Tíminn - 03.02.1951, Side 6
6
TÍMINN, laugardaginn 3. febrúar 1921.
28. blað.
La traviata
Amerísk mynd gerð eftir
hinni frægu óperu Verdis.
Sýnd kl. 7 og 9.
Silfnrsporinn
Sýnd kl. 3 og 5.
TRIPOU-BÍÓl
Ræningjarnir
frá Toinlsstone
Afar spennandi og vi'ðburða- |
rík ný, amerísk mynd.
Earry Sullivan
Marjorie Reynolds
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16.
Austurbæjarbíó
líédée stúlkan frá
Antwerpen
Bönnuð börnum innan 16.
Sýnd kl. 7 og 9.
?toy og olíuræn-
ingjarnir
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f.h.
NÝiA BÍÓ
Ógnavaldur borgar
innar
(Cry of the City)
Victor Mature
Richard Conte
Syud kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
TJARNARBÍÓ
Skatt rciknað
(Dead Reckoning)
Spennandi ný amerísk leyni-
lögreglumynd.
Aðalhlutverk:
Humprey Bogart
Lisabeth Scott
Bönnuð börnum innan 16.
Smánfiymlasafn
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Nýjar amerískar grínmyndir,
sprenghlæilegar.
Sýnd kl. 3.
Klaufinn og kven-
lietjan
með grínleikaranum
Leon Errol
Sýnd kl. 3.
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐl
EVA
Áhrifamikil n ýsænsk mynd.
Aðalhlutverk:
Berger Malmsten
Eva Stiberg
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
►♦-»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
GAMLA BÍÓ
Fjaffrirnar fjórar
(The Four Feathers)
Stórfengleg og spennandi
mynd í eðlilegum litum.
Ralpli Richardson
John Clements
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
Bönnuð fyrir börn.
fiiMiiiiiiiMmiiiiMiiicmiiiimiu*!
HAFNARBÍÓ
Jazzinn lieillar
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
Avtt sinámymla-
safn
Nýjar amerískar grínmyndir,
Abott, Costello o. fl.
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f.h.
MLAIÐ:
Auglýsingasími
TlMANS er
81300
•SmaAsungJoéLuAnuil aiu áejtaA:
Cfua/eCa^id %
Bergur Jónsson
Milaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Síml 5833. I
Heima: Vltastíg 14.
Askrlfíarsíml?
TIMINN
2323
CJerlzt
áskrifendnr.
..——
§ Raflagnir — Vlðgerðlr \
Baftækjaverzlunln
UÓS & HITI h. f.
i Laugaveg 79. — SSml 51841
1 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< |
| ELDURINN |
| gerir ekki boð á undan sér. 1
| Þelr, sem eru hygjmir, i
tryggja strax hjá
| Samvinnutryggingum I
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiiiiiii
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. síðj,.)
og austan, er hann var kallaður
til Washington á ný, sem land-
varnarmálaráðherra til að
stjórna sameiginlegum vörnum
þjóðanna beggja megin Atlants
hafsins.
Engin kvöldvinna.
Marshall er nú 69 ára gamall,
grár fyrir hærum. Hann byrjar
enn vinnudag sinn 15 mínútum
eftir '1 að morgni og yfirgefur
skrifstofu sína klukkan 4. Hann
hefir fylgt þeirri reglu alla ævi
að fara snemma að sofa og |
snemma á fætur. Það er trú1
hans, að engum detti neitt gott
i hug eftir klukkan 3 og þá er
ekki vert að vera lengi á vinnu- 1
stað úr því. Það stóð aldrei svo'
illa á í styrjöldinni, að Marshall
vekti fram eftir á kvöldin við
vinnu sína. Bezta skemmtun |
hans er að koma á hestbak og
andstæðingar hans hafa deilt á
hann fyrir það, að hann brá |
ekki venju sinni en fór sína
skemmtireið eins og endranær,1
þegar Japanir réðust á Pearl,
Harbour. Hann bregður sér oft)
á bak um sexleytið á morgnana
og fær sér svo aftur sprett þeg i
ar skrifstofutíminn er úti. Ann 1
ars er hann snillingur í borð-
tennis og útitennis og góður að
spila brids. Honum þykir líka
gott að lesa í rúmi sínu.
Snemma í rúmið.
Leyndardómurinn við það,
hvað Marshall hefir verið far-
sæll stjórnandi er sá, að hann
hefir aldrei verið hræddur við
að sýna undirmönnum sínum
trúnað og fela þeim ábyrgð. Þess
vegna hefir hann aldrei sökkt
sér niður í þrældómseftirlit eins
og sumir stjórnendur drepa sig
á. Hann er kunnur að því að
vera fljótur að átta sig á mál-
um w, taka ákvarðanir. Hann
hefir»enga sérstaka kímnigáfu,
en hann er jafnlyndur og góð-
lyndur, ekki þolinmóður úr hófi
fram, en veitist létt að vinna
með mönnum. í samkvæmislíf-
inu tekur hann ekki meiri þátt
en nauðsynlegt er og það vekur
eftirtekt þar, hversu oft hann
þarf að fara heim klukan 10
vegna „knýjandi ástæðna".
Hitt á að vera leyndarmál,
vandlega geymt, að þessar „knýj
andi ástæður" eru löngun hers-
höfðingjans til að komast tím-
anlega í rúmið sitt.
Miiiiiingarsiijölcl
Krabbameinsfélagsins
í Reykjavík.
Fást í verzluninni Remedia,
Austurstræti 7 og á skrifstofu
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grund.
Cjina JC
auá :
i
§
ÞJÓDLEIKHÚSID
Laugard kl. 20
Aýj tírsnó itin
eftir Indriða Einarsson
★
Sunnud. kl. 14
AvársiióllÍH
barnasýning
Verð Aðgöngumiða: kr. 10.00
og 7.00
★
Sunnudag kl. 20
Flekkaðar hendur
Leikstjóri: Larus Pálsson
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15—20, daginn fyrir sýn-
ingardag og sýningardag. —
Tekið á móti pöntunum.
Sími: 80 000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
23
— Þarna sjáið þér, að ég kann ekki að dansa, sagði Marta
afsakandi. En mér sýnist, að þér hafiö meiðzt, bætti hún
við, áhyggjufull á svip.
Maðurinn svaraði ekki. Hann var náfölur og virtist ‘alls
ekki heyra neitt, þótt hann væri ávarpaður. Svitinn hnapp-
a.'ðist á enni hans, og hann gat ekki haldið jafnvæginu. Tóm-
as varð að styðja hann. Hann leiddi hann að þjörgunar-
bátnum og lét hann leggjast þar við hliðina á Míllii. Siðan
þreifaði hann á slagæðinni. Hún var veik og sló óreglulega.
— Þetta stafar ekki frá fallinu, sagði Tómas. Viljið þér
gera svo vel að segja mér, hvar þér finnið til?
Hann stundi og bylti sér. — Gallsteinar, sagði hann,
hræðilegar kvalir. Hann þrýsti báðum höndum á magánn
vinstra megin og nísti tönnum.
— Morfín, hvíslaöi Tómas að Mörtu. Sækið dæluna til
vonar og vara.
Sjúklingurinn virtist ekkert heyra. Hann stundi bara, og
Tómas losaði um bindi hans og hneppti frá skyrtuháís-
málinu.
— Sjái'ð þið, hva'ð hörundið-er hvítt og mjúkt! hrópaði
Milla allt í einu.
Tómas skoðaði hinn sjúka mann lauslega og Jþrýsti ofur-
lítið á magann til þéss að kanna, hvar sársaukinn vai’
mestur.
— Þetta líður frá, sagði hann hughreystandi. Þér fáið
dálitla inngjöf, og svo er þetta búið. Fáið þér oft svona köst?
Sjúklingurinn kinkaði kolli, og tennurnar glömruðu í
munni hans. Læknirinn veitti því athygli, að hjartaö sló
mjög óreglulega. Ekki gat það stafað frá gallsteinum.
— Það er kóróna saumuð í skyrtuna hans! hrópaði Milla.
Sjáðu, Maríus — hann er kannske prins! B.v.M. og kóróna
með sjö hnúðum!
— Það er barónsmerkið, sagði gamli maðurinn.
Hvar hafði Tómas-heyrt um barón á þriðja farrýrni?
Mergentheim barón?
— Mergentheim barón! sagði Tómas snöggt.
Sjúklingurinn opnaði augun. Já....
— Ég sá Mergentheim barónessu við matborðið — er
hún ekki ættingi yðar?
Sjúklingurinn lokaði augunum.
— Ætt mín er fjölmenn. Ég þekki ekki nema suma frænda
minna.
Systir Marta var nú komin aftur. Hún hélt á lítilli nikul-
öskju, og í henni var dæla og’ agnarlítil, lukt glas með brún-
um vökva í. Tómas reyndi að smeygja skyrtunni út af öxl-
inni á sjúklingnum.
— Dælið því heldur í brjóstið, stundi hann. Tefjið ekki
tímann — sjáið þér ekki, hvað ég kvelst?
En Tómas vildi fara sínu fram. Það hafði vaknað grunur
hjá honum, og hann vildi vita vissu sina.
— í handlegginn — eða alls ekki, sagði hann. í vinstri
handlegginn, bætti hann við, er hann sá, aö baróninn ætl-
aði sjálfur að sméygja skyrtunni út af hægri öxlinni.
En þegar Tómas hafði afhjúpað vinstri öxlina og hand-
legginn, sá hann einmitt það, sem hann hafði búizt við:
Óteljandi smáör eftir nálastungur. Hann kippti skyrtunni
upp yfir öxlina og hneppti henni í hálsmálið.
— Hann hefir gert sér þetta allt upp til þess að fá mor-
fín, sagði Maríus. En þér ætlið að neyta honum um það,
læknir. Hann hefir þó unnið til þess, að honum sé sýnd
ofurlítil linkind.
— Það er skylda yðar að líkna mér, hrðpaði Mergetltheim.
Þér getið ekki efast um það, sem ég segi. Það< er skylda yðar
að draga úr þjáningum mínum.
— Ég efast ekki um, að þér þjáist, sagði Tómas. Þér er-
uð eiturnautnamaður — örin á handleggnum tala sínu máli.
En við slíka menn verðum við læknarnir að hlíta settum
reglum — og þér að sætta ýður við kvalirnar.
— Ég er ekki eiturnautnamaður lengur, sagði Mergent-
heim. Ég hefi verið í sjúkrahúsi, og ég hefi fengið heil-
brigðisvottorð. Ég get lagt fram skriflegar sannanir.
— Því fremur mun ég neita yður um morfín, sagði Tómas.
Þá fór Mergentheim að gráta.
— Bara, að ég hefði verið kyrr í sjúkrahúsinu, stundi
hann snöktandi. Það var þó ekki eins hræðilegt og þetta.
— Þar hefir yður tekizt að afla morfíns, þrátt fyrir allt?
sagði Maríus með hægð. Það hafa komið til yðar gestir —
stundum hefir einhver hjúkrunarmannanna verið yður
hjálplegur. En þér getið sjálfsagt huggað yður við það, að