Tíminn - 02.02.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1951, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 2. febrúar 1951. 27. blað. La traviata Amerísk mynd gerð eftir hinni frægu óperu Verdis. Sýnd kl. 7 og 9. Silfursporinn Sýnd kl. 5 TRSPOU-BÍÓ Kreutzersonatan Ný argentísk stórmynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Leo Tolstoy, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. Bönftuð innan 14 ára Sýnd kl. 7 og 9. Gullræuingjarnir ] Sýnd kl. 5 NÝiA BIO Sigurvegarinn frá Kastallu (Captain form Castile) Stórmyndin fræga, í eðlileg- um litum. Aðalhlutverk: Tyrone Power Jean Peters Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára BÆJARBIO HAFNARFIROI Leikfélag Hafnarfjarðar „Kinnahvols- systur“ sýning kl. 8,30. Sími 9184. dryiuA/usUjJ O&uAnxiA elu tfejtaAJ &uu/eUí$u/% Bergnr Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Síml 5833. Heima: Vltastlg 14. Askr iftar sín>l x T I Mí 11¥ IV 2323 Gerlzt áskrifendnr. Austurbæjarbíó Barátta laml- nemnnna Sýnd kl. 5 og 7. KABARETT VÍKJNGS KL. 9 tUllllllMIIMM ••••*•* TJARNARBIO I»rjár nngar hlómarósir Two blondies and að rcdhead Bráðskemmtileg amerísk söngva- og músíkmynd. Aðalhlutverk: Jean Porter, Jimmy Lloyd. Tony Pastor og hljómsveit hans leika í myndinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta.sinn. GAMLA BÍÓ Skakkt ReiknafS (Dead Reckoning) Spennandi ný leynilögreglumynd. amerísk Aðalhlutverk: Ilumphrey Bogart, Lizabeth Scott. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. -n»nm»«n»wiui»Mii»uii«»nu »»»iii«hiiih»w——1 lMUItlllltlHMIHM|IHrUIIHMH»'A-‘-“’ii»Hl>»ftfc*M»«KW»MM HAFNARBÍÓ Jazzinn heillar Nýjar amerískar jazzmyndir. Margar þekktustu hljóm- sveitir Ameríku leika. Einn- ig koma fram Andrew List- ers, Ribz Brothers, Deanna Durbin o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. MUNIÐ: Anglýsingasími TtMAIVS er 81300 M = 1 | Raflagnlr — VlðgerSlr j Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. I Laugaveg 79. — Sfmi 5184 j j ELDURINNI í gerlr ekkl boð á undan sér. | | Þelr, sem eru hyggnJr, i tryggja strax hjá í Samvinnutryggringum i rilllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIllllMIIIIHIIimilllHllllií Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðvi.) um. Líf hans var áberandi. Hann var fremsti maður á fund um og ráöstefnum og veizlum, en hann var einstæðingur í miðri hringiðunni, — viðkvæm- ur, hjáipfús og vinfastur, — en einmana þó. í stjornmálum gerði hann á- ætlanir bæði til langs og skamms tíma, en hann var ekkert að túlka þær fyrir öðr- um. Hann skrifaði margt í vasa bókina frægu, en hana fékk enginn að sjá. Hann sagði ekk- ert frá því, hvaða spil hann hefði á hendi, en lofaði öðrum að tala eins og þeim sýndist. Hann hlustaöi og dró sínar á- lyktanir af því, sem hann heyrði og sá, en sagði fátt. Hann hafði forustu í stjórn- málunum. Og hann gætti þess alltaf, að flokksskipulagið færi ekki í ólestrí. Hann tók við forustunni um páskana 1920, þegar Kristján konungur tíundi lét ráðuneyti Zahles fara frá völdum í trássi við þingræðislegar reglur. Hann mótaði Odense-yfirlýsinguna 1923 með það fyrir augum, að jafnaðarmenn næðu stjórninni eftir næstu kosningar, eins og líka varð. Hann skapaði stjórn sinni öruggan starfsgrundvöll 1929 í samstarfi við radikala og þannig hófst umbótaskeiðið mikla, sem stóð fram að styrj- aldarárum. Flokkur minn. Jóhannes V. Jensen spurði á sextugsafmæli Staunings 1933, hvar menn hefðu séð þjóðar- einkenni sameinast betur í ein- um manni. Samkennd Staun- ings með stétt og flokki kemur fram í því, sem hann sagði sjálfur 1939: Það er flokkur minn, sem hefir brotið leiðina. Það er flokkur minn, sem hefir orðið alþýðunni vörn og veitt hennar áhugamálum fulltingi og bætt lífskjör almermings. Ég hefi unnið með þessum flokki, sem frá æskuárum, frá bernsku minni, var minn flokkur, skóli minn og það tæki, sem ég vissi að átti að hef ia stétt mína til sæmilegra lífskjara. Þegar stríðið hófst var Staun ing bugaður maður og sumar ákvarðanir hans hafa sætt gagnrýni, en „með yfirburðum sínum tókst honum með lipurð og lempni að halda nazistum frá ríkisstjórn," segir H. C. Hansen í kaflanum um Staun- ing á hernámsárunum. Snemma árs 1942 varð Staun- ing alvarlega sjúkur og andað- ist í maí það ár, 69 ára gamall. Læknir hans, bæði i þeirri legu og áður, segir í niðurlagskafla bókarinnar: Stauning var ein- hver merkilegasti maður, sem ég hefi þekkt. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frf- merki. Ég senili yður um hsei 200 erlend frimerki. JÖN 4GNARS. Frímerkjaverzlun, P. O. Bgx 356, Reykjavlk- Gina ^J\anó: í gg WÓÐLEÍKHÚSID Föstudag kl. 20.00: Flekkaðar hendur 2. sýning. ★ Laugard kl. 20 Dlýjársnóttin ★ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15—20, daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. — Tekið á móti pöntunum. Símí: 80 000. SKIPS- LÆKNIRINN 22 Það var þó gamli maðurinn, sem athygli Tómasar beindist einkum að. Hann var undarlega höfuðstór, og efri hluti líkamans var einnig mjög fyrirferðarmikill. Hárið var svart og úfið og aðeins lítið eitt farið að grána í vöngum, en and- litið stórhrukkótt og veðurbitið. Augnabrúnirnar voru mikl- ar og loðnar, augun lítil og gáfuleg, en munnurinn hvarf í svart skeggið. Hann var í litlausum vaðmálsjakka, með óhreinan flibba og gamla og gauðslitna skó á fótum. Það var eitthvað í fari þessa manns, sem vakti ósjálfrátt lotn- ingu og skaut jafnvel skelk í bringu. Hann bar svip af göml- um sjóræningja, en þó leyndi sér ekki, að. hann átti ekki síður til í fari sínu mildi en hörku. — Þér eruð auðvitað veraldarvanur maður, læknir, ságði gamli maðurinn án þess að kynna sig. Viljið þér gera svo vel að segja þessari telpu, sem ekki vill hlusta á það, sem ég segi, hvernig á að halda olnbogunum, þegar maður situr að snæðingi? - ■ • i — Þétt að síðunum, sagði Tómas, steinhissa- á þessari ósk gamla mannsins. — Þarna heyrirðu, asnakjálkinn þinn! Þétt að síðunum! sagði gamli maðurinn sigri hrósandi. Kurteist fólk breið- ir ekki úr sér við matborðið.... Ég hefi nefnilega lofað henni að kenna henni góða siði, meðan við erum hér sam- an á skipinu, sagði gamli maðurinn og sneri sér að Tómasi. Hún segist vilja verða heimskona, þessi telþukrakki! — Já. Það vil ég, hrópaði telpan, og svört augu hennar funuðu. Það þýðir ekki að segja, að ríka fólkið sé betra en það fátæka. En ég vil lika læra að lifa og leika mér. Ég á að fara vestur í Oklahoma, þar sem bara eru hænsni og gæsir. En ég ætla að strjúka og fara til New York, og þar ætla ég að verða fín. — Enn stingur þú upp í þig hnífnum og sluprar súpuna, svo aö það heyrist alla leið inn í íbúð skipherrans, sagði gamli maðurinn. Og* þegar þú hreyfir þig, þá dillarðu bak- hlutanum eins og gömul gæs, svo að allir halda.... — Hvers vegna ertu með svona óhreinan flibba, úr því að þú kannt skil á öllu? hrópaði telpan. Og það eru blek- slettur á fingrunum á þér, Maríus — þú varst líka með þær í morgun. Hvers vegna þværðu þér ekki, því að nóg er af vatnskrönum? — Ég verð einhvern veginn að sýna lítilsvirðingu mína á umheiminum, sagði gamli maðurinn ofurrólega. Milla Lensch bar höndina fyrir munninn og hló. — Heldurðu, að ég trúi því, að þú gangir á götugum skóm bara til þess að ergja aðra? Hvers vegna ertu þá í þriðja farrými? — Vegna þess, að hér er ekki-fjórða farrými, sagði gamli maðurinn brosandi. Það þurfti sannarlega fávizku barns til þess að skilja það ekki, að Maríus var fátæklegur sökum fátæktár áirihar — og hafði þó einhvern tíma verið betur settur. Hann hlaUt einhvern tíma að hafa haft talsverð völd — maöur varð þess ósjálfrátt var. Maður varð sannfærður um það, í hvert skipti sem hann opnaði munninn. — Ég veit ekki, hvað ég vildi til þess vínna að vera rík og ferðast í fyrsta farrými, hrópaði Millá. Jáfrivel þött það væri ekki nema einn dag.... Æ, læknir — bjóðið mér að drekka með yður te, svo að ég fái að sjá ríka fóikið,. Tómas sagðist því miður ekki geta boðið henrii i te, því að hann væri sjálfur boðinn til tedrykkjú. — Hver bauð yöur? spurði hún frökk. Verður þar fólk, sem gaman er að sjá? Tómas kinkaði kolli. — Til dæmis Burtlett, og einn ríkasti maðui1 veraldarinn- ar, Stefanson. — Stefanson, hvíslaði Milla lágt, eins og hún væri að byrja á töfraþulu. Stefanson — bara, að ég fengi aö sjá hann. Er hann gamall og ljótur? Og er konan hans með honum? Tómas gat varla varizt brosi. Þarna sat þessi gelgjulega stelpa, og var þegar farin að gera sér í hugarlund, að hún gæti náð tangarhaldi á Stefanson. En slík ósk leyndist sennilega í huga flestra kvenna á skipinu. En engin var þó jafn sneydd öllum sigurlíkum og vesalings Milla litla. Það voru engin líkindi til þess, að hún fengi einu sinni að sjá hann. í Þessari andrá henti óhapp þau systur Mörtu og manninn, sem hafði boðið henni upp. Hann hrasaði óvænt, og þau slengdust bæði á gólfið, rétt við fæturna á Tómasi. Hann flýtti sér til þeirra og hjálpaði þeim að rísa á fætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.