Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 22. febrúar 1951. 44. blað. i +ZV ttzzix zvxzxizxtzuæz: til heila Útvarpið "Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,25 Einsönguri Ferruccio Tagliavini syngur (plötur). 20,40 Lestur fornrita: Saga Haralds harðráða (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21,10 Tónleikar (plöt ur). 21,15 Dagskrá Kvenréttinda félags íslands. — Erindi: Minn- ingar frá Hindsgavl (Margrét Jönsdóttir kennari). 21,40 Tón- leikar (plötur). 21,45 Frá út- löndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — 22,10 Passíusálmur nr. 28. 22,20 Sinfóniskir tón- leikar (plötur). 23,15 Dagskrár- lok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Arnarfell er vntanlegt til Reykjavíkur n. k. laugardag frá Malaga. Ms. Hvassafell átti að fara frá Cadiz 20. þ. m. áleiðis til Keflavíkur. Ríkisskip: Hekla var á Akureyri í gær. Esja fór frá Reykjavík í gær- kvöld vestur um land til Akur- eyrar. Herðubreið er í Reykja- vík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var á ísafirði í gær. Odd- ur fór frá Reykjavík í gær til Breiðafjarðar, Súgandafjarðar og Bolungavíkur. Ármann átti að fara frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 19. 2. til Hull og Kaupmanna- hafnar. Dettifoss átti að fara frá Akureyri í gær 21. 2. til Kefla- víkur og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Kristiansand 19. 2. til Rotterdam, Antverpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík kl. 9.00 21. 2. til Rotterdam. Lagarfoss fór frá Rotterdam 20. 2. til Leith og Reykjavíkur. Selfoss kom til Leith 17. 2., fer þaðan til Djúpa- vogs. Tröllafoss fór frá New York 11.2. væntanlegur til Rvík- ur á morgun 22. 2. Auðumla er í Reykjavík. Foldin er í Reykja- vík. fyrir að 3—400 manns væru í U. M. F. Reykjavíkur. Fór.ég þar eftir tölum frá í fyrra, en þá voru þetta margir félags- menn í U. M. F. R. Síðan hefir fjölgað svo í félaginu, að nú eru um 600 manns í því. Er það til sóma fyrir æsku- fólk í Reykjavík, að það skuli skipa sér í raðir U. M. F. Reykja víkur. En góð ungmennafélöj; hafa jafnan verið bezti æsku- lýðsfélagsskapur hér á landi, síðan þau fluttust hingað frá Noregi rétt eftir aldamótin. V. G. Til bóndans frá Goðdal. Áheit frá Erlendi Kristjáns- syni, Löndum, kr. 100,00. Frá 5 nemendum í Eiðaskóla, kr. 100.00. Inflúensa er nú orðin útbreidd í Súg andafirði og liggur fjöldi fólks í veikinni. Fundr.r F. U. F. í Reykjavík er í kvöld í Edduhúsinu, og hefst klukkan 8.30. Rætt verður um samvinnumál og framtíðar- verkefni Framsóknarflokksins. Þingmönnunl og miðstjórnar- mönnum Framsóknarflokksins er boðið að mæta á þessum fundi. Hraðskákmót verður haldið í Edduhúsinu, Lindargötu 9 A, klukkan 8.30 í kvöld. Mætið stundvíslega. Tafl- og bridgeklúbburinn. 'Útbntátö Títnann Almcnniiags- jþvoííalitts (Framhald af 6. síðu.) kosti er hægt að afkasta all- miklum þvotti á degi hverj- um. En þvottavélarnar þyrftu að vera tvær, og er nú ákveð- ið að íá aðra slíka í húsið til I viðbótar. Vindan og gufupress : an eru svo afkastamikil tæki, að þau geta haft undan tveim ur þvottavélum. j Fyrst í stað vinna tvær stúlkur við almenningsþvotta húsið í Eyjum. Strax á þess ari vertíð verður reynt að taka við þvotti af aðkomu- sjómörmum og verkafólki og verður lögð áherzla á að ganga frá þeim þvotti eins og gert myndi vera í heimahús- um, þar sem slík vinna er í beztu lagi. Er að þessu mikil I bót, ekki sízt fyrir aðkomu- j fólk, þar sem ekkert þvotta- hús hefir verið til í Evjum til þessa. Einnig munu margar húsmæður í Eyjum fagna þessu nýja fyrirtæki bæjar- ins og notfæra sér þægindi þau, er það býður, ekki sízt um vertíðina, meðan annrík- ið er mest. Anglvsingasími TÍMANS <“*• «11300 Rafmapstakmörkun Straumlaust verður kl. 11—12. Miðvikudag 21. febr. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv ar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Fimmtudag 22. febr. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnagötú og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið, með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Flugferbir Loftleiðir h.f. 1 dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, Akureyrar, fsa- fjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Á morgun er áætl- að að fljúga til: Vestmannaeyja og Akureyrar. r * Ur ýmsum áttum Sænska bóklistarsýningin í nýja þjóðminjasafninu er opin alla daga kl. 2—7, en auk þess kl. 8—10 á föstudaginn. Að gangur að sýningunni er ókeyp- is. Iðnaðarmannafélag Akureyrar kaus nýlega þá Kristján Sig- urðsson trésmíðameistara og Eggert Melstað slökkviliðsstjóra heiðursfélaga. Hafnarvörður á Akureyri var kosinn á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag Þorsteinn Stefánsson skipstjóri. Breiðfirðingafélagið heldur skemmtifund í Breið- firðingabúð í kvöld, og hefst hann klukkan 8,30. Fyrst verð- ur örstuttur fundur, síðan gömlu og nýju dansarnir. “ ' "O Um 600 manns. f grein minni í blaðinu í gær um skemmtanalíf, gerði ég ráð *■ fl ýctHUftl Ceqi: Þéringar-véringar Það hafa hinn síðasta áratug áreiðanlega orðið blessunarlega mikil straumhvörf í þá átt að fella niður ýms ytri tákn þótta og yfirlætis í samskiptum manna. Fyrir aðeins örfáum áratugum mun til dæmis jafnvel þorri presta á landinu, svo að ekki sé talað um sýslu- menn, látið þéra sig, meira að segja fólk, sem þeir höfðu haft náin kynni af áratugum saman. Nú mun leitun á ungum presti, sem lætur sér detta slikt í hug, enda alveg vafalaust virt til fordildar, ef fyrir kemur. ★ ★ ★ Sömu sögu er að segja svo víða annars staðar. Við- skiptamennirnir þúa yfirleitt kaupmanninn sinn eða kaupfélagsstjórann. Langferðabílstjórarnir munu yf- irleitt þúa farþega sína, og farþegarnir þúa bílstjórann gjarnast. Börnin þúa kennarann, og kennarinn þúar foreldra barnanna, er hann ræðir við þá, að minnsta kosti, ef hann finnur ekki andblæ neins þótta eða hreykimennsku í fari þeirra. Ef ókunnugir menn hitt- ast á förnum vegi og taka tal saman, er miklu líklegra, að þeir þúist. Og þannig á þetta líka að vera. Það á illa við íslenzkt eðli, að einstakir menn tylli sér á tá framan í aðra og krefjist þess, að þeir njóti einhverrar sérstakrar vegsemdar í ávörpum. Það að allir þúast, er einn þáttur í sjálfsagðri viðurkenningu á jafnrétti allra manna. Fyrir mörgum öldum var svo langt gengið, að börn þéruðu foreldra sína. En þéringar hafa lengi verið á miklu undanhaldi, og kannske aldrei jafn hröðu og nú. — Friður sé með úreltum sið, sem átti við, þegar hugs- unarháttur manna og lífsviðhorf í heiminum voru allt önnur en þau eru í dag. ★ ★ ★ Hliðstæða við þéringarnar eru véringarnar. Vér, kon- ungur þessa og þessa lands, hertogi þessa og þessa hér- aðs, var sagt í konungstilskipununum. Um skeið var algengt, að menn reyndu að nota véringarnar til þess að gera mál sitt hátíðlegt. Það var til dæmis algengt um síðustu aldamót. En í dag er þetta svo til horfið, og hljómar oft hjákátlega, þegar einhverjir reyna að beita því. Mér virðist helzt eins og ýmsum smáfélögum hætti helzt við að grípa til véringa, og eiga þær þó sízt við þar. En innan skamms munu þær sennilega leggjast í eina gröf með þéringunum, nema hvað gripið kann að verða til þessara fornu orðatiltækja í ræðu við hin hátíðlegustu tækifæri. J. H. Föstudag 23. febr. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, og Rangárvallasýslur. 1. hluti. Reykjanes, Árnes- j} Mánudag 26. febr. || Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Þriðjudag 27. febr. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þeg- ar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. —. • • • •'* ■•'*■■■{ i. SOGSVIRKJUNIN. imamroa«aœ3aim«anmniiiim:i)i;;;iiiiiiim:ii;i8amuBmma) zttnmxttiixt ALFA LAVAL-þvottavélar Útvegum frá verksmiðju með stuttum afgreiðslufresti hinar heimsfrægu Alfa Laval þvottavélar og þerriskil- vindur, til notkunar í þvottahúsum, gístihúsum, skól- um og á stærri heimilum. Vélarnar eru úr ryðíríu stáli og svo vandaðar að allri gerð og frágangi, sem firmanafn og framleiðslu- land bendir til. — Þvottavélar OSI Þerriskilvinda Alfa Laval þvottavélar eru í notkun á þessum stöðum hér á landi : Bessastöðum á Álftanesi. Bændaskólanum á Hvanneyri. Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi, Setbergi við Hafnarfjörð og Kirkjubæjarklaustri í Skaftafellssýslu. Kynnið yður reynslu þessara aðila. Upplýsingar um verð og annað varðandi vélarnar gefnar án tafar. VERKSMIÐJA REYKDALS, Sími 9205, HafnarfirÖi. LJÓSMYNDASTOFA Vigfúsar Sigurgeirssonar er á Miklubraut 64 Myndir teknar alla virka daga. — Einkatímar -eftir samkomulagi. — Annazt einnig myndatökur í heima- 1 ▼ húsum. - Hringið í síma 2216. VIGFÚS SIGURGEIRSSON. AUGLÝSINGASlMI I I M A \ S ER 81300 iííliija :IÚ!fiijjír-, .fí'mgtulÖ i'l '411

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.