Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 5
44. blað. TÍAIINN, fimmtudaginn 22. febrúar 1951. 5 i&intttnt Fimmtud. 22. febr. Húsaleigulögin og Reykjavík Eins og alkunnugt er var samþykkt á Alþingi í fyrra að leggja það á vald bæjar- stjórna hve lengi ákvæði húsa leigulaganna um íbúðarhús- næði skyldu gilda i hverjum bæ. Þetta var gert í því formi, að ákvæði laganna falla smám saman úr gildi, nema bæjarstjórnir ákveði að þau skuli gilda framvegis. Alþingi afgreiddi málið á þennan hátt vegna þess, að vitað var að enginn áhugi eða ástæður voru til þess að halda lögunum lengur í gildi í sumum kaupstöðum lands- ins, en jafnframt var ástæða til að halda, að bæjarstjórn- ir vissu hvarvetna hvað hent aði bezt hjá þeim á hverjum stað. Hér var því um það að ræða, að gefa bæjarstjórn- unum og bæjarfélögum sjálfs ákvörðunarrétt í þessum þætti húsnæðismálanna. Þórður Björnsson flutti strax í fyrra tillögu í bæjarstjórn Reykjavíkur um að láta athuga hver áhrif það myndi hafa í bænum, ef húsa leigulögin gesgu úr gildi af sjálfu sér án afskipta bæjar- stjórnar. Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs og síðan hefir ekkert af henni frétzt. Hér er um að ræða örlaga- rikt mál, sem snertir almenn ing meira flestu öðru. Það var því hið mesta andvara- leysi, ef bæjarstjórn tók ekki á slíku máli með fullri ábyrgð artilfinningu og gerði sér grein fyrir því svo sem frek- ast var unnt hvað hlytist af því að ákvæði laganna féllu niður. Bæ j arst j órnarmeirihlutinn mun þó hafa talið óþarfa að athuga slíkt. Þessu máli var tekið með fullkomnu tóm- læti og ábyrgðárleysi. En þeg ar komið var fram á vetur án þess að nokkur athugun hefði verið gerð, bar Þórður Björnsson fram þá tillögu, að ákvæði húsaleigulaganna um íbúðarhúsnæoi skyldu ekki falla úr gildi 14. maí. Þá eiga ákvæðin um leiguíbúðir i hús um, sem eigandinn býr sjálf- ur i, að falla úr gildi. ef bæj- arstjórn ákveður ekki annað. Tillaga Þórðar byggðist á því, að það væri viðurhlutamikið aö láta slík ákvæði falla nið- ur, án þess að málið hefði verið athugað samvizkusam- lega. Þessi tillaga Þórðar féll, þar sem Sjálfstæðismenn greiddu ekki atkvæði um hana. En síðan hafa verka- lýðsflokkarnir tekið hana upp og flutt hana aftur. En það fór á sömu leið. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn voru enn sem fyrr gjörsamlega skoðanalausir í málinu, allir með tölu. Eng- inn þeirra greiddi atkvæði. Þannig féll því tillagan öðru sinni. Það verður að telja. að enn sé óráðið hvort húsaleigulög- in falli úr gildi í Reykjavík 14. maí eða ekki. Vel má vera að einhverjir bæjarfulltrúar meirihlutapg fái skoðun á mál inu þessar vikur, sem enn eru eftir þangað til. Húsaleigu- nefnd hefir leitað eftir upp- ERLENT YFIRLIT: |Þjóðnýttur stáiiðnaður Verkamannaflokkurinn brezki hefir unn> ið signr sein ckki er sýnl hvcr áhati hon> uni verðnr af í seinustu viku komu til fram kvæmda í Bretlandi lögin um þjóðnýtingu stáliðnaðarins, en um þau hefir verið deilt meira en nokkra aðra löggjöf, er sett hefir verið þar í landi um langt skeið. Setning þeirra var eitt af seinustu verkum Attlees- stjórnarinoar á fyrrá kjörtíma bili hennar og mættu þau þá þegar svo harðri mótspyrnu, að Verkamannaflokkurinn sá það ráð vænzt að lýsa yfir því fyrir þingkosningarnar, að hann myndi ekki ráðast í neina nýja stórfellda þjóðnýtingu á næsta kjörtimabili, heldur aðeins reyna að treysta þá þjóðnýt- ingu í sesgi, sem búið var að lögfesta. Verkamannaflokkur- inn taldi þannig ráðlegast að hörfa. frá frekari þjóðnýtingar- stefnú ef hann ætti að halda fylgi kjósenda. Síðan kosningarnar fóru fram, hafa' íhaldsmenn, studd- ir af frjálslýnda flokknum, gert margar tilraunir til að hindra framkvæmd stáliðnaðarlaganna eða a. m. k. að fá henni frest- að. Stjórnin hefir hins vegar ekki viljað láta undan og mun þar valda mestu um, að vinstri armur Verkamannaflokksins hefir ekkí viljað sætta sig við frekari frestun. Attlee hefir tal- ið nauðsyn-legt að láta að vilja hans í þessum efnum, þar sem hann haít, orðið að láta sér lynda, að horfið væri frá frek- ari þjóðnýtingarfyrirætlunum, og væri ékki hægt að beygja hann meifa, ef einingin í flokkn um ætti að haldast. Það mun Atlee þó g'eéá sér ljóst, að með þessu dr vinningsmöguleikum flokksins ,í næstu kosningum mjög stefpt í tvísýnu. Deilan um stáliðnaðinn. Deilan um þjóðnýtingu stál- iðnaðarins hefir fyrst og fremst verið háð á pólitískum grund- velli. Jafnaðarmenn hafa bent á gróða stáliðnaðarkonganna og sýnt fram-a þá þjóðfélagshættu, sem fylgdi því að láta einka- hring ráðta yfir jafn þýðingar- miklum atvinnuvegi. thalds- menn hafa’ beitt hinum venju- legu rökúfii gegn þjóðnýtingu. Jafnaðarmenn hafa sagt, að stáliðnaðurinn væri undirstöðu- atvinnuvegur, sem margir aðr- ir atvinauvegir ættu afkomu sína undir,.og það væri ógern- ingur að láta hann njóta sín til fulls, nema hann væri rek- inn sem hríngur (monopol), en slíkur hringur yrði ekki rekinn með þjóðáfhagsmuni fyrir aug- um, nema hann væri í eign ríkisins. thaldsmenn hafa viður kennt, að- nauðsynlegt væri að hafa víðtækt eftirlit með stál- iðnaðinurii:.til að tryggja það, að hann væri rekinn með þjóð- arhag fyrir augum, en innan þess ráfiima ætti hann að starfa á frjálsum grundvelli. Þannig myndi nást beztur árangur. Áður fyrr hefir og þjóðnýt- ingarkrafan mjög verið stu. með því, að stóriðnaðurinn væri ekki eins vel rekinn í Bretlandi og annars staðar. Segja má, að þessi rök eigi nú síður við en fyrr meir. Stáliðnaðurinn hefir verið í mikilli framsókn sein- ustu árin. Hann hefir aukið framle^slu sína um meira en 10% síðan stríðinu lauk og nem ur nú framleiðsla hans um 16 millj. tonna á ári. Fyrir styrjöld ina var ástandið í stáliðnað- inum hins vegar þannig, að deila mátti á það með réttu. Framleiðsla var þá miklu minni á mann en í Bandaríkjunum og Þýzkalandi og kolaeyðslan við stálvinnsluna líka miklu meiri. Þetta átti m. a. sínar sögulegu orsakir í því, að Bretar voru fyrsta þjóðin, sem hófst handa um stálvinnslu í stórum stíl. Aðrar þjóðir komu á eftir og ' notfærðu sér þær nýjungar, sem j þá voru komnar til sögunnar, en Bretar voru seinir til þess ■ að taka þær upp, enda fylgdu því miklar og kostnaðarsamar breytingar. Það var fyrst á síð- ari árum, að hafizt var veru- lega handa um bætur í brezka stáliðnaðinum og verður ekki annað sagt en að náðst hafi verulegur árangur í þeim efnum. Enn stendur þó brezki stáliðnaðurinn að ýmsu leyti að baki stáliðnaðinum i Banda ríkjunum, Þýzkalandi og Belgíu. I Deilt á stálhringinn. j Þótt benda megi á, að brezki stáliðnaðurinn hafi þannig ver- ið í verulegri framför seinustu árin, hefir sitthvað óheilbrigt átt sér stað í rekstri hans. Á árunum milli styrjaldanna kom ust á samtök milli stálverksmiðj J anna, er skyldu m. a. vinna að framförum í iðnaðinum. Þessi ' samtök eða hringur kom því til í leiðar, að brezki stáliðnaður- i inn fékk aukna tollvernd og ' samningar náðust um það við ! erlenda stáihringa, að þeir 1 drægi úr innflutningi til Bret- í lands gegn því að Bretar drægju úr samkeppni annars staðar. Þessi einokunaraðstaða var ekki að öllu leyti vel notuð af brezka stálhringnum. Hann notaði m. a. aðstöðu sína til að ákveða stálverðið svo hátt að lélegustu verksmiðjurnar gátu boriö sig, en betri verksmiðjurnar svöruðu hins vegar miklum gróða. Ár- ið 1935 reyndi sjálfstætt stál- fyrirtæki, er stóð utan við hringinn, að koma upp nýtízku stálverksmiðju í Ebber Vale, er átti að geta lækkað framleiðslu kostnaðinn um 35%". Fyrirtæki þetta lenti hins vegar í láns- fjárskorti, og þegar lánið loks- ins fékkst, fylgdi því það skil- yr'Ji, að stálhringurinn fékk að ( tilnefna mann í stjórnina. Sjálf ; stæði fyrirlækisins var úr sög- unni og ekkert varð úr því,.1 að það tæki upp samkeppni við i stálhringinn. Fleiri slíkir atburðir áttu sér stað á þessum tíma. Það er á þetta m. a., sem Verkamanna- | flokkurinn bendir nú því máli ] sínu til sönnunar, að stálfram- leiðslan verði að vera i hönd- um ríkisins, ef tryggja eigi rekst ur hennar í þjóðarþágu. íhaldsmenn færa það fram máli sínu til stuðnings, að um- ræddir atburðir hafi flestir átt sér gtað fyrir styrjöldina eða áður en ríkið fór að hafa veru- lega íhlutun um þessi mál. Fram angreindar misfellur megi hindra með heppilegu eftirliti og íhlutun ríkisvaldsins, en ekki þurfi neina þjóðnýtingu til að tryggja það. Þá sé farið úr öskunni í eldinn, því að al- menningur sé enn áhrifaminni og varnarlausari gegn rikisein- okun en einkahring. Tilhögun þjóð- nýtingarinnar. Þau tvö brezku blöð, sem (Framhald á 6. síðu.) lýsingum um uppsögn hús- næðis og' haft fréttir af 250 uppsögnum. Jafnframt þessu hefir nýjum byggingum víða seinkað frá því, sem vonir stóðu til, og má því gera ráð fyrir, að allmargir, sem væntu þess að geta flutt í ný hús í vor, eigi þess ekki kost. Það er því ástæða til að ætla, að það geti komið illa við ýmsa, ef húsaleigulögin eru látin falla úr gildi af sjálfu sér í vor og jafnvel má vera, að þau óþægindi verði meiri, en búizt hefir verið við. Um þetta allt hefði mátt safna talsverðum upplýsing- um með tiltölulega hægu móti, ef einhver vilji hefði verið til þess. Það mælist að vonum mjög illa fyrir meðal allra þeirra, sem hér hafa hagsmuna að gæta hvilíkt skeytingarleysi bæjarstjórnin hefir sýnt um mál þeirra, svo viðkvæm sem þau eru þó oft og einatt. Góð stjórn gerir alltaf sitt ýtrasta til að kynna sér aðstæður almennings áð- ur en hún tekur ákvarðanir og er sannarlega nógu oft úr vöndu að ráða fyrir því. En meirihluti bæjarstjórnarinn- ar í Reykjavík er ekki að slíta sér út á slíku, enda hefir ár- angurinn sýnt sig, að þetta vesalings fólk er allt með tölu gjörsamlega skoðunar- laust um það, hvað gera skuli í þessu þýðingarmikla og viðkvæma máli. Er þó vafa- samt, að Alþingi hafi lagt þetta mál á vald bæjarstjórn ar með það í huga, að slíkur meirihluti gæti verið til. Raddir nábuanna Alþbl. birtir í gær grein um baráttuhætti í olíumálinu. Þar segir meðal annars: „Annað dæmi þessu líkt hafði áður komið við sögu þessa máls. Þegar fyrsta grein Alþýðublaðsins um oliumálið birtist, sagði Þjóðviljinn, að Sigurður Jónasson, fram- kvæmdastjóri Olíufélagsins, hefði komið til landsins sama daginn og greinin var samin og látið það verða sitt fyrsta verk að kaupa Alþýðublgðið til fylgis við félag sitt í þess- um málarekstri. En komu Sig urðar Jónassonar til landsins hafði óvart seinkað, og hann var ókominn, þegar þessi lyga frétt Þjóöviljans birtist, hvað þá, þegar hún var samin. Heið- arlegt blað myndi að sjálf- sögðu ekki láta henda sig slíkt og þvílikt og hér kom fyrir Þjóðviljann. En hverjum dettur í hug að telja málgagn kommúnistaflokksins hér á landi heiðarlegt blað? Þessi atriði ættu að nægja til þess að sýna fram á, hversu mikiö mark er takandi á „olíu annálum" Þjóðviljans. Og Morgunblaðið er litlu skárra, Það leggur meðal annars í vana sinn að staðhæfa, að hitt og þetta, sem það vill og heimtar, sé lagaskylda, þó að enginn lagabókstafur þess efn is sé til. Og bæði þessi blöð eru að reyna að telja lesendum sínum trú um, að gangur olíu- málsins sé eins og þau vildu að hann væri. Hitt er þeim ekk ert atriði, þó að sannleikur- inn sé þveröfugur og allar staðreyndir á öndverðum meið við þau. Blöð, sem treysta sva blint á áhrifamátt lyginn ar, sýna lesendum sínum ó- neitanlega mikla fyrirlitn- ingu.“ Það verður seint of mikið gert til að reyna að skerpa kröfur almennra lesenda um lágmarksráðvendni í mál- flutningi. Eigandinn og fólkið Sú var tíðin að oft mátti heyra í útvarpsfréttum talað um „eiganda Bíldudals“. í því sambandi voru sagðar ýmsar frægðarsögur af stór- virkjum hans og framkvæmd um til að koma fótum undir atvinnulíf og afkomu almenn ings á staðnum, Verður það ekki talið hér að þessu sinni. Seinna varð hinn sami maður eigandi Flate.vjar og auglýsti þar mikið tilstand. Þessar framkvæmdir áttu að marka þáttaskil í sögu íslend inga og sýna öllum heimi hve styrkjapólitíkin væri ó- þörf, þar sem einkaframtakið fengi að njóta sín. Framkvæmdir eigandans í Flatey urðu aldrei nema aug- lýsinganúmer. Svo seldi hann hreppnum eigur sínar þar, grjótið við höfnina eins og annað. Kapitulaskiptin í föðurlands sögunni urðu ekki í Flatey, en „eigandinn“ beitti sér fyr ir því á Alþingi, að fram- kvæmdir Flateyinga fengju aukastyrk í ýmsu formi. Það var út.sog og afturkast kosn- ingabclgingsins, þegar hann lýsti kapitula framtíðarinnar, sem ætti að ganga af styrkja pólitíkinni dauðri. Og „eigandi Bíldudals“ seldi líka Bíldudalseignina og síðan á Bíldudalur sig sjálf- ur. Eigandinn seldi hafskipa- bryggjuna, sem oft hafði ver ið nefnd í fréttatilkyningum. Enn átti hún eftir að koma við fréttir, því að hún lagðist flöt, eins og fleira, sem ekki stendur á traustum fótum. Því hefir Bíldudalur verið án hafskipabryggju árlangt. Hrunda bryggjan er tákn rústanna, þar sem „eigand- inn“ hefir verið. Bíidudalur og Flatey hafa verið nefnd í fréttum frá Al- þingi í vetur. Þeirra er getið í sambandi við rústir, hrun og eymd. Það er arfur „eigand ans“, sá sem íbúar þessara staða fá. Það var sagt, að ekki gréri gras í sporum hundtyrkj ans og má vera að ýmsum komi það í hug í sambandi við þessar slóðir og rústir. Hér hefir illa til tekizt vegna þess, að fólkið setti traust sitt á „eigandann“ i stað þess að treysta á sjálft sig. Það vildi láta „eigand- ann“ byggja upp atvinnulífið o& byggðarlagið í stað þess að gera þetta sjálft. Og því fór sem fór. I Það er þessi trú sem veld- ur því að nú eru Bíldudalur og Flatey að verulegu leyti í | rústum. Og sú trú hlýtur hvar vetna að hafa sömu áhrif. Með þessu er ekki gert litið úr því, sem einstakir forustu gera stundum, en það má aldr gera stundur, en þaö má aldr ei gleymast, að eigi upp- bygging þeirra að vera varan leg blessun byggðarlagsins þarf hún að hvíla á félags- legum grundvelli. Að fela ein- stökum mönnum alla forsjá i staðarins er fásinna, og það þó allra helzt ef um er að , ræða aðvífandi ævintýra- menn með annarlegan til- gang eða einbera gróða- ; hyggju. Slíku fylgir alltaf ó- blessun þegar fram í sækir. Kapitili „eiganda Bíldu- dals“ er varanleg og sígild röksemd til viðvörunar á þessu sviði. Sú aðvörun minn ir fólkið á að treysta á sjálft sig og félagslegan mátt sinn en varast oftrú á eigandann. Ö+Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.