Tíminn - 21.02.1951, Page 2

Tíminn - 21.02.1951, Page 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 21. febrúar 1951. 43. blað. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Kvöldvaka: a) Föstu- messa í Hallgrímskirkju (séra Jakob Jónsson). b) 21,30 Einar M. Jónsson flytur erindi: Frá Höfn til Dala. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíu- sálmur nr. 27. 22,20 Danslög (plöturý. — 22,45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Arnarfell er væntanlegt til Reykjavíkur n. k. föstudags- kvöld eða laugardagsmorgun frá Malaga. Ms. Hvassafell átti að fara 20. þ. m. frá Cadiz. Ríkisskip: Hekla var á Húsavík síðdegis í gær á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á Vest- fjörðum. Oddur fór frá Reykja- vík í gær til Breiðafjarðarhafna. Samtals 242 lendingar. Með millilandaflugvélunum fóru og komu til Reykjavíkur 140 far- þegar, 3142 kg. farangur, 4450 kg. af vöruflutningi og 1494 kg. póstur. Með far þegaflugvélum í inn- farþegar, 20290 kg. farangur, anlandsflugi fóru og komu, 1556 49710 kg. af vöruflutningi og 12192 kg. af pósti. Erlendar flugvéiar, sem hér höfðu viðkomu, voru frá danska flughernum, Beechraftflugvél frá Indamer Corperation í Bandarikjunum og Constellatior; flugvél frá Military Air Tran- sport Serwice, er flutti Eisen- hower hershöfðingja. Iðnnemasamband fslands. Fundur í málfundadeild Iðn- nemasambands íslands, verður haldinn að Hverfisgötu 21, í kvöld, miðvikudag, kl. 9,00 e. h. Iðnnemar fjölmennið. — Stjórn Fulltrúaráðs iðnnemafélaganna. Kvenstúdentafélag íslands heldur skemmtifund i Ham- arshúsinu næstkomandi föstu- dagskvöld, og hefst samkoman klukkan hálf-níu. B/öð og tímarLt Rangárvallasýslu. Bendir það á frjálslyndi hjá nemendum Verzl unarskólans að birta slíka rit- gerð, því flestir gera ráð fyrir að kaupmannasjónarmið hljóti yfirleitt að ríkja í Verzlunar- skólanum. Grein Sig. Har. end- ar þannig: „Þó að einn lyfti ekki steininum úr götu sinni, myndi tíu takast það. Þau sann indi mega aldrei gleymast, að með sameinuðu átaki er oft hægt að vinna þrekvirki. í samvinnufélagsskapnum geta þeir sameinazt, sem með sam- takamætti sínum einum fá ein- hverju áorkað“. Árnað heilla Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Ingigerður Karlsdóttir og Hjalti Fálsson, Sóleyjargötu 7. Hagleysi á Hólsfjöilum Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 19. 2. til Hull og Kaupmanna- hafnar. Dettifoss er á Akureyri. Fjallfoss fór frá Kristiansand 19. 2. til Rotterdam, Antverpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fer vænta'nlega frá Reykjavík í kvöld 20. 2. til Rotterdam. Lag- arfoss fer væntanlega frá Rott- erdam 20. 2. til Leith og Rvíkur. Selfoss kom til Leith 17. 2., fer þaðan til Djúpavogs. Tröllafoss fór frá New York 11. 2. til Rvík- ur. Auðumla kom til Reykjavík- ur 18. 2. frá Hull. Foldin kom til Reykjavíkur 19. 2. frá Rotter- dam. Messur í daq Hallgrímskirkja. Föstumessa í kvöld klukkan 8,15, séra Jakob Jónsson. Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30, séra Garðar Svavarsson. Úr ýmsum áttum Ungrnennafélag Reykjavíkur hefir farið þess á leit við bæj- arráð, að félagið fái sömu að- stöðu við hátíðahöldin 17. júní og önnur íþróttafélög bæjarins. Aðalfundur Félags flugvallastarfsmanna ríkisins var haldinn 16. febrúar s. 1. Fór fram stjórnarkosning og hlutu eftirtaldir menn kosn- ingu: Arnór Hjálmarsson, formaður; Björn Jónsson, varaformaður; Friðrik Diego, ritari; Margrét Jóhannsdóttir, bréfritari og Gústaf Sigvaldason, gjaldkeri. Varamenn: Sigurður Jónsson og Guðmundur Guðmundsson. Afli í Þorlákshöfn er heldur tregur þessa daga. Bátar hafa róið alla daga, einnig í gær, en þá mun afli þeirra hafa verið innan við fjórar lest- ir á bát. Þjóðleikhúsið sýnir „Flekkaðar hendur" í kvöld. Fréttatilkynning frá flugvallastjóra. í janúarmánuði var umferð um Reykjavíkurflugvöll, sem hér segir: Millilandaflugvélar 7 lendingar. Farþegaflugvélar innanlandsfi. 149 lendingar. Einka- og kennsluflugvélar 85 lendingar. Verzlunarskólablaðið. Málfundafélag Verzlunar- skóla íslands gefur jafnan út myndarlegt blað árlega. Og er það nýkomið út í þetta sinn og er það 18. árg. Þórir Gröndal er ritstjóri blaðsins. Blað þetta er stórt og myndarlegt, prýtt fjölda mynda. Flytur það margvísleg- efni og þar á meðal ýmsar rit- gerðir. Vekur það vafalaust at- hygli margra samvinnumanna, að á meðal ritgerðanna er ein prýðileg grein um samvinnu- mál, eftir einn nemanda skól- ans, Sigurð Haraldsson, úr Frá fréttaritara Tímans á Hólsfjöllum Haglaust er nú með öllu fyr ir sauðfé á Fjöllunum og hef- ir svo verið síðan í janúar, en framan af þeim mánuði voru nokkur snöp. Gerði frost leysur og versnaði snjólagið stórlega við það. Vestur á Mývatnsöræfum eru enn hagar, því að þar tekur jafnan seint fyrir björg, og ganga hestar þar enn. /t ftcrnum Cecfi: Eínlembur - tvílembur Ég hefi verið beðinn að koma á framfæri því, sem nú fer á eftir: í síðasta tölublaði Freys eru birt svör frá nokkrum mönnum við þeirri spurningu, hvort betra sé fyrir fjár- eigandann, að ærnar séu einlembdar eða tvílembdar. Fylgja flestum svörunum útreikningar, sem niðurstað- an byggist á. Þar sem líklegt er, að fleiri en þeim, er Frey lesa, þyki fróðlegt að kynnast svörunum, birtist því hér úr þeim nokkur atriði. ★ ★ ★ Fyrsta svarið er frá Guðmundi Jónssyni. Hann ætl- ar, að tvílemban gefi 115 krónum meiri arð en ein- lemba, og telur hann hreinan arð eftir einlembu, mið- að við vorið 1950, ekki nema þrjár krónur. — Eggert Ólafsson reiknar dæmið ekki í krónum og aurum, en kemst að þeirri niðurstöðu, að arður af tvílembunum sé stórum meiri en einlembunum. — Ingimundur Ingi- mundarson telur nær 144—180 krónur tvílembunum í vil. — Sigurður Loftsson telur muninn hins vegar ekki nema 15—24 krónur. •— Fimmti maðurinn, Jón P. Buch, kemst einnig að þeirri niðurstöðu, að arðurinn af tví- lembunum sé stórum meiri. ★ ★ ★ Það virðist því vera nokkurn veginn samhljóða álit þessara manna, að það sé stórum arðvænlegra, að ærn- ar séu tvílembdar, enda þótt tekin séu með í reikning- inn allir þeir agnúar, sem á þvferu, svo sem aukin fóð- urþörf, og lakari ending ánna, og sumir kveða svo að orði, að arðurinn af búskapnum geti beinlínis oltið á því, hversu margt ánna sé tvílembt og hversu mörg lömb fáist umfram tölu ánna. ★ ★ ★ Það virðist þess vegna samhljóða álit þessara manna, að því beri að stefna, að sem flest af ám sé tvílembt. Að þeirri niðurstöðu fenginni virðist það ekki lítið at- riði, að tilraunir á vísindalegum grundvelli yrðu gerð- ar um það, hvaða ráð sé tiltækt til þess að stuðla að því, að sem flestar ærnar verði tvílembdar. Ættareiginleik- ar ráða þar miklu, en meðferð er einnig tvímælalaust stórt atriði í þessu máli. Þá er spurningin: Hvernig ber að haga meðferð fóðrun á ám, ef menn vilja stuðla að því, að þær verði tvilembdar? J. H. Vegna skilaskýrslu i! sem birtazt á í blaðinu 1. marz n.k., er nauðsynlegt að {' allir þeir innheimtumenn blaðsins, sem eigi hafa gert < i full skil, sendi innheimtunni skil fyrir mánaðamót. — {' Kappkostið að senda lokaskil fyrir þann tíma. <» o Kappkostið að vera með 100% í næstu skýrslu. {( o Innheímta Tímans !! H Hangikjöt I- Það bezta fáanlega - :: selur Samhand ísl.samvínnufélaga ji Hjartanlega þakka ég börnum mínum og öðrum vinum mínum fyrir góðar gjafir, heimsóknir og heilla- skeyti á 60 ára afmæli mínu þann 11. febrúar s. 1. Sigurdór Stefánsson, Akuregrði Þökkum hjartanlega auffsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar HELGU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hoftúnum Guð blessi ykkur öll. Bragi Jónsson Gunnlaugur Bragasen Ragnar Bragason Svala Bragadóttir AUGLYSEVGASIMI T I xM A IV S £R 8130«

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.