Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIRLIT“ í DAtí: Þjóifnýttur stáliðnaður 35. árgangur. Rcykjavfk, „A FÖRMJM YEGI(t t DAGi Þórinfiar — vórintjar 22. febrúar 1951. 44. blað. Netaveiðar að hefjast í Eyjum Loðna komin á mið- in og látill afli á línu Frá fréttaritara Tímans í Eyjum. Loðnu hefir orðið vart á miðum Eyjabáta og er hún óvenjulega snemma á ferð. Má búast við minni afla hjá línubátum, meðan hennar gætir á miðunum. en fyrsti báturinn fór út með þorsk- net frá Eyjum 1 gærmorgun. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi' var hann ekki1 kominn úr róðri, og því óvíst um aflabrögð. i Sjómenn í Eyjum eru ann-j ars vongóðir þótt afli hafi verið heldur tregur síðustu dagana, en í gær voru engir línubátar á sjó. Er von manna að fiskur komi á miðin með loðnunni, þó engin reynsla sé enn á það komin. Templarar taka samkomuhús Ak- ureyrar á leigu Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Templarar á Akureyri ætla að taka á leigu samkomuhús bæjarins og reka þar bió. Bær inn hefir nýlega látið gera miklar endurbætur á sam- komusalnum. Leikfélag Akureyrar verð- ur þó tryggt áfram húsnæði þar til starfsemi sinnar. Engar sættir enn í strætisvagna- deilunni Engar sættir hafa enn tek- izt í kaupdeilu vagnstjór- anna við strætisvagna Reykja vikur. Nokkrar horfur voru taldar á því í fyrradag, að reynandi væri fyrir sátta- semjara rikisins í deilunni, Valdimar Stefánsson saka- dómari, að bera fram mála- miðunartillögu. Málið reynd- ist þó erfiðara viðfangs en um stund hafði verið talið, og hefir sáttasemjari enn tekið sér frest til nánari athugunar. Fulltrúar búnaðar- þings í boði forsætisráðherra Síðdeg.s í gær sátu full- trúar á búnaðarþingi, stjórn B. í. starfsmenn þess, og kon ur þeirra boð forsætisráð- herrahjónanna. Sumir ráð- herranna og allmargir þing menn voru þar e’nnig við- staddir. Kl. 10 árdegis í dag mun þriðji fundur þingsins hefj- ast og skilar kjörbréfanefnd þá áliti. Sundmót K.R. í kvöld Kepþpmiur erii 76 frá 8 félwgum Sundmót K.R. verður háð í sundhöllinni í kvöld og hefst klukkan hálf-níu. Keppa þar 76 sundmenn frá átta félögum í tíu greinum. Félögin, sem senda sundmenn til keppninnar, eru frá K.R., Ármanni, Ægir, Í.R., Sundfélagi Hafnarfjarðar, Héraðssambandi Þingeyinga, Ungmennafélagi Reykdæla og Ungmennasamband Kjalarnessþings. — Leikstjóri verð- ur Helgi Thorvaldsen og yfirdómari Erlingur Pálsson. Vargas, forseti Brasilíu, stendur hér við hljóðnemann, skömmu eftir að hann hefir unnið eið að stjórnarskránni. Við hlið hans stendur forseti þingsins, Mello Vianna. Almennfngsþvottahús tekur til starfa i Eyjum Bærinn stofnar fyrlrtækið ojj rekur það fyrir sjúkrahúsiu, aðkomufólk o«' íbíía Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefir komið á fót þvotta- húsi, sem um þessar mundir er að taka til starfa. Fyrst í stað mun það annast þvotta fyrir sjúkrahús bæjarins* elli- heimilið og ef til vill fleiri stofnanir. Framvegis er svo ákveð- ið að þvottahús þetta verði almenningsþvottahús fyrir Eyja- búa, þar sem fólk geti fengið þvott sinn þveginn og frá- genginn gegn vægasta g jaldi, sem hægt er að komast af með til að borga reksturinn. Blaðamaður frá Tímanum átti í gær tal við Ólaf Krist- jánsson, bæjarstjóra í Vest- mannaeýjum, og spurði hann um almenningsþvottahúsið. Tildrögin að því, að ráðizt var í þessa framkvæmd í Eyj- um, voru fyrst og fremst þau, að tilfinnanleg vöntun var á þvottahúsi í kapustaðnum. — Einkum var þetta bagalegt fyrir sjúkrahúsið, og svo ekki síður fyrir elliheimilið, þegar það tók til starfa á síðastl. hausti. Bygging reist fyrir starfsemina. Þvottahúsið hefir aðsetur í nýbyggðu húsi, sem byggt var með þessa starfsemi fyrir aug um. Er húsið ein hæð, ásamt kjallara og rishæð, sem ætl- uð er til þurrkunar og ef til vill fyrir íbúðir starfsfólks síðar meir . Kjallari er undir öllu hús- inu, og er meginhluti hans byggður sem vatnsgeymir. Er áríðandi að afla sem mests af rigningarvatni, þvi að starf ræksla þvottahússins er vatns frek, eips og gefur að skilja, en hins vegar ekki margra kosta völ í því efni í Eyjum. Þegar rigningarvatnið þrýt- ur, verður að sækja vatn í lind inn í Herjólfsdal. Á meginhæð hússins er sjálft þvottahúsið. Þar er stór vinnusalur með vélum og smærri herbergi fyrir af- greiðslu, snyrtingu og afdrep fyrir starfsfólk. Vélarnar frá Svíþjóð. Vélarnar eru keypt- ar frá Svíþjóð og eru nýjar. Eru komnar þrjár stórar vél- ar. Þvottavél, vinda og 2 m. gufupressa. Með þessum véla- (Framhald á 2. síðu.) Minningarathöfn vegna Glitfaxa- slyssins Minningarguðsþj ónusta vegna þeirra, sem fórust með flugvélinni Glitfaxa 31. jan., fer fram í dómkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn kemur, og hefst klukkan tvö. Séra Bjarni Jónsson pre- dikar. í fimmtíu metra skriðsundi karla eru keppendur 21, og eru meðal þeirra Pétur Krist jánsson, methafinn, og Ari Guðmundsson. í 200 metra bringusundi kvenna eru keppendur sex, og er Þór- dís Árnadóttir meðal þeirra. Beri hún enn sigur úr být- um, vinnur hún til eignar bringusundsbikar KJR., sem um er keppt. í 100 metra flugsundi karla eru keppendur þrír, þeirra á meðal methafinn Sigurður K.R.-ingur. í 400 metra bringusundi karla eru kepp- endur ellefu, þeirra á meðal methafinn Sigurður Þingey- ingur. í 50 metra baksundi karla eru keppendur átta, þeirra á meðal methafinn Ari Guðmundsson. í 100 metra skriðsundi drengja eru níu keppendur, margt efnilegra pilta. í 100 metra bringusundi telpna eru keppendur átta. í 100 metra skriðsundi kvenna eru keppendur fjórir, og eigast þar meðal annarra við Þórdís Árnadóttir og Anna Ólafsdóttir, handhafi flug- freyjubikarsins, sem keppt er um. í 100 metra bringusundi drengja eru keppendur sex. Loks er 450 metra skrið- sund karla, og keppa í því sex sveitir. Nýtt samkomuhús í Eyjum Verið er að ganga frá inn- réttingu á nýju samkomuhúsi í Vestmannaeyjum. Hafa hljóðfæraleíkaramfr, sem leikið hafa í Samkomuhúsi Sjálfstæðismanna í Eyjum, tekið Alþ.húsið þar á leigu og eru nú að breyta því í veit- j inga og samkomuhús, þar sem j ætlunin er að dansleikir verði haldnir. Alþýðuhúsið hefir verið lítið notað nú um skeið, síð- j an kvikmyndasýningar hættu þar. í þessu nýja samkomu- i húsi verða haldnir dansleik- ir en auk þess dansað stuttar dagstundir, eins og tíðkast víða í veitingahúsum, án þess að um dansleiki sé að ræða. Er hið nýja samkomuhús talið hið vistlegasta eftir þær breytingar, sem á því hafa verið gerðar og fyrirkomulag í veitingasölum, eftir nýjum fyrirmyndum. Togara rekur á land í hvassviðrinu í fyrrinótt rak mannlausan togara á land í Gufunesi. Er þetta e’nn af gömlu togurunum, Sur- price, sem nú heitir Helga- fell. Hefir togari þessi legið að- gerðarlaus um þriggja ára skeið á Eiðsvíkinni. Skemmdir á skipinu og möguleikar á að ná því út aftur, munu ekki vera athugaðir til fulls. En kafari fór inn eftir í gær, að skoða skipið, þar sem það ligg ur i fjörunni. Þórdís Árnadóttir, ein bezta sundkona okkar. Eiseiihower í Ver- sölum Eisenhower hershöfðingi kom I gær til Parísar til að setjast að í bækistöðvum sín- um. Fór hann þegar til Ver- sala, þar sem verið er að byggja bækistöðvar herráðs hans. Norðmenn auka framlög til land- varna Hauge landvarnarráðherra Norðmanna lagði í gær fram i í norska þ nginu nýja land- varnaáætlun norsku stjórn- 1 arinnar. Samkvæmt henni ! verða framlög til hervarna aukin um 30% á þessu ári. Herinn verður aukinn í fjögur 1 fullskipuð herfylki, flugher- I inn aukinn um 50% og her- skyllualdur líklega færður niður um eitt ár. Flotanum mun bætast 10 litlir tundur- spillar eða sprengjubátar og fjórir sprengjulagningabátar frá Bandaríkjunum. Ræða landbtin- aðarráðhcrra (Framhald af 1. síðu.) nokkru hér í blaðinu. Hann kvaðst vilja biðja búnaðar- þing að athuga vel, hvernig efla mætti rannsókna- og til- raunastarfsemina svo að hún svaraði þeim auknu kröfum, sem framfarirnar gerðu til hennar. Þar hefði mikið verið unnið á undanförnum árum, en enn kallaði margt að í þeim efnum. Ráðunautarnir yrðu að vinna, meSra með bændum og í nánara sam- starfi. Þangað þyrftu bændur að geta leitað með einstök vandamál og almenn, og það væri mæli allra bænda, að þeir hefðu ævinlega haft eitt- hvert gagn af komu ráðunaut anna. Il'n mikla lánsfjárþörf landbúnaðar ns. Ráðherrann ræddi um hina stórauknu lánsfjárþörf land- búnaðarins eins og högum er nú háttað. Það kostaði mörg hundruð þúsund að stofna nýtt býli með bústofni og tækjum, og menn hefðu lík- lega ekki gert sér fullkomlega ljóst, hve þessi þörf væri mik- il. Sjóð .r þe r, sem sjá ættu fyrir þessu; væru hins vegar því nær félausir, og það yrði e'tt mesta vandamál næstu ára að fullnægja lánsfjárþörf inni til landbúnaðarins. — Við höfum ekki gert okkur fulla gre n fyrir því, hve hinn nýi i tími með vélamenn ngu sinni er fjárfrekur, og þetta mál mun búnaðarþing að sjálf- sögðu verða að ræða ýtarlega, sagði ráðherrann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.