Tíminn - 27.02.1951, Page 2

Tíminn - 27.02.1951, Page 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 27. febrúar 1951. 48. blað. Orá harfi tii heiía Útvarpih Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútyarp. — 9.05 Húsmæðraþáttur. — 9.10 Veð- urfregnir. 12.10—13.15 Hádegis- útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis- útvarp. — (15.55 Fréttir og veð- urfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Minnzt sjötugsafmælis Sveins Björnssonar forseta íslands: a) Afmæliskveðja: Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra. b) Erindi: Dr. juris Björn Þórð arson lögmaður. c) Frásögn: Vil hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri talar um forsetasetrið Bessa- j staði. d) Islenzk tónlist (plötur). ' 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur nr. 31. 22.20 Tónleikar: Islenzk tónlist (plöt- ur). 22.45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Hull 25.2. til Kaupmannahafnar. Detti- foss fór frá Reykjavík 25.2. til New York. Fjallfoss kom til Antwerpen 24.2., fer þaðan 27.2. til Hull og Reykjavíkur. Goða- foss kom til Rotterdam 24.2. fer þaðan 27.2. til Gautaborgar. Lagarfoss kom til Reykjavikur 25.2. frá Leith. Selfoss er í Leith. Trgllafoss er í Reykjavík. Auð- urala fór frá Vestmannaeyjum 24.2. til Hamborgar. Sambandsskip: M.s. Hvassafell fór frá Cadiz 21. þ. m., áleiðis til íslands. M.s. Arnarfell er í Reykjavík. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík og á að fara þaðan á morgun vestur um land til Akureyrar. Esja var væntanleg til Reykjavíkur í morgun að vestan og' norðan. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr- ill er í Reykjavík. Armann var í Vestmannaeyjum í gær. Sarah Halim, frajnka íai- ouks konungs hins egypskaj er talin mjög fögur. Hún á að sýna hatta á vortízkusýn- ingu Simone Mirmans í Paris á næstunni. I Flugferðir Loftleiðir: í dag er ætlað að fljúga til: Vestmannaeyja og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, ísafjarðar, Akureyrar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Úr ýmsum áttum Háskólafyrirlestur flytur dr. Simon Jóh. Ágústs- son, prófessor í I. kennslu- stofu Háskólans í kvöld kl. 6,15. Fyrirlesturinn fjallar um fagur- fræði, og er þetta síðasta er- indi hans um þetta efni. Öll- um er heimill aðgangur. Gjafir og áheit til Melstaðarkirkju í Miðfirði 1950. Áheit: Kr. 50, 300, 20, E.J. 100, M.S. 100, M.J. 50, 50, jóla- gjöf kr. 200. Samtals 870 krón- ur. Ennfremur færum við þeim systrum Ingibjörgu og Magréti Gunnlaugsdætrum frá Syðri- Völlum í Melstaðarsókn innileg ustu þakkir fyrir hina fögru og snyrtilegu innrömmun á hin- um ævagömlu helgimyndum, sem skemmdust í kirkjufokinu 15. janúar 1942. Fyrir allar gjaf- ir og áheit til Melstaðarkirkju fyrr og síðar, færi ég fyrir hönd safnaðar og sóknarnefndar inni legustu þakkir, og óska öllum gefendunum góðrar framtíðar. F. h. sóknarnefndar Mélstað- arsóknar, Björn G. Bergmann. Það hjarta er.... Það er á valdi bæjarstjórn anna að framlengja hnsa- ' leigulögin. Hér í Reykjavík hefir það ekki enn verið gert og verður að öllum líkindum ekki gert. Húseigendur geta því sagt upp fjölskyldum, er leigja hjá þeim, með þriggja mánaða fyrirvara — í fyrsta lagi 14. maí. Það virðast vera til þeir i menn, sem mjög hefir verið í mun að nota sér þetta og gæta þess, að þeir misstu ekki af voninni í húsaleigu- hækkuninni nokkurn dag — án tillits til alls annars. Sömu dagana og verið var að leita að Glitfaxa var ckkju Reykvíkings, sem fórst með honum sent ábyrgðarbréf frá húseigandanum, er þau hjón in leigðu hjá, þar sem ekkj- unni og börnum hennar tveimur var sagt upp húsnæð inu. Mikið lá við. Ef húseig- andinn hefði beðið þar til leitinni var lokið, sVo að ekki sé nefnt, að hann dokaði við, þar til minningarathöfnin var um garð gengin, gat hann átt á hættu að missa ’Mr.. af húsaleigugróða sínum einn mánuð. Davíð Stefánsson segir: Sú lund er hörð, er hæðir snauð- an mann, það hjarta er kalt, er rænir þreyttan svefni. — Hvaða lýsingarorð á að hafa um það hjarta, sem slegið hefir á bak við þetta verk? Sænska bókiistarsýningin í Þjóðminjasafninu er opin dag- lega kl. 2—7 til sunnudags 4. mars og auk þess á föstudags- kvöld kl. 8—10. B/öð og tímarit Læknablaðið. 7. tbl. 35. árg. er nýkomið út og hefir borizt blaðinu. 1 blað- inu birtist erindi eftir Sigurð Samúelsson um hjartasjúkdóma og skurðaðgerðir á hjarta og æðum. Kristbjörn Tryggvason minnist Péturs Magnússonar, læknis. „HEKLA” Tekið á móti flutn'ngi til Djúpavíkur og Hólmavíkur ár degis í dag. Útvarpsblaðið Hálfsmánaðarblað um út- varpsmál. Birtir fyrirfram þriggja vikna útvarpsdagskrá. Ritstjóri: Loftur Guðmunds- son, blaðamaður. Aðalútsala: Bókabúð Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21, Sími: 80282; pósthólf 1043. 11 {jCfhum tieqi: Tlf íhugunar Það er talsvert atvinnuleysi í Reykjavík, og það eru víða miður þrifalegar götur í bænum. Þegar dregúr verulega út úr miðbænum, eru óvíða fullgerðar götur, og mjög víða vantar gangstéttir algerlega. ★ ★ ★ Margir eru þannig skapi farnir, að þeir vilja, að sem þokkalegast sé í kringum hús sín. Þeir leggja sig í framkróka um það að mála og halda við húsum sínum, svo að þau líti sem bezt út, og þeir leggja bæði mikla vinnu og fé að gera garða umhverfis húsin og hafa þá sem snyrtilegasta. En svo dregst gatan aftur úr, og það, sem bæjarfélagið á að gera. ★ ★ ★ Við skulum þó ekki deila á bæjarfélagið fyrir það. Göturnar í Reykjavík eru langar, og það er í mörg horn að líta og mörgum verkefnum að sinna, en út- svörin orðin ærið þungur baggi. En gæti hér ekki komið til greina samvinna? Húseigendur, sem það vildu á sig leggja, keyptu hellurnar, en bærinn sæi síðan um að leggja þær. Það væri áreiðanlega margir húseigendur fúsir til þess að taka á sig þessa byrði, ef bærinn vildi koma til móts við þá. Þeir eru sennilega svo margir, að við þetta skapaðist veruleg vinna, sem leysti vanda margra, er ekkert fá að gera. Og með þessum hætti þokaði áfram fyrr en ella því nauðsynja- verki að gera göturnar snyrtilegar. ★ ★ ★ Mér er sagt, að maður, sem á stóra byggingu, hafi boðið bæjaryfirvöldunum þessi býti. En þau hafi ekki viljað sinna boðinu. Sennilega stafar þaó af því, að þau hafa ekki athugað fyllilega allar hliðar þessa máls. Vilja þau ekki taka það til nýrrar ihugunar? J. H. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjær og nær er sýnt hafa okkur samúð og vinarhúg við hið sviplega fráfall míns elskulega eiginmanns, bróður okkar og sonar r ðlafs Jóliaiinssonar flugstjóra er fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. f. m. Ellen Sigurðardóttir Waage Ágústa Jóhannsdóttir Svana Guðrún Jóhannsdóttir Hodgson Magnea og Jóhann Þ. Jósefsson Móðir okkar og tengdamóðir RAGNHILDUR SVEINSDÓTTIR andaðist 24. þ. m. að heimili sinu Grund í Svínadal. Börn og tengdabörn Orðsending frá lánsútboðum virkjananna Athygli skal vakin á því, að þeir, sem kaupa skulda- bréf fyrir 1. marz, fá að full greidda þriggja ára vexti iyrir fram, en eftir þann tíma verða dregnir frá eins mánaðar vextir, talið frá 1. febrúar síðastliðnum. Með því að kaupa skuldabréf fyrir 1. marz græðið þér því mánaðar vexti. SOGSVIRKJUNIN. LAXÁRVIRKJUNIN ÍV.V.V.Y.V.V.V.V.V.V/.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V, V Vörubílstjórafélagið Þróttur: Fundur verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í húsi félagsins. Dagskrá: 1. Lagabreytingar (2. umræða) atkvæðagreiðsla. | 2. Bréf frá A.S.f. Uppsögn samninga. 3. Önnur mál. Félagar sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. aataiiiiiiigwiiimíciiimmrnmCTimiafflimmmmii ♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦^♦•^ ♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦é * .♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦! ►♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦< LESIÐ ÞETTA! LESIÐ ÞETTA! Danslaga-keppni S.K.T. efnir hérmeð til nýrar danslagakeppni um ný íslenzk danslög. Keppnin sé tvíþætt: — nýju danslögin og gömlu danslögin. Nefnd, skipuð 3 sérfróðum mönnum, velur úr beztu lögin, ákveðinn fjölda, ef þátttaka verður mikil, — en hljómsvolt Góðtemplarahússins í Reykjavík léikur þessi úrvals-danslög á opinberum dansleikjum um mánaðamótin apríl-maí í vor, þar sem dansgestirnir geira úrslitaatkvæðið um 3 þau beztu, hvers flokks. Þess er óskað, að íslenzkur texti fylgi hverju dahs- lagi, ef því verður við komið, að minnsta kosti nýju dönsunum. Veitt verða þrenn aðalverðlaun í hvorum flokki: 500,00 kr„ 300,00 kr„ 200,00 kr. Miðí, með nafni höfundarins, skal fylgja, í lokuðu umslagi, með hverju lagi — og þetta umslag merkt nafni danslagsins. Frestur til skila handritum er til 1. apríl n. k. Utaná skrift er: Danslagakeppni S. K. T. pósthólf 501, Reykjavík. ; ts ■.<: : jsr-.'iint 1 . . ,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.