Tíminn - 10.02.1951, Qupperneq 5
34. blað
TÍMIXN, laugardaginn 10. febrúar 1951.
5
'tíffil
Lttnyard. 10. fcb.
Lánsútboð Sogs- og
Laxárvirkjananna
Um þessar mundlr er verið
að safna fé til Sogsvirkjunar |
og Laxárvirkjunar. Þar er
um fjárfrekar stórfram-1
kvæmdir að ræða og leitað er
eftir innlendu fjármagni, svo
að verkin megi hafa fram-'
gang. Háir vextir eru greidd
ir af skuldabréfunum, svo að
þar er um að ræða hagkvæma
ávöxtun sparifjár.
Það er því sérstök ástæða ■
til að brýna það fyrir mönn- j
um, sem busettir eru þar á
iandinu, sem% þessum fram-
kvæmdum er petlað að ná til,
að kaupa skuldabréf virkjan
anna. Þar með eru þeir að
hjálpa til að koma á fót þeim
framkvæmdum, sem á marg-
an hátt tryggja framtíð
þeirra ög veita þeim og þeirra
fólki margvísleg lífsþægindi
á komandi árum. Og þó er
ekki um aðrar fóx-nir að ræða
en að festa fé á tryggum og
háum vöxtum um nokkurra
ára skeið.
Framfaravilji, ráðdeild
og manndómur þess fólks,
sem hér hefir einkum hags-
muna að gæta, ætti að sýna
sig í því, að sala þessara
skuldabréf gengi greiðlega.
í þeim efnum ætti ekki að
þurfa að kvíða neinu, ef al-
mennur væri skilningur á
þessum efnum og áhugi
manna vakandi í samræmi
við það.
Hitt má svo ekki gleymast,
að það eru stór svæði á land-
inu, sem ekki munu njóta raf
orku frá þessum miklu afl-
stöðvum. Þeirra hlutur verð-
ur því ekki réttur með þeim
og meira að segja hlýtur að
halla á þau meira en ella í
samkeppninni vegna þessara
framkvæmda, ef ekki væri að
gert. En það er ekki ætlunin
að efna hér til neinskonar
ójafnaðar eða efla einn stað
á kostnað annars. Þess vegna
vei’ður að gæta þess, að þau
héruð, sem ekki njóta þess-
ara miklu framkvæmda, fái
líka sitt, þó eftir öðrum leið-
um sé.
Framsóknarflokkurinn hef-
ir alltaf viljað gæta þess, að
jafnvægi héldist milli lands-
hluta og fjármagn dreifðist,
svo að reka mætti atvinnu
með blóma allt i kringum
land. Þvi miður hefir hann1
verið borinn ráðum og áhrif!
hans verið gerð miklu minni !
en skyldi. Það fólk, sem í
dreifbýlinu býr, hefir ekki átt j
að sig á því, hvílik nauðsyn j
þvi ber til að standa saman j
og gæta þess að það fjármagn
sem skapast við framleiðslu
þess, fái eðlilega viðdvöl þar
sem það á heima.
Vitanlega er það þjóðmál,
sem ástæða er til að allir ís-
lenzkir menn gleðjist yfir, að
nýjar tröllauknar virkjanir
bætist við þær, sem fyrir eru
við Laxá og Sogið. Það er
metnaðarmál þjóðinni allri.
En það á eins og engu síður
að vera metnaðarmál þjóðar
innar í heild, að hún eigi eng
in olnbogabörn og engin hér-
uð séu þar höfð út undan.
Það á að vera metnaðarmál
íslendinganna í Reykjavík,
að á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum séu góðar og greiðar
samgöngur, og fólkið, sem
ERLENT YFIRLIT:
Úlgan í Tékkóslóvakíu
Vaxandi andstaða meðal koinmiinista |>ar
}>esíii yfirdrottnun Rússa
Seinustu , fregnir frá Tékkó-
slóvakíu gefa glöggt til kynna,
að þar eigi sér stað hörð átök
innan kommúnistaflokksins um
viðhorfið tfl Sovétrikjanna. Or-
sök þeirra er fyrst og fremst
sú, að óánægja fer vaxandi
yfir aukinni íhlutun Rússa og
svo til algerri innlimun Tékkó-
slóvakíu í efnahagskerfi þeirra.
Margir forvígismenn tékkneskra
kommúnista telja réttilega, að
Rússar nötl sér þessa aðstöðu j
eingöngu til að hlynna að eig- j
in hagsmunum, en þröngvi kost1
Tékka að ^ama skapi. Lifskjör
tékkneskrar alþýðu séu því
miklu lakaíi en þyrfti að vera.1
Þá benda þeir á, að tékkneski
kommúnistaflokkurinn eigi stórj
um verr með að halda fylgi
sínu vegná íhlutúnar og af- j
skipta Rússav
Eitt af þvf, sem valdið hefir
verulegri óánægju undanfarið
eru ný lþgí sem veita Rússum
öll sömu réttindi í Tékkóslóva-
kíu og tékkneskir borgarar haía.
Lög þessi voru rökstudd með
því, að þau væru sett til að
sýna hina göðu samvinnu komm
únistalandánna. Tékkar benda
hins vegaf 'á', að ekki njóti tékk
neskir borgarar gagnkvæmra
réttinda í Rússlandi. Þeim
finnst ein»ig, að Rússar not-
færi sér hlunnindi þessara nýju
laga óþarflega mikið. Sá böggull
fylgir og sjcammrifi, að þótt
Rússar hafí sömu réttindi og
ríkisborgarar, eru þeir lausir við
skyldurnar, "sem fylgja borgara
réttinum. Þáð er t. d. ekki hægt
að taka þá* fasta fyrir afbrot
eða að vís«- málum þeirra til
dómsúrskurðar, nema leyfi rúss!
neska sendiráðsins í Prag komi
til.
Hvarf Clemfentis.
Fyrstu frpgnirnar um hina
vaxandi ólgú innan tékkneska
kommúnistaflokksins bárust frá
Prag í sámbandi við hvarf
Vladimir Clementis, fyrrv. ut-
anrikisráðhéira. Hann hvarf
fyrir nokkrum dögum síðan og
ganga ýmsar sögur um, hvar
hann muni miður kominn. Sum
ar fregnir -telja, að hann hafi
komizt úr landi og sé kominn
til Júgóslávíu. Enn hefir ekk-
ert fengizt .staðfest um þetta.
Við því hafði lengi verið búizt,
að Clementis myndi fyrr en síð-
ar ekki hafa um annað en líf-
lát eða flótfö að veljá. Hann
hefir að vísu verið sanntrúaður
kommúnisti alla tíð, en á stríðs
árunum var. hann ráðherra í
útlagastjórn Benesar og tókst
með þeim mikil vinátta. Clem-
entis varð svo utanríkisráðherra
eftir stríðslokin og gegndi
þeirri stöðu fram til 1949. Rúss-
ar höfðu alltaf haft illan bifur
á honum, enda var *hann sá
leiðtogi tékkneskra kommún-
ista, er varð tregastur til að
ganga að ýmsum kröfum þeirra.
Gottwald forseti hélt hins veg-
ar yfir honum verndarhendi.
Eftir að Clementis lét af ráð-
herrastörfum, fékk hann starf
í þjóðbankanum og mun hafa
haldið áfram á þeim vettvangi
að standa gegn kröfum Rússa.
Slíkt hefir þó reynzt honum
ógerningur til lengdar og haim
hefir því valið þann kost að
hverfa eða verið látinn hverfa.
Orðrómurinn um „heilsu-
leysi“ Gottwalds.
Rétt eftir að fregnin um
hvarf Clementis barst út, frétt-
ist það frá Prag, að um 300
embættismenn, aðallega i stjórn
arskrifstofunum, hefðu verið
látnir víkja úr stöðum sínum.
Ástæðan var sú, að þeir höfðu
verið andvígir ýmsum kröfum
Rússa í efnahagsmálum eða
fylgt svipaðri stefnu og Clem-
entis. Talið er, að bæði fjár-
málaráðherrann og efnahags-
málaráðherrann hafi verið þess
ari stefnu einnig fylgjandi, en
Gottwald forseti hafi hins veg-
ar ekki viljað fallast á kröfur
Rússa um brottvikningu þeirra.
Yfirleitt virðist fregnum bera
saman um, að Gottwald hafi
oft dregið taum þeirra, sem
tekið hafi þjóðlega afstöðu í
samningum við Rússa, enda séu
þeir farnir að vantreysta hon-
um. Sá orðrómur er þegar far-
inn að breiðast út, að Gottwald
muni þurfa að segja af sér
„vegna heilsuleysis".
Talið er, að brottvikning áð-
urnefndra embættismanna sé
aðeins byrjun á stórfelldri
„hreinsun“. Það er talið, að
Rússar telji alveg sérstaka nauð
syn á „hreinsun" innan hers-
ins. Þar er sögð mikil og vax-
andi óánægja yfir auknum af-
skiptum Rússa, ér vinna nú að
því að steypa hann í sama mót
og rauða herinn. Til þess að
fullkomna það verk dvelja nú
4000 tékkneskir liðsforingjar við
nám í Rússlandi.
Innan hersins er sagt að veg-
ur Gottwalds forseta fari vax-
andi eða a. m. k. sé seinasta
vonin um þjóðlegt viðnám
Tékka bundið við forustu hans.
Erlendir blaðamenn telja að-
stöðu Gottwalds hins vegar svo
veika, að hann myndi ekki geta
risið gegn Rússurn, þótt hann
vildi.
Vaxandi ótti við árás
á Júgóslavíu.
Fregnirnar um hina vaxandi
ólgu í tékkneska kommúnista-
flokknum hafa mjög aukið
þann ótta, að Rússar muni láta
þau leppríki sín, er þeir telja
sér tryggari en Tékkóslóvakiu,
ráðast á Júgóslavíu á komandi
sumri. Rússar telja réttilega,
að það séu áhrif Títóismans,
sem séu að verki í Tékkósló-
vakíu. Meðan Tító sé ekki að
velli lagður, megi alltaf búast
við því, að innan kommúnista-
flokkanna i lepprikjunum og
þó einkum í Tékkóslóvakíu,
verði alltaf meiri og minni jarð
vegur fyrir þá stefnu að fylgja
í fótspor hans. Því verði að
kveða Tító niður, hvað sem
það kosti.
Hinn kunni ameríski blaða-
maður, James Reston, hefir ný-
lega skýrt frá því í „New York
Times“, að óttinn við árás á
Júgóslavíu vaxi nú , óðfluga.
(Framhald á 6. slðu.x
þar býr, geti notið þeirra hags
muna og 'þæginda, sem raf-
magni erú áamfara. Hverjum
íslenzkum' thanni á að vera
uppsprettá1' stolts og gleði-
gjafi, að lánd hans sé nytjað
og bjóði börhum sínum góð
kjör við athafnalíf og iðju-
semi.
MarshalTframlög hafa ver-
ið ákveðin til einstakra stór-
framkvæmtia og má segja, að
það sé eðlilégt og því sé ekki
neitt um það að segja í sjálfu
sér nema gott eitt. En
þá verður þjóðfélagið
að gæta þess jafnframt,
að engir verði út und-
an. Það verður að muna eftir
þeim, sem minna ber á, en
eiga sér þó sama rétt og sömu
skyldur eru við.
Það jafnræði, sem hér
þarf að tryggja, verður að
felast í því m. a., að með-
an verið er að byggja hin
nýju raforkuver við Sogið
og Laxá, Verði þeir lands-
hlutar, sem . ekki njóta
þeirra stórframkvæmda,
látnir ganga fyrir öðrum
framkvæmdum, en þá held
ur dregið úr þeim á þeim
svæðum, sem koma til með
að njóta góðs af virkjunun
um. Með slíku væri girt fyr
ir það, að þessar virkjanir
sköpuðu aukið misvægi
strax í upphafi.
Það verður varla brýnt um
of fyrir mönnum í hlutað-
eigandi landshlutum að
kaupa skuldabréf stórvirkj -
ana þeirra, sem hér er um
að ræða og vel mættu menn
neita sér um einhvern mun-
að til að geta lagt þeiöi mál-
um lið í raunhæfu formi. En
það er jafnframt ástæða til
að hvetja menn til að muna
einnig eftir öðrum fram-
kvæmdum annarsstaðar og
sérstaklega því, að fjármagn
ið verður að dreifast hæfi-
lega um landið allt, svo að
þjóðinni í heild geti vegnað
vel. Það er sú grundvallar-
regla, sem aldrei má gleyma.
Raddir nábúanna
.Það er greinilegt, að ólga vex
nú í kommúnistaflokkum ut-
an Rússlands yfir hinni al-
geru og niðurlægjandi þjón-
ustu við Moskvu. Nýlega
sögðu t. d. tveir þingmenn
sig úr ítalska kommúnista-
flokknum og minnist Alþýðu-
blaðið þess i ritstjórnargrein
í gær:
„Þingmennirnir, sem sögðu
sig úr ítalska kommúnista-
flokknum á dögunum, eru þeir
Valdo Mangani og Aldo Cucchi
báðir frá iðnaðarhéraðinu
Reggio Emilia, sem ítalskir
kommúnistar hafa talið eitt
af höfuðvígjum sínum. Mang-
ani hafði áður flutt ræðu í
heimahögum sínum, sem gef-
ur nokkra hugmynd um það,
hvað ólgunni veldur í Komm-
únistaflokki ítalíu. Hann sagði
í þeirir ræðu, að ítalir yrðu
að verja land sitt, hver, sem
á það réðist; en sem kunnugt
er var Palmiro Togliatti, að-
altrúnaðarmaður Rússa í
flokknm, á öðru máli fyrir
tveimur árum. Þá sagði hann,
að ítalskir kommúnistar
myndu fagna innrás rússnesks
hers, ef gerð yrði á ftalíu, og
veita henni allan þann stuðn-
ing, sem þeir mættu. Og yfir-
leitt er þetta sú afstaða, sem
kommúnistar verða, hvar sem
er, að hafa, ef þeir eiga að
njóta náðar Moskvu.
En Mangani var búinn að
fá nóg af þessari Moskvuþjón
ustu flokksbræðra sinna; og
hann og Cucehi sögðu skilið
við hana.“
Síðan Mangani og Cucchi
gengu úr ítalska kommún-
istaflokknum hafa mátt heita
látlausar úrsagnir úr honum,
einkum meðal verkamanna.
Ýmsir forsprakkanna hafa og
sagt skilið við hann, m. a.
tveir kunnir borgarstjórar.
Orsakir úrsagnanna eru ýfir-
leitt hinar sömu eða gremja
yfir þjónustunni við Moskvu.
Ólíkar sögur
í seinustu tveimur blöðum
Tímans hefir nokkuð verið
sagt frá þeim mikla árangri,
sem náðst hefir af störfum
Olíufélagsins þau fjögur ár,
sem það hefir starfað. Með
glöggum tölum má sýna frani
á, að beinn hagnaður ríkis,
Reykjavíkurbæjar og olíusam
laga hafi verið 7 millj kr. af
því að skipta við félagið, og
er þá miðað við það verð,
sem þessir aðilar hefðu ann-
ars orðið að sæta. Hagnaður
smurningsolíukaupenda hefir
á sama tíma numið 3 millj.
kr. af þvi að skipta við félag-
ið, en hefði getað numið 7—
8 millj. króna, ef það hefði
haft allan innflutninginn. Þá
hefir félagið komið því til
leiðar að náðst hafa hag-
kvæmari innkaup á olíum og
farmgjöld á olíu til landsins
hafa verulega lækkað.
Siðast en ekki sízt, er svo
að nefna það, að með starf-
semi Oliufélagsins hefir ein-
okunarvald olíuhringanna ver
ið brotið á bak aftur. Áður
réðu hr'ngarnir raunverulega
verðinu, þvi að þeir ógnuðu
verðlagsyfirvöldunum með
sölustöðvun, ef þeim mislík-
aði ákvörðun þeirra. Eftir að
Olíufélagið tók til starfa, hafa
þeir ekki getað beitt slíkum
hótunum, því að það hefir
neitað að taka þátt í þeim.
Afleiðingin er m. a. sú, að á-
lagning á olíum hefir mjög
verið lækkuð seinustu árin,
þegar tekið er tillit til aukins
reksturkostnaðar olíuverzlan-
anna.
Það verður vissulega ekki
annað sagt en að hér hafi
náðst glæsilegur árangur og
vel hafi orðið ágengt í því að
brjóta niður hringavald, sem
áður hagnaðist óeðlilega á
kostnað landsmanna. Sam-
vinnufélögin og útvegsmenn
verðskulda sannarlega óskipt
ar þakkir fyrir stofnun og
starfrækslu Olíufélagsins.
Sá glæsilegi starfsferill,
sem Olíufélagið á að baki, er
harla ólíkur olíusögu þess
manns, sem gengur nú fram
fyrir skjöldu olíuhringanna
og vinnur að því af mestu
trúmennsku fyrir þá að ó-
frægja og rógbera Olíufélag-
ið. Þessi maður er Einar OI-
geirsson.
Einar Olgeirsson mun eitt
sinn hafa alið þá von í brjósti
að hann væri til þess kallað-
ur að endurbæta olíuverzlun
ina og þóttist í þeim efnum
getað notið aðstoðar Rússa,
sem eru miklir olíuframleið-
endur. Einar stofnaði því
hlutafélagið Nafta og ætlaði
að vinna að þessum endurbót
um. Aðstoð Rússa brást hins-
vegar furðufljótt og félag Ein
ars tók upp svipaða starfs-
hætti og hringarnir. Hugsjóna
eldur Einars dofnaði að sama
skapi og svo fór að lokum,
að hann slöknaði alveg, þeg-
ar annar olíuhringurinn bauð
Einari margfalt verð fyrir
Nafta-bréfin. Olíuafskiptum
Einars lauk þannig að hann
seldi félag sitt í hendur oliu-
auðvaldsins, sem hann hafði
áður lýst sem kúgurum þjóð-
arinnar. Endurbætur á olíu-
verzluninni urðu engar, en
Einar hafði margfaldað fé
sitt, hvort sem skattskýrslur
herma frá því eða ekki.
Með þessu var þó ekki olíu
sögu Einars að öllu lokið. Eft-
ir Naftasöluna tókst mikil
vinátta milli hans og olíu-
hringanna, sem fyrst varð þó
áberandi eftir að Olíufélagið
(Frainhuld á 6. síðu)