Tíminn - 23.11.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1950, Blaðsíða 5
262. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 23. nóvember 1950. * fl iitti! Ályktanir 9. flokksþings Framsðknarmanna Fimmtud. 23. nóv. Flokksþingið Niunda flokksþingi Fram- sóknarmanna er nú lokið. Tíminn birtir ályktanir flokks þingsins í mörgum helztu málum þjóðarinnar. Þar hef- ír stefna flokksins verið mörk uð fyrir næstu ár. Það er mikið starf, sem liggur að baki þessum sam- þykktum. Þó að málin væru nokkuð undirbúin áður en þingið kom saman, bæði hér i Reykjavík og eins með álykt unum frá ýmsum flokksfé- lögum út um land, var mikið starf unnið í nefndum til að samræma sjónarmiðin. En auk hins mikla starfs nefnd- ánna urðu rækilegar umræð- ur um flest málin enda kom fram mikill fjöldi af breyt- ingartillögum. Það er mikið starf að ljúka siiku þingi á 6 dögum og reynir það ekki sízt á lægni og röggsemi fund arstjóranna, að leiða málin til svo skjótrar afgreiðslu. Samþykktir flokksþingsins og yfirlýsingar í stefnumál- um verða ræddar síðar, enda mun það verða starf blaðsins og þingflokksins hin næstu ár að fylgja þeim eftir. Starf þingsins kemur eng- an veginn allt fram í álykt- unum þess. í umræðunum koma fram ýms sjónarmið enda þótt ekki verði gerðar um það samþykktir. En það getur verið gott fyrir alla hlut aðeigendur samt að finna h\ærn róm menn gera að hin- um ýmsu viðhorfum. Ef til vill er það mest vert í sambandi við flokksþingið, áð þar hittast fulltrúar allra sveita og allra þorpa hring- inn í kringum land og taka höndum saman um að marka þá þjóðmálastefnu, sem verði þeim öllum til góðs. Á flokksþinginu sátu menn frá ýmsum störfum, fólk á flestum aldri. Öllu þessu fólki er það sameiginlegt, að vilja leggja vinnuna til grundvall- ar í þjóðfélaginu. Það telur, áð menn eigi að vinna fyrir sér og undan því megi enginn Skjóta sér. En það vill jafn- framt, að þess sé gætt, að menn fái að njóta starfa sinna. Þetta er í raun og veru boð skapur Framsóknarflokksins og stefna: að vinna og njóta verka sinna. Á þeim grundvelli er ekki neitt rúm fyrir starfslítinn eyðslulýð en þar þola menn heldur ekki neinn yfirgang og fjárdrátt. Það er merkilegur þáttur í þjóðskipulegri þróun í lýð- ræðislandi að menn frá hin- um daglegu störfum um land allt komi þannig saraan. Með skipulagi Framsóknarflokks- ins er umbótamönnum um allt land veitt tækifæri til að taka höndum saman og tengj ast böndum hugsjóna og stefnumála og efla þannig þá hreyfingu, sem engin höfð- ingjastétt, höfuðborgarsjónar mið eða nein önnur sérsjón- armið geta kveðið niður. Framsóknarmenn um allt land skulu gæta þess vel, að íáta ekki ónotað það áhrifa- vald, sem skipulag flokks þeirra leggur þeim í hendur. Með miklum myndarbrag (Framhald af 4. slOu.) fyrir, að hann; greiði vaxtamismun með hluta af árlegum tekjum sínum,' ef með þarf. 20. Oliur til fiskiflotans verði seldar sama verði alls stað- ar á landinu. 21. Flokksþingið telur, að gengisbreyting sú, er leidd var í lög á síðasta alþingi, hafi verið eðlileg og óhjákvæmileg af- leiðing fjáreyðslunnar og verðþenslunnar í landinu á siðustu árum og réttmæt með tilliti til útflutnings sjávarafurða og annarra útflutningsvara landsmanna. Álítur flokksþingið, að réttlát gengisskráning og aðrar ráðstafanir, sem stefná í sömu átt, svo sem ráðstafanir til lækkunar framleiðslu- kostnaðar, séu a ðjafnaði eðlilegri aðstoð við útflutnings- framleiðsluna en framlög úr ríkissjóði eins og verið hefir. 22. Til að koma í veg fyrir stöðvun vélbátaflotans, og til þess að komast hjá uppbótum eða ríkisábyrgð til handa út- j gerðinni, samþykkir flokksþingið, að gaumgæfilega sé rann- I sakað, hvaða leiðir séu færar til úrbóta og þar á meðal, hvort1 fært sé að koma á sérstakri skipan gjaldeyrismála, sem að því miði að koma rekstrinum í eðlilegt horf. 9. Flokksþingið ályktar að fela þingmönnum sinum að vinna að því á þingi og í ríkisstjórn, að réttur íslendinga til fiskiveiða við Grænland verði tryggður, þannig að hafn- ir verði þeim opnaðar til afnota. >r:3?saaE;- IÐN AÐARMÁL 1. Að fjöldi iðnnema miðist við þjóðarþörf og verkefni I landinu fremur en stéttarhagsmuni og aðra sérhagsmuni. 2. Að lengd iðnnámsins verði ekki fastbundin við ákveð- inn árafjölda en undirbúningur, hæfileikar og ástundun geti þar.ráðið nokkru um eins og við annað nám. Rannsókn jarðhita, jarðefna o. fl. Flokksþingið vill minna á og endurtaka samþykkt 8. flokks- þingsins, sem hijóðaði svo: „Flokksþingið telur að leggja beri áherzlu á, að haldið verði áfram rannsóknum á náttúrugæðum landsins, einkum þeim er ætla má, að mikilvæg séu fyrir efnahagsafkomu þjóð- arinnar og bendir á eftirfarandi atriði: 1) Rannsókn jarðhitans, útbreiðslu hans, orku og eðli, svo að ljóst verði: a) Hver not jarðhitans megi hafa til rafmagnsfram- leiðslu. b) Hvert gildi hverir (vatn, gufa og fleira) kann að hafa sem heilsulindir. c) Hversu gróðurhús hagnýtist bezt til f jölbreyttrar rækt- unar og að rannsökuð sé notkun rafmagns til lýsingar o. fl. í því sambandi. MENNTAMÁL I. Skólamál. Níunda flokksþing Framsóknarflokksins lítur svo á, að efla beri allan. heilbrigðan iðnað í landinu, eftir því sem fjár- magn og, heimaafl þjóðarinnar leyfa, og því beri að undir- búa framkvæmdir í stóriðju í þeim greinum, sem orkulindir landsins, s.- s. fallvötn og jarðhiti, veita bezta aðstöðu til. í þessu sambandi vill flokksþingið taka fram eftirfarandi atriði: ... 1. Flokksþingið lýsir stuðningi sínum við aðgerðir Alþingis og ríkisstjórnar í áburðar- og sementsverksmiðjumálinu, og væntir þess, að Alþingi og ríkisstjórn hraði framkvæmdum þessara mála svo sem frekast er kostur. 2. Einnig lýsir flokksþingið ánægju sinni yfir þeim fram- förum, sem orðið hafa í ullariðnaði landsmanna á síðari árum og telur, að stefna beri að þVí að komið verði á fót nýjum greinum vefnaðarvöruiðnaðar, sem byggður verði jöfnum höndum á aðfluttum hráefnum, s. s. ull og bómull, bæði til notkunar innanlands og útflutnings, enda reynist slík framleiðsla sambærileg að gæðum og verði við sams konar framleiðslu erlenda. 3. Flokksþingið telur nauðsyn að sandgræðslan í Rangár vallasýslú-verði þegar aukin verulega og þar verði byggð verksmiöja til framleiðslu á innlendum fóðurefnum. 4. Flokksþingið telur að þegar beri, að hefjast handa um nýja iðnaðarframleiðslu s. s. efnavinnslu úr þaragróðri, salt vinnslu og manganvinnslu úr sjó, postulínsframleiðslu úr is- lenzkum leir o. fl. 5. Flokksþingið telur mikilsvert að auka þjóðlegan heimil- isiðnað í landinu, meðal annars í því skyni að framleiddar verði vandaðar og verðmætar heimilisiðnaðarvörur til sölu innanlands og utan. 6. Ennfremur leggur flokksþingið áherzlu á, að innflutn- ingi á vefnaðarvörum verði hagað á þann veg, að heimilin eigi kost á efni í fatnað í þágu heimilanna eftir því sem þau hafa aðstöðu til að vinna úr. 7. Flokksþingið leggur áherzlu á, að athuga beri hvort ekki sé hægt að framleiða í landinu áhöld og vélar til framleiðslu starfa með viðráðanlegu verði. Flokksþingið leggur áherzlu á að þörfum iðnfyrirtækja um innflutning hráefna verði sinnt að jöfnu, hvar sem þau eru staðsett á landinu. Sakir hinna miklu peningaþarfa iðnaðarins, vill flokks- þingið skora á Alþingi og rikisstjórn að stofna sem fyrst í þágu iðnaðarins lánadeild við Búnaðarbanka íslands og leggja deildinni til verulega fjármuni, sem stofnfé. Deildin starfi þar til stofnaður hefir verið Iðnaðarbanki. Flokksþingið telur þörf á að lög um iðnnám séu tekin til endurskoðunar, með tilliti til eftirfarandi atriða: hafa þeir sótt flokksþing og háð, en því þarf að fylgja eftir með auknu og endur- bættu starfi. Það er líka þátt- ur í því að jafna metin í þjóð- félaginu og hefja hina dreifðu byggð sveita og sjávarþorpa til þeirra áhrifa, sem þeim ber. — Það er þvi ekki einungis Framsóknarflokkurinn, sem stendur í þakkarskuld við þá menn, sem nú hafa lagt það á sig að sækja flokksþingið. Þjóðin öll á þeim þakkir að gjalda, því að það er einmitt í starfi slíkra manna, sem lýðræðið þróast. A. Níunda flokksþing Framsóknarflokksins leggur áherzlu á þessi atriði í skóla- og menningarmálum: 1. Heimilin verið enn sem fyrr hornsteinn uppeldis- og þjóðmenningar. 2. Skólarnir, sérstaklega barnaskólarnir, hafi eftir föng- um samvinnu við heimilin um uppeldi og fræðslu barn- anna. Auk starfs skólanna við að auka þekkingu nemendanna, verði lögð áherzla á siðferðilegan þroska þeirra og áhuga á hagnýtu starfi. íslenzk tunga, saga og bókmenntir skipi öndvegissess I skólunum. 3. Ungmenni, hvar sem er í landinu, eigi sem jafnastan og greiðastan kost á framhaldsmenntun við sitt hæfi. Þess sé hvors tveggja gætt, að þeir, sem hafa frábæra hæfileika, fái að njóta þeirra i' námi og starfi, og að þeir, sem vangefnir eru, njóti nauðsynlegrar aðhlynningar. B. 1. Þingið lítur svo á, að mjög löng skólaseta veki námsleiða hjá börnum og unglingum og dragi hug þeirra um of frá líkamlegri erfiðiswnnu. Þingið telur rétt, að í þeim fræðsluhéruðum, þar sem barnaskólar eru starfræktir i september- og maímánuði, gefist börnunum kostur á undanþágu, ef aðstanöendur óska þess, t. d. vegna sveitardvalar barnanna. 2. Almenn skólaskylda sé ekki lengd til 15 ára aldurs í neinu fræðsluhéraði nema nemendum hafi jafnframt verið tryggð aðstaða til verklegs náms. 3. Útinámskeið að sumarlagi verði fastur liður í barna- og unglingafræðslunni, og sé þar sérstaklega kennd garðrækt, skógrækt og náttúrufræði. 4. Verknám við barnaskóla og skóla gagnfræðastigsins verði aukið að miklum mun á næstu árum. Verknám þetta stytti hinum færari nemendum leiðina að iðnréttindum, enda séu þær takmarkanir, sem nú eru á iðnnámi, rýmk- aðar. 5. Komið verði upp iðnskóla í sveit, sem miðist við þarfir strjálbýlisins. Þingið telur, að með vísi þeim að menntaskóla, sem nú er á Laugarvatni, hafi verið stefnt í rétta átt, og þakkar þeim mönnum, sem hrundið hafa því máli áleiðis. Telur það, að tilraun þessa beri að styrkja sómasamlega, unz önn- ur fullkomnari skipan er gerð á þessu máli. 7. Heimavistarhúsið við menntaskólann á Akureyri verði fullgert hið allra fyrsta. 8. Komið verði upp svo fljótt sem unnt er skóla- og dval- arheimili fyrir fávita. II. Önnur menningarmál. 1. Flokksþingið télur mikilsvert, að þess sé gætt, að þjóð- leg verðmæti glatist ekki sakir þeirra öru breytinga, er nú verða á þjóðlífsháttum, og beri því að halda uppi byggða- söfnum, einu eða fleiri. Ennfremur séu sýslurnar hvattar og studdar til að koma upp héraðsskjalasöfnum. (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.