Tíminn - 25.01.1951, Qupperneq 8
„ERLEiW lI ífff íT*4 í DAG:
Síríösuntilrhiininqur IIússa
85. árgangur.
Reykjavík,
„Á FÖRMJM VEGI“ í DAGi
Nasiturvarzla ú SeUossi
25. janúar 1951.
20. blað
Búnaðarbankann vantar 80
milj. kr. næstu fimm árin
Þetta er lágiintrksfjárþörf, cf halda á í
horfi um framkvæmdir í sveiínmim
Hermann Jónasson, Iandbúnaðarráðherra, benti á það
í umræðum í sameinuðu þingi um þingsályktunartillögu
Ingólfs Jónssonar um rannsókn á fjármagnsþörf landbún-
aðarins, að slík athugun hefði farið fram og nú þyrfti að
snúa sér að því einu áð bæta úr fjárþörf landbúnaöarins.
Næstu fimm ár þyrfti Búnaðarbankinn minnst 80 millj. kr.
til að svipaðar framkvæmdir í sveitum héldust sem undan-
farin ár.
Hermann Jónasson benti á
bað, að bændur lifðu ekki á
annsóknum í þessu efnum
rg hér væri um það eitt að
ræða, sem búið væri að at-
Þegar hinir striðandi herir eru farnir hjá í reið sinni um bæi og byggðir Kóreu, tekur huga.
líf íbúanna undarlega fljótt á sig líkan svip 'ig fvrr. En margar opinberar byggingar eru pj^rþörí gygg
eyðilagðar eða teknar til þarfa herjanna, svo sem skólahúsin. Þá fer kennarinn með barna jngarsj5gs ‘
hópinn sinn út undir bert loft og heldur kennslunni áfram eins og myndin sýnir. Slík
„skólastofa“ er alls ekki óalgeng sjón í Kóreu um þessar mundir.
Stjórnmálanefnd ræddi
Kóreumálin í gærkv.
3Yý orðsending' frá Peklngstjórninni liarst
fyrir milligöngu Indlands í gser
Stjórnmálanefnd S. Þ. hóf fund sinn um Kóreumálið
cftir tveggja daga hlé í gærkveldi. Þegar fundurinn hófst af-
henti Rau fulltrúi Indlands nefndinni nýja orðsendingu
frá Pekingstjórninni.
! ekki fallast á neina ráðstefnu
Efni þessarar nýju orðsend | um Asíumál n nema Indó.
ingar var ekki kunnugt í gær Klna yærl þar með á dagskrá.
V íkurbúar halda 20.
þorrablót sitt
Frá fréttaritara Tímans
í Vík í Mýrdal.
Við Víkurbúar héldum
þorrablót s. 1. sunnudags-
kvöld, hið 20. í röðinni. Er
það lcngu orðin föst venja að
halda slík þorrablót fyrsta
dag þorra, og átti svo enn að
vera, en vegna illv’ðris á laug
ardagskvöldið var blótinu
frestað til sunnudagskvölds.
Var þar gleðskapur góður,
kveldi, en sir Benegal Rau
sagði, að hún hefði inni að
halda ýmsar skýringar Pek-
ingstjórnarinnar varðandi ein
stök atriði fyrri tillagna henn
ar og væri mjög mikils verð.
Acheson utanríklsráðherra
sagði í ræðu ígær, að hann
væri vongóður um að gott
samkomulag næðist um af-
greiðslu Kóreumálsins i stjórn
málanefnd nni og kvaðst vona
að sem flestar þjóðir féllust á
tillögu Bandaríkjanna um að
lýsa Kína sem árásaraðila á
Kóreu. Hann vildi ekki ræða
um álit það, sem Attlee for-
sætisráðherra Breta lét í ljós
i þessu máli í gær né heldur
svara því, hvort hætta væri
á ósamkomulagi milli Banda-
rikjanna og Bretlands vegna
þessa máls.
Franska stjórnin tilkynnti
í gær, að hún hefði ákveðið
að styðja tillögu Bandaríkj-
anna. Hins vegar mundi hún
fjölmenni og vel til skemmt-
í gærkveldi var tillaga Asíu unar vandað. Kirkjukórinn
og Arabaríkjanna 12 um sjö- söng, margar ræður fluttar,
veldaráðstefnu samþykkt í góðar veitingar fram bornar
stjórnmálanefndinni Verði 0g að lokum dansað lengi næti^1 grundvallar fjárþörf hans,
Snemma árs 1950 lét Bún-
aðarbankinn athuga lánsfjár
þörf landbúnaðarins. Árin
1947 til 1949 að þeim báðum
meðtöldum hafði Byggingar-
sjóður lánað út nálega 6
milljónir króna, en til þess að
hann geti haldið í horfi með
það næstu 5 ár vantar hann
um 20 millj. kr. og er þá ekki.
tekið til þeirra verðhækkana,
sem orðið hafa vegna gengis-
lækkunar eða af öðrum á-
stæðum. Þegar þeirra er gætt
mun ekki vera um of að tvö-
falda þá fjárhæð, sem Bygg-
ingarsjóð vantar á næstu 5
árum, svo að halda megi í
horfi með byggingar í sveit-
um.
Fjárþörf Ræktunar-
sjóðs
Á sama hátt voru útlán
Ræktunarsjóðs árið 1949 lögð
Dregur úr vatns-
skortinum á Suð-
ureyri
•
Frá fréttaritara. Tímans
á Suðureyri í Súgandafirði
Heldur hefir dregið úr vatns
skortinum, sem var hér á Suð
ureyri um alllangt skelð, því
að þíðviðrí hafa verið af og til.
Hins vegar sér lítt á fannferg
inu, enda af nógu að taka.
hún haldin sem allra fyrst.
Nehru forsætisráðherra Ind
lands undirstrikaði það enn
I ræðu í gær, að ekki mætti
lýsa Kína sem árásaraðila,
því að það ykl ekki vonir um
friðsamlega lausn dellunnar,
heldur yki aðeins deiluna og
herti átökin. Hér væri ein-
stakt tækifæri til að stíga yf-
ir þröskuldinn, sem verið
hefði milli Asíu og Evrópu.
ur.
Her S.Þ. sækir
töluvert frara
Hersveitir S. Þ. sóttu fram
á allri víglínunni í Suður-
Kóreu í gær. Norður af Wonju
tóku þær bæinn Hoensong
um 20 km. norðar. Sá bær er
aðeins 50 km. sunnan við 38.
breiddarbaug. Vestar á víg-
stöðvunum sótti suðurherinn
fram og tók Suwon. Mjög lítil
átök urðu í þessari framsókn
og reyndi norðurherlnn ekki
að veita teljandi viðnám.
Aftur á móti urðu nokkur
átök í lofti. Síðustu þrjá mán-
uði hafa verið skotnar niður
27 flugvélar fyrir norðurhern
um, flestar af rússneskri gerð
þrýstiloftsflugvéla. 7 hafa
verið eyðilagðar á jörðu niðri
og 39 orðið fyrir skemmdum.
Her S. Þ. hefir aðeins misst
f mm flugvélar.
Mæðiveikin breiöist sífellt
til fleiri bæja í Mýrdalnum
Frá fréttaritara Tímans i Vík i Mýrdal
Mæðuvefkin heldur áfram að breiðast út og hefir henn-
ar orðið vart á nokkrum bæjum til viðbótar hér í Mýrdaln-
um í haust.
Mæðiveikin kom fyrst upp
á þremur bæjum í Mýrdaln-
um fyrir þrem árum. Þeir bæj
ir voru þá einangraðir með
g'rðingum og jafnframt voru
gerðar öflugar varnarráðstaf
anir á söndunum austan og
vestan byggðarinnar.
Fyrst í stað breiddist veik-
in hægt út og var fremur vf^g
1 fé þeirra bæja, sem hún kom
fyrst fram á. Næst fyrir riimu
ári síðan hafði mæðiveikin
náð til fimm eða sex bæja í
dalnum, og nú í haust varð
hennar vart á nokkrum bæj-
um í viðbót.
Orðin allskæð-
Jafnframt því virðist hún
fremur færast í aukana og
drepa melra af fé. Bændur
reyna þó að slátra sjúkum
kindum áður en verulega sér
á þe'm. Enn hefir veikin ekki
borizt austur fyrir aðalvarn-
irnar á Mýrdalssandi, en á
því er sífelld hætta, svo að
Mýrdælíngar vilja riú helzt
gera fjárskipti sem fyrst, enda
er hér um lítið svæði að ræða
og enn hægt að fá hraust fé
austan Mýrdalssands, svo að
fjárskiptin eru tiltölulega auð
veld.
Gjafafrekur vetur
í Patreksfirði
Frá fréttaritara Tímans
á Patreksfirði.
Veturinn hefir orðið bændum
hér um slóðir harðindasamur
og allgjafafrekur, það sem af
er. Veldur því fyrst og fremst,
hve snjólag hefir verið illt-
Hins vegar er nú frekar snjó-
lítið.
Hollenzka stjórnin
biðst lausnar
Hollenzka stjþrnin lagði í
gær lausnarbeiðni sína fyrir
Júlíönu Hollandsdrottningu.
Árdegis í gær hafði Sticker
utanríkisráðherra beðizt
lausnar eftir að flokkur hans,
frjálslyndi flokkurinn hafði
borið fram vantrauststillögu
á rikisstjómina vegna samn-
inga hennar við Indónesíu.
Síðdegis í gær lagði forsætis-
ráðherrann síðan fram lausn
arbeiðni fyrir alla stjórn sína.
Hollenzka stjórnin var sam-
steypustjórn, sem mynduð var
sumarið 1948.
(Framhald á 7. slðu.)
Fundur um
bæjarmál
Framsóknarfélag Reykja-
vikur hafði fund í Eddusaln-
um í fyrrakvöld um bæjar-
mál Reykjavíkur. Framsögu
hafði Þórður Björnsson bæj-
arfulltrúi. Flutti hann ágætt
og athyglisvert erindi. En að
því loknu fluttu stuttar ræð-
ur þeir Daniel Ágústínusson
kennari, Björn Guðmundsson
skrifstofustjóri, Halldór Kristj
ánsson blaðamaður, Hannes
Jónsson félagsfræðingur,
Hannes Pálsson fulltrúi, Leif-
ur Guðjónsson iðnaðarmaður,
Leifur Haraldsson verkamað-
ur, Leopold Jóhannesson bíl-
stjóri, Marteinn Björnsson
verkfræðingur og Sigurður
Jóhannsson forstjóri.
Fundurinn var hinn ánægju
legasti og var margra manna
mál, að slíka fundi þyrfti að
halda sem oftast um málefni
bæjarins.
Bevín hættu-
lega sjúkur
Bevin, utanríkisráðherra
Breta hefir legið í inflúenzu
undanfarna tvo daga og í
gær var tilkynnt, að honum
hefði versnað mjög og lægi
nú þungt haldinn af lungna-
bólgu á heimili sínu í Lond-
on. Attlee forsætisráðherra
mun gegn störfum utanríkis-
ráðherra í veikindaforföllum
hans með aðstoð Youngers að
stoðarutanríkisráðherra.