Tíminn - 25.01.1951, Side 4

Tíminn - 25.01.1951, Side 4
G TÍMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1951. 20. blað I tilefni af Skammdegisgestum Niðurlag. í Vestur-Húnavatnssýslu :.ninnist Magnús á heyhjálp Jóns Skúlasonar á Söndum í .sharöindunum 1882—-87. Um hann og heyhjálp hans mun vera hægt að afla allmikalla heimilda. Hann er fyrir löngu iandskunnur búnaðarfrömuð ur, en um hjálparstarf hans i harðindunum mun enn vera margt, sem vert væri að varð veita, svo alþjóð hefði að- gang að því, bæði hvað snert :,r hina geysimiklu heyhjálp og matvoruhjálp, þegar kaup jtaðmn þraut. Það. var Jón Skúiason á Söndum, sem smalaöi korlunum saman og hof verzlunina við Choild, og er pað þraut, hóf hann verzl un viö Dalafélagið og siðast vann hann að stofnun Kaup iélags Vestur-Húnvetninga. A semni hiuta 19. aldar man eg ekki eftir öðrum í Húna- þingi, er sköruðu langt fram ur í þessu efni, en svona menn geta hafa verið víðar um iandið, þó ég ekki hafi þekkt þá. Ég held því fram að afrek þessara manna eigi og megi ekki gleymast. Þau eru jýsandi kyndill fyrir ó- komna timann. Aö síðustu nefn eg aðeins tvö dæmi, er eg þekki, annað úr Húna- þingi, en hitt héðan úr Heykjavik. A Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu búa uveir bræður, er ég hefi sann ar iregnír af að hafa hjálp- að um mikið af heyi nú á seinni árum, jafnvel svo skipt hefir hundruðum hesta. Hitt dæmið, sem ég þekki irá þessum tíma er heyhjálp Geirs Gunnlaugssonar hér í tíeykjavik. Mun hún vera mörgum kunn, því hann hefir njaipað mörgum hér á Suð- urlandsundirlendinu. Geir er ovenjulegur dugnaðarmaður. Hann er af ætt Einars gamla l Nesí. Það var í apríl 1948 að ég gekk suður Reykjavíkurveg- inh. Sa ég þá að piltarnir í Eskihlíð voru að rífa upp eina fúlguna og troða töðu í balla. Var sú taða keyrð suður á ilugvöll og sett í flugvél, er flaug með hana austur í Grafning og varpaði henni niður hjá bæ einum, er var orðinn heylaus. Þangað voru allar ieiðir lokaðar nema í iofti, vegna fannalaga. Þarna varð flugvélin og Geir til þess að bjarga því að skepn jrnar urðu ekki hungur- morða. Geir Gunnlaugsson fluttist að E.ikihlíð 1932, að ráði hins iátna borgarstjóra Jóns Þor- iákssonar, og fékk hann á 'ieigu Eskihlíðartúnin. Enn i'remur leigði hann tún upp am sveitir, jafnvel fyrir austan fjall, frammi á Nesj- jm, á Álftanesi, Seltjarnar- nesi, úti í Viðey og suður í Hafnarfirði. Þetta hey hefir hann allt verkað og flutt suð ar i Reykjavík. Lesari minn góður, nú er þettd viðhorf breytt. Fúlgurn ar eru horfnar og Eskihlíðar- túnin horfin undir hús og vegi. Virðist mér það benda til þess, að þessi duglegu hjón, sem þar hafa búið, muni verða að hröklast það- an. ug ef svo reynist, þá mun það vera eina opinbera viður konningin, enn sem komið er, sem þeim hefir hlotnast fyrir dugiiað sinn og hjálpsemi. Eftir Þorstein Konráðsson Heybirgðir Geirs Gunnlaugssonar í Reykjavík En — yrði það vansalaust? Yrði hægt að skoða það á annan hátt en sem einn lið í nútíma menningunni. Gegn um alllanga sögu er hægt að finna að margvísleg hjálp hefir borist víða að, frá í- búum Reykjavíkur, en um heyhjálp hefi ég ekki fundið í heimildum annað en þá hjálp, er Geir Gunnlaugsson hefir veitt, og um hana er vandalaust að fá fullar sann anir. Út af túnunum í Eski- hlíð dettur mér í hug, að gamla kynslóðin, sem ruddi og ræktaði landið, mundi líta svo á, að hér væri um skemmd arstarfsemi að ræða, þvi að hún ætlaði blettina til af- nota þeim, sem lifðu í þess- um bæ á komandi árum. Enn fremur verður því vart neit- að, að betur hefði átt við að minnast þessa fólks á annan hátt en að gera að engu þeirra óeigingjarna starf. Á myndinni fyrir ofan sérð þú, lesari minn góður, hið snotra heimli í Eskihlíð, er stendur syðst í bænum, suður undir Öskjuhlíðinni. Þar sjást einn ig töðufúlgurnar hans Geirs. Þær eru táknrænt sýnishorn af framkvæmdum og dug ís- lenzks sveitabónda á 19. öld, og sýnir á margan hátt hvert dugur og einbeitni geta kom ist, þótt við örðugleika sé að etja, og ennfremur eru þær talandi tákn um það, að enn er til í landinu sá skilningur, að hollt er hvað heimafeng- ið, og ennfremur að sú hug- sjón er markviss og rétt, að nota og hirða þau innlendu verðmæti, og skapa sér og öðrum atvinnu við þau. Við höfum nú, lesari minn góður, fylgst með frásögnum Magnúsar. Langar mig nú að biðja ykkur að skreppa með mér í anda norður héraðið, alla leið út á melinn fyrir of- an prestsetrið Melstað. Þaðan er einkar fagurt út- sýni inn yfir hið friðsæla hér að og gömlu Tvídægru, alla leið suður í jökla. Ennfremur blasa við af mel þessum æsku stöðvar Miðfirzku sögualdar- hetjanna, er segir frá í Þórð- arsögu, Bandamannasögu, Kormákssögu og Grettissögu. Að þessari athugun lokinni hverfum við aftur á braut, en minnumst í anda gamla prestsins á Melstað, séra Þorvaldar Bjarnasonar, prestsins með gullhjartað, er á svo margan handar máta lýsti og vermdi samtíð sirmi á öróugri leió gegnum isharð indin 1882—87. Þó að hann sé fyrir löngu líkamlega dá- inn, mun hans enn um langa framtíð minnst i Miðfirði, og sagnir af honum varðveittar. Ég nefni hér aðeins eitt dæmi, að fyrir bænarorð hins brennandi kirkjuhöföingja varð undrið á Haugi í Mið- firði veturinn 1893. Læt svo útrætt um það efni, því mér dylst ekki að á sínum tíma verður skrifað um þann mann meira en orðið er enn. Ég fluttist ungur úr Mið- firði, vorið 1898, og hefi ekki komið í héraðið nema sem gestur síðan. Þjóðfélagsbyltingin heldur áfram, en enginn veit hve- nær eða á hvern hátt hún endar. Atburðirnir gerast, ogj á sínum tíma tekur sagan þá inn á spjöld sín. Hver henn- ar dómur verður á allri þess- ari byltingu, það skal ósagt látið ,en það tel ég víst, að þetta, sem annað af störfum og stefnu þjóðarinnar verði varðveitt frá glötun, og á sín um tima verði hægt að sjá hvort stefnan hefir verið á- fram eða afturábak. Ef við, lesari minn, lítum til baka, getum við strax fest siónir á því, að margt er orð- ið breytt, og til þess að grípa á, skulu örfá dæmi nefnd. Skipastóllinn hefir vaxið,! eyðijörðum fjölgað um allt1 land, verðgildi peninga hrun ið, bókaútgáfa stórauk.ist. En hvernig þetta verkar á kom- andi tíma er óráðið. — Skal svo ekki fjölyrt meira um þetta. Þakka ég Magnúsi bókina, og vona að Norðri verði vel við áskoruninni. Tvær systur hafa sent mér bréf um skattamál í tilefni af umræðum og tillögum um þau á Alþingi. Mér finnst sjónar- mið þeirra eiga fullan rétt á sér, en þeir, sem betur kunna að sjá, benda þá væntanlega á agnúana, en bréfið er svona: „Önnur okkar er bóndakona á litlu býli nálægt kaupstað. Bóndi hennar er vanur að vinna við sjóróðra seinni hluta vetrar og fer þá auðvitað frá heimili sínu en konan stjórnar búinu. Hún vinnur ekki mikið að skepnuhirðingu beinlínis en lítur þó eftir öllu með hálf- vöxnum börnum sínum og geng ur að mjöltum. Hvers vegna viil I nú ekki Soffía láta ákvæðin um sérsköttun hjóna ná til okkar, þó að aukavinna kon- unnar sé unnin heima á búi bóndans en það sé bóndinn, sem vinnur utan heimilisins? Hin systirin er húsfreyja í kaupstaö, átta barna móðir, sem öll eru heima, það yngsta fjögurra ára en elzta 18 ára. Á þessu heimiii hefir konan nóg að starfa og hefir því eng ar ástæður til að sækja at- vinnu út af heimilinu. Okkur finnst, að hennar starf sé van metið, þegar talað er um sér- sköttun annarra hjóna. Það er þó ekki lítil fjárhagsleg stoð, sem heimilið hefir af störfum þessarar konu að okkar dómi. Það, er helzt svo að sjá, að störf húsmæðranna séu einsk- isvirt, vegna þess, að þau eru ekki borguð út í beinhörðum peningum. En stundum hafa böfnin innan 16 ára aldurs haft drjúgar tekjur yfir sum- arið og þær leggjast við sam- eiginlegar tekjur hjónanna. Strákarnir hafa róið á trillu- bátum 14 og 15 ára og jafnvel yngri en stelpurnar unnið í frystihúsi. En börn á þeim aldri eru ekki sjálfstæðir skattþegn- ar. Svo þekkjum við konu, hún er gift verzlunarmanni, algeld manneskja, og er kennari. Við erum ekki vissar um það að það sé meiri ástæða til að telja tekjur hennar sér en okkar hinna og alveg sérstaklega vilj um við vara við fyrirlitningu á heimilisstörfunum og jafn- framt því fólki, sem stjórnast af þeirri fyrirlitningu.“ Þessari aðvörun er þá : hér með komið á framfæri til vænt- anlegrar umhugsunar skatt- fræðinga og allra áhugamanna um hjúskaparskattamál. En hér er aijnar pistill, sem dalakarl skrif aði: „Rangfærsla á nöfnum. Mikið finnst mér leiðinlegt hve sum blöðin rugla sí og æ saman eintölu og fleirtölu. Ruglar það jafnvel almenning í hvað fræg ir staðir hér á landi heita. Til dæmis um þetta má nefna Strandarkirkju og Bolungavík, sem þráfaldlega eru kallaðar í blöðunum Bolungarvík og Strandakirkja. Blaðamenn ættu þó að vita að Strandarkirkja dregur nafn sitt af ströndinni, sem hún stendur á og Bolunga- vik nafn sitt, ekki af einhverj- um bolungi, heldur fleiri bol- ungum og heitir því ekki Bol- ungarvik. Annars eðlis er rangfærsla á. nafni hinnar vinsælu Fram- sóknarvistar. Hún er sérstakt spil, sem heitir, þegar rétt er þýtt nafn hennar á islenzku: Framsóknarvist. Framsóknar- menn, sem gerðu hana að vin- sælu samkvæmisspili hér á landi, hafa ætíð nefnt hana rétt, en ýmsir, sem hafa farið að spila vistina, eftir að Fram- sóknarmenn voru búnir að gera hana vinsæla í mörg ár undir sínu rétta nafni, hafa tekið upp á því, að uppnefna hana. Það er engin skömm að taka góða siði eftir öðrum, ekki heldur skoðanaandstæðingi sín um, en að vera að reyna að fela slíkt sýnist vera smámennska." Aðeins vil ég hnýta því hér aftan í, að ég aðhyllist mál- stað þeirra, sem rita Bolungar- vik, því að það er gamalt mál og gamall ritháttur og ég veit ekki nein rök gegn honum en mér finnst að vel megi fylgja gömlum sið meðan ekki er vit- að að annað sé réttara. Vel mætti bolung hafa verið kven- kyns orð, enda segir Halldór Halldórsson í stafsetningarorða bók sinni: „Bolungarvík, svo í Landnámu, af bolung, kven- kyn, eignarfall bolungar." Að öðru leyti þakka ég karlinum bréfið og raunar líka að gefa mér tilefni til að segja þetta. Hitt atriðið, um spilið, kemur ekki málvernd eða sæmd tung unnar við. Starkaður gamli. M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 2. febr. til Færeyja og Reykja- víkur. Flutningur bskast tilkynnt ur skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn hið fyrsta. Frá Reykjavík 10. febr. til Færeyja og Kaupmannahafn ar. — Skipaaf£;rei2„la Jes Zlmzen Erlendur Pétursson Kaupféiög—Búnaöarfélög Eftirtaldar frætegundir munum vér hafa til sölu á þessu ári: Grasfræblöndu Sáðhafra Hvítsmára Rauðsmára Fóðurflækjur Ertur Fóðurkálfræ Matjurtafræ Pantanir þurfa að hafa borist oss fyrir 1. marz n. k. £ambaH<f íáL AamrtMufiélaya Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.