Tíminn - 02.02.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 2. febrúar 1951.
27. blað.
Hver mælir hvað útgerðin þarf?
Þegar menn tala um at-
vinnumálin kemur það fljótt
i ljós, að skoðanir eru skipt-
ar um raunverulegan hag út-
gerðarinnar. Fullyrðing mæt-
ir fullyrðingu. En hvað sem
segja má um skýrslur og reikn
inga, sem fram eru lagðir,
veröur ekki gengið framhjá
pví, að mikil tortryggni vak-
ir í sambandi við þessi mál.
Það er algeng skoðun með-
al launamanna hvers konar,
að ómaklegar og óþarfar byrð
ar séu á þá lagðar vegna út-
gerðarmanha. Sú skoðun vek
ur eðlilega andúð og tregðu,
sem erfitt getur orðið við að
eiga.
Lítið ber á því, að menn
sækist eftir að festa fé sitt 1
átgerö, en hinu er ekki hægt
að neita, að til eru útgerðar-
menn, sem leyfa sér meiri
rausn og eftirlæti í lífsvenj-
am en félausum mönnum er
nollt. Eitthvað virðist þurfa
til að standa undir eyðslu
þeirra.
Nú er svo komið, að ríkis-
sjóður er látinn ábyrgjast út-
veginn og bera byrðar hans
i einu eða öðru formi. Það er
pví meðal annars af þeim
sökum mikil nauðsyn, að
nægt sé að gera sér greín
ryrir eðlilegum þörfum og heil
origðum rekstri útgerðarinn-
ar.
Einu sinni áttu tveir menn
saman oat og var sagt að
annar hagnaðist á honum en
hinn tapaði. Gárungarnir
sögðu,- að þetta væri af því,
að annar ætti stjórnborðs-
siðuna, sem allur aflinn væri
dreginn á.
Þessi skrítla má vel verða
einskonar dæmisaga um það,
pegar menn tapa á útgerð en
græða á meðferð aflans, eins
og íyrir getur komið. Bátur-
mn, sem sækir aflann í sjó-
mii, tapar, en frystihúsið,
sem verkar aflann, eða fyrir-
tækið, sem selur hann, getur
grætt.
Þetta ástand er ekki gott
jg það á sinn þátt í því, að
skapa tortryggni um öll út-
gerðarmálin og torvelda nauð
syniegar aðgerðír.
Það er ennfremur athug-
anöí, að geysilegur munur er
a rekstri einstakra báta. —
Aflabrögð eru mjög misjöfn
jg væri fróðlegt ef birt væri
yfiriit um afla báta frá ári
cil árs. Það er alls ekkí sama
nvernig bátum er stjórnað
eða utgerð þeirra, og það eru
miklar líkur til þess, að bæði
við utgerð og skipstjórn fiski
oáta fáist nú ýmsir þeir
menn, sem hollast væri og
eezt að legðu eitthvað annað
fyrir sig.
Eins og sakir standa er
náumast um að ræða nokkuð
frjálst úrval, — náttúruval,
— þannig, að það eitt haldi
/elli í útgerðinni, sem hæf-
ast er. Þó mun hvorki har né
annars staðar takast að ná
góðum árangri almsnnt,
nema hinir aftari viti, að þeir
eiga eitthvað á hættu, ef þeir
standa sig ekki sem bezt.
Það er blátt áfram þjóð-
hættulegt, að hlynna að and-
varaleysi í þeirri stétt, sem
stjórnar þýðingarmiklum
framleiðslutækjum fyrir þjóð
ina. Allt slíkt verður því að
varast.
Það eru nú liðnir nokkrir
dagar síðan samtök útvegs-
manna mæltu með þvi, að
bátar færu til fiskiveiða. Það
heflr kcmið í ljós, að útgsrð-
Eftir llalldór Kristjánsson
in var engan veginn til kom-
in. Fjöldi báta eru ekki enn
við því búnir að byrja vertíð.
Afli hefir verið sæmilegur
víða á miðum allan janúar-
mánuð. Það eru því margir
róðrar og mikill afli, sem tap
ast hefir á þessum vetri. —
Þjóðin hefði getað haft miklu
meira eftir báta slna. ef öðru
vísi hefði verið á þeim haldið.
Það er ekki lítið sem það
minnkar þjóðartekjurnar í
.heild og dregur lífskjörin nið
ur að stytta þannig vertíðina.
Tapaðir starfsdagar hljóta
að segja til sín í rýrnandi teki
um, verri efnahag, minni
neyzlu eða minni framför-
um.
Hér þýðir ekki neitt að tala
um góð lffskjör, mikla kaup-
getu og hátt gengi. Orðin tóm
verða einskis nýt ef það fylg-
ir þeim uppdráttur í bjarg-
ræðisvegunum og minnka,ndi
framleiðsla.
En hvað er þá til ráða?
Hér er að öðrum þræði við
það vandamál að etja, að
framleiðslustörfin öll eru van
metin og vegna óvissu þeirr-
ar, sem fylgir þeim sneiða
menn hjá þeim fremur en
Imilliliðastörfum, skrifstofu-
Ivinnu og embættum. Þetta
I verður ekki lagað nema með
'nýjum og bættum hlutaskipt
, um í þjóðfélaginu. Þeim verð-
!ur þó erfitt að koma við fyrr
en útgerðin kemst á heilbrigð
an grundvöll, þannig, að
hægt er að miða þarfir henn-
ar og meta við almanna hag.
Það þarf að fá botn í kvik-
syndið, finna eitthvað örugg-
ara til að byggja á en kröfur
og skýrslur nokkurra útgerð-
jarmanna, sem koma í þing-
húsið eða stjórnarráðið.
Það myndi mjög breyta á-
standi þessara mála, ef svo
jstórt brot af bátaútveginum
; væri rekið á félagslegum
| grundvelli, að hafa mætti
það til samanburðar eða við
miðunar. Þar sem hér vant-
*ar mjög tilfinnanlega óvé-
fengjanlegar skýrslur er eng
jinn efi á því, að einmitt fé-
llagslegur rekstur hefði mikla
'þýðingu í því sambandi.
I Nú er talsverður fjöldi báta
í opinberri eign að kalla má,
og meira að segja eru til bát-
ar, sem ríkissjóður á. Alla
ríkissjóðsbáta ætti að gera út
á félagslegum grundvelli. —
Slík útgerð gæti verið hrein
bæjarútgerð eða rekstur
sveitarfélaganna, en hún
gæti líka verið í höndum sér-
stakra fyrirtækja, sem sveit-
arfélögin eða almenn félög
væru aðilar að, og kæmu til
dæmis kaupfélög og stéttar-
félög til greina sem slikir að-
ilar. —
Það er ekki hægt að sjá
neitt því til fyrirstöðu, að til
dæmis bæjarútgerðin í Hafn-
arfirði ræki einn eða tvo fiski
báta. Og því skyldi ekki sjó-
mannafélag í Reykjavík eða
Keflavík vilja gera slíka til-
raun? Þá sýnist líka ástæða
til, að útgerðarþorp út um
land hefðu ekki neitt á móti
því, að gera þannig út fyrir
ríkið til að eiga þátt í því, að
leiða í ljós raunverulegar
þarfir útvegsins.
Auðvitað þyrfti að láta verk
un og sölu aflans vera á sömu
hendi þannig, að ekki yrðu
nein eigendaskipti fyrr en
framleiðslan væri fullseld. —
Það er ckki fullt mark tr.k~
andi á tilrauninni fyrri og
hér er jafnframt verið að
vinna að því að eyða tor-
tryggni þeirra á milli, sem
þúrfá að starfa saman og eig
ast við ýmisleg skipti.
Með þessu móti væri hægt
að finna rök fyrir sanngjörn-
um kröfum útvegsins og jafn
framt að eyða tortryggni og
ótta við það, að allskonar af-
ætur og sníkjugróður væri
látinn þrífast á opinberum
framlögum og hjálp til út-
gerðarinnar. Á þeim grund-
velli ætti svo að vera hægt
að taka fyrir ótímabæra og ó-
þarfa hjálp til óhæfrar út-
gerðar og létta af saklausu
fólki þeim byrðum, sem á því
kynnu að hvíla þess vegna.
Hraðfrystihúsin hafa með
sér samband og standa í samn
ingum við ríkisvaldið á ýms-
an hátt og má að vissu leyti
segja um þau eitthvað líkt og
útveginn. Það væri því sann-
arlega ekki vanþörf að fá
þar eitthvað gleggra á að
. byggja enda ætti það að geta
1 orðið samhliða þessari rann-
'sókn á sjálfri útgerðinni.
j Sjálfsagt eru til einhver
útgerðarfyrirtæki, sem starfa
jnú á félagslegum grundvelli
og gætu fyrirvaralaust fallið
inn í þann h*óp, sem eðlilegur
væri til að gefa opinberar
skýrslur. Það gerir fram-
kvæmdina alla léttari og auð
veldari.
Fyrir að stjórna útgerð á
að borga sómasamleg laun
eins og fyrir að stjórna verzl-
un, skóla eða búi. Ef útgerð
er mjög vel stjórnað, er ekki
nema gott eitt um það að
segja, að sá njóti þess, sem
það gerir og hafi mjög góð
laun, en engum á að haldast
uppi að lifa á því, sem hann
er óhæfur til.
Sjómenn eiga að bera úr
býtum verðug verkalaun,sem
séu það ríflegri en venjuleg
starfslaun í landi, sem störf
þeirra eru erfiðari, áhættu-
samari og óþægilegri.
Þetta á útgerðin að bera
og verður að bera, en það
þarf að verja hana blóðmissi
til óskyldra aðila eða til hóf-
lausra launa fyrir hverskon-
ar vinnu. En þetta allt saman
þarf þess með, að glöggir
reikningar liggi fyrir um þá
útgerð, sem rekin er með al-
menna hagsmuni fyrir aug-
um. —
Það verður einhvernveginn
að hreinsa til í útgerðarmál-
unum. Það dugar ekki að láta
alla útgerðarmenn liggja und
ir óorði, sem tortryggilegt
hátterni einstakra manna
kann að vekja. Það dugar
heldur ekki að ganga með
neina hugaróra í þessum efn
um. —
Þeir aðilar, sem gera eink-
um kröfur á hendur útvegin-
um, hafa gott af að eiga hlut
í rekstri hans. Ef þeir geta
sýnt fram á, að hagur hans
geti verið betri en hann er
talinn, án þess að nokkrum
sé íþyngt, mun það vekja
þjóðargleði. Sannfærist þeir
hins vegar um það, hvað
sanngjarnt er og réttmætt í
kröfum útgerðarinnar, ætti
þaö að geta átt drjúgan þátt
í því að stuðla að vinnufriði
í landinu, og það er líka mik-
ils vert. —
*.í?£!ýs!l5 f Tfitn?jT!Tsm.
Inflúenzan er nú orðin ærið
útbreytt í Reykjavík, en hún er
yfirleitt væg og fer tiltölulega
hægt yfir. Auðvitað eru ýmsir
talsvert lasnir, og það er alltaf
aðgæzluþörf, þegar inflúenza
gengur, því að hún getur snú-
izt upp í annað verra. Mótstöðu-
aflið er mismunandi mikið, en
beztu sóttvarnirnar eru þær, að
eíla mótstöðuaflið. Heilbrigðir
lifnaðarhættir og hollt fæði, eru
þar aðalatriði. Og í því sam-
bandi vil ég minna á það, að
C-vitamín eigum við nóg í
mjólk, kartöflum og gulrófum,
og sérstaklega er ástæða til að
nefna þær, því að þær týna
ekki fjörefnamagni sínu við
j geymslu fyrr en um verulegar
skemmdir er að ræða. D-vita-
min eigum við hins vegar í
lýsinu og í því sambandi mega
menn muna, að það er vitan-
lega engu síður í nýrri fisklif-
ur. Sennilega á skortur D-vita-
míns og vanfóðrun af þeim sök
um löngum drjúgan þátt í því,
hvað menn eru kvefsæknir og
viðkvæmir fyrir inflúenzu í
skammdeginu og upp úr því.
Það eru lika ýmsir, sem telja
sig hafa fengið ónæmi fyrir kvef
pestum með því að neyta lýsis,
og það er í rauninni ekki neitt
undarlegt.
í fyrrakvöld barst ógnarfrétt
manna á milli. Flugvél var týnd
með 20 mönnum. Farþegaflug-
vél, sem var í þann veg að lenda
á Reykjavíkurflugvelli er allt í
einu horfin og töpuð, svo að
enginn veit hvað af henni er
orðið. Menn bíða milli vonar og
ótta og alitaf verður kvíðinn
meiri eftir því sem lengra líður
Svona óvisst og öryggislaust er
þetta líf, þrátt fyrir alla tækni
og fullkomnun. Nú rifjast það
upp, að allt í kring eru hætt-
urnar og þær vofa yfir okkur við
hvert fótmál svo að segja. Við
gleymum því stundum, en þeg-
ar eitthvað ber út af rifjast
það upp. Tæknin er góð, þæg-
indin og hraðinn koma sér oft
vel að okkur finnst, en þrátt
fyrir allt er þó líf mannsins á
veikum þræði enn sem fyrr, og
„vér lifum sem blaktandi strá“.
Flugslys eru að vissu leyti
allra slysa sviplegust. Á aðra
hönd er þar hin dásamlegasta
1 tækni og vald mannsins yfir
náttúrunni og öflum hennar og
hinn eftirsótti og dáði hraði,
! en hins vegar er svo fullkomið
öryggisleysi og örþrot mann-
legra úrræða. Þess vegna eru
flugslysin vissulega táknræn
um það, hvar maðurinn er stadd
ur á þróunarbraut sinni. Enn á
það við, að það er tæpt að trúa
heimsins glaumi, vinir berast
, burt á tímans straumi og blóm-
! in fölna á einni hélunótt.
Og þá finnst okkur mest til
um þetta, að vinirnir hverfa
og við stöndum eftir án þeirra.
Þá finnst okkur löngum, að það,
sem við erum að mæðast yfir
dags daglega, sé að mörgu leyti
hégómi. Ef til vill höfum við lát
ið það skyggja á gleði okkar og
ræna okkur sálarfriði. En nú
finnst okkur það svo óendan-
lega þýðingarlaust og einskis-
virði, aðeins ef við mættum enn
hafa hjá okkur nokkru lengúr
! þann, sem horfinn er. Þannig
j ruglast oft hið rétta mat á gildt
lífsins og verðmætanna. Nú
I skiljum við ef til vill nýjum.
! skilningi það, sem skáldið segir,
; að okkur sé bezt að forðast
raup og reiði og rjúfa hvergi
tryggð né vinarkoss, því að fátt
er meira vert en að hafa notið
góðrar og sannrar vináttu og
hafa verið maður til að meta
það og mæta slíkum ástgjöfum.
lífsins falslaus og heill.
Þegar vel gengur og ekkert
amar að, gleymum við oft að
gleðjast yfir því, sem er mesta
hamingja okkar. Við förum þá
ef til vill að líta á slíkt, sem
sjálfsagðan hlut, sem ekkert sé
að virða í sambandi við, enda
má segja, að ekkert sé eðlilegra
en að menn njóti lífsins með
ástvinum sinum. Þá verðum víð
þó líka að játa það, að ástvina-
missir er eðlilegt náttúrulög-
mál. En myndi ekki líf þeirra,
verða auðugra að fegurð og
yndisleik, sem kunna og muna
að hrífast og fyllast þakklæti
yfir gjöfum sannrar vináttu?
Er það ekki þroskavænlegast að
hafa þann eiginleika?
Starkaður gamli.
OSTUR
er holl fæða, sem aldrei má vanta á matborðið.
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 2678.
Greiöiö blaðgjald
ársins mo
Innheimta TÍMANS
GERIST ASKRIFENDER AÐ
TÍMAIVUM. - ASKMFTASfMI 2SJ3.