Tíminn - 03.03.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.03.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardasinn 3. marz 1951. 52. blað. i - Liiiln-Bellc Mjög skemmtileg og spenn- ani ný amerísk mynd með hinum vinsælu leikurum: | Dorothy Lamour | George Montgomery Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ) OFLRHVGAR ! (Brave Men) Gullfalleg ný, rússnesk llt-! kvikmynd, sem stendur ekki j að baki „Óð Síberíu". Fékkí 1. verðlaun fyrir árið 1950.1 Enskur texti. Gurzo Tshernova SýQd kl. 9. ! Olítifiimliirinn (Strike it Rich) Afar spennandi ný, amerísk| mynd um baráttu fyrir olíu-| lindum. Rod Cameron Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BÍÓj Nætnræfintýri (Half Past Midnight) Aukamynd: Hertir til hnefa-j leika. — íþróttamynd. — j Bönnuð börnum yngri en 12) ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vér héldnm lirint Grínmyndin mikla með: Abbott og Costello. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Storknrinn ÍMjög spennandi amerískí alu ÆejtcJU 0Cui/eLa$ur% Austurbæjarbíó ISrighton Rork Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7. Frumskóga- Ntiílkan (Jungle Girl) — I. hluti — Sýnd kl. 5. Kabarett kl. 9. TJARNARBIO Leyudardwinur | stórhorgarinnar (Johnny O'Clock) j Amerísk sakamálamynd, jspennandi og viðburðarík. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Máfiirinn ÍHin glæsilega stórmynd eftir isamnefndri sögu Daphne Du ! Maurier. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÓ Ég man þá tíð Ný amerísk söngvamynd í eðlilegum litum. Mickey Rooney Gloria de Haven. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Enginn sér við Ásláki Sýnd k(. 3. HAFNARBÍÓ Ævintýri Kornbloins j Bráðskemmtileg ný sænsk igrínmynd, gerð eftir skop- [ myndasyrpu Elov Perssons. Aðalhlutverk: Ludde Gentzel Dagmar Ebbesen Julia Cæsar Sýnd kl. 3. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Lsugaveg 65. Síml 5833. Helma: Vltastíg 14. '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Askriftarsímli TIMIIVIf Gerlzt í Menningartengsl Islands og | Ráðstjórnarríkjanna. Sýning í Lista- mannaskálanum ÍMyndir úr þjóðlífi og menn- jingu allra 16 Ráðstjórnarlýð- Iveldanna. Einnig verða sýnd | ar myndir úr lífi vísinda- imannsins: Ivans Pavlovs og j frá Litla leikhúsinu í Moskvu. jSýningin verður opin daglega | kl. 2—10 e. h. — Litkvikmynd I in Eyðimörkum breytt í akur jlönd sýnd kl. 5 og 9. jÓkeypis aðgangur fyrir fé- [lagsmenn sem sýni skírteini. Stjórn MÍR. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) ára gamall, mun líka hafa verið orðinn þreyttur á því, að vera einskonar gerfikonungur og því gjarnan viljað stuðla að því, að sérréttindi Ranaættarinnar yrðu afnumin, því að líklegt væri, að við þá breytingu myndu áhrif konungsins aukast. Mohun Shamser sá þegar, að óhjákvæmilegt myndi að koma nokkuð til móts við hina nýju frelsisvakningu. Rétt eftir valda töku sína skipaði hann sérstaka nefnd, sem gera skyldi tillögur um breytingar á stjórnarháttum ríkisins. Starf þessarar nefndar sækist hins vegar seint, eins og fleiri stjórnarskrárnefnda, og hefir enn ekki komið neitt álit frá henni. Andstæðingar for- sætisráðherrans segja þvi, að hann hafi aðeins skipað nefnd- ina til að svæfa málið. Út af þessu spruttu deilur hans og konungsins á s. 1. hausti, en þeim lauk með því, að konung- urinn taldi sig ekki óhultan og leitaði því á náðir Indverja. Mohun Shamser mun í fyrstu hafa gert sér von um, að hann gæti farið sínu fram eftir að konungurinn var flúinn og upp reisn kongressflokksins brotin á bak aftur. Þetta sést m. a. á því, að hann setti þriggja ára gamlan sonarson konungsins í konungsstólinn eftir að hafa áður gift honum tveggja ára gamla sonardóttur sína. Gifting þessi, er fór fram með hátíð- legri viðhöfn, var nauðsynleg vegna þess, að samkvæmt göml- um lögum í Nepal má ógiftur maður ekki taka við konung- dómnum. Með giftingu þessari mun Mohun Shamser líka hafa ætlað að tengja saman til fram búðar ætt sína og konungsætt- ina. Við nánari athugun mun Mohun Shamser þó hafa séð, að þessi ráðagerð var ekki hyggi- leg. Hún gæti gefið hinni nýju hættu, kommúnismanum, byr í seglin. Indverjar munu eftir megni hafa reynt að benda hon um á þetta og fá hann til að fallast á sættir. Þó munu ráð Breta hafa mátt sín mest, því að Ranaættin hefir jafnan þótt mikið til stjórnvizku Breta koma og talið sig eiga hauka í horni, þar sem þeir væru. C'jina _J\auói Sérleyfisferðir alla daga Frá Reykjavík kl. 9 f.h. og kl. 5 e. h. — Afgreiðsla hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. Frá Stokkseyri—Rvík kl. 9,30 f. h. Frá Eyrarbakka—Rvík kl. 10 f.h. Frá Hveragerði—Rvík kl. 11 f. h. Frá Selfossi—Rvík kl. 10, 30 f. h. og kl. 3,30 e. h. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA í ;+; ÞJÓDLEIKHÚSID Laugardag kl. 20. 49. sýning á íslamlskliikkiiiini Næst síðasta sinn. Sunnudag kl. 14.00. Snædrottningin Sunnudag kl. 20 Flekkaðar hendur Bannað börnum innan 14 ára. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15—20.00 daginn fyrir sýning ardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum Sími 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 47 perlur sínar til gimsteinasala, og gimsteinasalinn skoðar þær og lýsir yfir því, að þær séu falsaðar. Greifafrúin er að falla í öngvit.. Tómas fleygði blaðinu i gólfiA.- Hvað varðaði hann um greifafrúna og perlur hennar? Hvað varðaði hann um fas- istana í Róm eða um kommönistana í Shanghai? Hvað varð- j aði hann um allan skarkala veraldarinnar? Skip sigla yfir , úthöfin og loftför fljúga yfir þau. En hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Hann æddi út. Ef Júlía Kapósí hefði ekki einmitt búið í klefa 34, hefði hann farið til hennar. Hann vissi í rauninni varla hvert hann fór, og hann vakn- aði sem af draumi við það, að hann var kominn í annað farrými og farinn að leita að Krieglacher. Þar rakst hann á systur Mörtu. Frú Weber hafði kastað upp mjólkinni, sem hún drakk, og Marta óttaðist,' að hún kæmist ekki lifandi vestur yfir hafið, svo að hún fengi að sjá hinn þráða son sinn. Tómas hlustaði á frásögu hennar, og sér til mikillar skelf- ingar uppgötvaði hann allt í einu, að hann lét sér litið annara um örlög gömlu konunnar en greifafrúarinnar með perlurnar eða Belgíumannanna, sem fórust í námunni. Er ekki bezt fyrir hana að deyja? hafði hann hugsað. Er það ekki bezt fyrir okkur öll — frú Weber líka? Enginn veit, hvaða vonbrigðum hún verður fyrir, þegar hún sér Frans, því að hvar í heiminum er það, sem ást er virt að verðleikum? Hann slangraði að lokum inn í barinn og bað um kon- jakka. Hann hafði hætt við að leitá að Krieglacher. Það voru skriftamálin frá kvöldinu áöur, sem fældu hann frá honum. Því fór að vísu fjarri, að Tómas fordæmdi hann ^egna spila- fýsnarinnar, en samt hafði hann reynzt annar en hann bjóst við og gerði sér í hugarlund. Krieglacher hafði sagt honum margt af lífi og hugðarefnum vísindamannsins, en síðar valdið Tómasi þeim megnu vonbrigðum, er ekkert getur verndað manninn fyrir — ekki einu sinni visindin. Hann tæmdi þriðja konjakksstaupið, og hann tæmdi hið fjórða. Þá fór hann að hugsa um það, sem var fyrir einni viku. Hann fann, að hann var breyttur maður. Hann gat aldrei framar lifað áhyggjulausu lífi og treyst á trú og tryggð samborgara sinna. Hver er ég, og hver ert þú? Ert þú vinur minn eða óvinur, og hver er sá, sem ég hefi opnað hús mitt fyrir? Hann bjóst alls staðar við fjandmönnum, og hættulegastir voru þeir fjandmenn, sem næstir honum stóðu. Rétt fyrir eitt fór hann inn til Stefansons til þess að dæla í hann insúlíninu. — Hvers vegna eruð þér svo hljóður? spurði Stefanson eftir nokkra stund. Hvað amar að lækninum í dag? — Lífið kvelur mig, sagði Tómas, sem drukkið hafði sex staup af konjakki. — Lífið, sem er svo dásamlegt? — Það er kannske hættulegast af öllu, hve það getur verið dásamlegt. Stefansson hló. í senn hættulegt og dásamlegt, sagði hann, og þess vegna er það svo heillandi. Haldið þér, að ég treysti nokkrum manni? Ekki neinum. Ekki einu sinni ungfrú Fiel- ding. Ef ég segði henni upp fyrir einhverja skyssu, sem hún kynni að gera, myndi hún auövitað vera reiðubúin til þess að undirrita dauðadóm minn. Ég geri ævinlega ráð fyrir hættunni — í viðskiptum, ferðalögum og ástamálum.... — Hvað er ást án trausts? sagði Tómas beisklega. — Ást er alls ekki til, svaraði kaupsýsiumaðurinn. Það er ekki annað en þvættingur úr bókum. Augu Stefanssons ljómuðu, og hreystin glampaði af hinu brúna hörundi. — Mér virðist, að þér hafði hresstzt til mikilla muna þessa daga, sagði Tómas. Lífið á sjónum er að gera kraftaverk á yður. — Nei. Lífið á sjónum er viðbjóðslegt. Hér kvelur hver annan. Ég þrái einveru. Ég vildi óska, að ég ætti afdrep einhvers staðar sem lengst frá menningu og gæti eldað handa mér mat í potti á hlóðum.... Eftir hádegisverðinn bauð skipherrann Stefansson að drekka kaffi með sér og Friðriku í skipherraíbúðinni. Fritz malaði sjálfur kaffið í könnuna í tyrkneskri kvörn. Vatniö sauð þegar á katlinum. En þá var skipherrann allt í einu kallaður brott. Stefansson var óskabarn guðanna. Hann hafði einmitt óskað sér einveru, og nú var hann einn með hinni fögru konu í íbúð skipherrans. Hann þreif kvörnina, sem skip-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.