Tíminn - 02.02.1951, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 2. febrúar 1951.
27. blað.
Jrá hafi til heiía
Útvarpið
Útvarpið í das:.
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.30 Útvarpssaga. 21.00 Tón
leikar (plötur): Píanósónata í
f-moll eftir Ferguson (Myra
Hess leikur). 21.20 Erindi: Leik
hússtarfsemi (Guðlaugur Rós-
inkranz, þjóðleikhússtj.). 21.45
Tónleikar (plötur): „Ameríku
maður í París“ eftir Gershwin
(New Light sinfóníuhljómsveit
in leikur). 22.00 Fréttir og veð-
urfregnir. — 22.10 Passíusálmur
nr. 11. 22.20 Skólaþáttur (Helgi
Þorláksson kennari). 22.40 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip.
Arnarfell er í Napólí. Hvassa-
feli áttl að fara frá Vestmanna
eyjum í gærkveldi áleiðis til
Portúgal.
Eimskip.
Brúarfoss kom til Grimsby
28. jan. fer þaðan í dag til Ant-
werpen og Hull. Dettifoss fór
frá Kaupmannahöfn 30. jan. til
Leith og Reykjavíkur. Fjallfoss
fer frá Flateyri um hádegi í
dag til Patreksfjarðar og út-
landa. Goðafoss fer frá New
York 6.—7. febr. til Reykjavík-
ur. Lagarfoss er á Húnaflóa-
höfnum, fer þaðan til Vest-
fjarða, Breiðafjarðar og Rvíkur.
Sel-foss fór frá Raufarhöfn 27.
jan. til Amsterdam og Hamborg
ar. Tröllafoss fór frá St. Johns
28. jan., væntanlegur til New
York í gær, fer þaðan ca. 9. þ.
m. til Reykjavíkur.
Ríkisskip.
Hekla fór frá Akureyri í gær
austur um land. Esja fór frá
Reykjavík kl. 21 í gærkvöldi
vestur og norður. Herðubreið
fer frá Reykjavik á morgun
austur um land til Bakkafjarð-
ar. Skjaldbreið fór frá Reykja-
vík kl. 20 í gærkveldi til Húna-
flóahafna. Þyrill er í Reykja-
vík. Ármann fór frá Reykjavík
í gærkvó'ld til Vestmannaeyja.
Úr ýmHim áttum
Skíðaferðir Í.R.
að Kolviðarhóli. Á laugardag
kl. 2 og 6 e. h. og sunnudag kl.
9 og 10 f. h. Farið frá Varðar-
húsinu. Stanzað við Vatnsþró,
Undraland og Langholtsveg. —
Farmiðar og gisting selt í I.R.-
húsinu í kvöld kl. 8—9.
Innanfélagsmót í svigi öllum
flokkum á sunnudag.
Gjöf til Vísindafélags
Isiendinga.
Þorsteinn Þorsteinsson, sýslu
maður og alþingismaður, hefur
nýlega afhent Vísindafélagi Is-
lendinga að gjöf 10 þús. kr. —
Gjöfin er ætluð til eflingar út-
gáfustarfsemi félagsins á vís-
indaritum.
Árnesingamót
verður haldið að Hótel Borg
annað kvöld og hefst með borð-
haldi klukkan hálfsjö.
Gestir verða á mótinu Böðvar
Magnússon á Laugarvatni, Kol-
beinn Guðmundsson frá Úlf-
ljótsvatni og Tómas Guðmunds
son skáld.
Framreitt verður hangikjöt
og annar íslenzkur matur.
Aðgöngumiðar verða seldir í
og við suðurdyrnar á Hótel Borg ;
kl. 5—7.
Athugasemd.
Tímanum hefir borizt svolát-
andi athugasemd frá forsætis-
ráðuneytinu:
„í Tímanum 21. og Vísi 26.
janúar er frá því skýrt, að fiski
mjölsverksmiðja b/v. Harðbaks
hafi í fyrstu veiðiför skipsins
reynst óstarfhæf. í þessu sam-
bandi er rétt að uppiýsa, að
þegar botnvörpungurinn Harð-
bakur fór frá Aberdeen í fyrstu
veiðiför sína, hafði eigi verið
lokið að fullu að ganga frá
fiskimjölsvélum skipsins og
vildu eigendur ekki bíða eftir
því fram yfir hátíðar, heldur
reyna að nota vélarnar í þess-
ari veiðiför eins og þær þá voru.
Vinnslan gekk vel eftir atvik-
um, þar til það óhapp henti, að
járnbútar lentu í tætara verk-
smiðjunnar og brutu tannhjól
hans. Af þeirri ástæðu var ekki
unnt að nota vélarnar frekar í
þessari veiðiför."
Ástæða er til að bæta því við
þessa athugasemd ráðuneytis-
ins, að áhöfnin á Harðbak tafð
ist í Aberdeen vegna fiskimjöls
verksmiðjunnar, svo að skipið
komst ekki heim til Akureyrar
fyrir hátíðar, eins og til stóð.
Einn megingalla fiskimjöls-
verksmiðjunnar telja sjómenn
staðsetningu hennar í skipinu.
Þegar Nlystaðurinn
fannsl
björgunarflugvélin í Keflavík
á vettvang og henti niður
flotblysum á sjóinn í nánd við
flekann, en eftir það var auð-
velt að fylgjast með honum,
svo að hann týndist ekki aftur.
Annar fleki á floti.
Þegar Glófaxi hafði snúið
heim fannst svo annar fleki,
sem einnig reyndist vera úr
gólfinu á Glitfaxa. Var hann
um það bil tvo kílómetra frá
hinum flekanum. Auk þess
mátti svo greina úr flugvélun-
um smærra brak, sem ekki var
hægt að henda reiður á, eða
fylgjast með svo hægt væri að
tína það upp af skipum.
tfcfihi/ftt Vecfi:
Frásögn skipfaerr*
| anns á Ægi
ur til flugvélar. Vegna tímans
þykir mér þó ólíklegt, að hér
í hafi verið um Glitfaxa að
ræða, og getur verið að þessi
flugvélardynur hafi verið frá
j Keílavíkurvelli.
32 metra dýpi, þar sem
■ brákin er.
I Litlu síðar barst okkur
fregnin um það, að Glitfaxi
, væri týndur á þessum slóðum.
| Hófum við þá leit og özluðum
fram og aftur um flóann með
' radarinn. í dag bárust okkur
svo fregnir af brakinu út af
ÍKeilisnesi, og var fljótandi
blysi kastað niður hjá því til
þess að vísa okkur leið að því.
Það var aðeins stuttur spölur
milli flekanna, en nokkrum
mílum innar var björgunar-
beltið, sem fannst. Enn innar
og virtist mér eins og hún
nesi var svo brákin á sjónum,
og virtist okkur eins og hún
kæmi upp úr hafinu. Þar var
32 metra dýpi. Annað brákar-
svæði var út af Gróttu, en þar
var brákin þykkari, og virð-
ist mér einsýnt, að hún hafi
verið frá olíuskipi.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TENGILL H.F.
Oeiði við Kleppsveg
Simi 80 694
annast hverskonar raflagn •
Ir og vlðgerðir svo sem: Verk
smíðjulagnir, húsalugnir,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetnlngu á mótorum,
röntgentækjum og helmllis-
vélum.
FLUGSLYSIÐ MIKLA
„Aðeins skelþunn skeiðarfjöl skiiur líf og dauða“,
kvað gamall Breiðfirðingur í sjóvolki á árakænu. Þunn
er enn skeiðarfjölin, er skilur líf og dauða, og líking-
in er í fullu gildi, þótt stórar flugvélar og svipmikil og
ganghröð skip séu komin í stað árabátsins, sem hrakt-
ist á bárum Breiðafjarðar.
★ ★ ★
Hið mikla flugslys, er Glitfaxi steyptist í Faxaflóa
í aðflugi til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, er eitt
af miklum áfölium, sem fyrir okkur jafnast á við
mannfall í allskæðri styrjöld á mælikvarða annarra
og fjölmennari þjóða. Þetta er annað stórslysið, er
verður við farþegaflug milli Vestmannaeyja og Reykja
víkur, og annað stærsta flugslys hér á landi. Það hefir
eins og öll stærstu flugslysin hér gerzt í dimmviðri,
en er flest á huldu um það, hvernig það hefir orðið,
eins og oftast er um flugslys, þar sem sjaldnast er
neinn til frásagnar.
★ ★ ★
Það mun ekki of sagt, að þetta mikla og sviplega
slys hafi komið eins og reiðarsalg við þjóðina. Alltaf
má búast við slysum, en alltaf erum við þeim óviðbúin.
Það er gömul saga og ný. Og þetta högg, sem nú hefir
verið greitt, snertir hvern mann i landinu. Þó megnum
við hin lítt að skilja missi þeirra, sem næst hefir verið
höggvið.
★ ★ ★
Hér er þó eins og jafnan, að harmatölur <^uga lítt.
Aldrei mun heldur svo um'hnútana búið, að slys sem
þessi geti ekki gerzt eða gerist ekki. Það eru ekki til
neinar varúðarráðstafanir eða nein tækni, sem forði
því. En orðnir hlutir hljóta að vekja þá spurningu,
hvort nóg hafi verið hugsað um það að koma hér upp
öryggisútbúnaði, sem gera flugferði;r og lendingar
tryggari í misjöfnum veðrum, og hvort flugferðir hér
innanlands eru ekki of fast sóttar meðan einhvers
kanna að verða áfátt í því efni. J. H.
AUGLÝSING
iiin hSistafjárútboð vegna
áburðarverksmiðju
Loforð um hlutafé til áburðarverksmiðju eru nú það
á veg komin, að sýnt er, að tilskilið lágmarksfjár-
magn muni verða fyrir hendi og er þvi hlutafélags-
stofnunin ákveðin.
Samt sem áður, verður frestur sá til’hlutafjárútboða
sem verksmiðjustjórnin auglýsti um miðjan jafi s. 1.
framlengdur til fyrsta marz n. k. Eru þeir, sem hug
hafa á að leggja fram hlutafé til verksmiðjunnar, en
ekki hafa tilkynnt þátttöku sína enn, beðnir að senda
stjórn verksmiðjunnar tilkynningu um það fyrir 1.
marz n. k.
Reykjavík, 1. febrúar, 1951
í stjórn áburðarverksmiðjunnar
Bjarni Ásgeirsson, form.
Jón Jónsson Pétur Gunnarsson
♦♦*♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦*»*•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
I:
II
AUGLYSING
um áburð
Áburðarpantanir afhendist skrifstofu vorri fyrir 20.
febr. næstkomandi.
Þessar áburðartegundir eru væntanlegar:
Ammonsúlfatsaltpétur 26% köfnunarefni
Kalkammonsaltpétur 20%% köfnunarefni
Þrífosfat 45% fosforsýra
Súperfosfat 20% fosforsýra
Kalí klórsúrt og brennisteinssúr 50% kalí
Tröllamjöl
Verð áburðarins mun hækka 10 til 25% eftir tegund-
um, fosforsýran mest.
Áburðurinn verður seldur sömu aðilum og áður.
Allar pantanir séu komnar fyrir 20. febr.
Áburðarsala ríkisins
Til sölu lítið íbúðarhús
á bæjarlandinu. — Þrjú herbergi og eldhús og kjallari.
Öll þægindi. — Handstærð á annan hektara, ræktað
í tún og garða. Mikil útihús, — hænsnabú. Strætis-
vagn stoppar rétt við. Til greina kemur skipti á jörð I:
í góðu vegasambandi. — Tilboð sendist blaðinu fyrir
10. febr. n.k. merkt: „Hjálp til sjálfsbjargar.“
t:«« :«::::«:«:«,':
II
«
Ungmennafélög!
Vinsamlegast sendið sem
fyrst ógreidd áskriftagjöld
SKINFAXA
Stjórn U.M.F.Í.
♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦•
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦k*********>****4***, •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4*<