Tíminn - 31.01.1951, Side 2

Tíminn - 31.01.1951, Side 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 31. janúar 1951. 25. blað. Útvarpið títvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.05 Húsmæðraþáttur. — 9.10 Veður- fregnir. 12.10—13.15 Hádegis- útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis- útvarp. — (15.55 Fréttir og veð urfregnir). 18.15 Framburðar- kennsla í ensku. — 18.25 Veður- fregnir. 18.30 íslenzkukennsla; II. fl. -- 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tón- leikar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guðmudsson ritstjóri flyt- ur erindi: íslenzk ættanöfn. — (fyrra erindi). b) Þingeyiriga- kórinn syngur; Ásbjörn Stefáns son stjórnar (plötur). c) Erindi: Söfnun lausavísna, SigurðUr Jónsson frá Brún. d) Frí- mann Jónasson skólastjóri flyt ur frásöguþátt; Heimsókn á herrasetur á Jótlandi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur nr. 9. 22.20 Dans- lög (plötur). 22.45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Grimsby 28.1. frá Reykjavík. Dettifoss fer frá Kaupmannahöfn 30.1. til Leith og Reykjavíkur. Fjall- foss fer frá Reykjavík 30.1. til Akraness. Goðafoss kom til New York 26.1. frá Reykjavík. Lagar- foss er við Hrísey, fer þaðan á Húnaflóahafnir og á Vestfirði. Selfoss fór frá Raufarhöfn 27.1. til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá St. Johns 28.1. til New York. Auðumbla kom til Reykjavíkur 27.1. frá Antwerp- en. Ríkisskip: Hekla var á Seyðisfirði í gær á norðurleið. Esja er í Reykja- vík og fer / þaðan á morgun vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík og fer þaðan á laugardaginn aust Skjaldbreið er í Reykjavík, fer ur um land til Bakkafjarðar. þaðan á morgun til Húnaflóa- hafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann er í Reykjavík og fer þaðan í kvöld til Vestmanna- eyja. Úr ýmHim áttum Krísuvíkurvegurinn. Ennþá bjargar Krísuvíkurveg urinn flutningunum milli Suður láglendisins og Reykjavíkur. Heiðarnar eru algjörlega ófær- ar. En Krísuvíkurvegurinn má heita greiðfær. Átti tíðindamaður Tímans stutt viðtal við Jón Guðmunds- son bílstjóra hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Selfossi í gær. Var hann þá kominn að austan nokkru fyrir hádegið. Kvað hann færð góða vestur til Krísu víkur, en talsverðan þæfing það an, en þó einkum umhverfis Kleifarvatn. Enda hefði engum snjó verið mokað af Krísuvík- veginum ennþá. Var Jón með 1000 lítra af rjóma handa Reykvíkingum, auk annars flutnings. Kvað Jón sex vörubíla vera venjulega í förum frá Kaupfélagi Árnes- inga, en mjólkurbúið hefði 7 tankbíla, sem flestir væru jafn- an í förum með mjólk til höfuð staðarins. Sænski sendikennarinn, frú Gun Nilson, byrjar aftur kennslu í háskólanum miðviku daginn 31. jan. Auglvsingasími TÍMAIVS er 81300 hafi tii Æðarfugl og æðarvarp. Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi í Skagafirði, flutti útvarpserindi um æðar varp í fyrrakvöld. Hann gat þess, að hver æðarkolla gæti árlega gefið af sér 12—15 krónur í dún, miðað við verð á dúni nú. Hann taldi veiði- bjölluna skæðasta óvin æðar fuglsins, og vitnaði til rann sókna dr. Finns Guðmunds- sonar á eggjaráni veiði- bjöllu í varplandinu að Bæ í Hrútafirði, þar sem komið hefði á daginn, að veiðibjall an rændi þriðja hverju eggi, og bæri þó víða meira á her- ferðum hennar. Aðra skæð- ustu óvinina sagði hann sjálfan manninn, og auk þess mink og loks hrafn. Ólafur sagði lika frá til- raunum, sem Kristján Geir- vorið 1948 um að klekja æðar mundsson á Akureyri gerði eggjum út í vélum. Æðaregg in voru fengin frá Laufási, og klakið tókst með ágætum. Ungarnir voru hafðir í fóstru í eina viku, og eftir einn mán uð var þeim sleppt, þá orðn- um fleygum. Fóðrið, sem þeir fengu, var malaður fiskúr- gangur og skeljasandur. Þjófur fundinn. Lögreglan hefir fundið mann þann, sem brauzt inn í verzlun I ina Sjóklæði og fatnað síðast- liðið laugardagskvöld. Hér hafði . verið að verki nítján ára pilt- ur. Kaupið Tímann! Símastúlkurnar í stöðinni á Selfossi hafa sent at- hugasemdir við það, sem sagt var hér á dögunum í þessum dálkum um nauðsyn á næturvörzlu að Sel- fossi. Því miður er bréf þeirra ekki laust við tilefnis- lausar getsakir i garð mannsins, sem fyrst vakti máls á næturvörzlunni, og birti ég það ekki allt, heldur að- eins þann hluta þess, sem snertir málsatriðin. ★ ★ ★ í bréfinu segir orðrétt: „Næturvörzlunni var þannig háttað, að eftir lokun- artíma stöðvarinnar var öllum aðal-landsímalínunum stillt upp í herbergi stöðvarstjóra. Hringdi þar hátt í bjöllum. Yfirleitt eru margar stöðvar á hverri línu, og vissulega hringdu þær oft sin á milli eftir símatíma og glumdi það allt inn í herbergið, og var hvimleitt að hlusta á það. Þar fyrir utan auðvitað neyðarhring arnar sjálfar, sem kröfðust þess að staðið væri yfir afgreiðslunni í langan eða skammann tíma, og oft bar það við, að nauðsynlegt var að fara út, og má nærri geta, að það var ekki glæsilegt um miðjar nætur í misjöfnu veðri. Þess ber að geta að oft voru þetta ekki eingöngu læknissamtöl, heldur margskonar sam töl annars eðlis, sem ekki var hægt að komast hjá, úr því að þessi þjónusta var á annað borð. Það má nærri geta að manneskja, sem að annaðist þessa næturvörzlu símans, hafi ekki alltaf notið nauð- synlegrar næturhvíldar. Okkur, sem störfum hér, var fullkomlega kunnugt um það, að Guðmunda heitin Ólafsdóttir stöðvarstjóri, var orðin mjög þreytt á þessari neyðarþjónustu, og talaði oft um það á morgnana, að hún hefði lítils svefns getað notið þessa og þessa nóttina. Því eins og gefur að skilja, eru ekki ailir þannig úr garði gerðir að geta sofnað strax aftur eftir að hafa verið vaktir upp, máske hvað eftir annað sömu nóttina, við glymj- andi hringingar. Fólk ætti að athuga það, að þetta er ekki skylda, heldur það, sem stöðvarstj óri eða starfsfólk tekur að sér.“ ★ ★ ★ Þá er vikið að atriði, sem ekki var að öllu leyti rétt með farið í pistlinum hér i blaðinu. Það er ekki rétt, að enginn kostur sé að ná í Selfoss eftir lokunartíma. En til þess þarf. krókaleiðir. „Flestar stöðvar ,eða þær, sem við teljum, að þurfi að ná í okkur vegna læknis síns“ ,segir í bréfi síma- stúlknanna," eru stilltar til Reykjavikur, og getur næt urvörður landsímans þar svo náð til Selfoss, þar sem við höfum eina Reykjavíkurlínu stillta upp í svefn- herbergi okkar hér“. ★ ★ ★ Það, sem mér skilst að sé versti þröskuldur í vegi, að fóik endist til þess að halda uppi neyðarþj ónustu i símstöðvunum, er misnotkun á þessari þjónustu. Fólk hringir lítilla erinda og að þarflausu, í stað þess að gera það aðeins í lífsnauðsyn eða því sem næst. En hégómahringingar á tíma, þegar aðeins er um neyð- arþjónustu að ræða, ætti að varða sektum. Á hinn bóginn er von, að fólk vilji, ef kostur er, að neyðar- þjónustu sé haldið uppi, og finnst, að það eigi vax- andi kröfur á landsímanum sem stofnun, með símgjöld hraðhækka. En hitt dettur áreiðanlega engum í hug, að starfsfólk símans eigi að bæta slíku á sig, án þess að greiðsla komi fyrir. Það aukagjald, sem tekið hefir verið, er í rauninni hlæilega lítið, þrjár krónur fyrir símtal. j. h. tœaœa::::::: TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning skv. ákvörðun laga nr. 57, frá 7. maí 1928 fer fram á Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 1., 2. og 3. febrúar þ.á. og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig skv. lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslu tímanum kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. jan. 1951, Borgarstjórinn í Reykjavík. Rafmagnstakmörkun Straumlaust verður kl. 11—12. Þriðjudag 30. jan. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- l og Rangárvallasýslur. Miðvikudag 31. jan. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aöalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Fimmtudag 1. febr. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. Föstudag 2. febr. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv ar við Nauthólsvík i Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Mánudag 5. febr. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhveLfi Elliðaánna, f vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv ar við Nauthólsvik i Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Þriðjudag 6. febr. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnagötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið, með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þeg- ar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN. .niiiimiiiaHC H HHHHiÍHÍiiHÍiíHamiSHHiilHSi:! :: TILKYNNING frá Skattstofu Reykjavíkur Frestur til að skila skattaframtölum í Reykjavík, rennur út í kvöld kl. 24. Þeim, sem ekki hafa skilað skattframtölum fyrir þann tíma, verða áætlaðir skattar. Skattstofan verður opin til kl. 24 í kvöld. Skattstofan verður lokuð dagana 1. til 7. febrúar, að báðum dögum meðtöldum. Skattstjórinn í Reykjavík 3aniitm«imiiiiiii;isvittiúcamii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.