Tíminn - 08.11.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.11.1950, Blaðsíða 7
249. blaff TÍMINN, miðvikudaginn 8. nóvember 1950. ■í Höfum nýlega fengið sendingu af lopa í flestum Iitum. Kirkjustræti 8B Rannsóknarlögregl- an óskar aðstoðar í fyrri nótt var stolið all- miklu af miðstcðvarpípum frá bragga við Skúlagötu 40. Voru það um 11 metrar af þriggja þumlunga pípum, 11 metrar af tveggja og hálfs þumlungs, 25 metrar af tveggja og 13—14 metrar af eins og hálfs þumlungs. Allar voru pípurn' ar 41/2—6 metrar á lengd. j Pípurnar voru svartar og höfðu áður verið nötaðar. Sýnt þykir að þær hafi verið fluttar brott á bifreiðum. j Rannsóknarlögreglan óskar þess fastlega, að henni sé ’ gert viðvart, ef einhver getur gefið vísbendingar um það, hver sé valdur að þessum þjófnaði. Matarsýning Nátt- úrulækningafél. Nú næstu daga verður opn' uð sýning á meðferð og neyzlu matar, sem náttúru- lækningamenn telja hollast- an og bestan. I Húsmæðrafélag Reykja- víkur hefir sýnt NLFÍ þá vel- 1 vild að lána endurgjaldslauáit til þess húsakynni sín að Borg artúni 7. Þangað eru allir velkomnir og verður aðgangur ókeypis. I Sérstaklega skorar Náttúru- I lækningafélagið á húsmæður og aðra, sem að matreiðslu- j störfum vinna að koma og kynna sér það, sem sýnt verð ur. | 1200 nýir félagar 1200 manns gengu í Reykja víkurdeild Rauða Kross ís- lands á sunnudaginn. Reykvíkingar tóku félaga- söfnun Rauða Krossins á sunudaginn ágætlega. Enn eiga nokkrir þeirra, sem söfn uðu félögum, eftir að gera skil, en komnir eru 1200 nýir félagar í deildina. Síðar mun reynt að senda í allmcrg hverfi bæjarins sem ekki reyndist unnt að ná t’l, en þeir, sem vilja gerast fé- lagar eru beðnir að hringja í skrifstofusíma R. K. í. 4658 og láta skrá sig sem félaga. Reykjavíkurdeildin biður blaðiö að færa unga fólkinu besta þakklæti fyrir ágætt starf og þakkar Reykvík ng- um skilning á starfseminni. Þessir skólar önnuðust félaga söfnunina: Hjúkrunarkvennaskóli ís- lands, Húsmæðraskóli Reykja víkur, Gagnfræðaskóli Vest- urbæjar og Ljósmæðraskól- inn. Reykvíkingar sem- ekki náð ist til á sunnudaginn var, til kynnið þátttöku yðar í síma Rauða Krossins 4658. eða kom ið í skrifstofuna í Thorvald- sensstræti 6. TILKYNNING Náttúrulækningafél. í Súgandafirði Hinn 15. október s. 1. var á Suðureyri í Súgandafirði stofnuð deild í Náttúrulækn ingafélagi íslands, og kallar félagið sig „Heilsuverndar- félag Súgfirðinga“. Formaður var kosinn Aðalsteinn Halls- son, skólastjóri, og meðstjórn endur séra Jóhannes Pálma- *son, Kristján B. Eiríksson, trésmiður, Salberg Guðmunds son, vélsmiður, og frú Maria Friðriksdóttir. — Ríkir mik- ill áhugi meðal Súgfirðinga um þessi mál, sem og cnnur menningarmál. Stofnendur voru 42. NortNnieiin bjarl- sýnnf s* loðdýraripkt Formaður norska loðdýra- ræktunarfélagsins skýrði frá því i gær, að horfur i loðdýra ræktinni væru nú heldur betri en áður. Verð skinna færi hækkandi á heimsmark aði og eftirspunr ykist. Norð menn áttu miklar birgðir loðskinna frá fyrra ári, en nú eru þær að mestu seldar og góðar söluhorfur á þessu ári. Búizt er við, að norska loödýraræktin gefi á þessu ári um 60 þús. minnkaskinn, 90 þús. silfurrefa- og platínu skinn og 60 þús. blárefaskinn. Gerist áskrifendur ab JJímanum Áskriftarsimi 2323 f| 8 Kynna sér fiskiðnað 1 í Bandaríkjunum j Nýlega fcru þeir dr-. S'gurð- j ur Pétursson, gerlafræðirigur,! og dr. Þórður Þorbjarnarson, forstöðumaður rannsóknar- stofu Fiskifélags ílands, til 1 Bandaríkjanna. Mun dr. Sig- j urður dveljast vestra í 8 mán j uði og kynna sér gerlarann- ! sóknir m. a. í sambandi við fiskiðnað. Dr. Þórður mun dveljast í Bandaríkjunum í 3 mánuði og kynna sér ýmis konar rannsóknir í þágu fisk- lðnaðar. För þeirra dr. Sigurðar og Hér með er vakin athygli á tilkynningu Verðlags- « stjórans frá 14. nóv. 1947, þar sem segir m. a.: „Iðnaðarvörur skulu ávalt einkenndar með 8 nafni eða vörumerki iðjufyrirtækisins, þannig 8 að unnt sé að sjá hvar varan er framleidd“. H ♦♦ Þá segir einnig í sömu tilkynningu: g B ♦♦ „Ennfremur varðar það sektum að hafa slík- Íl ar vörur á boðstólum, ef þær eru ekki merktar, H sem að framan greinir'S H ♦♦ Með því að það er til mikilla hagsbóta fyrir neyt- H endur að geta séð, hver framleiðir hinar ýmsu vöru- H tegundir, verður gengið ríkt eftir að áðurnefndri til- g kynningu verði fylgt og verður tafarlaust kært til H ♦♦ verðlagsdóms, ef útaf er brugðið. H Reykjavík 7. nóv., 1950 8 Verðgæzlustjórinn VICiIVSIÁGASlRI TIMANIS Ell «130« dr. Þórðar er einn liður tækm legrar aðstoðar, sem efnahags samvinnustjórnin í Washing- ton veitir, og greiðir hún all- an erlendan kostnað vegna fararinnar. mt as lagfasrir orqeiin Hið íslenzka Biblíufélas (Framhald af 4. síOu.) í ársbyrjun 1949, sendi þessi stjórn í sambandi við nýskip- aðan biblíusunnudag ávarp eða áskorun til landsmanna um að ganga í Biblíufélagið. Var því svo vel tekið, að nú mun félagið telja um 800 með liði víðsvegar um land. í vor sem leið, var enginn biblíu- félagsfundur haldinn í sam- bandi við sýnódus. En nú á að halda aðalfund í fyrsta skipti með nýju félögunum, sem geta komið við að mæta, og þeim, sem félagsmenn vilja verða á fundinum. Hann verður haldinn í Dóm kirkjunni kl. 8,30 á mánu- dagskvöldið kemur. 13. þ. m. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður þar lagt fram frumvarp að endurskoðuðum lögum félagsins og væntan- lega rædd mikilvæg framtíð- armál. Magnús Már háskóla- kennari mun og flytja erindi. Vonandi verður þar margt manna. Sigurbjörn Á. Gíslason. Alnioiina manntalið (Framhald af 4. síðu.) ið til sín taka. Eru likur til, að svo verði viðast hvar, en það er miklum vandkvæðum bundið í löndum, þar sem manntöl hafa aldrei áður far ið fram eða aðeíns einstök manntöl fyrir mörgum árum siðan. Hér á landi er allt öðru máli aö gegna, þar sem mann töl hafa verið tekin á hálfa þriðju öld, og í meira en eina öld reglulega á 5 eða 10 ára fresti. Manntöl eru hér því engin nýlunda, sem fólk lief- ir neinn beyg af. Það er því íull ástæða til þess að vænta þess, að manntal það, sem nú er /yrir höndum, muni heppn ast vel og að allir þeir, sem að þvi vinm, hjálpist að því, að svo megi verða. Bók þessi geymir eina stórbrotnustu og drama- tiskustu harmsögu, sem gerst hefir meðal íslend- inga. Þetta er saga um óvenjulega skapfastan for- ingja, og trúarhetju, sem lætur fátt vaxa sér í aug- um og gengur ótrauður mót dauða sínum og sona sinna í Skálholti 7. nóvember 1550. TORFHILDUR Þ. HÓLM hefir kannað allar heim ildir um ævi Jóns biskups Arasonar, og í þessari sögulegu skáldsögu fylgir hún atburðarás nákvæm lega. Auk þess hefir hún fléttað inn í söguna öll ævintýri og munnmælasögur um Jón biskup Ara- son, er gengið hafa mann fram af manni í marg- ar aldir. Jón biskup Arason er II.—III. bindið í ritsafni Torfhildar Þ. Holm. — í fyrra kom út. I. bindið, en það var Brynjólfur Sveinssen biskup. JÓN BISXUP ARASON er í tveim ur bindum, samtals 636 bls. — Verð kr. 75,00 heft, kr. 135,00 í vönduðu jskinnbandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.