Tíminn - 08.11.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.11.1950, Blaðsíða 2
t. TÍMINN, miðvikudaginn 8. nóvember 1950. ----------------------------------------- 249. blað Jrá hap til heiía dtvarpið IJtvarpið i dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- degisútvarp. 15.30---16.30 Mið degisútvarp. — (15.55 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veður- fregnir. 18.30 íslenzkukennsla; II. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; I. íl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Frétt ir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gunnar Magnússon rithöfundur flytur erindi: Grænlendingar gista Isafjörð (fyrra erindi). b) Andrés Björnsson les úr ljóð- mælum Símonar Dalaskálds. c) Einsöngur: María og Einar Markan syngja (plötur. d) Vil- hjálmur Þ. Gíslason flytur hug leiðingu- eftir séra Jónmund Halldórsson á Stað í Grunna- vik: Prestur í 50 ár. ^2.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.10 Dans- lög (plötur). 22.30 Dagskrár- iok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er í Reykjavík. M.s. Hvassafell er á leið til Reykjavíkur frá Valencia. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 20. í kvöld austur um land til Siglufjarðar. Esja er í Reykja vík. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var væntanleg til Sauðárkróks í gærkvöldi, á norð urleið. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur í dag að austan úr hringfarð. Straumey fer frá Reykjavík í dag til Snæfellsnes hafna, Gilsfjarðar og Flateyjar. Flugferðir Leftleiðir: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00. til Isafjarð ar og Patreksfjarðar kl. 10.30, til Vestmannaeyja kl. 14.00 auk þers til Siglufjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00, til Vest mannaeyja kl. 14.00. Árnað heilla Áttræður er í dag Oddur bóndi Einarsson í Þverárkoti á Kjalarnesi. Hann hefir verið fjallkongur og rétt- arbóndi Kjainesinga nálega 40 ára skeið, enda fjárglöggur mqð afbrigðum. og mörgum kunnur að gestrisni og greiða- semi. Trúlofanir. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurlín Sigurðar- á Suðureyri við Súgandafjörð og Garðar Þorfinnsson, sjómað ur á Suðureyri. Fyrir nokkru opinberðu trú- lofun sína ungfrú Gunnhildur Jónsdóttir frá Dalvík og Helgi Indriðason, Akureyri. Blöð og tímarit Skákritið, 4. tbl. þessa árs er nýkomið út. Er þar minnzt 50 ára afmælis Taflfélags Reykjavíkur, sem hinn kunni skákfrömuður, Pét ur Zóphoníasson, var aðallivata maðúr að. Síðan eru birtar ýmsar skákir frá skakmoturn að undanförnu svo o* frá er- lendum skákmótum. Að síðustu er i ritlnu getraunaskák. Úr ýmsum áttum Barnaverndarfélag Reykja- víkur. heldur kynningar- og skemmti- kvöld í Listamannaskálanum í Vegurinn, sem fjallabifreið- arnar fara er víða grýttur og brattur. Myndin- sýnir b freið Páls Arasonar á ferð í óbyggð um. Hliðliallinn er mikill ut- an í grýttri fjallshlíðinni, en með gætni og lagi kemst hún samt leiðar sinnar. kvöld. Hefst samkoman klukk- an níu. Sigurbjörn Einarsson flytur erindi og Þuríður Páls- dóttir og Guðrún Tómasdóttir syngja dúett. Síðan er kaffi- di-ykkja og frjálsar umræður. Hlýinði mikil eru nú á Fljótsdalshéraði, en talsvert hefir rignt. þó var góð ur þerrir um skeið, og náðu menn þá heyhrakningum sín- um. Autt er nú upp á fjöll og tinda, og bílfært um alla fjall vegi — Fjarðarheiði, Möörudals fjallgarða og Fagradal. Fór til dæmis bifreið norður yfir Möðru dalsfjallgarða og til baka aft- ur um siðustu helgi og gekk ferðin vel. Botnsheiða rvegur milli Súgandafjarðar og Isafjarð ar hefir nú verið bílfær rúma viku. Voru mokaðir nokkrir skaflar á leiðinni í byrjun síð- ustu viku. Minningarguðsþjónusta í Minningarguðsþjónusta Hans Hátignar Gustafs Konungs verð I ur haldin í Dómkirkjunni út- ’ farardaginn, fimmtudag 9. nóv- ember, kl. 2 e. h. Rjúpan. T'ilsve’-t hefir verið af rjúpu í Þingvallasveit í haust, og mun meira en i fyrra. Virðist engin vafi á, að henni fari þar fjölg- andi. y.W.'.VAV.V.V.V.V/AW.V.V.V.V.'.W.V.VAV.V.W. :■ HÁRGREIÐSLU- og SNYRTISTOFA mín, Grenimel I; 9, verður framvegis rekin undir nafninu ■: i| Há rgr eiðslustof a Vesturbæjar ji Ilervirki og náttúruvernd.. Við íslendingar erum því miður hirðuiausir um sér- kennilega staði í landinu. Náttúruvernd virðist ekki eiga mikii ítök hjá alþýðu manna. En sárast er þó, að starfsmenn í þjónustu rík- isins og annarra opinberra aðila ganga fremstir. Hinn forni gígur Grábrók við Ilreðavatn er einn hinna fögru, sérkennilegu staða, sem sjálfsagt er að Ifagga hvergi við. Samt sem áður hefir gígurinn orðið fyrir þungum búsifjum undanfar- in misseri. Á hann hefir ver ið miskunnarlaust herjað með vélskófíum, og í þeim hernaði hefir vegagerðin ver ið einna fremst. Nú er bónd- inn, sem á landið þar sem Grábrók stendur, að reyna að koma í veg fyrir meiri skemmdir á þessu náttúru- undri. Vonandi mætir liann fullum skilningi opinberra aðila. Og vonandi verður þess gætt annars staðar, að við- líka hervirki séu ekki framin. Frá Handíðaskólanum. Vegna mikillar aðsóknar að síðdegis- og kvöldnámsskeiðum skólans hefur orðið að fjölga námsflokkum í nokkrum náms- greinum. Auk frú Ester Búadótt ur listmálara, sem kennir teikn un og meðferð lita á kvöldnáms skeiði, kennir Jóhannes Jó- hannesson listmálari sömu greinir á kvöldnámsskeiði, sem er i þann veginn að byrja. En j mun vera liægt að bæta 3—4 j nem. við í námsflokka þessa. I Nýir námsílokkar eru einnig að byrja í smíði drengja, leik- fangagerð fyrir telpur og teikn un barna. Fræðslufundur sem öllum kjötkaupmönnum og afgreiðslufólki í kjötbúðum er boðið á, verður lialdinn í V. R. í , kvöld. Borgarlæknir talar þar um heilbrigðiseftirlit í mat- j vinnslustöðvum og matvöru- ; verzlunum. Félag íslenzkra kjötiðnaðarmanna og V. R. efna til fundarins. Sími 6938. Guðfinna Ingvarsdóttir, Grenimel 9. v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v, .■.v.v i m m m a m i í Forstofuhurðir Innri forstofu-huröir úr mahogny og birki fyrir gler, fyrirliggjandi. GamSa Kompaníið Snorrabraut 56. — Símar 3107 og 6593. i v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. y.v.,.v.v.v.v.v.v.v.,.v.,.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.,.v. í Frá Breiðfirðingafélaginu: J» *■ Skemmtifundur í :■ ■: Breiðfiröingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð ■: ■: fimmtudaginn 9. þ. m. og hefst kl. 8,30. ■. .* Til skemmtunar: Kvartettinn Leikbræður, syngur Gömlu og nýju dansarnir. Fjölmennið á fundinn og mætið stundvíslega. Breiðfirðingafélagið. !■■■■■■ V.V.V.V.V.V.V.V.' ■' dj- ■ ■■■■■■ I I ■■■■■_■ ■ .V.V.-.V.‘.V.V.’.V.V.,.,.V.V.V.V.V.’. Sameiginlegan HlÚreÍÍti TitnaHH Jt ornutn vecýi Getraun útvarpsins FRÆÐSLUFUND § í halda Félag íslenzkra kjötiðnaðarmanna og Verzlun- armannafélag Réykjavíkur í húsi V.R. í Vonarstræti, I; miðvikudaginn 8. nóv. 1950, kl. 8,30 stundvíslega. ■: Fundarefni: Hr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, í flytur erindi um: Heilbrigðiseftirlit í matvinnslustöðv £ um og matvöruvarzlunum. Frjálsar umræður leyfðar :• að loknu erindi borgarlæknis. í» Kjötkaupmönnum og afgreiðslufólki í kjötbúðum, í* svo og öllum kjötiðnaðarmönnum er sérstakiega boð- ið á fundinn. % Stjórnir V.R. og F.Í.K. £ '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.% tt Kunnur Norðiendingur hefir komið aö máii viö mig og gert að umræðuefni getraun riris- útvarpsins í hinum nýja skemmtiþætti, „Sitt af hverju tagi". Hann mælti eitthvað á þes:a leið: Eg get vel trúað því að fólk um land allt hafi talsveröa á- nægju af þessum nýja þætti. En hvað getraunina snertir er; óneitanlega misjafnt deilt á milli barnanna útvarpsins. Eins og henni er var hagað í fyrsta skiftið, geta varia aörir tekiö þátt í henni en Reykvíkingar og Hafnfirðingar, og þótt fvrir hugað sé að breyta ofurlítið til, þannig að aðrir fái nokkurra mínútna forhlaup. En ekki stoð, aði það aðra en þá, sem búa í j kaupstöðum, þar sem beint j símasamband er Við Reykjavík á kvöldin, og þó tæplega aðra1 en þá, sem dma hafa í heima húsum. Þessi úrbót kemur þess vegna að takmörkuðum notum. Ég ,vildi þess vegna gera, það að tilíögu minni, sagíii þessi • . i. v/v. in'rv . /■ maður, að getrauninni yrði að minnsta kosti við og við hagað þannig, að menn létu lausnir sínar í póst, í síðasta lagi á á- kveðnum degi, og síðan yrði lausnin birt og verðlaunin veitt, er allir póstar væru komnir til höfuðstaðarins. Nú er það auðvitað sýnt, að með þeim hætti hlytu að berast margar réttar lausnir, og virð- ist þá ekki annað ráð fyrir hendi en dregið sé um verðlaun in. Svo fórust Norðlendingnum orð. Ég verð fúslega við þeim til mælum hans að minnast hér á þetta mál, og það því fremur sem þessi skemmtiþáttur og get raunin í honum hefir vakið veru lega athygli einnig úti á landi. En að vonum finnst fólki þar tómlegt að hlusta aðeins á get- raunina, en geta ekki tekið þátt í henni. Þess vegna væri mikils vert, ef hægt væri að finna á þessu nýja laúsn, sem flestir gætu unað við. J. II. TILKYNNENG TIL VERZLANA 1| Ag gefnu tilefni skal vakiii athygli á tilkynningu :: Verðlagsstjórns nr. 12/1949, sem er svohljóðandi: » :: \l „Viðskiptanefnd hefir ákveðið, að verzlanir \\ megi ekki hafa vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlagseftirlitinu fulla grein fyrir hvaðan varan er keypt“. Brot á þessari tilkyhningu verður litið á sem venju- « legt verðlagsbrot og tafarlaust kært. Reykjavík 7. nóv., 1950 VerðgæzlustjórínEi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.