Tíminn - 03.02.1951, Síða 5

Tíminn - 03.02.1951, Síða 5
28. blað. TÍMINN, laugardaginn 3. febrúar 1921. 5 'tottttn Lauyard. 3. fehr. Ný vísitöludeila Risin er upp deila milii rík- isstjórnarinnar anr.ars vegar og Alþýðusambandsins hins vegar um það, hvernig skilja beri breytingu þá á gengis- fellingarlögunum, sem gerð var um áramótin. Lagabreyt- ing þessi var á sínum tíma skýrð þannig bæði af fylgis- mönnum hennar og andstæð- ingum, að eftir 1. janúar mætti ekki greiða dýrtíðar- uppbætur eftir hærri vísi- töiu en þá var í gildi, en hún var 123 stig. Alþýðusam- bandið vill hins vegar nú skýra umrædda lagabreytingu þannig, að hún heimili að greiddar séu fullar visitölu- uppbætur, ef ákvæði eru um slikt i kaupsamningum verka lýðsfélaga og atvinnurek- enda frá gamalli tíð. í mörg- um kaupsamningum er á- kvæði um að kaupið hækki eða lækki mánaðarlega í sam ræmi við gildandi vísitölu. Alþýðusambandið telur, að þær hömlur, sem voru gegn þvf að bessum ákvæðum væri framfylgt, hafi fallið úr gildi með umræddri lagabreytingu. Ef litið er á það, hvernig lagabreyting þessi var skýrð á sínum tima, er það aug- ljóst, að það hefir ekki verið tilgangur löggjafans að láta vísitölugreiðslur þannig ó- fcundnar, heldur yrðu þær eftirleiðis miðaðar við 123 stiga vísitölu. Hins vegar voru grunnkaupshækkanir látnar óbundnar. Barátta sú. sem Alþýðu- flokkurinn, kommúnistaílokk urinn og Alþýðusambandið héldu uppi gegn umræddri lagabreytingu, var þannig ein göngu byggð á því, að hún festi vísitölugreiðslurnar. — Skulu hér nefnd nokkur dæmi þess. Alþýðublaðið sagði t.d. í fimm dálka fyrirsögn, er það skýrði frá samþykkt um: ræddrar lagabreytingar 20*. des. síðastl.: „Afnám allrar frekari dýrtíðaruppbótar sam þykkt á Alþingi. Vinnu- friðnum í landinu stefnt í bráða hættu. Þing- menn Alþýðuflokksins vara ríkisstjórnina við þeim afleiðingum, sem þetta skref getur leitt til.“ Vissulega hefði Alþýðublaðið ekki tek- ið þannig til orð'a, ef það hefði lagt þann skilning í lagabreytinguna, að verið væri að greiða fyrir aukn- um dýrtíðaruppbótum. í skrif um sínum um þessa laga- breytingu næstu daga kall- aði það hana líka „launarán“, „pólitíska stigamennsku“ og öðrum slíkum nöfnum. í Þjóðviljanum 15. des- ember s.l. segir svo, þar sem sagt er frá frv. ríkisstjórnar- innar um umrædda lagabreyt ingu: „Kaupgjaldsvísitalan verður þannig bundin í 122 stigum eftirleiðis, hversu mjög, sem dýrtíðin eykst. — Þetta er svar ríkisstjórnar- innar við þeirri kröfu laun- þega, að dýrtíðaruppbót sé greidd mánaðarlega.“ Loks er svo að minnast á afstöðu Alþýðusamb. sjálfs. Stjórn þess samþykkti ein- dregið mótmæli gegn um- ræddri lagabreytingu. Þetta hefði stjórn Alþýðusambands ins ekki gert, ef hún hefði þá skilið lagabreytinguna á ERLENT YFIRLIT: George Catlet Marshali Hann hefir í annað sinn tekið að sér að stjórna hervæðingu Bandarikjanna Vafasamt er, hvort Truman forseta gengi eins vel að koma 1 fram yígbúnaðaráætlun sinni og aðstoðinni við Atlantshafs- bandalagið, ef hann nyti ekki aðstoðar tveggja hershöfðingja, sem hlotið hafa óvenjulegar vin sældir þjóðar sinnar. Þessir hers höfðingjar eru þeir Eisenhower og Marshall. Eisenhower hefir tekið sér fyrir hendur að skipu- leggja varnir Atlantshafsbanda- lagsins og vinna fylgi Banda- ríkjamanna við þær. Hlutverk Marshalls er að sjá um, að víg- búnaður Bandaríkjanna eflist nógu hratt til þess að geta full- nægt þeim kröfum, er varnir lýðveldisþjóðanna útheimta. I Margir blaðamenn segja, að það hafi ýerið engu líkara en að 1 Bandaríkjamönnum hafi létt, er 1 Marshall :.tók á ný við forustu landvarnanna á s. 1. sumri. Fyr I ir stjórn Trumans var það líka I ómetanlegur styrkur. 1 eftirfar- I andi grein, sem nýlega birtist í í norska blaðinu Nationen, er nokkuð sagt frá Marshall og ævi ferli haris: Hann ber gott skyn á vígbúnað; — Pershing herforingi, sem stjórnaði' könnunarhersveit Bandaríkjamanna í heimsstyrj- öldinni fyrri, lét svo ummælt, að Georgp Catlett Marshall höf- uðsmaðuivþæri gott skyn á víg- búnað. Höfuðsmaður sá sýndi það líka ’ íikömmu seinna, að hann vérSskuldaði þessa viður- kenningu.” Það vottuðu störf hans á vígstöðvunum við Meuse. Þá sagði Eershing, sem annars var orðvaí maður, að Marshall væri bezti stjórnandi, sem með sér hefði ^verið. Þó höfðu enn stærr’i orð verið höfð um Mars- hall nokkrum árum fyr, þegar hann lágði á ráðin um varnir eyjarinnar Manillu í Kyrrahaf- inu. Þá var hann liðsforingi. Yfirmaður hans varð svo hrif- inn að hann sagði í skýrslu sinni til stjórnarinnar í Washington: Gefið gaum að George Marshall. Hann er jnesti herstjómarsnill- ingur, sem uppi hefir verið með þessari þjóð síðan Stonewall Jackson leið. Það hafði því átt sinn aðdrag anda, að Marshall varð for- maður her.foringjaráðs Banda- ríkjanna . haustið 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Hann var' þá tekinn fram yfir 14 aðra herforingja jafntigna og tuttugu, sem höfðu æðri hers höfðingjánáfnbót en hann. En þarfiia var um meira að ræða eii nafnið tómt. Það beið hans verk' að vinna. Og ekki minnkaði - það þegar Japanir réðust á Pearl Harbour í árslok 1941. Úr smáher, sem taldi lið- lega 170..þúsund manns, átti Marshall á skammri stundu að gera risaher, sem gæti háð stór styrjöld beéði handan Kyrrahafs 'og Atlantshafs í senn. Hann gerði þetta með miklum ágæt- um. 1 maí 1945 voru foringjar í Bandaríkjaher fjórum sinnum fleiri en allir hermennirnir 1939. Þá voru 8 milljónir og 250 þús- und manns undir vopnum og flugherinn hafði nálega 70 þús. flugvélar til umráða. | Herþjónustan er ævi- starf hans. Margir þjóðskörungar, sem mest kveður að, hafa á æskuár- um stefnt að einhverju fjar- skyldu starfi, svo sem að verða garðyrkjumenn eða prestar. Marshall hefir hins vegar alla tíð stefnt að herþjónustu. Hann komst ekki inn í hinn glæsilega háskóla hernaðarfræðanna í West Point. Sonur kola- og timb urkaupmannsins varð að láta sér lynda að sækja hernaðar- skólann í Virginíu. Eftir 5 ára nám þar, svo sem venja var, hélt Marshall áfram á braut hermannsins. Auk þess sem hann gegndi herþjónustu víðs vegar í Bandarikjunum sjálfum var hann mikið á Kyrrahafs- svæðinu og eins og fyrr er frá I sagt í Evrópu í heimsstyrjöld- ínni fyrri. Marshall hefði gjarnan viljað vera herforingi í heimsstyrjöld inni síðari en Roosevelt forseti vildi ekki sleppa honum frá störfum í höfuðborginni. Marshall gerðl sér þegar ljóst, að hinn nýi her, sem hann ætti að byggja upp, varð að taka öllu fram, sem áður þekktist, — betur vopnaður og betur skipu- lagður. Hann sparaði enga fyrir höfn til að ná því t^kmarki. Allt var endurskoðað og skipu- lagt að nýju, hreinsað til og endurbyggt. Árangurinn sýndi, að hann bar gott skyn á víg- búnað, svo að orðalag Pershings sé notað. Marshall hefir ekki hlotið hernaðarlega þekingu sína sem vitrun í svefni. 1 skóla voru saga og hernaðarvísindi þær greinar, sem hann hafði mest- ar mætur á. Sérstaklega var hann áhugasamur um söguna. Hann lét sér ekki nægja bókleg fræði en ferðaðist á fæti um | orustuvelli borga 'ast yrj aldarinn ar og gerði sér grein fyrir öllu, j sem þar hafði farið fram. Sú hálfa öld, sem síðan er liðin, hefir ekki breytt áhugamálum Marshalls. Ennþá er hernaðar- ^ listin helzta áhugamál hans. Ekki hernaðarsinni. | Af þessu kynnu einhverjir að hugsa sér, að hér væri eldheit- ur hernaðarsinni, sem ekki ætti sér nein áhugamál önnur en þau að byggja upp öflugan her og fá tækifæri til að sýna á- gæti hans og styrk. Það væri þó hinn mesti misskilningur. Marshall er enginn stríðsæsinga maður. Hann hefir glögga yfir- sýn um málin. Hann veit að Marshall i samræðum við Tsaldaris, grískan stjórnmála mann. herinn er ekki til sjálfs sín vegna, heldur er hann aðeins þáttur í þjóðfélagsbyggingunni. Sú hugsjón, sem liggur að baki öllu því fjölþætta uppbygging- arstarfi, sem kennt er við Mars- hall-áætlunina, á ekki heima hjá neinum einsýnum hernað- arsinna. Þannig hugsar aðeins glöggskyggn stjórnmálamaður, sem áttar sig á orsakasambandi hlutanna. Marshall tók þátt í mörgum örlagaríkum mótum á styrjald- arárunum og eftir það var hann sérstakur sendimaður forsetans í Kína eitt ár áður en hann varð utanríkismálaráðherra, en það sæti skipaði hann í tvö ár, unz hann varð að víkja vegna heilsu brests. Hann kynntist heimsmál unum vel á þessum árum, eins og þau liggja fyrir stjórnmála- mönnunum. Hann var ákveðinn og fastur í ákvörðunum enda bæði raunsær og skarpskyggn. Það er því engin furða þó að mörgum létti bæði vestanhafs (Framhald á 8. síðu.j sömu lund og hún túlkar hana nú, þ.e. að hún leyfði mánaðarlega hækkun á dýr- tíðaruppbótum. í mótmælum sínum skorar Alþýðusamband ið líka beinlínis á Alþingi að lögfesta mánaðarlegar dýrtíð aruppbætur, en slíkt hefði hún vitanlega ekki talið nauð synlegt, ef umrædd laga- breyting hefði haft þau á- hrif, að slíkar greiðslur kæm- ust á af sjálfu sér. Þessi afstaða þeirra, sem voru andvígir umræddri laga breytingu, skýrir það bezt, hver var tilgangur löggjaf- ans með henni. Hann var sá, að dýrtíðaruppbætur yrðu framvegis bundnar við 123 stig, en hins vegar yrðu grunn í kaupshækkanir látnar ó- bundnar. Um hitt má náttúr- lega deila, hve greinilega lög- gjafinn hefir orðað þennan vilja sinn og má vera, að hann þurfi að betrumbæta það verk sitt. Höfuðatriðið í þessari deilu er svo það, að þótt æskilegt væri að geta greitt mánaðar- legar uppbætur samkvæmt réttri vísitölu, er slíkt at- vinnuvegunum um megn og myndi þvi hefna sín á laun- vegum sjálfum með sam- drætti framleiðslunnar og vaxandi atvinnuleysi. Laun- þegum er það tvímælalaust betra að sætta sig við nokkra kjaraskerðingu í bili, en bjóða Áeim vaxandi atvinnuleysi og öllum þeim vandræðum, sem fylgja því. — Raddir nábúarma Ólafur Björnsson prófessor bendir á það í Mbl. I gær, að launþegum geti verið það lít- ill hagur, að fá uppbætur samkvæmt dýrtíðarvísitölu, þvi að ríkisstjórnin hafi ýmsa möguleika til að falsa hana- Hann segir m. a.: „Núverandi stjórnarvöld hafa úr vissum áttum sætt harðri gagnrýni fyrir það að leyfa takmark^ðan útflutn- ing á dilkakjöti til Ameríku, þar sem kjötskortur sé í land inu. Frá hagfræðilegu sjónar- miði hefir það talsvert til síns máls, að með þessu séu kjör almennings skert. En sam kvæmt þeirri kenningu, að hægt sé að tryggja lífskjörin með því að halda óbreyttu hlut falli milli kaupgjalds og vísi- tölu, ætti það einmitt að vera snjallræði að flytja mestallt dilkakjötið út, skammta síðan afganginn smátt og greiða skammtinn duglega niður. Með því mætti lækka vísitöl- una stórlega, því að kjötið er ein mikilvægasta varan í vísi- tölugrundvellinum. En kjara- bætur væru þetta síður en svo, þó að sambærileg ráðstöf- un væri að vísu gerð haustið 1945 af ríkisstjórninni, er þá fór með völd, en þá fletti Jón heit. Blöndal rækilega ofán af blekkingum kommúnista, er þeir voru að telja sínu fólki trú um, að þetta þýddi ekki skert kjör fyrir launafólk.“ ,Verkalýðsflokkarnir“ svo- nefndu sátu báðir í stjórn, þegar þetta gerðist, og höfðu ekkert' við það að athugs, Með því hjálpuðu þeir til að skapa fordæmi, sem gæti gert þau ákvæði einskisverð, að laun skuli hækka samkvæmt vísitölu. Fyrir opnura tjöldum Grein sú, sem hér fer á eft- ir, birtist sem forustugrein í Degi 24. þ. m. Þar sem þar er rætt um mál, sem oft hefir verið rætt á svipaða lund hér í blaðinu, þykir rétt að birta hana í heilu lagi: Enn hefir komið fyrir, að ís lendingar verða að leita til erlendra blaða og útvarps- stöðva til þess að vita, hvað er að gerast í þeirra eigin Iandi. í þetta sinn birtu stór blöðin báðum megin Atlants hafsins fregnir af fyrirhug- aðri hingaðkomu Eisenhowers meðan þögnin ríkti í Reykja vík. Áður hafa slík tíðindi gerzt í sambandi við þátttöku í Atlantshafsbandalagi og fleiri utanríkismál. Til þess liggja þær ástæður, að íslenzk stjórnarvöld virðast ákaflega frábitin því að ræða utanríkis mál við landsmenn sína. Sér- staklega þó þau mál, sem | snerta öryggi landsins út á við. Um þau virðist ekki mega tala. Þó eru þetta þau mál, sem eru mest rædd hjá hverri þjóð í nágrenni okkar. Öryggismálin eru mikulvæg- f ustu dagskrármálin hjá hin- um frjálsu þjóðum um þessar mundir. Þetta á við um ís- lendinga ekki síður en aðrar þjóðir, en samt er grafarþögn meðal forustumanna þjóðar- innar. Það er hvíslað um þessi mál, en þau ekki rædd fyrir opnum tjöldum. Treysta for- ustumennirnir ekki þjóðinni eða eru þeir hræddir við kommúnista? | Nýlega birtu tvö óábyrg- ' ustu blöð landsins fregnir, sem athygli vöktu. Annað skýrði frá komu amerískra sér fræðinga til Keflavíkur, en hitt frá fyrirhuguðu gjaldeyr isláni, sem stjórnarvöldin væru að undirbúa. Ekkert á- byrgt blað hefir svo mikið sem nefnt þessar fregnir á nafn, og enginn ábyrgur | stjórnmálamaður gert þær að ' umtalsefni. Nokkur hluti þjóð ! arinnar leggur trúnað á fregn . irnar þegar í stað, en hinn 1 hlutinn er móttækilegri en áð : ur fyrir þá áróðursstarfsemi | kommúnista, sem miðar að þvi að skapa tortryggni í garð stjórnarvaldanna. Þetta i blað hefir engar heimildir um það, hvort þessar fregnir hinna reykvísku blaða hafa j við nokkuð að styðjast eða ( ekki. En hitt liggur ljóst fyrir ; að þögnin, sem ríkt hefir um þær, hefir létt undir áróðurs ; starfsemi kommúnista og veikt það traust, sem þarf að ríkja í milli stjórnarvalda og almennings. Ekki af því, að al menningur óttist það þótt ' nokkrir tugir bandarískra sér j fræðinga væru komnir til i landsins, eða að láns væri leit ! að erlendis, heldur vegna Iþess, að fólk sér enga ástæðu j til þess að hvísla um þau mál, 1 sem vel má ræða um í heyr- anda hljóði. Það eru hvísling arnar og leyndin, sem skapa tortryggnina, en ekki djarf- mannlegar ráðstafanir, sem gerðar eru til veiðreisnar og öryggis, og ræddar eru fyrir opnum tjöldum. Almenningi virðist, sem stjórnarvöldin vantreysti hon um, en stjórnarherrarnir verða að gæta þess, að traust er gagnkvæm tilfinning. Fólk hefir tilhneigingu til þess að vantreysta þeim, sem að ó- reyndu og ástæðulausu sýna því tortryggni. Það er kominn tími til að meta það réttilega (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.