Tíminn - 02.02.1951, Side 3

Tíminn - 02.02.1951, Side 3
27. blað. TIMINN, föstudaginn 2. febrúar 1951. I slendingajpættir Sextíu og fimm ára: Kjartan Stefánsson Þótt e:gi sé meira en þetta I hallað ævidegí Kjartáns í Flagveltu, þykir mér hlýða áð fara um hann nokkrum orðum. Kjartan fæddist 1885 á Skeiðum, sonur Friðsemdar Eiríksdóttur af Fjallsætt, og Stefáns Eiríkssonar, er síðar ibjó lengi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal við nrkinn orðstír og giftu. Friðsemd var glæsi- kona og hjartaprúð en duttl- unga gæfunnar fékk hún að reyna. Eigi varð neitt úr sam :búð foreldra Kjartans og skildu leiðir þe'rra. Drengur- inn ólst upp hjá föður sínum á Ásólfsstöðum og Helgu konu hans. Var hún hefðarkona og j iskörungur. Kjartan gerðist menn. Þetta eru algild sann- ;snemma liðtækur, sem smali, indi, að maður kemur manns ;pg átti oft þreyttan fót um ; í stað og þó aldrei þannig, að fjöll og dali. Varð hann' skarðið fyllist að öllu leyti. snemma barnlúinn, en hlaut Hefir hver til sins ágætis nokk að öðru leyti h:ð bezta upp- ■ uð, stígur fyrir tær öðrum að eldi, erida heimilið gott og' sumu leyti, en nær eigi hælum siðhollt að flestu leyti. Stefán hins sama á öðru sviði. Er á Ásólfsstöðum Vár frábær at- (Það mála sannast, að orkumaður og iturmenni. j Kjartani hefir farnazt vel í Nálægt 1915 kvæntist Kjart starfi sínu og munu flestir ’an Margnéti Jóhannsdóttur, i sveitungar hans viðurkenna er ólst úpp f Snfalisteinshöfða góðvild hans og sanngirni. í Landmaririahréppi. Afi henn , Fyrst í stað notaði Kjartan ar, Magnús, var.öðlingur og sér leiðbeiningar Guðmund- spakmenni. Hlaút hann mild- , ar hreppstjóra í Múla, hins reynda og gáfaða manns og án dauða, að verðleikum vil ég segja. Hann andaðizt í svefni á jólanótt. Háttaði heill og glaður í vökulok og varð að orði, er hann hvarf inn í bæinn eftir að riafa litið til veðurs: „Nú verða fögur jól“. Ég stilli mig ekki um að víkja hér frá götupni, Kjartan hóf búskap í Auðs- holti í Biskupstungum, en litlu síðar fluttist hann bú- ferlum að Flagveltu eða Flag- bjarnarholti í Landssveit og hefir búið þar síðan. Var í allmikið ráðizt er Kjartan keypti þetta býli, efnalítill frumbýlingur. Varð honum það til happs, að frændi konu hans, Teitur Magnússon frá Snjallsteinshöíða flutti til þeirra hjóna og dvaldist þar i;síðan til ævilöka. Teitur var efnaður vel, hafði verið fork- t ur miljill pg mun hafa stutt • frænku sína og mann hennar qfnalega og eftirlét þeim síð- .an. eigur sínarv 'Var það og íimaklegt, því að Kjartan og Margrét voru og eru samvalin að dugnaði og áhuga. Kjart- an hefir alia ævi verið ósér- hlíf inn atorkumaður með brennandi hjarta í störfum usínum, enda orðið mikið á- gengt með ræktun og húsa- bætur. Nú er risið upp glæsi- legt steinhús í Flagveltu með nýtízku þægindum. Synir Kjartans, sem stöðugt dvelj- ast heima. hafa að mestu einir reist htð nýja hús. Þeir Kjartanssynir virðast eiga átthagatryggð og hollustu við foreldra sína. Slíkir æsku- menn eru dýrasta eign hverr- ar sveitar. Kjartan hefir varla í skóla komið. Samt varð hann fyrir valinu, er kjósa skyldi oddvita í stað „Lands- höfðingjans", • Eyjólfs í Hvammi er andaðizt 1940. Sýn ir þetta, að sveitungar Kjart- ans treystu honum harla vel. Var þó ekki heiglum hent að fylla skarð Eyjólfs enda eigi hægt að fylla að öllu leytil skarð eftir stórbrotna gáfu-1 Aujjlysið 1 Timanum. kunni vel að meta. Nú eftir Guðmund liðinn finnst oss Kjartan vera kjölfestan í sveitinni að ógleymdum góð- um hreppsnefndarmönnum og öðrum. Kjartan hefir um fjölda ára verið í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi og oftast einn í „hinni litlu hjörð“ kirkjugestanna. Þótt Kjartan sé atorkumaöur og búþegn á- gætur, man hann allar stund- ir eftir þeim mannlegu örlög- um, að hverfa í Herrans jurta garð“ við ævilok og verða svo að búa að sál sinni og henni einni. Og raunar ekki fyrst eftir dauðann, heldur einnig í önnum jarðlífsins. Eitt lítið lofsyrði ennþá: Vegur Kjart ans er ekki sízt mikill í mín um huga sakir þess, hversu vel hann reyndist móður sinni, er hjá honum lifði sína mörgu ell.'daga og slokknaði út af, sem útbrunnið skar, 98 ára gömul. Var sú kona um margt merkileg og meðal annars fyrir frábæra rænu fram að andláti. Hér á Margrét, kona Kjartans, sig- ursveig'nn með honum fyrir þolgæði og hjúkrun. Það er sannmæli um Kjart- an, að hann hefir orðið giftu- drjúgur. Fyrir hönd sveitunga hans óska ég honum langra lífdaga og meiri starfa, þótt nokkuð sé hann nú þrotinn að kröftum og slitinn af lúa. Að lokum þakka ég hon- um margar ánægjustundir á heimili hans og bið guð að blessa hann og ástvini hans. R. Ó. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Sími 7752 Lögfræðistörf og cignaum- sýsla. Utan úr heimi Afbrýðisemi, sem olii þremur dauðaslysum. 1 Lancashire-héraði á Bret- landi hefir nýlega gerzt at- burður, sem hefir vakið mikla athygli. Óvenjuleg afbrýðis- semi' varð þremur ungum stúlk um að fjörtjóni. Fyrir nokkru síðan fannst stúlka þar á vissum þjóðvegi nær dauða en lífi. Hún hafði verið á reiðhjóli að næturlagi, en bifreið bersýnilega ekið á hana. Ökumaðurinn hafði hins vegar ekið í burtu, án þess að sinna henni nokkuð. Slíkt hafði komið fyrir áður og féll mál þetta niður eftir nokkra árangurslausa eftirgrennslan lögreglunnar. Það átti þó ekki fyrir sér að liggja í þagnarþey. Nokkrum nóttum síðar fundust þrjtr stúlkur dauðar á þessum sama þjóðvegi. Þær höfðu allar ver- ið á hjólreiðum, og hafði bif- reið bersýnilega verið ekið á þær. Lögreglan hófst nú handa um rækilega rannsókn, en varð einskis vísari. Einn leynilög- reglumaður tók það þá til ráðs, að klæða sig í kvenbúning og fór nokkrum sinnum á reið- hjóli um umræddan þjóðveg eftir að dimma tók. Ferðir þessar báru að lokum þann á- rangur, að eina nóttina sá hann b’ifreið, sem ók grunsam lega, koma á móti sér. Hann lézt þó ekki verða neins á- skynja og tókst þannig að leiða í ljós, að þáð var ætlun bifreiðastjórans að aka á hann. Á seinustu stundu snar beygði hann út af veginum og lét samtímis skothríð dynja á bifreiðinni með þeim árangri, að vél hennar stöðvaðist. Lög regluþjónar, sem voru á næstu grösum, þustu á vettvang og handsömuðu bifreiðastjórann, sem reyndist vera aðalsfrú þar í nágrenninu. Við réttarhöldin upplýstist það, að maður frúarinnar hafði þann sið, er hann ók bifreið sinni að hægja á ferð- inni og veifa til hjólreiðar- stúlkna, er þær fóru fram hjá honum. Eitt sinn láðist hon- um að hægja á ferðinni og missti hann þá vald á bif- reiðinni með þeim afleiðingum, að hún rakst á tré. Við árekst- urinn hlaut hann sár, sem leiddu hann til bana, en konu hans, sem hafði verið æeð hon um, sakaði ekki verulega. Hún kenndi hins vegar hin- um brosandi hjólreiðarstúlk- um, sem virtust hafa glapið mann hennar, um dauða hans. Hún ákvað því að hefna sín grimmilega og gerði það með þeim hætti, sem sagt er frá hér að framan. Verkefni Grænlandvinafélags Eftlr Ragnar V. Stnrlnsðii Um nauðsyn og tilgang þess, að stofna hér Græn- landsvinafélag, hefi ég skrif- að grein, sem birt var í Tím- anum 6. janúar s.l. En hvern ig því mætti hrinda af stað og hver fyrstu verkefni þess þyrftu að vera, vildi ég fara hér um nokkrum orðum. Engan félagsskap er hægt að reka að gagni án þess, að hann hafi fé til umráða fyr- ir starfsemi sína. Grænlands- vinafélag lýtur þessum lögum, sem öll önnur. Þeir, sem vilja gerast félag ar í því, eða styrktarmenn þess, verða því að gera sér ljóst, að þeir verða að vera við því búnir að leggja fram fé og ýmsa fyrirhöfn til þess að vinna að tilgangi þess. En hvernig má koma af stað stofnun sliks félags? Fyrsta leiðin er sú, að all- ir unnendur þessarar hug- myndar, tilkynni nöfn sín og heimilisfang á einn og sama stað, bréflega, og gott væri einnig að fá ýmiskonar til- lögur um fyrirkomulag og rekstur þess. Skal ég með ánægju taka að mér, að safna þátttökutil- kynningunum saman og boða síðan þátttakendum hinn fyrsta stofnfund, er nægilega margir hefðu tilkynnt sig. Þau verkefni, sem ég tel að fyrst liggi fyrir Grænlands- félaginu, eru: 1. ) Að koma upp safni um Grænland, og þá allra fyrst bókasafni, sem hafi það að marki, að safna öllu, sem út hefir verið gefið um Græn- land í riti eða á prenti á öll- um málum og eins þeim bók- menntum, sem gefnar hafa verið út á grænlenzku eða tungu Inúka. Einnig allskon- ar sýnishornum af græn- lenzkri menningu og fólks-' minjum ásamt náttúrumun um. 2. ) Hefja útgáfustarfsemi um Grænland og þá fyrst, byrja á blaði eða tímariti, sem verði málgagn félagsins ásamt upplýsingum um allt, sem Grænlandi viðkemur. 3. ) Komast í samband við hið grænlenzka fólk og skapa varanleg vináttusambönd milli Grænlendinga og ís- lendinga með bréfaskiptum og öðrum skiptum eftir því, sem hægt væri. í sambandi við bókasafn get ég ekki orða bundist um það, hversu fátæklegt það er, sem til er á söfnum hér, og hvernig því er dreift innan- um alls konar efnisflokka annarra bókmennta, (að und anskyldu í Háskólabókasafn- inu, þó lítið sé að vöxtum, er það þó allt á sama stað, eins og von var og vísa hins ágæta bókavarðar þar, dr. Björns Sigfússonar). Landsbókasafnið á t.d. tölu vert safn af bókum um Græn land og á grænlenzku, en það er næstum því eins mikil vinna, að grafa upp hvar þar er að finna innanum ýmis- konar aðra efnisflokka, eins og að lesa bækurnar sjálfar. Skil ég ekki í þessu fyrir- komulagi, því ólíkt auðveld- ara væri, að hafa eina sam- fellda skrá yfir þær bækur, sem fjalla um Grænland, þótt þær að öðru leyti heyri hin- um ýmsu vísindagreinum til. Grænland hefir um langan tíma, og sérstaklega seinustu 100 árin, verið afar merkilegt hugðarefni alls konar vís- indamanna, og margs konar vísindaleiðangrar hafa verið gerðir þangað út. Fyrir þann, sem hefir áhuga á Grænlandi, er því brýn þörf á því, að eigá aðgang að öllu, sem um það fjallar, án mikillar fyrirriafn- ar, þótt ekki sé það allt gert fyrir eina grein sérmenntun- ar. — Ég vildi því óska, aö Lands- bókasafnið sæi sér fært að breyta til í þessu efni í sam- ræmi við það, sem ég hefi tek ið hér fram. En viðvíkjandi stofnun Grænlandsvinafélags, þá er hægt að byrja að vinna í rétta átt, þótt það hafi ekki fjöl- menni á að skipa í fyrstu. — Aðgerðaleysið skapar engan árangur, en samtök áhuga- manna inna oft af höndum mikil verkefni. Ég skora því enn á áhuga- menn, að gefa sig fram, því eftir engu er að bíða. Breytt vísa Skotasaga um Linklater. Eric Linklater er nú það skáld Skota, sem þeir eru einna hrifnastir af. Þetta hef ur m. a. orðið til þess að farið er að setja hann í samband við ýmsar hinar frægu Skota- sögur, sem eiga að sýna spar- semi Skota. Seinasta sagan um Linklat- er á þessa leið: Linklater var nýkominn til Parísar me? flugvél. Burðar- menn kepptust um að bera farangur hans. Linklater sneri sér að einum þeirra og spurði: — Hvað kostar að bera tösk urnar? — Þrjátíu franka fyrir þá fyrstu, en tuttugu franka fyr- ir hverja hinna, svaraði burð- armaðurinn. — Þá er bezt að ég beri fyrstu töskuna, en þér takið hinar, sagði Linklater. ★ Hættuleg íþrótt. Samkvæmt skýrslum hnefa- leikamanna dóu 9 menn af völdum hnefaleikakeppni á síðastl. ári. Árið 1949 dóu 28 menn af þessari sömu ástæðu. Talið er, að dauðsföllum hafi fækkað vegna þess að settar Vorið 1904 var ég samferða skáldinu Páli Ólafssyni á skipi frá Seyðisfirði til Reykja víkur. Þegar hann vissi að ég var úr Vatnsdal nyrðra bað hann mig fyrir svohljóðandi orðsendingu til Benedikts G. Blöndals umboðsmanns í Hvammi: Ef Benedikt Blöndal í Hvammi verður lifandi næst, þegar þú kemur í Vatnsdal- inn, þá berðu honum kveðju mína og segðu honum frá mér, að nú sé ég búinn að breyta vísunni alkunnu: Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax, það er betri en bænagjörð brennivín að morgni dags. Hefi ég komizt að þeirri nið urstöðu, að hún eigi að vera svona: hafa verið strangari reglur til að hindra hættuleg högg. harðri keppni er þó talið vafasamt, að þessum reglum verði fylgt. Við það augun verða hörð, vði það batnar manni strax það er betri bænagjörð en brennivín að morgni dags. Benedikt Blöndal var dáinn fyrir nokkru, þegar ég kom næst eftir þetta í Vatnsdal- inn. En ég skilaði orðsend- ingu þessari til sonar hans, Sigurðar Blöndals. Mér þykir rétt að skýra frá þessu til að koma í veg fyrir misskilning síðar meir ef vera kynni, að rætt yrði um breytta skoðun skáldsins á á- fengisnautn. Um þetta leyti var Bene- dikt Blöndal að verða elli- hrumur maður og hættur að neyta áfengis. Hygg ég að hann hef'ði látið vel yfir breyt ingu þeirri sem vísan ber með sér, á hugarfari skáldsins gagnvart vínnautn, ef hann hefði fengið orðsendingu þessa áður en hann féll frá. Og það þótti Sigurði, syni hans, að of mikið hefði verið gert að því hjá eldri kynslóð- inni, að þjóna Bakkusi. Guðmundur Davíðsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.