Tíminn - 23.11.1950, Side 3

Tíminn - 23.11.1950, Side 3
262. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 23. nóvember 1950. 3. Ályktanir 9. flokksþings Framsóknarmanna LANDBÚNAÐARMÁL 9. flokksþing Framsóknarmanna áréttar á ný yfirlýsingar fyrri flokksþinga um það að höfuðskilyrði þess, að þjóð vor þroskist og eflist og glati ekki hinum þjóðlegu einkennum og menningarverðmætum, sem mótast hafa og varðveitzt í sveitum landsins frá fyrstu tímum, sé það, að landbúnaður verði ávalt einn meginatvinnuvegur þjóðarinnar. Atburðir síðustu ára í fjárhags- og atvinnumálum vorum sýna greinilega, að ekkert er nauðsynlegra, en að efla land- búnaðinn svo, að hann fullnægi neyzluþörf þjóðarinnar, að því er snertir þær afurðir, sem hagkvæmt er að framleiða mnanlands og geti auk þess flutt sem mest af vörum á er- lendan markað. , í þessu sambandi leggur flokksþingið sérstaka áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Landnám og nýbyggðir. Flokksþingið leggur áherzlu á, að lokið verði sem fyrst við stofnun þeirra byggðahverfa, sem nú þegar er byrjað á. Jafnframt sé unnið af alefli að aukningu byggðarinnar, með skiptingu jarða, endurbyggingu eyðijarða, sem til þess telj- ast hæfar, og undirbúningi nýrra byggðahverfa. 2. Félagsstarfsemi landbúnaðarins. Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir störfum Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands bænda. Telur þingið félags- samtök þessi hin mikilverðustu fyrir hagsmunamál bænda- stéttarinnar og þjóðfélagið í heild og áframhaldandi sam- vinnu þessara félaga nauðsynlega. 3. Leiðbeininga- og frœðslustarfsemi. Flokksþingið telur, að nauðsynlegt sé, að vísindalegar rannsóknir, á sviði landbúnaðarins, verði auknar, bændum til hagsbóta, í búrekstri sínum, svo sem með hagnýtum jarð- vegsrannsóknum, áburðartilraunum, fóður- og fóðrunar- rannsóknum, búfjárkynbótum o. fl. Jafnframt telur flokks- þingið þess fyllstu þörf, að Búnaðarfélagi íslands, sem ávalt hefir haldið uppi leiðbeininga- og fræðslustarfi, verði gert fært að auka hana í samræmi við kröfur tímans. 4. Fjármagnsþörf landbúnaðarins. FlokksþingiQ telur að landbúnaðurin hafi farið mjög var- hluta af þeim miklu fjármunum, sem varið hefir verið til ýmiskonar framkvæmda og starfsemi í landinu síðasta ára- tuginn. Þess vegna leggur flokksþingið höfuðáherzlu á það, að flokkurinn vinni að því af alefli, að lánsfjárþörf landbún- aðarins til ræktunar, bygginga og annarra nauðsynlegra framkvæmda verði svo fljótt sem frekast er auðið, fullnægt svo við megi hlíta. Flokksþingið telur að á næstu 4 árum muni lánastofnun landbúnaðarins, Búnaðarbankinn, þurfa að fá til umráða allt að 100 milljónir króna í eftirtaldar deildir: Ræktunarsjóð, Byggingasjóð og Veðdeild, fram yfir það fé, sem þessar deildir hafa þegar til umráða. Flokksþingið leggur til, að þessa fjár verði m. a. aflað með lánum innan lands og utan. Á þennan hátt verði búnaðar- lánadeildum bankans gert kleift að fullnægja ákvæðum laga um útlán, þar á meðal veita lán til rafstöðva í sveitum, bústofnsauka o. fl. 6. Verðlagsmál. Flokksþingið telur, að með lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins hafi verið stigið mikilsvert spor til viður- kenningar á rétti bændastéttarinanr til að ráðstafa og á- kveða verð á landbúnaðarvörum. Jafnframt telur það, að tryggja beri, að verðlag landbúnaðarafurða sé á hverjum tíma þannig ákveðið, að þeir sem landbúnað stunda, hafi sambærileg kjör við aðrar stéttir þjóðfélagsins, þingið vill þó jafnframt leggja áherzlu á, að það álítur óeðlilegt að bændastéttin ein búi við gerðardóm í kaupgjaldsmálum. 7. Eyðijarðir. Flokksþingið telur óviðunandi, að eigendur eyðijarða haldi þeim óbyggðum, ef kostur er á að fá menn til að kaupa þær og reka á þeim búskap, og álítur, að ákvæði vanti í núver- andi landbúnaðarlöggjöf um eignanám eyðijarða. • Vill Flokksþingið benda á, að hagkvæmt væri að setja lagaákvæði um það, að menn, sem vildu hefja búskap, gætu fengið eyðijarðir keyptar að fengnum meðmælum viðkom- andi sveitastjórna. Kaupverðið sé miðað við fasteignamat og sé tekið tillit til verðbreytinga, enda séu sett ákvæði í lögin um að slíkar jarðir lendi ekki í braski, ef kaupendur þeirra hætta búrekstri á þeim. 8. Lán til frumbýlinga. Flokksþingið telur ennfremur nauðsynlegt, að Búnaðar- bankinn veiti árlega ákveðna upphæð í lánum til ungra manna, sem hefja vilja búskap, til að kaupa jarðir, byggja upp á þeim og til bústofnskaupa. 9. Vélar og vélanotkun. Flokksþingið telur að lögin um húsagerðar- og ræktunar- samþykktir í sveitum hafi gert stórmikið gagn og telur að breytingar þær, sem gerðar voru á síðasta Alþfngi fyrir at- beina Framsóknarflokksins, séu til bóta. Flokksþingið álítur nauðsynlegt, að öll ræktunarsambönd landsins geti sem fyrst fengið þann vélakost, sem þeim er nauðsynlegur til þess að geta leyst af hendi það hlutverk, sem þeim er ætlað. Jafnframt leggur flokksþingið ríka áherzlu á, að gerð verði gangskör að því að koma upp birgðum af varahlutum í land- inu, bæði í vélar ræktunarsambandanna og vélasjóðs, svo vinna þeirra þurfi ekki að stöðvast meðan pantaðir eru vara- hlutir frá öðrum löndum. Flokksþingið telur brýna nauðsyn á því, að efld sé vinnu- tækni, svo framleiðslan geti orðið sem mest og ódýrust, og vill í því sambandi benda á hve nauðsynlegt það er, að bændur fái búvélar, sem henta þeirra búrekstri, og treystir því, að að því verði unnið efitr megni. í þessu sambandi vill flokksþingið beina því til bænda og félagasamtaka þeirra, að athuga vel, að heppilegt er, þar sem staðhættir leyfa að bændur eigi og noti búvélar saman. Enn vill flokksþingið benda á ftauðsyn þess, að komið sé upp vélaverkstæðum, og að til sé í landinu sem mest af vara- hlutum í búvélar, svo mögulegt sé að fá gert við búvélar þegar þær bila, svo og að bændum séu veittar sem beztar upplýsingar um meðferð og hirðingu vélanna. Loks telur flokksþingið sjálfsagt, að bændur fái sjálfir að ráða hvaða tegundir af vélum þeir kaupa, og skorar á þing- menn flokksins að fylgja því fast eftir, að það verði tryggt með lögum (sbr. frumvarp Ásgeirs Bjarnasonar o. fl.). 5. Aukning landbúnaðarframleiðslu. Flokksþingið iítur svo á, að hlutverk landbúnaðarnis sé fyrst og fremst það, að sjá þjóðinni fyrir landbúnaðarvör- um til innanlandsnotkunar, og beinir því til flokksins að vinna að því, að þessi framleiðsla verði sem mest og að sköp- uð verði sem bezt skilyrði til nýtingar og sölu. Vill flokks- þingið sérstaklega benda á nauðsyn þess, að fá öruggar kartöflugeymslur og jafnframt sé athugað á hvern hátt of- framleiðsla á kartöflum í góðum árum verði sem bezt nýtt. Framleiðsla landbúnaðarvara til útflutnings er mjög þýð- ingarmikil og ber því að vinna ötullega að öflun nýrra mark- aða erlendis fyrir sem flestar tegundir af landbúnaðarvör- um. Vekur flokksþingið því athygli á þeirri staðreynd, að afurðir sauðfjár eru nú samkeppnishæfar við sams- konar afurðir á erlendm mörkuðum. Telur flokksþingið því að auka beri framleiðslu sauðfjárafurða mjög frá því, sem nú er. Vegna þessa telur flokksþingið, að fylgja beri fast eftir ályktunum flokksþingsins frá 1946 um fjárskjpti til útrýmingar sauðfjársjúkdómum, er hingað til virðast hafa 10. Heyskapur og heyverkun. Flokksþingið leggur ríka áherzlu á að áfram og markvisst sé stefnt að því, að afla allra heyja á vélslægu, ræktuðu landi, og að tæknin við heyöflunina á hverjum stað sé sniðin við staðhætti. í því sambandi verði stutt að aukinni notkun véla, stóraukinni votheysgerð, aukinni súgþurrkun og að út- breidd verði sem bezt og hagnýtust þekking á öllu því, sem gert getur heyöflunina ódýrari og tryggari, og stutt að því, að heyið verði sem bezt„fóður. 11. Fóðurásetningur. Flokksþingið minnir alla bændur landsins á hve nauð- synlegt það er að tryggja ætíð að haustnóttum nægjanlegt fóður handa búfénu, og að hafa þá ætíð hugfast, að hverja skepnu á að fóðra þannig vetrarlangt, að hún geti gefið fullan arð. 12. Samgöngumál. Flokksþingið álítur, að góðar samgöngur séu undirstöðu- Söngbræöiar Karlakórinn Söngbræður hélt samsöhg nú í kvöld, 18. nóv. hér í Selfossbíó. Söngskemmtun þessi var vel sótt, og stundin yfirleitt hin ánægjulegasta. Á söng- skránni voru 12 lög. Auk þess var þarna Einar Sturluson, óperusöngvari. Söng hann 2 kafla úr óperum i hléi kórs- ins, svo söng hann og með kórnum eitt lagið: Ave María eftir Sigv. Kaldalóns. Þarna sungu yfir 20 góð- ir söngmenn, sem kórinn skipa, þrír einsöngvarar, tveir úr kórnum, þeir Hjalti Þórð- arson og Sigurður Fr. Sig- urz, og svo Einar, en frú Reg- ína Guðmundsdóttir, lék und- ir við tvö lögin á píanó. Þar sem allir aðilar leystu hlut- verk sín vel af hendi, þá var hér ekki lítið á að hlusta. Voru bæði kórinn og söng- mennirnir óspart klappaðir upp, svo þeir urðu að endur- taka flest lögin. Karlakórinn Söngbræður var stofnaður í apríl 1946. Stofnendur voru nokkrir söng hneigðir áhugasamir menn hér á Selfossi. Fengu þeir Ingimund Guðjónsson frá Voðmúlastaðahjáleigu í Land eyjum, nú afgreiðslumann í K.Á. til að vera söngstjóra. Hefir honum tekist svo vel að halda kórnum saman og kom ið honum til þess þroska, er við heyrðum í kvöld. Kórs- bræðurnir eru iðnaðarmenn í ýmsum starfsgreinum, bíl- stjórar og kaupmenn hér á Selfossi. Er söngurinn kvöld- stundaverk þeirra, sýndi sig í kvöld, hvað vel þeir hafa not að þær stundir. Þetta er þriðji reglulegi konsert þeirra og sýndi mikla framför og góða þjálfun, yfirleitt tókst söngurinn vel, og nokkur lög- in ágætlega. Prýðilega sam- æft. Nokkuð hefir kórinn sung ið opinberlega við ýms tæki- færi, bæði heima og í ná- grenni og jafnan geðjast vel, en í kvöld sýndi hann þó nýj- an vaxtarþrótt. — Ég er ekki söngfróður og 1 legg ekki dóm á einstök lög j eða raddir, en fyrst ég tók ! pennann út af söngskemmt- uninni get ég ekki stillt mig um að segja það um kórsöngv ana yfirleitt, að ég sakna þess oftast hvað lítið af okkar gömlu, góðu, kæru lögum, eru á söngskrám þeirra. Vel skil ég það og finn, að mörg þessi nýju lög sem þeir syngja og æfa þurfa meiri þjálfun raddanna og æfingu svo þau fari vel, heldur en mörg ættjarðarkvæðalögin okkar, sem við eldra fólkið lærðum að raula í æsku, og höfum gripið til, eða hlustað á, og hrifist af við mörg tæki færi í lífi okkar, þar sem þau hafa veitt útrás hugsun okk- ar og hrifningu. Vissulega mundu þau alltaf, mörg þeirra sóma sér jafnvel ennþá, og meira en það, svona inn á milli nýju laganna, sem nú skipa öndvegið á söngskrán- um, og vissulega eru þau mörg falleg og venjast vel. Það er mest nautn í þvi að heyra vel sungin lög, sem maður hefir kynnst áður eða kannast við. Ég og við Selfossbúar þökk- um söngstjóranum og þeim söngbræðrum fyrir margar borið góðan árangur. (Framhald á 4. síðu) (Framhalð á 6. siðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.