Tíminn - 23.11.1950, Qupperneq 8

Tíminn - 23.11.1950, Qupperneq 8
34. árg. Reykjavík „A FÖRmmI VEGt“ í DAG: Taltiii mn ióbah 23. nóvember 1950. 262. blað. Bækur spiiamann- anna og kvenþjóð- arinnar Bókfellsútgáfan hefir gefið út tvær bækur, sem munu vekja mkila athygli meðal spilamanna og kvenna, sem vilja vera vel búnar, en svo mun um flestar konur. Bók kvenþjóðarinnar heit- ir Föt og fegurð. Ætlunar- verk hennar er að leiðbeina konum við val á fatnaði og sniðum, sem hæfi vaxtarlagi þeirra og litarsamstæðum, sem hæfi litarhætti þeirra, en auk þessa eru hagnýtar leiðbeiningar um andlits- snyrtingu, hirðingu á hári og höndum og öðru, sem lýtur að fegrun og snyrtingu. Bók spilamannanna heitir Canasta, og er eftir Eli Cul- bertsson. Hér er um að ræða spil, sem er „nýtt af nálinni eins og kjarnorkusprengjan“, segir höfundurinn, og í Bandaríkjunum kváðu fjór- ar milljónir manna spila þetta spil. Er vart að efa, að þetta spil mun fara eins og eldur í sinu um okkar land á næstu mánuðum. Til skýring ar má bæta því við, að hinn spilafróði höfundur bókarinn ar flokkar spilið til „rummy ættarinnar“. Sjóvinnunámskeið í Reykjavík Um næstu mánaðamót hefst hér í Reykjavík sjó- vinnunámskeið, þar sem kenna á ungum mönnum, sem vilja gerast sjómenn, ýmis þau störf, sem unnin eru á fiskiskipum, svo sem viðgerð, bætingu og uppsetningu á netum, vörpum og línuveiðar- færum. Einnig verður kennd aðgerð og söltun á fiski, en mjög ber nú á því, að kunn- ! áttu ungra manna í þeim vinnubrögðum sé stórlega á- fátt. Námskeið þetta verður i húsum félagsins Alliance við Grandagarð. Mun það standa 4—6 vikur, og verður ókeyp- is. Verður bæði kennt á dag- inn og kvcldin, ef aðsókn verður góð. Reykjavíkurbær ber kostnaðinn. | Sjötíu bækur frá Isa- foldarprentsmiðju í ár Margt merkra og efgulegra bóka nýiítkom ið og væntaulegt fyrir jólin ísafoldarprentsmiðja er athafnasömust allra bókaútgef- enda í landinu, og mun hún á bessu ári gefa út eigi færri en sjötíu bækur. Er þar á meðal að vísu margt kennslubóka, en einnig mjög margt annarra rita, þar á meðal margar stórar og vandaðar bækur. Þegar gömlu sjómennirnir eldast og eru ekki lcngur „sjó- færir“ eins og sagt er um gömul skip, styita þeir sér stundir og afla sér viðurværis oft og einait með netabætingum, og svo verða þeir oft frægir menn í sínu plássi fyrir margar afbragðs sögur um fyrri sæfarir og fyrir snillihandtök sín við að skeyta saman kaðalenda, og hálfvaxnir drengir una hjá þeim öllum stundum Her Kínverja og Norður Kóreumanna 120 þús. Suðnrherinn sótti víða frain í g'.rr og loft- hrrinn gerði árásir á margar borgir Suðurherinn hélt áfram sókn sinni í Itóreu í gær sem fyrr og var sóknin mjög skipuleg og hæg. Til allmikilla átaka kom í gær norðarlega á miðvígstöðvunum. Friðarþinginu í Warsjá lokið Friðarþinginu í Varsjá er hú lokið, - Þingið samþykkti margvíslegar ályktanir um friðarmál. M. a. samþykkti það að skora á stórveldi heimsins að efna til friðarráð stefnu. Einnig samþykkti það að skora á S. Þ. að skipa öll- um þjóðum að minnka her sinn, banna kjarnorkuvopn og sýklahernað. Þá var og samþykkt að skora á við- komandi ríki að semja þegar vopnahlé í Kóreu-styrjöld- inni og fara á brott með allan erlendan her úr landinu. Hersveitir þær, sem komu til landamæra Mansjúríu við Yalu-fljót í fyrradag, breikk uðu umráðasvæði sitt við fljótið til beggja handa og tóku nýja bæi og bjuggu um sig i nýjum stöðvum. Á miðvígstöðvunum gerðu flugvélar S. Þ. mjög harðar árásir á ýmsa bæi við fljótið einkum á borgina Chongjin ,og einnig Sinuiju við ósa fljótsins. Mættu flugvélarnar þar harðri loftvarnarskothríð og eins komu flugvélar á móti þeim tii varnar frá Mansjúríu. Talsmaðúr herstjórnar S. Þ. i Kóreu sagði í gær, að tal- ið værij að Norður-Kóreu- Leggja til víðtækar fjórveldaviðræður Bretar, Frakkar og Banda- ríkjamenn munu bráðlega birta svar sitt við tillögum um fjórveldaviðræðum um af vopnum Þýzkalands. Búizt.er við, að þríveldin muni leggja til, að fram fari víðtækar um ræður um Þýzkalandsmáiin milli fjórveldanna. menn og Kínverjar hefðu nú um 129 þús. manna varnar- her sameiginlega undir vopn um til varnar við Yalu. Af þessum her væri nú 30 þús. Kínverjar i fremstu víglínu og 20 þús. Norður-Kóreu- menn. Hinn hluti hersins væri að baki víglínunni. Karlsefni landaði á Akranesi í gær Karfaaflinn for í bræðslu Togar'nn Karlsefni kom til Akraness í gær með 378 lest- ir af fiski, nær eingöngu karfa. Aflinn var svo til all- ur lát'nn til vinnslu i verk- smiðjuna, nema fáeinar lest- ir af karfa, sem fóru til fryst ingar. Karlsefni var ekki með ne:'nn ís í þessari síðustu veiði ferð, þar sem ætlunin var að veiða eingöngu til bræðslu. Karlsefni fór aftur á ve'ðar í gærkvöldi og hafði nú með sér ís, svo að hægt er að ísa í e'na lestina karfa til fryst- ingar, þegar í land kemur næst. Kennsiubækurnar. ísafoidarprentsmiöja gef- \ir nú út meginhluta kennslu bóka, sem ætlaðar eru til notkunar í skólum, er barna skólum sleppir. Á þessu ári varð að gefa út nýju allar kennslubækur í dönsku eða á dönsku máli, vegna breyt- ingar þeirra, sem gerð var á danskri stafsetningu. Nýjustu bækurnar. Þessa dagana koma út hjá ísafoldarprentsmiðju sex nýj ar bækur af ýmsu tagi. Er þar fyrst að nefna rit um Snorrahátíðina, og hefir Jón as Jónsson frá Hriflu annast þá útgáfu og ritað meginuppi stöðu hókarinnar. En auk þess birtast í henni allar ræð ur, sem fluttar voru á Snorra liátíðinni hér og í Noregi. Önnur bókin er ævisaga Guðmundur skálds Friðjóns- sonar á Sandi, skrifuð af Þór oddi, syni hans. Hin þriðja er Norræn söguljóð, þýdd af Matthíasi Jochumssyni — Friðþjófssaga eftir Tegnér og Bópdinn eftir Anders Hovde. Er þetta upphaf þess, að ísa- foldarprentsmiðja gefi út öll ljóðmæli Matthiasar. Enn er komin út ný skáldsaga eftir Guðrúnu frá Lundi, sem hlot- ið hefir miklar vinsældir fyr ir skáldsagnaflokk sinn Dala líf. Heitir þessi nýja saga Aí- dalabarn. Fimmta bókin, sem er nýkomin út, er Björn á Tréstöðum eftir skagfirzkan bónda, Guðmund L. Friðfinns son á Egilsá. Loks er fjórða bindið af Sögum ísafoldar, ' sem Björn Jónsson þýddi og i birti í blaði sinu á sinni tíð. Hefir Ólafur Björnsson, son- ur forseta íslands, séð um út gáfu þessa bindis. Uppistaða þessarar bókar er sagan Ven detta, en fleiri sögur eru þar, meðal annars Járnbrautin og kirkjugarðurinn eftir Björn- son. Enn er ókomið í þessum bókafiokki eitt bindi — grein ar, ritgerðir, mannlýsingar og ritdómar eftir Björn Jónsson, þar sem reynt verður að sýna sem bezt stíl hans. Næstu bækur. Enn er mjóg margt bóka, sem ísafoldarprentsmiðja mim sen^a á jólama’*ka«inp. Meðal þeirra er Dularmögn Egiptalands eftir Brunton, þýdd af Guðrúnu Indriðadótt ur. Hafa áður komið út tvær bækur eftir þennan sama höf und. Eiríkur Hansson eftir J. Magnús Bjarnason mun bæði koma út í heftum og sem heildarútgáfu, en eitt hefti þessarar skemmtilegu sögu kom út í fyrra. Eitt bindi af ritsafni Benedikts Gröndal, sem ísafoldarprent- smiðja mun gefa út, kemur út í haust, og verða það greinar og bréf skáldsins. Gils Guðmundsson annast út gáfuna. Þriðja bindið af Virk inu í norðri eftir Gunnar M. Magnús kemur senn út. og er þar lýst því, sem gerðist á sjó á stríðsárunum, og fylgja myndir og æviágrip allra ís- lendinga, sem fórust af völd- um óíriðarins. Þá kernur út unglingabókin Nonni eftir Jón Sveinsson, en ísafoldarprent smiðja mun gefa út allar bæk ur hans. Þrjár voru komnar út áour. Önnur bók af svip- uðu tagi er væntanleg — Mamma skilur allt eftir hinn vinsæla höfund Stefán Jóns- son. Einnig kemur senn út Litli dýravinurinn, ljóð og sögur eftir Þorstein Erlings- son, og hefir ekkja skáldsins, (Framhald á 7. síðu.) Viíja björgunarfleka í smærri skip Þing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands gerði svolátandi samþykktir um öryggismál sjómanna: 1. 14. þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands | lj>sir ánægju sinni yfir þeirri jákvörðun skipaskoðunar- stjóra að krefjast þess, að smærri skip, sem ekki verður gert skylt að hafa björgunar bát um borð, skuli útbúin sérstökum björgunarflekum, eins og Slysavarnarfélagið ! hefir mælst til. Telur þingið, að hér sé um aðkallandi ör- ' yggismál að ræða, og þurfi I allir þátar, þar sem því verð | ur með nokkru móti viökom- j ið, að vera útbúnir björgunar ' flekum af þeirri gerð, sem samþykkt var á síðustu al- þjóðaráðstefnu um öryggi á sjó. Skal stærð flekans í hverju tilfelli miðuð við töiu skipverja og möguleika til að koma flekanum fyrir um borð i skipinu. Jáfnframt skorar þingið á skipaskoðunarstjóra að beita sér fyrir því, að fjár hagsráð veiti nú þegar nauð synleg leyfi til innflutnings á þessum tækjum. 2. 14. þing F. F. S. í. vill að gefnu tilefni, þar sem eftir- litsskip fiskiflotans hafa kvartað um, að fiskibátar við reknetjaveiðar, togveiðar og dragnótaveiðar sýni ekki að næturlagi rétt ljós né gefi , réttar hljóðbendingar við veið j ar sínar, og jafnvel ekki á I siglingu, benda alvarlega á : þær hættur, sem af þessu . leiða, og skorar á skipsstjórn- ; armenn fiskiflotans, sem hér eiga hlut að máli, að fara að alþjóðareglum um siglingar og hafa þau ljós og merki uppi við veiðarnar, sem þar er fyrirskipað. Tilkynning um þetta verði birt í útvarp- inu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.