Tíminn - 03.03.1951, Side 7

Tíminn - 03.03.1951, Side 7
52. blað. TÍMINN, laugardaginn 3. marz 1951. 7, Rýmkaður innflutn- ingur jeppa og dráttarvéla Búnaðarþing samþykkti í fyrradag svolátandi tillögur: ,,Búnaðarþki§ skorar á' Fjárhagsráð:- 1. Að veita innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir heimilis1 dráttarvélum og jeppabifreið um, þannig að fullnægt sé eftir því sem frekast er unnt eftirspurn og þörfum land- [ búnaðarins fyrir þessi tæki. J Farið verði eftir óskum kaup enda um vélategundir. Enn- fremur verði flutt inn nægi- leg vinnutæki fyrir þessar vél ar til jarðvinnslu, heyvinnu og flutninga. 2. Að setja það að skilyrði fyrir innflutningi véla að innflytjendur hafi varahluta birgðir til þeirra véla, er þeir flytja inn. 3. Að veita næg leyfi til inn flutnings á hestaveikfærum og varahlutum til þeirra, þar sem mikill þorri bænda hef- ir ekki stærra bú en það að hestaverkfæri geta annað þeirri vinnu, er þarf að inna af hendi. Enda vitað mál, að mörgum bændum er enn um skeið fjárhagslega ofvaxið að eignast og starfrækj'a aflvél- ar og verkfæri með þeim til allra búþarfa. Innflutt verði aðeins góð verkfæri af þekkt um og reyndum tegundum“. „Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til úthlut unarnefndar jeppabifreiða, að hún úthluti heimilisdráttar- vélum og jeppabifreiðum með hliðsjón af tillögum hlutað- eigandi búnaðarfélagsstjórn- ar. Ennfremur verði stjórnum búnaðarfélaganna falið að hafa eftirlit og framkvæmd f. h, úthlutunarnefndarinnar samkv. 8. gr. laga um þessi mál, (nr. 43 frá 23. maí, 1949), þar sem stjórnir búnaðarfélag anna hafa betri aðstöðu en nefndin til að dæma um hvernig réttast er að ráðstafa jeppum og vélum, er bændur í hreppnum vilja selja. Sé aftur á móti ekki þörf fyrir jeppa eða dráttarvél innan hreppsins, þá ráðstafar úthlut unarnefnd tækinu“. Aincrískiir Iiraðf: Eignaðist fjögur börn á 5 mínútum Frú Pappen í Baltimore, kona verkamanns í stáliðnað inum, eignaðist fjórbura s. 1. laugardag, tvo drengi og tvær stúlkur. Ekki var mikill aldursmunur, því að ekki liðu nema fimm mínútur milli hins fyrsta og hins síðasta. Þetta eru fyrstu börn kon- unnar og eignaðist hún þau fjórum stundum eftir að hún kom í fæðingardeildina. Stærsta barnið, drengur, vó . 2,3 kg. en hið minnsta, stúlka vó 1,8 kg. Móðirinni og öllum börnunum heilsaðist vel. I Læknirinn hafði áður sagt | henni, að hún mundi eignast þríbura. Orrar fluttir til Ameríku Bandaríkjamenn. eru að hugsa um að koma upp stofni orra í Bandaríkjunum. Nýlega voru rúmlega 20 orrar fluttir frá Noregi flugleiðis til Vis- consinríkis í Bandaríkjun- um. Þar á að sleppa þeim og láta þá auka kyn sitt þar, því að lífsskilyrði' fyrir þá eru talin hin ákjósanlegsustu. í allt er ráðgert að flytja flug leiðis vestur 40—50 orra. Sókn herja S.Þ. heldur áfram Her S. Þ. hélt áfram sókn sinni í gær og varð nokkuð ágengt. Hefir suðurherinn sótt fram 6—7 km. síðustu tvo dagana. Bandarískir land gönguliðar sóttu fram aust- ast á víglínunni en vestar voru brezkar og suður-kóre- anskar hersveitir. Ekki hefir enn komið til verulegra á- taka yið aðalstyjk norðiy- hérsins. -'í'Jo xj9í :..Ol un Aorski „í lfurinn44 (Framhald af 8. síðu.) ar flugvélar frá Bardufoss þátt í leitinni auk flugvéla frá sænska hernum og her- mannaflokkum á skíðum. Norsk flugvél lenti þá á Ruostajaure-vatni hjá hinni flugvélinni. Fundust þar lík flugmannanna tveggja í tjald staðnum. Virtist hafa átt sér stað nokkur viðureign og skothrið. Komið hafði verið að flugmönnunum óvörum, og t lgangur árásarinnar hafði verið sá að ná tjaldinu og fleiri hlutum, og var þetta horfið. Orusta við útilegu- manninn. Um líkt leyti þennan sama dag kom sænskur flugmaður auga á Thorbjörn þar sem hann kom á skíðum ofan fjallshlíð að litlu vatni. Tjald norsku flugmannanna, sem hann notaði nú sjálfur, var þar skammt frá. í flugvélinni voru tveir menn auk flug- mannsins, kunnur sænskur skíðamaður og lögreglumað- ur. Lenti flugmaðurinn á vatninu í sama mund og Thorbjörn bar þar að. Áhöfn flugvélarinnar leit- aði skjóls bak við klett og !kallaði til Thorbjarnar um að gefast upp, en hann leit- aði hælis bak við stóran snjó skafl og skaut á Svíana. Svíarnir skutu einnig að honum og létu fyrstu skot:n fara nærri honum, en þegar það dugði ekki skutu þeir i fót hans, og kom skotið í lær- ið ofarlega. Gafst hann þá [ þegar upp, fleygði frá sér byssunni og gekk til Svíanna með . uppréttar hendur. Tóku þeir hann til fanga, bundu um sárið og hófu sig til flugs af vatninu þrátt fyrir erfið skilyrði og flugu til Gallivare, þar sem maðurinn var þegar fluttur í sjúkrahús. Var hann þá rólegur og enga geðveiki á honum að sjá. Lýsti hermdarverk- unurn í dagbók. í tjaldi Thorbjarnar .fannst dagbók þar sem hann lýsti þeim hermdarverkum, er hann hafði unnið, þar á með al morði flugmannanna. Byss una, sem hann hafði notað, hafði hann fundið í gömlu skotbyrgi á landamærunum frá dögum Þjóðverja. Auk þess var hann vopnaður skotvopnum flugmannanna, er hann var tekinn. Thorbjörn liggur nú í sjúkrahúsinu i Gállivare og biður bata, en sár hans er ekki talið hættulegt. Þrílitna ilýr (Framhald af 8. síðu.) fleiri litþræöi ög meiri að vexti en foreldrarnir eru, er takmarkinu ekki náð. Hærri tala litþráða og hinn mikli vöxtur verður ekki erfanleg- ur eiginleiki nema kannske í einu tilfelli af þúsund, og þess vegna þarf mjög umfangs- miklar tilraunir tU þess að fá stórvaxnari kynslóð svína. En vöxtur og litþráðatala annarar kynslóðarinnar yrðu erfanlegir eiginleikar. Tih'aunin á Skáni. Ýmsar tilraunir og rann- sóknir fara fram í risagrís- unum, sem þeir dr. Hággquist eiga í eldi á skánska búgarð- inum, sem nefndur var. Til dæmis er þrílitna grís gefið sama fóður og venjulegum grísum. Þrílitna grísinn er orð inn tíu kílógrömmum þyngri en systkini hans, sem ekki hafa fengið breytta litþráða- tölu og risavöxt. Þó er hann sísvangur og gæti etið miklu meira. En það fær hann ekki, því að þá væri tilraunin einskis virði. Sex vikna Iiarn (Framhald af 1. síðu.) hvílzt vel og hitað kaffi til hress;ngar. í sæluhúsið kom svo maður Valgerðar við sjötta mann til að sækja hana og barnið og flytja áfram yfir dalinn og niður til Eiða. Þegar lagt var upp frá sælu húsinu, var farið að hvessa. Ekki var þó annars kostur en að halda ferðinni áfram, og svo var gert. Tókst vel til um það sem eftir var ferðar- innar. Komst allt fólkið heilu og höldnu heim til Eiða og varð litla barninu ekki hið minnsta meint af vetrarferð- inni yfir Fagradal. Fóðurtilraunir með ný efni Svohljóðandi samþykkt gerði búnaðarþing í fyrra- dag: „Búnaðarþing skorar á til raunaráð búfjárræktar að láta gera fóðurtilraunir eða fylgjast með þeim fóðurtil- raunum, sem gerðar eru er- lendis með fóðurefnið vevcron, tyron og önnur ný fóðurefni, sem líkleg þættu til notkunar hér á landi“. ^'éíaffAuJ' Skíðaferðir að Skíðaskálanum. Laugardaga kl. 2 og kl. 6. Sunudaga kl. 9, kl. 10 og kl. 13.30. Fyrir sunnudagsferðir kl. 110 verður fólk tekið í úthverf- j unum og við Hlemmtorg, á sama 1 tíma og áður. Brekkan upplýst,1 skíðalyftan í gangi. Afgreiðsla Hafnarstræti 21. Sími 1517. Skíðadeild K.R. Skíðafélag Reykjavíkur. Látið mig gera við úrin Vönduð vinna, fljót afgreiðsla ■ Sendi gegn póstkröfu um ] land allt. CARL BERGMANN úrsmiður Njálsgötu 26 — Reykjavík Sjómannadags- kabarettinn I Ausfiirbæjarbíó í (lag kl. 1,30 og í kvöld kl 7 Nú gefst Reykvikingum tækifæri til þess að sjá fullkomnustu trúða í sinni grein. Meðal skemmtikrafta verða t. d.: ★ Lord og Reevers, „clown“-númer, sem aldrei hefir sézt hér áður. Carlo Andrew og sonur, sem leika listir sínar á slakri línu. 2 P.P. — frægustu jafnvægisfimleikamenn á Norðurlöndum. Pless-brothers, grínleikarar, þeir fullkomnustu í sinni grein. Jacara trio, — flugfimleikamenn, sem svífa 5—6 metra í loftinu. Smoky, — hinn bráðskemmtilegi api, gerir ýms- s: ar listir á línu. Haukur Morthens — syngur nýjustu danslögin. M Baldur Georgs og Konni verða kynnar og sýna jafnframt töfrabrögð og búktal. Hljómsveit Ivristjáns Kristjánssonar leikur fyrir || Kabarettinum og kynnir einnig nýjustu dans- || lögin. [! ★ « Sýningin kl. 1,30 er einkum ætluð börnum og mun p apinn Smoky ganga um á meíSal barnanna til sýnis. h Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíó frá kl. 11 f.h. | N e f n d i n aim:u:i:»:mn:»tntn»;»:}m»mnnm:»::»»»:»::ntnr,n::n;:;m»»ttttga :: t

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.