Tíminn - 23.11.1950, Page 2

Tíminn - 23.11.1950, Page 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 23. nóvember 1950. 262. blað. ha(i tií heiia Jtvarpið Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð urfregnir. 12.10—13.15 Hádeg- isútvarp. 15.30—16.30 Miðdegis- útvarp. — (15.55 Fréttir og veð- urfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Frank Luther og Lyn Murray-kvartettinn syngja lög eftir Foster (plötur). 20.45 Lest- ur fornrita: Fóstbræðrasaga (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kvenfélagasambands íslands. — Ferðaþættir: Minn- ingar úr Noregsferð (frú Aagot Vilhjálmsson, frú Helga Magn- ústíóttir og frú Sigríður Sigur- jónsdóttir). 21.40 Tónieikar (plötur), 21.45 Frá útlöndum (Ivar Guðmundsson ritstjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (piötur). 22.45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell fór í gærkvöldi frá Patras áleiðis til_ Piraeus. M.s. Hvassafell er í Keflavík. Eimskip: Brúarfoss fór frá Grimsby 21.11. til Hamborgar, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Dettifoss fór frá Reykjavík 20. 11. til New York. Fjallfoss kom til Gautaborgar 22.11. frá Ála- borg. Goðaíoss fór frá New York 20.11. til Reykjavíkur. Gullfoss kom til Bordeaux 18.11. Lagar- foss kom til Gdynia 20.11. frá Warnemúnde. Selfoss fer frá Reykiavík annað kvöld 23.11. til Austur- og Norðurlandsihs og útlanda. Tröllafoss er í Reykjavík. Laura Dan er vænt- anleg til Halifax, lestar vörur til Reykjavíkur. Heika kom til Reykjavíkur 18.11. frá Rotter- dam. Ríkisskip: Hekla verður væntanlega á Akureyri í dag. Esja verður væntanlega á Akureyri í kvöld. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er á leið frá Reykjavík til Norðurlandsins. Straumey var á Grundarfirði í gær. Ármann átti að fara frá Grundarfirði síðdegis í gær til Vestmannaeyja. Flugferðir Loftleiðir: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. Flugfélag Islands: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Sauðárkróks. Frá Akureyri verða fiugferðir til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Kópaskers. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Kirkjubæjarklausturs, Fagur- hólsmýrar og Hornafjarðar. Frá Akureyri verða flugferðir til Siglufjarðar og Austfjarða. Árnað heilla Trúlofun. S. 1. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Erla Þór- hallsdóttir, afgreiðslustúlka hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og Ástráður. Ólafsson, sjómað- ur, Snælandi, Selfossiv vf-ti i' & v'.rn.mtr.i> Trúmála- og félags- málavikan. Árni Árnason læknir á Akra- nesi flytur í kvöld erindi á trú- mála- og fræðslumálavikunni í fyrstu kennslustofu Háskólans. Erindið hefst kl. 8.30. Úr ýmsum áttum íslandsldukkan verður sýnd í kvöld í 33. sinn. Hefir hún hlotið meiri aðsókn en nokkurt leikrit, sem hér hef- ir verið sýnt. Skáilioltsfélaginii hefur um hendur Árna Óla bor- izt 50 kr. frá konu á Norðfirði. og fylgdu með í bréfi þessi vin- samlegu orð: ,,Það er áheit á Skálholtsfé- lagið (Skálholtskirkju). Látið ekki nafns míns getið.“ Félagið þakkar hið góða for- dæmi, sem mætti verða mörg- um til eftirbreytni. Sigurbjörn' Einarsson. Thorvaldsensfélagið * þakkar öllum þeim mörgu, sem sýndu því vinarhug á 75 ára af- mælinu með skeytum, gjöfum, eða heiðruðu það á annan hátt. Einnig þakkar félagið öllum þeim, sem aðstoðuðu þaö við skemmtun fyrir gamla fóíkið á Elliheimilinu, bæði þeim, sem lögðu fram skemmtikrafta, vist ir til veitinganna eða aðra að- stoð. Innilegar þakkir. Fundur Esperantista, verður haldinn í Aðalstræti | 12, kl. 8,30 næstkomandi föstudagskvöld. V Aðalfundur Landsambands ísl. útvegsmanna. Fyrri hluta í gær störfuðu fastanefndir fundarins. Fundarhöld hófust svo aftur kl. 2 með því að atvinnumála- ráðherra Ólafur Thors, ávarp- aði fundarmenn, en síðan flutti Pétur Thorsteinsson, fulltrtúi í utanríkisráðuneytinu fróð- legt erindi um samninga við viðskiptalöndin og söluhorfur. Að erindi Péturs Thorsteins- sonar loknu var kaffihlé til kl. 5, en að því loknu flutti Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar maður, skýrslu Innkaupadeild- ar L. f. U. Þá lagði framkvæmda | stjóri fram reikninga sambands ins fyrir síðastliðið ár og gaf skýrslu um fjárhagsafkomu sambandsins. 1 Fundi var síðan frestað til kl. 9, en þá flutti skýrslur Þórður Ólafsson, útgerðarmaður og Sveinn Benediktsson, útgerðar- maður. I ■■■■■' Leidrétting ^ Helgi Hjcrvar hefir beðið blaoið fyrir þessa leiðrétt- ingu: í Tímanum í gær hefir orð ið prentvilla sem snýr við merkingu í orðum mínum. Þar átti að standa: 2) Um „aðdróttunina": Það er efalaust, að fundur í út- varpsráði skilji almennt orða lag betur en ég einn. Ég sé ekki né skil þessa „aðdrótt- un“, ekki heldur þó að út- varpsráð sé búið að sam- þykkja samhljóða að hún sé þarna, o. s. frv. Og neðar á að standa: .... en síðan hirti ég ekki um þetta uppkast, o. s. frv. Halldór Stefánsson: Sögur og smáleikrit Nú eru fimm ár liðin siðan bók hefir komið út eftir Halldór Stefánsson, snjallasta smásagnarithöfund þjóð arinnar. Halldór er einn af listfengustu nútímarithöf- undum á íslandi. Sögur hans bregða frá ýmsum hliðum ljósi á liina umbrota miklu tíma í íslenzku þjóðlífi. Þær eru fjölbreyttar að efni og margvíslegar að stíl og bera vitni' um skarpa athyglisgáfu. Hér er á ferðinni bók, sem enginn íslenzkur bókamað ur má láta fara fram hjá sér. Stíll Halldórs er hnitmið aður og leikni hans og þekkingu slík, að unun er aö lesa sögurnar. Smásögur Halldórs Stefánssonar eru þegar þekktar víða um lönd, m. a. í Englandi, Þýzkalandi og á Norður löndum og hafa hvarvetna fengið hina beztu dóma, enda eru smásögur Halldórs margar hverjar á heims- mælikvarða. — Dragið ekki að eignast SÖGUR OG SMÁ LEIKRIT, upplagið er ekki stórt. — Fæst hjá öllum bók sölum. Bókaútgáfan Heimskringla Ferðamanssalaiid (Framhald af 1. siðu.) erlendar ferðaskrifstofur sem hagnað hafa af því að ferða- fólk komi til íslands leggi ekki áherzlu á það, að kynna þetta nýja og ævintýralega ferða- mannaland, sfem landið okk- ar er í augum útlendinga. I íslenzk frímerki Notuð Islenzk frimerki kaup! ég ávalt hæzta verði. JÖN AGNARS Frímerkjaverzlun P. O. Box 356 — Reykjavili -Jfc ornum uecji Talað um tóbak ■_■ ■_■ | 1 ■■_■■■_■ ■■• ■AVAV.VAV.VA’.V.V/.VAVAVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V. Bréf til Láru eftir Þórberfi Þórðarson með nýjum atómpistli til Kristins komin út sem félagsbók Máls og menningar í ár. Enn fremur: Tímarit Máls og metmsiis'ar 3. hefti, með ritgerðum eftir Halldór Kiljan, Jón práfessor Helgason, Björn Þorsteinsson um Jón bisk up Arason, Gunnar Benediktsson, Hróðmar Siðurðs son, Árna Hallgrímsson og Þorvald Skúlason; sögum eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson og Olav Duun; kvæðum eftir Helga Hálfdánarson, An- onymus, Jón úr Vör, Jón Óskar og Hannes Sigfús- son og fleira efni. Bréf til Lárn hefir árum saman verið áfáanleg bók. Nú býðst fé- lagsmönnum i Máli og menningu þetta sígilda verk tvær bækur aðrar og Tímarit Máls og menningar, er samsvarar 20 arka bók, fyrir aðeins 50 kr. árgjald. Notið yður þetta einasta tækifæri. Eignist Bréf til Láru! Gerist féiagsmenn í Máli og menningu. MÁL OG MK.VMXC; Það kann að vera, að ein- hverjum finnist, að um margt þarfara sé að skrifa í þjóðfé- lagi á heljarþröm, en tóbak og sígarettur. En það er nú einu sinni svo, að þeir, sem tóbaks neyta, eru býsna margir, og úr því að menn neyta þess, er betra að flytja inn sæmilega gott tóbak en argasta tað. Og það er víst alls ekki að ófyrir- synju, að tóbaksmaður færði það í tal við mig nýlega, hvers konar sígarettur eru hér aðal- lega og jafnvel eingöngu á boð- stólum. Hann sagði, að Convoy-sígar- etturnar, sem Tóbakseinkasala ríkisins virðist hafa tekið sér- stöku ástfóstri við, séu að dómi nær allra þeirra, sem sígarettur reykja, afleitt tóbak. En hvers vegna er verið að neyða þessu í fólk? Það er spurning, sem gaman væri að fá svar við. Ég hefi það eftir öðrum manni, sem er mjög vel kunn- ugur tóbaksframleiðslu, að auð v^lt sé að fá betri sígarettur en Convoy fyrir sama verð, þótt w.v. LAUGAVEGI 19 — SIMI 5055 PAV ■ ■ ■ i .■ einhver örlítill verðmunur kunni að vera á þeim og Raleigh sígarettunum. En Raleigh-síg- aretturnar hafa líkað hér vel,1 þótt innflutningi þeirra virðist hætt að miklu eða öllu leyti. Þetta kemur almenningi næsta spánskt fyrir, og það hefir aldrei verið skýrt fyrir landslýðnum, þótt nokkuð hafi verið skrifað um þessi mál, hvernig þessu víkur við. En aðalatriði þess, sem tóbaks maðurinn minn sagði við mig, var það, að Convoy-sigaretturn- ar séu illa þokkaðar af reyk- ingamönnum. Þeir vilji þær helzt ekki, nema ekki sé ann- arra kosta völ, og hann fór þess eindregið á leit, að nýrra úr- ræða yrði leitað til þess að hafa á boðstólum tóbak, sem fólk rætti sig við, svo lengi sem við teljumst hafa efni á tóbaks- innflutningi. Undir þessar ósk- ir tóbaksmannsins míns munu áreiðanlega mjög margir taka, enda ekki farið fram á annað en sanngjarnt og sjálfsagt er. J. H. ♦♦♦♦•♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Það bezta í sinni röð er spaðkjöt frá okkur. Höfum fyrirliggj andi 1 heilum og hálfum tunnum úrvais dilkakjöt af Barða- strönd og af Breiðafjarðarströndum., Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2673 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦' >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦«•«. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦*

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.