Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1951, Blaðsíða 4
c TÍMINN, fimmtudaginn 22. febrúar 1951. 44. blað. Um verzlunar- og samvinnumál Vestu r-Skaftfel li nga i. Arið 1906 urðu straumhvörf verzlunarmálum Vestur- Skaftfellinga. Kaupfélag Skaftfellinga var þá stofnað af nokkrum áhugasömum lugnaðarmönnum, sem sáu áað langt fram í tímann, að samtök fólksins til sjálfs- bjargar væri það, sem koma skyldi. Félagið hóf verzlunar- -ekstur sinn við mjög erfið skilyrði og öfluga mótspyrnu gegn samvinnuhreyfingunni. Þrátt fyrir hatrammar á- "ásir niðurrifsaflanna og sinnuleysi fjöldans í félags- málum þróaðist þessi litli vís- !r jafnt og þétt.' Mönnum skildist smátt og smátt, að það skipulag, sem hér var komið á, væri til bóta. Hagur félagsins fór batnandi ár frá ári og félagsmönnum fjölgaði. Fn svo kom Kötlugosið 1918 og þær hörmungar, sem því 'ylgdu. Markaðstöp fyrir af- irðir bænda og kreppan í kjölfar þeirra. Félagsmenn- irnir fóru að safna skuldum hjá félaginu, og félagið safn- aði skuidum út á við af eðli- sgum ástæðum, þegar ekki var staðið’ í skilum við það. Þá var komið hið gullvæga ækifæri andstæðinga sam- dnnusamtakanna. Þeir hófu skipulagða herför gegn félag- nu. nu skyldi það ekki eiga ■/iðreisnar von. Við félagsmennina var fé- lagið og forráðamenn þess rægt miskunnarlaust, þó að ; aldan eoa aldrei væri geng- ið svo hreint til verks, að hægt /æri að sanna sök á nokkurn. 'Sn rógurinn sýkti út frá sér. Félagsmennirnir fóru að trúa )ví. að hér væri ekki allt með felldu, og því mundi vera ayggilegast að losa sig úr jessum félagsskap. Sumir hlupu burt frá stórum skuld- m og hirtu ekkert um, hvað af því gæti hlotizt. 'Sn sem betur fór báru Skaftfellingar þó gæfu til þess að eiga þrautgóða og örugga :nenn, sem voru hugsjón sinni rúir. Þessir menn yfirgáfu félagið aldrei, hvað sem á gekk, og þessum mönnum ber að þakka það, og verður þeim aldrei fullþakkað, að félagið j fði og hefir verið og er enn 1 dag sá aflgjafi til fram- kvæmda og athafnalífs í sýslunni, sem sýslubúar sízt mega án vera. Hér í Vík voru nokkrir <aupmenn, sem smátt og matt heltust úr lestinni og aættu að verzla. Þróunin tekk í þá eðlilegu átt, að fólk- ð fór að sjá, að réttara var ið skipta við sitt eigið fyrir- æki. Félagið fór aftur að ítækka.Kaupmennirnir fluttu búrtu, sumir til Reykjavík- ir, sumir af landi burt Bryde), og höfðu á burt með ;<ér úr sýslunni þann ágóða, sem beir höfðu haft af verzl- ininni. Félagið keypti nokk- ið af beim húseignum, sem hessir umræddu kaupmenn áttu hér í Vík, og vitanlega burftu þá Skaftfellingar að ;aka til í^annað eða þriðja sinn að borga kaupverð þess- ara húsa, en sem betur fer er heirri verzlun með húsin nú loklð, því að nú eiga Skaft- ::ellingar þessi hús orðið um uldur og æfi. Kaupfélagsstjór arnir fara aldrei með andvirði heirra burtu í vasanum, þótt hcir skiptl um verustað. Eftir Odc! Sigurbergss«>ii kaupfélagssijóra Ein kaupmannaverzlun hér í Vík, Verzlun Halldórs Jóns- sonar, hélt þó velli sem kunn- ugt er. Sú verzlun stóð á göml- um merg og gömlum vinsæld- um, sem hún hafði í tugi ára innunnið sér, og það með réttu. Margir viðskiptamenn henn ar skiptu við hana af rótgró- inni tryggð og gömlum vana, þótt yfirburðir samvinnu- verzlunarinnar hafi jafnt og þétt sótt þar fram til sigurs. II. Um síðastliðin áramót verða aftur straumhvörf í verzlun- armálum Vestur-Skaftfell- inga. Sá fáheyrði atburður skeður, að gamlir og traustir viðskiptamenn Halldórsverzl- unar snúa algerlega baki við henni og forstöðumanni henn ar, Jóni Halldórssyni. Með fjölmennum undirskriftum fara þeir fram á það, að Jón hætti alveg að verzla og breyti sinni gömlu verzlun í verzlun- arfélag. Varð það úr, að Jón hætti og stofnað var upp úr hans verzlun svo nefnt Verzl- unarfélag Vestur-Skaftfell- inga, sem mér hefir verið sagt að starfa ætti á samvinnu- grundvelli, en þegar þetta er skrifað veit ég ekki til að það hafi verið tilkynnt til sam- vinnufélagaskrár, og er þó fé- lagið búið að starfa í mánuð. Samkvæmt viðtali, sem ég átti við Jón Halldórsson sjálf- an um þessi mál, sagði hann mér, að hvatamenn þessarar félagsstofnunar hefðu verið búnir að leita eftir því við sig að hann hætti að verzla, en hann hafi ekki viljað undir- gangast það. En allt í einu er komið með fyrrnefnd undir- skriftarskjöl til hans, og sá hann sig þá knúinn til að hætta, og taldi sér ekki ann- að fært, þar sem þessar und- irskriftir voru aðallega frá hans viðskiptamönnum. Gæti ég trúað, að honum fyndist sér og föður sínum illa launuð áratuga þjónusta, sem von- legt er. Sá sigur, sem hér hefir unn- izt, er samt að minu áliti einn sá stærsti, sem samvinnuhreyf ingin hér í sýslu hefir unnið, sökum þess, að með þessari félagsstofnun er það kröftug- lega undirstrikað af þeim, sem alltaf hafa verið andvíg- ir samvinnusamtökunum, að þau séu til fyrirmyndar og eftirbreytni. Ég fagna þessum sigri af alhug, og vona, að þetta sé stórt spor í áttina til þess að gera þessa menn, sem áður hafa fundið samvinnu- skipulaginu allt til foráttu, að einlægum og sönnum sam- vinnumönnum. Ég get þó ekki gert að því, að hjá mér hefir vaknað nokk ur grunur um það, að hér sé ekki um einlæga stefnubreyt- ingu að ræða, heldur ráði þarna miklu um valdastreyta og sérhagsmunir einstakra manna. Mér finnst ekki hægt að loka augunum fyrir þvl, að einmitt nú séu að skjóta upp kollunum og færast í aukana arftakar þeirra niðurrifsafla, sem áður fyrr vildu samtök fólksins feig. Mér er ekki grun laust um það, að til séu þeir menn, sem sjá ofsjónum yfir því, að Kaupfélag Skaftfell- inga hefir á undaníörnum i ’árum allverulega fært út kvi- arnar, og rekstur þess gengið vel, þrátt fyrir það, að ýmsar ' hömlur af hálfu þess opinbera jhafa gert því, sem öðrum kaupfélögum landsins, mjög erfitt fyrir. Er hugsunarhátt- I ur þessara manna í fullu sam- ræmi við það, er andstæðing- ar þess glöddust yfir erfiðleik- um þess áður. Ég' ætla ekki að fara mikið út í það hér, hvernig á þess- um grun mínum stendur. Get þó ekki látið hjá líða að nefna eitt dæmi af fjölda mörgum, hvernig málstaður Kaupfé- lags Skaftfellinga og forráða- manna þess er oft túlkaður af andstæðingum þess. Meðal félagsmanna K. S. var lengi mikill áhugi fyrir að komið væri á fót og starfrækt trésmíðaverkstæði, til hag- ræðis fyrir þá sýslubúa, sem á slíkri þjónustu þurftu að |halda. Fyrir lá fjöldinn allur af áskorunum og aðalfundar- samþykktum til stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins að beita sér fyrir því, að þessu nauðsynjamáli væri hrundið í framkvæmd. Skömmu eftir að 'ég tók við framkvæmdastjórn ' K.S. fóru fram umræður milli mín og nokkurra trésmiða hér í Vík um það, hvað hægt væri að gera í þessu máli. Varð að samkomulagi ,að bezta lausn- in mundi verða sú að stofna um þetta hlutafélag, sem K.S. og fyrrnefndir smiðir yrðu hluthafar í. Var mér síðan fal ið að sækja um nauðsynleg leyfi, ef það mætti takast að fá fluttar inn vélar í þessu skyni, en frekari hlutafélags- stofnun frestað, þar til séð væri, hvernig reiddi af með j vélakaupin. Umsókn minni um leyfin var synjað, og frek- ari aðgerðir í málinu þar með ‘ stöðvaðar. Af tilviljun frétti ég svo seint á árinu 1949 um tré- smíðavélar, sem voru til sölu hjá fyrirtæki í Reykjavík. Boðaði ég þá smiðina strax á minn fund, til þess að segja þeim frá þessu tækifæri, og bjóða þeim að vera með í vænt anlegum kaupum, á sama grundvelli og áður var umtal- að, ef þau mættu takast. Var svo málið rætt frá ýmsum hlið j um, og allir sammála um það, 1 að ef þessu tækifæri væri Jsleppt, þá væri tilgangslaust að hugsa meira um það á þess um vettvangi. Komu þá jafn- Aramt upp raddir um það, að (nauðsyn bæri til að gera Verzl un Halldórs Jónssonar að hluthafa í þessu fyrirtæki. Sá ég enga nauðsyn þess og neit- aði því strax ákveðið fyrir hönd K. S. Segir svo ekki meira af þessum fundi ann- að en það, að ekki þótti til- tækilegt að ráðast í þetta að svo komnu, og samþykkt að hætta við allt saman. Ég var ekki ánægður með þessi úrslit, og þar sem ég þurfti að segja strax til um það, hvort ég hugsaði nokk- uð um þessi vélakaup, fór ég austur að Kirkjubæjarklaustri daginn eftir og ræddi þetta mál við formann félagsins, og einnig hafði ég tal af fleiri stjórnarnefndarmönnum K.S. Varð það að ráði, að félagið keypti vélarnar og reyndi að koma þeim fyrir í húsakynn- (Framhald á 7. -síðu.) ! S. Kr. sendir okkur kveðju sína. Hann segir hér ævintýri, sem ég veit engar sönnur á, en ræði annars ekki að sinni. E!n um skoðanir hans á orðtakinu, að draga dul á eitthvað og gefa eða halda grið er ég honum sammála, því að ég hygg að bæði dul og grið séu hvorug kynsorð en ef aðrir vita betur er gott að þeir komi hér með röksemdir sínar. En bréfið er á þessa leið: „Ég vildi óska, að eitthvert ykkar gæti sagt mér, hvort er réttara mál, að „draga dul‘ á eitthvað eða „draga dulur" á eitthvað. Ég verð þess oft var, bæði í blöðum og útvarpi, að talað og ritað er, um: að draca dulur. 1 einfeldni minni hugði ég að rétta orðmyndin væri „að draga dul“, hitt væri beinlínis sama og að draga tuskur á eftir sér. Annað orð, sem ég hef grun um að sé rangt með farið, er orðið „grið“. Margir segja og rita: „Þá var ekki griður gef- inn“ í staðinn fyrir: „Þá voru ekki grið gefin“. Það væri fróð- legt að vita álit fróðra manna um þetta efni. Þó undarlegt megi virðast, hjálpast þessi tvö orð að því að minna mig á Þorgeirsbola. Griður, getur lengst í griðung- ur, sem er algengt orð i sveit- um landsins, og merkir geðvond an tarf. Hitt, að draga dulur, minnir mig á það að Þorgeirs- boli dregur húðina á eftir sér. Eins og segir í hinni ágætu bók „Föðurtún" bls. 22, var Þor geirsboli fluttur vestur á hinar víðlendu gresjur Ameríku. En eftir síðustu fregnum að dæma, er hann þar ekki lengur. Einhver liðsforingi í Ameríku, sem á fyrir bróður frægan pró- fessor i draugavísindum, fékk þá flugu í liöfuðið að hand- sama Þorgeirsbola og flytja hann til Kóreuvígstöðvanna. Þeir fengu í lið með sér 6 fíl- eflda galdramenn, náðu í tudda og komu honum upp í flugvél, og' svo var flogið af stað. Allt i gekk vel, þar til flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli. Þá brauzt tuddi úr höndum galdramann- anna, og þaut af stað. Þeim förunautum leizt ekki á blik- una, fengu sér þó bíl í snatri og óku á eftir kauða. Hins veg- ar linnti hann ekki sprettinum fyrr en í Reykjavík, þar fór hann inn í stórt hús, og upp á loft, unz hann kom í stóran sal, þar fleygði hann sér nið- ur í eitt hornið og lá þar hreyf- ingarlaus. Mennirnir, sem höíðu fylgt fast á eftir bolsa, lituðust um í salnum og sáu brátt að þeir voru staddir í útvarpssal. Þótti þeim sín för ærið ill, ef þeir yrðu að skilja þennan ó- fögnuð eftir á svo göfugura stað. En þrátt fyrir kyngi magn- aðar særingar, gátu þeir engu um þokað: Þorgeirsboli lá hinn kyrrasti, svo þeir urðu frá að hverfa. Þegar kunningi minn, sem var staddur á Keflavíkurflug- velli þennan dag, og fékk svo af tilviljun sæti i bílnum til Reykjavíkur, sagði mér þessa sögu, þá datt mér ekki í hug að trúa henni, taldi hana heimskulega lygasögu og svo mun um fleiri. En hvað skeð- ur? Að kvöldi 25. jan. fer Þor- geirsboli allt í einu að gaula í útvarpið. 1 fyrstu var gautið líkast gauli í tarfi, sem bundinn er inni á bás einn í fjósi í sól- skini og blíðu á sumardegi. Svo færðist gaulið í aukana og varð grenjandi nautsöskur. Þeg ar svo þessum ófögnuði linnti, byrjuðu tilkynningar. Vitanlega hefir starfsfólkið við útvarpið ekkert getað ráðið við þennan ófögnuð. Þó má telja líklegt að tekist hafi að losna við hann, því ekki hef ég orðið hans var í útvarpinu síðan þetta kvöid. Við skulum vona hið bezta.“ Eilt af því, sem snjallt er og merkilegt í sjónleiknum Flekkaðar hendur er samtal Hoederers og byltingamanns- ins unga. Unglingurinn verður að játa það, að hann elski hug sjónina en ekki mennina og svarar því þá til, að það sé ó- mögulegt að elska mennina eins og þeir eru. Hann elski þá eins og þeir geti orðið. — Þetta er efni, sem vert er að hugsa um, því að hér mætum við ofstæk- inu, sem er reiðubúið að fórna manninum fyrir hugsjónina, — sem „spyr ekki um ástir né harma einstaklingsins" fremur en Bjarni frá Hofteigi, — sem fyrirlítur tilfinningar manns- ins vegna trúarofstækis síns. Þetta er orð í tíma talað. Starkaður gamli. Jörð óskast Góð jörð, helzt sauðjörð, óskast til kaups. Þeir, sem kynnu að vilja athuga þetta nánar, vinsamlegast sendi línu til innheimtu Tímans, Rvik, og skrifi á horn um- slagsins „Sauðjörð." Auglvsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.