Tíminn - 25.01.1951, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1951.
20. blað
jtá kafi til keiia
Útvarpið
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Tónleikar . (plötur):
Konsert í leikhússtíl eftir Cou-
perin. 20,45 Lestur fornrita:
Saga Haralds hatðráða (Einar
Ól. Sveinsson prófessor). 21,10
Tónleikar (plötur). 21,15 Aldar-
afmæli norska skáldsins Arne
Garborg: a) Erindi (Vilhjálmur
Þ. Gíslason skólastjóri). b) Fá-
ein orð um ljóðaflokkinn „Haug
tussa“ (Halvard Mageröy lektor)
c) Upplestur og tónleikar: Lög
úr „Haugtussa“ eftir Garborg-
Grieg (Kirsten Flagstad syng-
ur; við hljóðfærið Edvin Mac-
Arthur. — Finnborg Örnólfs-
dóttir les kvæðin í íSl. þýðingu).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Passíusálmur nr. 4. 22,20
Sinfóniskir tónleikar: Norður-
landatónlist (plötur). 23,20 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Ms. Arnarfell fór frá Rvík 18.
þ. m. álHiðls til ítalíu. Ms.
Hvassafell lestar saltfisk í Faxa
flóa.
Ríkisskip:
Hekla er í Reykjavík og fer
þaðan á laugardag austur um
land til Siglufjarðar. Esja verð- I
ur væntanlega á Akureyri í dag.
Herðubreið fór frá Akureyri í1
gær austur um land til Reykja-
víkur. Skjaldbreið fer frá Rvík
á morgun til Breiðafjarðar. Þyr-
ill er á leið frá Reykjavík til
Austfjarða. Ármann átti að fara
frá Reykjavík í gærkvöld til
Vestmannaeyja. i
Eimskip:
Brúarfoss fer frá Reykjavík í
kvöld 24. 1. kl. 22,00 til Grimsby.
Dettifoss er í Gdynia, fer þaðan
væntanlega 25. 1. til Kaup-
mannahafnar, Leith og Rvíkur.1
Fjallfoss er í Reykjavík. Goða-
foss fór frá Reykjavík 17. 1. til
New York. Lagarfoss fer frá
Keflavik í dag 24. 1. til Vest-
mannaeyja. Selfoss er á Siglu- j
firði.. Tröllafoss kom til St. j
Johns 23. 1. fer þaðan til New j
York. Auðumla hefir væntanlega 1
farið frá Immingham 22. 1. til,
Reykjávíkur.
Ur ýmsum áttum
Gestir í bænum:
Halldór Sigurðsson bóndi á
Staðarfelli, Guðmundur Jónas-
son bóndi, Ási í Vatnsdal, Ágúst
Jónsson bóndi á Hofi.
Slysavarnadeildin
á' Suðureyri hélt skemmti-
Samkomu til fjáröflunar um s. 1.
helgi, og var hún vel sótt. Stjórn
deildarinnar skipa nú þrír skip-
stjórar á Suðureyri — Kristjgn
ísfeld, Guðmundur Jón Magnús
son og Páll Janus Þórðarson.
Náttúrulækningafélag
Reykjavíkur
heldur fund í Guðspekifélags-
húsinu, Ingólfsstræti 22, í kvöld.
Jónas Kristjánsson læknir segir
frá manneldistilraunum danska
læknisins bg vísindamannsins
Mikkel Hindhede. — Nýjum fé-
lögum veitt móttaka.
Þorrablótiff í Reyðarfirði.
Vegna misgánings var í blað-
inu í gær sagt, að þorrablót
hefði verið haldið á Búðareyri
í Réyðarfirði í fyrradag. Það var
haldið fyrsta þorradag, svo sem
venja hefir verið.
Fermingarbörn Fríkirkjunnar,
sem fermast eiga á þessu ári,
eru beðin að koma til viðtals í
Stytta af ónefndum manni
á Austurvelli.
Ef maður spyrði einhvern
samferðamann sinn í Reykja-
vík að því, af hverjum mynda-
styttan á miðjum Austurvelli
væri, mundi sá hinn sami líta
á spyrjandann stórum augum
eins og hann viidi segja: Ósköp
ertu fáfróður, maður minn.
„Hún er af Jóni Sigurðssyni".
Þetta vita allir Reykvíkingar.
Það mætti alveg eins benda á
jörðina eða himininn og
spyrja: „Hvað er þetta?“
Spurningin sú væri engu hjá-
rænulegri. Og af því þetta er
svo sjálfsögð vitneskja, hafa
líklega fæstir Reykvíkingar eða
aðrir landsmenn veitt því at-
hygli, að hvergi er nafn Jóns
Sigurðssonar skráð á styttuna.
Þar er engin nafnplata, ekkert,
sem gefur til kynna, hver mað
urinn er. Þetta er óhæft. Hing
að koma margir útlendingar og
gestir utan af landi, sem lítt
eru kunnugir í bænum, og þeir
ættu ekki að þurfa að stöðva
mann á förnum vegi til að
spyrja: Hver er maðurinn?
Hver hefir séð myndastyttur
af þjóðhöfðingjum eða frelsis
hetjum í öðrum menningar-
löndum, án þess að nafn þeirra
sé skráð á fótstall þeirra skýr-
um stöfum? Það verður að
festa hið bráðasta snotra málm
piötu með nafni Jóns Sigurðs-
sonar og helzt meiri upplýsing
um um hann á fótstall stytt-
unnar.
Leiðarmerki við Papós.
Á Papós, rétt austan Vestra-
horns, hafa verið reistar tvær
vörður til leiðbeipingar fyrir
báta við siglingu inn ósinn. Stað
ur: Hér um bil 64°17’7 n. br. og
14°55’0 v. 1. Merkin ber saman í
232° stefnu og eru bæði 3 m.
háar, gular, strýtumyndaðar tré
grindur. Efra merkið stendur
uppi í fjallshlíðinni, og hið neðra
‘•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦•♦♦♦♦♦♦»♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦•••••♦♦♦♦
ö —
Gerist áskrifendur að
JJímanum
Askriftarsfmi 2323
fl ptmm tieyii
Næturvarzla á Selfossi
Ég verð fúslega við því að koma á framfæri sann-
gjörnum umkvörtunum um það, sem miður fer eða
aflaga. hefir borið, almenningi til óþæginda. Eina
slíka umkvörtun hefir Árnesingur sent mér. Megin-
atriðin í máli hans eru þessi:
Mikill hluti af þremur læknishéruðum í Árnessýslu
á þess ekki kost að ná símleiðis til læknis frá klukkan
níu á kvöldin til klukkan átta á morgnana, hvað sem
við liggúr, jafnvel þótt neyðarhringingum sé beitt.
Þessi læknishéruð eru Selfosshérað, Eyrabakkahérað
og Laugaráshérað.
★ ★ ★
Ástæðan til þessa er sú, að engin næturvarzla er í
símstöðinni á Selfossi. Guðmunda Ólafsdóttir stöðvar-
stjóri, sem lézt fyrir skömmu, hafði slíka næturvörzlu
á hendi og svaraði næturhringingum, en eftir andlát
hennar virðist ekki hafa verið hirt um að fá neinn
til þess að annast þetta í hendur stað. Það sýnist
þó öfugsnúið að stíga sporin aftur á bak, og verður
ekki vinsælt, að það sé gert á sama tíma og símagjöld-
in fara hækkandi.
★ ★ ★
Yfir þessu hefir ekki verið kvartað opinberlega fyrr
en nú, því að það var von manna, að úr yrði bætt án
þess, þótt það drægist nokkuð á langinn. En þegar
engin hræring sést enn, verður ekki hjá því komizt
að minna símastjórnina á þetta.
Nú að undaförnu hefir talsvert verið talað um far-
sóttir ýmsar, er gangi eða vofi yfir. En þótt ekkert
slíkt sé yfirvofandi, getur oft verið lífsnauðsyn á
skjótri læknishjálp, bæði sökum sjúkdóma og slysa.
Það virðist ekki örðugt eða kostnaðarsamt að haga
svo til, að næturhringingum verði svarað í símstöð-
inni á Selfossi, eins og áður var. Þess vegna eru það
eindregin tilmæli fjölda fólks í héraðinu, að það fyrir
komulag verði aftur tekið upp hið bráðasta.
★ ★ ★
Ég get bætt því við, að þessi tilmæli virðast ekki
nema sanngjörn. Vona ég, að þeim verði vel tekið og
skjótt bætt úr þeim ágalla, sem hér er kvartað yfir.
J. H.
| niður við sjó. Minnsta dýpi í
| leiðarlínunni er 3.0 m. um stór-
| straumsfjiru.
^ kirkjuna í dag, fimmtudaginn
^ 25. jan. kl. 6 e. h. Séra Þor-
steinn Björnsson.
| Sr. Þorsteinn Björnsson
hefir beðið blaðið að geta
þess, að símanúmer fríkirkju-
préstsins er 5239.
: Skipalegan á Ólafsfirði.
Á Ólafsfirði hafa verið reist
merki fyrir skipalegu undan
Kleifum, að norðanverðu við
fjörðinn, þar sem talin er bezt
lega í norðan- og norðaustan-
áttum. Á skipalegunni er um 9
m dýpi og sléttur sandbotn. Hald
botn er góður. Meðfram landinu
er alveg hreint og er um 6 m
dýpi hér um bil 50 m fjarlægð
frá landi. Merkin eru þannig:
i Leiðarmerki eru tvær vörður
nyrzt í eyrunum fyrir fjarðar-
botninum, sem ber saman í 223°
stefnu. Efri varðan er með fer-
i hyrndu spjaldi, sem toppmerki,
i og hin fremri með þrihyrningi.
Staður: Hér um bil 66°04’8 n.
br. og 18°39’8 v. 1.
Legumerki eru tvær vörður
vestast í túninu að Kleifum, sem
ber saman í 292° stefnu og sýna
skipaleguna í leiðarmerkjunum,
270 m frá landi. Efri varðan er
með kringlóttu spjaldi sem topp
merki. og hin fremri með tígli.
Staður: Hér um bil 66°05’4 n.
br. og 18°39’2 v. 1.
Vörðurnar munu allar verða
málaðar gular.
Verkamannaféiagið
DAGSBRÚN
Félagsfundur
verður í Iðnó, fimmtudaginn 25. þ. m kl. 8,30 e. h.
FUNDAREFNI : Stjórnarkjörið.
Félagsmenn, sýnið skírteini við innganginn.
STJÓRNIN
Hangikjot
Reyhtar rúllupiilsur,
SultaSar rúUupulsur,
Fyrirliggjandi hjá
Reykhúsi S. í.S.
Rauðarárstíg 33, simi 4241.
FYLLUM KÚLUPENNA
Antik-búðin
Hafnarstræti 18
Sent gegn póstkröfu út á land.
Timaritið DVOL
Allt, sem til er af eldri ár-
göngum Dvalar, en það eru
um 150 arkir eða um 2100
blaðsíður lesmáls, mest úrval
þýddra smásagna, fæst nú
fyrir kr. 50,00, auk burðar-
gjalds, sent gegn póstkröfu
hvert á land sem er. Þetta
er óvenjulegt tækifæri til að
eignast skemmtilegt sögu-
safn.
Ég undirrit.... óska að fá
það, sem til er af Dvöl.
Nafn
Heimili
Póststöð
Sýsla
Nýkomið:
Bankabygg
Hveitikorn
Soyjabaunir
Auglvsingasími
TÍMANS
er 81300
Fréttaþjónusta vegna skipa.
Nýlega er hafin morse-frétta-
þjónusta á stuttbylgjum til fjar
staddra íslenzkra skipa um loft-
skeytastöðina í Reykjavík. Sent
er alla daga á eftirfarandi tím-
um og öldutíðnum: Kl. 07 30
GMT á 5632 krið/s TFA 5 og
8420 krið/s TFA 7. Kl. 13 30
GMT á 8420 krið/s TFA 7 og
11265 krið/s TFA 8. — Fréttirn-
ar eru teknar saman af frétta-
stofu Ríkisútvarpsins.
Forðizí eldinn og
eignatjón
Kamíeiðum og seljum
flestar tegundir handslökkvi
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitið upp-
lýsinga.
Koisýruhleðslan s.f. Simi 3381
Tryggvagötu 10
Gunnarshólmi
kallar
Vantar góðan og reglusam
an mann að annast útungun
og hirðingu á hænsnabúinu.
(Sálfstætt verk).
Upplýsingar í VOf^
Sími 4448
Dngleg, þýzk stúlka
meö góða matreiðslu- og hús
stjórnarkunnáttu óskar eftir
ráöskonustöðu. Tilboð ásamt
ráðningarskilmálum óskast
sent Tímanum, merkt „Mynd
arieg“.