar. (Víðir) Heimsókn í háskól- ann í Cambridge (Framhald af 4. síðu.) ódýrari og fjölbreyttari afurð ir, og við þurfum að afla gjaldeyris með því að selja úr landi landbúnaðarafurðir. og fá það mikið íyrir þær að það sé mannsæmandi atvinnu vegur að framleiða þsur. Til þess að þessu takmarki verði náð, þurfum við að hafa örugga leiðsögn. Sú léið sögn hlýtur því aðeins að verða örugg að búvisindin verði efld. Ég helci að við ætt um hér að taka Breta okkur tiJ fyrirmyndar op kalla hæfa menn til starfs, skapa þeim vinnuskilyrði, enda þótt, eða vegna þess, að við eigum við fjárhagslega örðugleika að striða. TENGILL H.F. Heiðl Tið Kleppsveg Simi 80 694 annast hverskonar raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðíulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. Sigurður Jónsson, yfirmað- ur "flugeftirlitsins, fór að til- hlutan íslenzkra stjórnar- valda austur á Dyngjujök- ul með amerísku skíðaflug- vélinni, sem þar lenti, og var erindi hans fyrst og fremst að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig slysið hefði að höndum borið, og hvað hefði valdið því. Um það at- riði vill hann þó ekki neitt segja, að svo stöddu máli. Ferð sinni á jökulinn lýsir Sigurður svo: — Við lentum á jöklinum klukkan átta mínútur geng- in í sjö á þriðjudaginn, og var flugvélin búin málmskíð- um og hafði þrýstiloftsútbún að til þess gerðan, að auka hraða hennar, þegar hún er að hefja sig til flugs. Snjórinn festist við málmskíðin. Lendingin gekk vel, og hafði verið gert ráð fyrir sem stytztri viðstöðu á jöklinum, en þegar leggja átti af stað aí'tur, gátu hreyflarnir ekki einu sinni fært flugvélina úr stað, þvi að snjórinn hafði festst við málmskíðin, en frost var talsvert á jöklin- um, 8—10 stig. Var nú mokað frá og hreinsað undan vél- inni og settar fjórar sterkar krossviðarplötur undir skíðin tvær undir hvort. En það dugöi ekki heldur. Ákváðu flugmennirnir amerísku þ*á að reyna þrýstiloftsútbúnað- inn, þótt það sé annars bann að, hafi flugvélin ekki áður náð vissum hraða. 4000 hestöfl, en dugði ekki til. Þrýstiloftsútbúnaðurinn var undir búk vélarinnar, og var þar komið fyrir eins konar flöskum fjórum, og gaf það fjögur þúsund hestöfl, ef þær voru tæmdar samtímis. Nú var það ráð tekið að ná þrem ur af flöskunum úr sam- bandi, og tæma aðeins eina þeirra, ef takast mætti á þann hátt að losa flugvélina. Við þetta færðist flugvélin nokk- uð, en þar við sat. Þá gripu flugmennirnir til þess að skjóta úr hinum flösk unum þremur samtímis, þótt andstætt væri öllum reglum. Komst við þetta talsverð ferð á flugvélina, en afl þrýsti- loftsskotanna entist ekki nema tólf sekúndur. Þá sat flugvélin föst aftur. Var nú ekki annað fyrir en gista á jöklinum . Morguninn eftir var kast- að niður til okkar fjorum nýj- um þrýstiloftsflöskum og miklu af krossviði, 16—18. plötum. ". . Var nú tekið til starfa á ný. grafið undan skíðum og hjól- um og komið þar fyrir kross- viðarplötum. Var nokkuð erf- itt að starfa að þessu, með- al annars vegna þess, að loft- ið var nokkuð þufmt, þarna uppi í 6000 feta hæð. Var því unnið með hvíldum, og engin tilraun til flugtaks gerð fyrr en síðdegis. Skíðaflugvélin geflh upp á bátinn. En um eitt-leytið í fyrradag kastaði flugvél frá Loftleið- um niður til okkár skeyti um það, að leiðangur Akureyr- inga nálgaðist, og þegar kl. vantar fimmtán minútur í tvö, komu þeir að flaki Geys- is. Urðu þá miklir fagnaðar- fundir, en við íslendingarnir vorum þegar búnir að ákveða, með tilliti til reynslunnar frá deginum áður, að fara með þeim, en treysta ekki á skíða- flugvélina. Rétt áður en við héldum af stað með Akureyringun- um var þó enn reynt flugtak, var Dagfinnur Stefánsson þá í vélinni, því að hann var nokkuð meiddur og þurfti að komast sem fyrst til læknis. En flugtakið mistókst alger- lega, eins og sagt hefir verið frá í blöðum, og kvöddum við þar hina bandarísku flug- menn um sinn og héldum af stað norður af jöklinum. Söngskemmtun Guðrúnar Á. Símon- ar í Þjóðleikhúsinu Söngkonan Guðrún Á. Sím onar hélt söngskemmtun í Þjcðleikhúsinu í fyrrakvöld og er það fyrsta siálfstæða einsöngsskemmtunin, sem þar fer fram. Húsið var þéttskip- að áheyrendum og var forseti íslands, herra Sveinn Bjcrns son, mættur þar. . Áheyrendur hylltu söngkon una og var hún kölluð fram aftur og aftur, enda varð hún að syngja mörg aukalög. Margir blómvendir bárust scngkonunni upp á leiksviðið. Fritz Weisshappel lék und- ir á píanó. Kvikmyndataka í Kollafjarðarrétt Safnið í Kollafjarðarrétt á þriðjudaginn, ásamt fé því, sem þangað kom úr Hafra- vatnsrétt, Þingvallarétt og Eyjafjarðarrétt, komst allt í einn rúmgóðan dilk, og hafði þó smalazt vel, enda veður hagstætt. Fyrrum fyllti safn- ið í Kollafjarðarrétt almenn- inginn og stórt gerði. En nú er fjárstofn bænda á Kjalar- nesi og þar í grennd orðinn mjög lítill, bæði vegna mæði veiki og af vcldum búnaðar- þróunar, er á sér aðrar orsak- ir. Það þótti nýstárlegt í Kolla fjarðarrétt á þriðjudaginn, að þangað kom kvikmynda- tökumaður, Óskar Gíslason, og mun Guðmundur Tryggva son, bóndi í Kollafirði, hafa gengizt fyrir því. Aðalmað- urinn í kvikmynd þeirri, sem þarna var tekin, var Oddur Einarsson, bóndi í Þverárkoti, maður mjög vel kunnur þeim, er áttu leið um Svínaskarð, milli Kjósar og Mosfellssveit- ar, meðan sú leið var fjölfar- in og fjárrekstrar miklir til Reykjavíkur. Hann hefir ver ið réttarstjóri í Kollafjarðar - rétt á fjórða tug ára. Islenzk frímerki Notuð íslenzk frímerkl kaupi ég ávalt hæzta verði. JÖN AGNARS Frímerkjaverzlun P. O. Boy 356 — Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.